Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 63

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 63
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -4 6- ha rp a- C M Y K Það eru 33 farfuglaheimili um allt land og því auðveldlega hægt að fara hringinn í kringum landið og gista einungis á far- fuglaheimilum. Þó hefur vantað farfuglaheimili í miðbænum en úr því hefur verið bætt því Hos- telling International hefur opn- að farfuglaheimili á Vesturgötu 17. „Við erum með farfugla- heimili í Laugardal og við höf- um fundið fyrir því að það hefur verið mikil eftirspurn eftir því að gista í miðbænum,“ segir Markús Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hostelling Int- ernational á Íslandi. „Þetta verður því mikil búbót fyrir okk- ur.“ Snyrting og eldunaraðstaða Farfuglaheimilið tekur um 70 manns og Markús segir að staðsetningin sé frábær enda sé heimilið alveg í hjarta borg- arinnar. „Á heimilinu eru 18 herbergi þar sem 2-8 manns geta gist í einu. Það er snyrting inni á öllum herbergjum og sömuleiðis er eldunaraðstaða á heimilinu þar sem fólk getur eldað sér eigin mat. Eins er hægt að komast í nettengda tölvu og annað slíkt á heim- ilinu. Á heimilinu er bæði hægt að panta eitt og eitt rúm sem og eitt herbergi. Í flestum til- vikum eru pöntuð stök rúm í stærri herbergjunum en svo er- um við líka með 2-5 manna fjöl- skylduherbergi sem fjölskyldur geta pantað.“ Meira um erlenda ferðamenn Markús segist búast við að að- sóknin að farfuglaheimilum verði meiri í ár en oft áður og þegar er búið að bóka töluvert. „Við erum að opna heimilið þessa dagana en við höfum farið rólega af stað með kynn- ingarmálin. Það eru helst erlendir ferða- menn sem hafa bókað hjá okk- ur en það á svo sem eftir að reyna á það hvort þeir verða fjölmennari. Við bindum hins vegar vonir við að geta fengið Íslendinga til okkar í Húsadal þar sem við vorum að yfirtaka allan rekstur.“ Farfuglar um allt land Farfuglar Nýtt farfuglaheimili hefur verið opnað að Vesturgötu 17 en mikil eftirspurn hefur verið eftir farfuglaheimili í miðbænum. Farfuglar www.hostel.is ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 63 Trex - Hópferðamiðstöðin • Hesthálsi 10 • 110 Reykjavík • sími 587 6000 • www.trex.is • info@trex.is Veljið Ísland og rútu frá TREX fyrir hópferðina! Beint flug, vikulega til Genfar og Zürich í Sviss yfir sumarið Seljum rútupassa með áætlunarbílum um landið. Tilvaldir í sumarferðalagið. Sjá nánar á www.trex.is Emstrur - Þórsmörk 19.-20. sept. Gönguferð, haustlitir og grillveisla í samvinnu við Ferðafélagið. Verð 16.000 kr. og 14.000 kr. f. félaga í F.Í. Sumarsólstöðuferð Strandir - Djúp 17.-21. júní. 5 dagar rútu- og skoðunarferð um heillandi vestfirska náttúru- og söguslóðir. Verð. 70.000 kr og mikið innifalið. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Það er hagkvæmt og eflir félagsandann að fara saman í hópferðabíl frá TREX. Við höfum eitt mesta úrval landsins af hópferðabílum, af öllum stærðum og gerðum. Við þjónum allt frá innanbæjarskutli upp í krefjandi hálendisferðir á fjallatrukkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.