Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 47

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 47
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 3- ha rp a- C M Y K ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 47 Það er ekki amalegt að vera með sinn eigin leiðsögumann þegar gengið er um íslensku þjóðskógana en nýtt verkefni Skógræktar ríkisins, Hringdu í skóginn, miðar einmitt að því. „Þegar gengið er um íslensku þjóðskógana má finna stöpla á víð og dreif sem eru merktir með símanúmeri. Þegar hringt er í númer næst samband við sjálfvirkt talhólf sem gefur alls kyns upplýsingar,“ segir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningar- stjóri Skógræktar ríkisins. „Annars vegar eru þetta upp- lýsingar um skóginn, sögu hans eða þann reit sem við- komandi stendur í eða ein- hverjar þjóðsögur, hjátrú eða eitthvað sem tengist staðnum. Þetta er í raun bara eins og að hafa sinn eigin leiðsögumann með sér í símanum.“ Þrír stöplar í landsfjórðungi Verkefnið verður formlega opn- að 1. júní en Esther talar um að stöplarnir séu þegar komnir á sinn stað. „Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þetta er alveg nýtt á Íslandi. Við förum rólega af stað í sumar og erum með þrjá stöpla í hverjum landsfjórðungi. Svo kemur þessum stöplum til með að fjölga jafnt og þétt næstu sum- ur. Við reiknum með því að fjöldinn að minnsta kosti þre- faldist eða fjórfaldist og helst ætlum við að dreifa þeim í alla skógana.“ Stutt skilaboð Kostnaður við símtalið er sá sami og kostnaður við hefð- bundið símtal, að sögn Est- herar. „Það var reynt að hafa skilaboðin frekar stutt en yf- irleitt eru þau innan við tvær mínútur. Við höfum prufukeyrt þetta í vetur með alls kyns text- um og það var svo margt sem hægt var að segja en það yrði þá of langt,“ segir Esther sem vill hvetja alla til að prófa að hringja í skóginn sinn. Hringdu í skóginn Íslenskir þjóðskógar Ef hringt er í númer sem finnst á svona stöpli má fá alls kyns fróðlegar upplýsingar um skóginn. Farfuglar  Sundlaugavegur 34  105 Reykjavík  Sími 553 8110  info@hostel.is  www.hostel.is 33 farfuglaheimili bjóða ykkur velkomin Ferðastu um Ísland á þægilegan og hagkvæman hátt í sumar. Þú getur bókað gistinguna fyrirfram og skipulagt ferðalagið. Boðið er upp á einstaklings- og fjölskylduher- bergi, eldunaraðstöðu og fjölbreytta afþreyingu á hverjum stað. Nánari upplýsingar eru á vef okkar www.hostel.is Við bjóðum ykkur velkomin. Bókaðu núna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.