Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 51
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 7- ha rp a- C M Y K Það eru nokkur hundruð tjald- svæði á Íslandi og erfitt getur verið að ákveða hvert skal stefna í tjaldútilegu eða með fellihýsið auk þess sem það getur verið flókið og jafnvel ill- mögulegt að leita upplýsinga um hvaða aðstaða er á viðkom- andi tjaldsvæði. Þegar Geir Gígja og Jónína Einarsdóttir höfðu lent nokkrum sinnum í þessum vanda ákváðu þau að setja af stað vefsíðuna www.tjalda.is þar sem finna má greinagóðar upplýsingar um öll tjaldsvæði á Íslandi. „Vefurinn var settur í loftið sumardaginn fyrsta og þá voru á skrá yfir 180 tjaldsvæði,“ segir Geir. „Fjöldi tjaldsvæða með einhverjum nánari upplýsingum er um 120 og þeim fer fjölgandi á degi hverjum.“ Álit notenda kemur fram Síðunni er skipt í hluta eftir landshlutum til að auðvelda leitina að rétta tjaldsvæðinu og finna má upplýsingar um hvert og eitt tjaldsvæði. Stóran kost síðunnar segir Geir líka vera að notendur geti skrifað athuga- semdir um viðkomandi tjald- svæði og miðlað þannig af sinni reynslu. „Fyrst og fremst er það álit ferðamanna, fólks með fjölskyldur eða ein- staklinga, sem skiptir máli. Það er því mjög gott að geta séð hvað aðrir hafa að segja um tjaldsvæðið og kannski eru það jafnvel bestu upplýsing- arnar. Meginmarkmið okkar með síðunni er að auðvelda ferðalöngum að nálgast ítarleg- ar upplýsingar um tjaldsvæðin áður en lagt er af stað í ferða- lagið svo enginn þurfi að fara út í óvissuna. Notendur síðunnar geta því fengið upplýsingar um aðbúnað, verð og jafnvel skoð- að myndir af svæðinu áður.“ Á mörgum tungumálum Á síðunni tjalda.is er sömuleið- is alls kyns fróðleikur og fréttir, mataruppskriftir, stjörnugjöf tjaldsvæða og margt fleira. „Á síðunni er einnig hægt að velja nokkur mismunandi tungumál. Erlendir ferðamenn geta farið á síðuna www.gocamping.is en þar verða sömu upplýsingar á ensku, dönsku og þýsku,“ seg- ir Geir sem væntir þess að vef- síðan verði mikið notuð í sum- ar. „Það verða margir á faraldsfæti í sumar og það er alltaf heillavænlegra að skipu- leggja ferðina vel áður. Tjalda.is er tilvalin til þess.“ Tjaldsvæðið í Þakgili Á Tjalda.is má finna upplýsingar um staðsetn- ingu tjaldsvæða út um allt land og hvernig aðstaða er í boði. Upplýsandi vefur um tjaldsvæði www.tjalda.is www.gocamping.is ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.