Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 52
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 8- ha rp a- C M Y K 52| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Kirkja - gisting - veislusalur - veitingar - tjaldstæði - sundlaug - golfvöllur - bensínstöð - hestaleiga Kirkjuferð fyrir hópa eldriborgara Veitingar og léttara hjal í veitingastaðnum Réttinni á eftir. Nánari upplýsingar og tilboð í síma 6995500 eða uthlid@uthlid.is Komið og skoðið Úthlíðarkirkju í Biskupstungum og njótið leiðsagnar Björns Sigurðssonar kirkjubónda. Nánari upplýsinga á www.uthlid.is - 6995500 - uthlid@uthlid.is Margir kannast við að um leið og keyrt er úr bænum þá líður spennan úr líkamanum. Stund- um er hins vegar ekki nóg að keyra í burtu frá annríki hvers- dagsins til að slaka á og þá er gott að láta þreytuna líða úr sér í þægilegum potti eða gufubaði. „Við leggjum áherslu á að fólk gleymi sér hjá okkur. Þess vegna höfum við ekki klukkur hér uppi á vegg,“ segir Sigyn Sigvarðar- dóttir, einn af rekstraraðilum Riverside Spa á Hótel Selfossi. „Hér er því ákveðið tímaleysi og fólk kann að meta það þegar það slakar á.“ Gott fyrir kvefið Á Riverside Spa er boðið upp á alla almenna snyrtingu og þar á meðal ýmislegt sem hefur ekki fengist á Suðurlandi áður að sögn Sigynar. „Hér er til dæmis hægt að koma í eyrnakerti sem hentar mjög vel ef fólk er með mikinn þrýsting í höfðinu, kvef og þess háttar. Meðferðin er komin frá indíánum en þetta er lítill hólkur sem við leggjum upp að eyranu. Svo er kveikt á hólknum og þá myndast sog sem hreinsar gangana í eyrunum. Þetta er mjög róandi og á meðan viðkom- andi er með kveikt á hólknum þá fær hann höfuðnudd. Það eru ákveðnir punktar í höfðinu sem eru nuddaðir til að hjálpa til við að losa stíflur.“ Ískalt klakabað Heilsulindin er ekki síður vinsæl og Sigyn talar um að aðsóknin hafi verið mikil. „Hugsunin á bak við spa er kulda- og hita- meðferðir en þannig örvast húð- in og blóðrásin. Að fara úr hita og í kulda er til dæmis það besta sem maður gerir við bjúg. Í hitanum erum við með sauna- klefa, blautgufu og heitan pott með arineldi . Í kuldaeining- unum erum við með sturtu þar sem fólk fær yfir sig kalda gusu, sturtu sem lítur út eins og foss og sturta sem er eins og rigning. Við erum líka með nokkurs kon- ar klakabað sem er eins og krapís sem kemur út úr veggn- um og er ofsalega vinsælt, bæði til að skrúbba sig með og til að kæla drykki.“ Afslöppun Á Riverside Spa er auðvelt að slappa af og hafa það gott. Góð örvun fyrir húð og blóðrás www.selfosshotel.is/Islenska/ Heilsulindin/ Mitt á milli Gullfoss og Geysis er búið að opna svefnskála sem er rekinn eins og fjalla- skáli. Vilborg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Gljásteins sem rekur húsið, segist búast við að skálinn verði mjög vin- sæll. „Þessa þjónustu hefur vantað hér en í skálanum eru kojur fyrir 32 manns. Skálinn er alls 285 fermetrar og hér eru átta herbergi og fjögur rúm í hverju herbergi. Her- bergin eru mjög rúmgóð og stór og það eru því engin þrengsli. Svo er hér 100 fer- metra salur með mjög góðri eldunaraðstöðu, tvær elda- vélar og tveir vaskar. Það er líka tilvalið fyrir hópa að taka skálann á leigu.“ Við skálann er líka aðstaða fyrir hesta, girðing og hesthús, en Vilborg segir að lengi hafi skort þá þjónustu fyrir hesta- fólk á svæðinu. „Ég býst við að það verði mjög vinsælt og ég vona að það verði nýtt. Svo erum við með sturtur og kló- sett í skálanum og aðstaðan öll er því mjög góð,“ segir Vil- borg en skálinn var opnaður 18. apríl. „Viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar og fólk af götunni er farið að tínast inn.“ Rúmgóður skáli Skálinn Myrkholti Það geta 32 manns sofið í skálanum að Myrkholti sem er 285 fermetrar að stærð. Skálinn Myrkholti www.gljasteinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.