Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009
Þetta helst ...
● Velta á skuldabréfamarkaði í Kaup-
höllinni nam 18,7 milljörðum króna í
gær. Til samanburðar var meðalveltan
síðustu vikuna í maí 8,8 milljarðar
króna, samkvæmt gögnum frá Kaup-
höllinni. Rólegt var á hlutabréfamarkaði
og millibankamarkaði með krónu, en
veltan var nærri eitt hundrað millj-
ónum króna, samkvæmt upplýsingum
frá Íslandsbanka. helgivifill@mbl.is
19 milljarða velta
● Póst- og fjar-
skiptastofnun
(PFS) ætlar að út-
hluta Nova tíðni-
leyfi á gsm 1800
MHz-tíðnisviðinu
með tilteknum
skilyrðum, án sér-
staks útboðs.
Þetta kemur fram
í nýrri samantekt
stofnunarinnar.
Þar kemur fram að bæði Síminn og
Tal hafi lagst gegn áformum PFS.
„Nova hefur byggt upp eigið 3G-
farsímakerfi og því er ekki um nýtt
gsm-kerfi að ræða heldur eru þessar
tíðnir settar sem viðbót inn í núver-
andi kerfi Nova,“ segir Liv Bergþórs-
dóttir, framkvæmdastjóri Nova.
thorbjorn@mbl.is
PFS úthlutar Nova
GSM-leyfi án útboðs
Liv Bergþórsdóttir
● Bráðabirgðastjórn Spron sótti í gær
um slitameðferð til Héraðsdóms
Reykjavíkur. Það var einnig gert fyrir
dótturfyrirtæki Spron, Frjálsa Fjárfest-
ingabankann. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningum.
Bráðabirgðastjórn Spron segir ljóst,
að félagið uppfylli ekki lengur skilyrði
laga fyrir áframhaldandi rekstri sem
fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið ákvað 21. mars að
taka yfir vald hluthafafundar og víkja
félagsstjórn Spron frá í heild sinni.
Jafnframt var skipuð skilanefnd (nú
bráðabirgðastjórn) fyrir Spron sem tók
við öllum heimildum stjórnar.
helgivifill@mbl.is
Spron og Frjálsi óska
eftir slitameðferð
einstaki eigandi Fasteignar með
38,42 prósent hlutafjár. Aðrir eig-
endur voru ellefu sveitarfélög, meðal
annars Reykjanesbær.
Heildarupphæð lánsins var um 1,2
milljarðar króna og hlutur Reykja-
víkur 100 milljónir króna. Lánið var
veitt til að fjármagna fasteigna-
framkvæmdir í Reykjanesbæ með
veði í Hljómahöllinni svokölluðu,
sem margir þekkja sem Stapann.
Víxillinn var á gjalddaga 22. maí og
ljóst var að Fasteign gat ekki staðið
við greiðslu á honum. Því var óskað
eftir því að lengt yrði í honum í átján
mánuði.
Fjármálastjóri Reykjavíkur hafn-
aði upphaflega þessu tilboði, enda er
borginni óheimilt að taka þátt í
áhættufjárfestingum. Á endanum
var málið þó metið á þann veg að
best þótti að ganga að tilboði Fast-
eignar. Mikið var undir fyrir félagið
að fá skuldbreytinguna samþykkta
því endurskoðendur Fasteignar
höfðu bent á víxilinn sem óvissuþátt í
uppgjöri félagsins. Þau málalok voru
síðan lögð fyrir borgarstjórn síðast-
liðinn þriðjudag og voru samþykkt
með átta atkvæðum meirihlutans.
Áttu að vita um eignasafnið
Ágreiningur var á milli fjárstýr-
ingar Reykjavíkur og Glitnis um
hvort heimilt hefði verið að kaupa
víxla. Glitnir gerði ekki greinarmun
á víxlum og skuldabréfum í þessu
sambandi en því voru starfsmenn
borgarinnar ósammála. Því var innri
endurskoðandi fenginn til að vinna
greinargerð um málið. Hann kemst
að því að „Fjárstýringardeild mátti
vera það ljóst hvernig eignarsafni
borgarinnar hjá bankanum var fyr-
irkomið.“ Hann telur einnig að rétt
viðbrögð fjármálastjóra borgarinnar
þegar ágreiningurinn kom upp hefðu
átt að vera að „upplýsa borgarstjóra
og borgarráð um áframhaldandi
eignarhald á víxlunum. Þá er rétt að
benda á að betur hefði farið á því að
öll gögn málsins hefði legið fyrir á
fundi borgarráðs þegar taka þurfti
afstöðu til tilboðs EFF [innsk.
blaðam. Fasteign] um endur-
fjármögnun víxils.“ Sérstök áhættu-
matsúttekt á verklagi fjárstýring-
ardeildar borgarinnar verður gerð í
kjölfar þessa máls.
