Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 53
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 9- ha rp a- C M Y K Það getur verið ansi skemmti- legt að eyða eftirmiðdeginum í kajakferð og kannski er helsta spennan fólgin í því að sjá hvort einhver fari í vatnið. Á Stokkseyri er fyrirtækið Kajak- ferðir með aðstöðu og Reynir Már Sigurvinsson, fram- kvæmdastjóri Kajakferða, seg- ir að öll fjölskyldan geti haft gaman af kajak. „Það geta allir farið á kajak hjá okkur. Við er- um eingöngu með örugga báta og það er engin hætta á ferð. Vissulega gerist það að ein- hverjir detti í vatnið en fólk er laust í bátunum og dettur þá bara úr þeim. Svo eru vitanlega allir í björgunarvesti.“ Líka fyrir börn Reynir talar um að það sé mis- jafnt hverju fólk sækist eftir þegar það fer í kajakferð. „Það fer eiginlega bara eftir ein- staklingum og hópum. Ef það eru hópar sem koma hingað þá er það oftast hópefli og mikið fjör og stuð. Við fáum líka tals- vert af fjölskyldufólki hingað sem er bara að njóta stundar- innar saman,“ segir Reynir og bætir við að börn geti alveg far- ið á kajak ein. „Við erum líka með tveggja manna báta en ef veðrið er gott geta börn allt nið- ur í sjö ára aldur farið ein á kaj- ak. Aftur á móti getur verið erf- itt að stýra kajak ef veðrið er slæmt. Svo er vatnið það grunnt að maður nær í botninn alls staðar.“ Meira fuglalíf Ein vinsælasta ferð kajakferða er ferð sem ber nafnið Chal- lenge en það er um klukkutíma sigling á vatninu, að sögn Reynis. „Ég held hún sé vin- sælust því þetta er ferð með leiðsögumanni sem er heldur ekki of löng. Reyndar getum við farið í allt að tveggja tíma ferðir á vatninu enda stórt vatn. Í „challenge“ ferðinni förum við ákveðna leið og allir fara sam- an í hóp. Ef þetta eru stórir hópar þá erum við með fleiri en einn leiðsögumann, einn aft- ast, annan fremst og jafnvel einn í miðjunni líka. Þannig get- um við tekið allt að fimmtíu manna hópa. Erlendu ferða- mennirnir eru hrifnastir af sjó- ferðunum en þá förum við á kajak út á sjó. Það er meira líf í kringum það því þar er meira fuglalíf og selirnir láta líka sjá sig. Það hefur komið fyrir að við höfum verið með 10-15 seli í kringum okkur sem er alveg frá- bært því þeir koma alveg við bátana. Umkringd selum úti á sjó Á Kajak Ef veður er gott geta allir farið á kajak enda fjölskyldu- skemmtun fyrir börn og fullorðna sem allir hafa gaman af. Kajakferðir www.kajak.is ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 53 Sveitadvöl fyrir fjölskyldur og vinahópa í Hestheimum – aðeins 50 mínútur frá Reykjavík Notaleg gisting í 2-3 manna herbergjum með sérbaði, heitur pottur og hægt að panta nudd. Fallegt umhverfi og heimilislegt andrúmsloft. Einstakt tækifæri til að fá innsýn í daglegt líf í svei- tinni, njóta samvistanna við náttúruna og dýrin. Tilboðsverð á gistingu með fullu fæði. Daglega er boðið uppá hestaleiguferðir. Frábærar göngu- og reiðleiðir eru í nágrenni Hestheima. Getum sótt hópa til Reykjavíkur gegn vægu gjaldi. Nánar upplýsingar veittar í síma: 487-6666 og hestheimar@hestheimar.is www.hestheimar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.