Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 59

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 59
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -4 3- ha rp a- C M Y K Ferðafræðinám í Ferðamála- skólanum í Kópavogi er fjöl- breytt og skemmtilegt nám þar sem nemendur fræðast um land og þjóð og uppbygg- ingu og starfsemi grein- arinnar. Nemendur eru með ólíkan bakgrunn en margir koma inn með reynslu úr ferðaþjónustu en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í ferða- þjónustu og enn aðrir nota námið sem leið til að skipta um starfsvettvang. Fjölþætt og hagnýtt nám „Með starfsþjálfun tekur nám- ið eitt ár en því er hægt að dreifa á lengri tíma auk þess sem fólk sem þegar starfar í ferðaþjónustu getur komið og tekið einstaka fög. Þetta er fjöl- þætt nám og mjög hagnýtt en nemendur eru tvær annir í bók- legu námi og síðan þrjá mánuði í starfsþjálfun en auk þess fara þau í heimsóknir á ferðaskrif- stofur, hótel og aðra staði. Í bóklegu kennslunni fræðast nemendur um Ísland og heim- inn, læra ráðstefnu- og fundar- gerð, rekstur, stjórnum og markaðsfræði og einnig upp- lýsingatækni í ferðaþjónustu eins og að búa til bæklinga og annað slíkt,“ segir Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðamála- skólans. Skipulögðu skoðunarferð Skólinn hefur verið þekktur fyrir öflugt starfsnám og enda nem- endur nám sitt á að fara í þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þá skipulögðu nemendur sýningu í skólanum í vetur undir heitinu Hittumst á heimaslóð. Þar var allt nám í skólanum kynnt og nemendur sýndu verkefni sem þau höfðu gert í vetur. Auk þess settu nemendur upp ferðaskrifstofu þar sem ferða- möguleikar á Íslandi fyrir sum- arið 2009 voru kynntir á líf- legan hátt. Í lok apríl skipulögðu nemendur síðan eigin skoðunarferð um Reykja- nes. Víða var komið við, meðal annars var víkingaskipið Íslend- ingur skoðað, orkuverið Jörð heimsótt og gengið yfir brúna milli heimsálfa sem á að tengja Ameríkuflekann og Evrópuflek- ann. Nám í ferðamálafræði hefst að hausti og er tekið við umsóknum fram í júní. Fjölbreyttur hópur Nemendur í Ferðamálafræði koma víða að. Fjölþætt ferða- fræðinám Ferðamálaskólinn www.mk.is ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 59 www.svgardur.is Tíu góðar ástæður fyrir því að heimsækja Sveitarfélagið Garð Á Garðskaga er: • Sólsetrið einstakt • Vitarnir tveir með góðu aðgengi • Listahátíð Reykjavíkur með viðburði í Garðskagavita í sumar • Byggðasafn með einstöku vélasafni • Veitingahúsið Flösin og Galleri Garðskagi • Tjaldstæði með aðstöðu fyrir húsbíla og vagna • Sólseturshátíð, bæjarhátíð Garðs seinustu helgina í júní Í Garðinum er einnig: • Fjölbreytt fuglalíf, áhugaverður staður til fugla- skoðunar • Íþróttamiðstöð með sundlaug og tækjasal • 18 holu golfvöllur á Leiru Auk þess: Verslun, pósthús, sparisjóður, lögregla, listasmiðjur og galdramenn Í Garðinn er um 40 mín. akstur frá höfuðborgar- svæðinu, rútur ganga einnig alla daga, sjá BUS MAP sem liggja frammi á upplýsingamiðstöðvum. Verið velkomin útí Garð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.