Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 30
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-1
9-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
Flughelgin á Akureyri verður
haldin í tíunda sinn í júní og þar
munu flugmenn sýna margs
konar listir. Á dagskránni er
meðal annars listflugkeppni og
útsýnisflug.
Fjölbreytt dagskrá
Helgin hefst á listflugkeppni á
laugardeginum á vegum Flug-
safns Íslands og Flugmála-
félags Íslands og að því loknu
taka við alls kyns flugsýningar í
listflugi og hópflugi á öllum
hugsanlegum gerðum flugvéla.
Þá er venja að setja upp sér sýn-
ingu á Flugsafni Íslands þessa
helgi og verða gamlir flugstjórar
í aðalhlutverki þar í ár. „Eins og
venjulega með flughátíðir eru
þær oft auglýstar yfir helgi og
seinni dagurinn þá hugsaður
sem varadagur þar sem veðrið
getur sett strik í reikninginn.
Hingað til hefur þó gengið upp
hjá okkur að laugardagurinn er
aðaldagurinn og sunnudagurinn
frekar helgaður útsýnisflugi,
bæði í þyrlum og flugvélum auk
þess sem við erum með list-
flugsýningar með,“ segir Svan-
björn Sigurðsson, safnstjóri
Flugsafns Íslands. Flughelgin
verður haldin dagana 20.-21.
júní og segir Svanbjörn að hana
hafi sótt bæði íslenskir sem er-
lendir gestir.
Veglegar myndasýningar
Flugsafnið varð til upp úr því að
nokkrir einkaflugmenn stofnuðu
sjálfseignarstofnunina Flug-
safnið á Akureyri sem keypti
flugskýli í bænum og var þá haf-
ist handa við að koma þar upp
safni. Nafninu var síðan breytt í
Flugsafn Íslands árið 2005 og
er safnið nú staðsett í nýju hús-
næði við Akureyrarflugvöll. Safn-
gripirnir hafa borist víða að en
meðal þeirra má nefna svif-
flugvél sem smíðuð var á Akur-
eyri árið 1937, þyrluna sem fór í
hafið í Straumsvík 2007 og
stjórnklefa fyrstu þotu Íslend-
inga, Gullfaxa. Þá er myndasýn-
ing á safninu sem sýnir 70 ára
sögu Icelandair eins og félagið
heitir í dag eða Flugfélags Ak-
ureyrar eins og það hét upp-
haflega og eru sögu þess gerð
góð skil í myndum og texta.
Flugsýning Á flughátíð á Akur-
eyri má sjá ótal gerðir þyrla og
flugvéla á flugsýningum.
Glæsileg flughátíð
Flughelgi á Akureyri
http://flugsafn.is/
Miðaldadagar verða haldnir á
Gásum dagana 18.-21. júlí þar
sem miðaldakaupstaðurinn
verður endurvakinn. Gásar eru
við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km
norðan við Akureyri og eru
hvergi á Íslandi varðveittar jafn-
miklar mannvistarleifar frá
verslunarstað frá miðöldum.
Gásir voru helsti verslunar-
staður á Norðurlandi á miðöld-
um og er staðarins víða getið í
fornritum frá 13. og 14. öld.
„Á þessum dögum setjum
við upp tilgátukaupstað eins og
víða hefur verið gert á Norður-
löndum. Gásahópurinn kemur
að skipulagningu daganna en í
honum er fólk sem hefur kynnt
sér og gert miðaldir að áhuga-
máli og þjálfað sig í aðferðum
sem þá voru notaðar. Þetta
fólk verður að sýsla við ýmsa
hluti sem við vitum að áttu sér
stað á Gásum á miðöldum, til
dæmis rauðablástur, skart-
gripagerð og trésmíðar. Þá
verður brennisteinn hreinsaður
á staðnum og búið til púður en
vísir að brennisteinsiðnaði hef-
ur fundist á Gásum og Gása-
höfn var ein mikilvægasta út-
flutningshöfn á brennisteini á
Íslandi. Síðan geta gestir tekið
þátt í ýmiss konar leikjum eins
og miðaldaknattleik og spreytt
sig í ýmiss konar fimi eins og
að skjóta af boga,“ segir Har-
aldur Ingi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar.
Framtíðarsýnin í Gása-
kaupstað er sú að þar verði
fornminjum gert hátt undir
höfði og þar verði slíkt þorp
reist til frambúðar.
Endurvakning Á Gásum verður reist miðaldaþorp á miðaldadögum.
Miðaldaþorp
rís á Gásum
Miðaldadagar á Gásum
www.gasir.is
Gönguvika í Dalvíkurbyggð
verður nú haldin í annað sinn en
hugmyndina má rekja til Krist-
jáns Eldjárns Hjartarsonar á
Tjörn sem sér um leiðsögn í ár
ásamt Önnu Dóru Hermanns-
dóttur frá Klængseyri. Ferða-
félagið Trölli sér um skipulagn-
ingu vikunnar að þessu sinni en
að henni vinnur mikið af fólki á
svæðinu sem hefur réttindi sem
leiðsögumenn.
Í gönguvikunni verða farnar
tvær göngur á dag og miðað við
að önnur sé fyrir vana göngu-
garpa en hin öllu léttari. Meðal
fjölmargra má nefna að genginn
verður gamli Múlavegur að
nóttu til og farið í grasa- og
lækningajurtagöngu frá
Klængshóli í Skíðadal og geng-
ið um land sem hefur lífrænis-
vottun frá Vottunarstofunni
Túni. Tvær gönguvikur verða
haldnar, sú fyrri dagana 26. júní
til 5. júlí en hin dagana 28.
ágúst til 3. september.
Náttúrufegurð Það verða farnar margar fallegar göngur í Gönguvik-
unni í Dalvíkurbyggð en vikan er nú haldin í annað sinn.
Göngur af öllu tagi
Gönguvika í Dalvíkurbyggð
http://www.dalvik.is/gonguvika/
30| ferðasumar 2009 Morgunblaðið