Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 34
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-2
2-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
D júpir firðir setja sterkansvip á Austurland og þarkúra margir fallegir bæir
sem vert er að heimsækja. Að
nokkru leyti má skipta lands-
hlutanum landfræðilega í
tvennt. Annars vegar í grófum
dráttum í Austfirðina og hins
vegar í skógi vaxið héraðið.
Á Austurlandi er sérstaklega
greiðfært upp á hálendið vegna
vegaframkvæmda í tengslum
við virkjunarframkvæmdir og
auðvelt að komast upp að jökl-
um og háum tindum.
Flestir sem heimsækja
Austurland leggja leið sína í
Hallormsstaðarskóg, stærsta
skóg Íslands, en um hann eru
merktar mismunandi erfiðar
gönguleiðir sem henta jafnt
stórum sem smáum. Þá er vin-
sælt hjá ungu kynslóðinni að
reyna að sjá í Lagarfljótsorm-
inn sem sagt er að
búi í Lagarfljóti.
Víða er hægt að
gista á Austurlandi
og til dæmis eru
margir sem tjalda í
Skaftafelli og njóta
náttúrufegurðar
svæðisins. Árið 2004 var þjóð-
garðurinn í Skaftafelli gerður
sá stærsti í Evrópu þegar suð-
urhluta Vatnajökuls var bætt
við hann. Jökullinn hefur haft
mikil áhrif á landsvæðið og
mótað landslag og sögu Aust-
urlands um árþúsundir en frá
honum falla vatnsmikil fljót
sem kvíslast um hálft Ísland.
Vel er hægt að draga björg í bú
á Austurlandi en þangað flykkj-
ast veiðimenn til að veiða
hreindýr enda hreindýrakjöt
herramannsmatur. Hreindýr
voru send frá Noregi til Íslands
seint á 18. öld og lifa í dag ein-
göngu á Austurlandi í villtum
hjörðum. Þá er hægt að gæða
sér á ferskum og ljúffengum
humri við strendur Suðaustur-
lands.
Í sumar verður nóg við að
vera á Austurlandi og ættu allir
að finna eitthvað
við sitt hæfi á
bæjarhátíðum,
listahátíðum,
skipulögðum
göngudagskrám
og tónlistar-
viðburðum.
Morgunblaðið/RAX
Firðir, hreindýr og skógar
Á Austurlandi er margt skemmtilegt og
fróðlegt að sjá. Landslagið einkennist af
fjörðum auk þess sem Vatnajökull hefur
haft mikil áhrif á landsvæðið. Víða um
landshlutann eru spennandi gönguleiðir og
fjölbreytt þjónusta í bæjum sem gerir dvöl-
ina á Austurlandi þægilega.
www.east.is
www.fjardabyggd.is
www.fljotsdalsherad.is
www.fatravel.is
www.rikivatnajokuls.is
www.egilsstadir.is
Ungviði Í dag lifa
hreindýr eingöngu
villt á Austurlandi.
34| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Austurland