Reykjavíkurborg keypti víxil
af Fasteign með veði í Stapa
Glitnir lagði fé borgarinnar í Sjóð 9 og víxla Fasteignar, Icelandair og Byrs
Reykjanesbær Reykjavíkurborg á veð í fasteignaframkvæmdum í bænum.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG átti fjár-
muni í Sjóði 9, víxla útgefna af Ice-
landair og Byr og var meðal eigenda
að víxilláni til Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar með veði í Hljómahöll-
inni í Reykjanesbæ. Þetta kemur
fram í greinargerð innri endurskoð-
anda borgarinnar sem lögð var fyrir
borgarráð á fimmtudag og Morg-
unblaðið hefur undir höndum.
Borgin flutti tvo milljarða króna í
eignastýringu hjá Glitni í janúar
2008. Fjármunina átti að leggja í
skuldabréf og innlán. Í greinargerð-
inni segir orðrétt að „samkomulagið
gerði ráð fyrir að fjárfest yrði í gegn-
um sjóð Glitnis (þ.e. Sjóð 9) með
dreifðri áhættu.“ Rúmlega 60 pró-
sent af eignum Sjóðs 9 á þessum
tíma voru skuldabréf útgefin af
áhættusæknustu fyrirtækjum lands-
ins á borð við FL Group, Baug, Ex-
istu, Milestone, Glitni og Kaupþing.
Öll þessi fyrirtæki eru í dag í þroti,
greiðslustöðvun eða í miklum erf-
iðleikum. Glitnir lagði um 1,2 millj-
arða af fé borgarinnar í sjóðinn en
seldi sig út úr honum 3. október,
þremur dögum fyrir neyðarlaga-
setningu. Borgin hafði þá tapað 87,5
milljónum króna á fjárfestingunni.
Með veð í Stapanum
Eignastýring Glitnis notaði rest-
ina af fjármunum borgarinnar sem
henni voru látnir í té til að kaupa
m.a. annars víxla útgefna af Ice-
landair, Byr og Fasteign.
Fasteignar-víxillinn var hluti af
stóru víxilláni margra aðila (Glitnir
var langstærsti eigandi hans) til fé-
lagsins. Glitnir var einnig stærsti
Innri endurskoðun Reykjavíkur
skilaði greinargerð þar sem kem-
ur fram að fé borgarinnar var not-
að í áhættusamar fjárfestingar.
Borgin á veð í Hljómahöllinni, sem
best er þekkt sem Stapinn.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
HEIMILDIR Morgunblaðsins herma að líklega
verði óskað eftir gjaldþrotaskiptum Northern
Travel Holding (NTH) á næstu dögum, en NTH
keypti meðal annars danska flugfélagið Sterling af
FL Group á 20 milljarða króna í lok árs 2006.
Einu eignirnar sem eftir eru inni í NTH eru
Sterling og annað dansk félag, Flyselskapet, sem
bæði eru gjaldþrota. Allar aðrar eignir höfðu verið
seldar til Fons, eignarhaldsfélags í eigu Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og
því eru ekkert nema skuldir eftir í NTH.
Express fært á milli
Fons hefur þegar verið tekið til gjaldþrota-
skipta. Áður en það gerðist voru breska flugfélag-
ið Astraeus, sem leigir út flugvélar, og Iceland Ex-
press seld frá Fons til eignarhaldsfélagsins Fengs
á lágmarksverði. Eigandi Fengs er Pálmi Har-
aldsson. Færslan á Iceland Express milli félaga er
til skoðunar hjá skiptastjóra þrotabús Fons.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður
óskað eftir því að sami skiptastjóri verði settur yf-
ir NTH og sér um skiptingu á búi Fons. Þannig
væri hægt að öðlast heildarsýn á þau félög sem
heyra undir NTH líka.
Fons greiddi sér 4,4 milljarða króna í hagnað
vegna árangurs á árinu 2007. Arðgreiðslunar fóru
til félags í Lúxemborg í eigu Pálma og Jóhann-
esar. Rúmu ári síðar var Fons tekið til gjaldþrota-
skipta. Helstu lánardrottnar Fons eru stóru ís-
lensku bankarnir þrír.
NTH á leiðinni í þrot
Keypti Sterling á 20 milljarða í árslok 2006 Ekk-
ert eftir í félaginu nema gjaldþrota félög og skuldir
Scanpix
Sterling Viðskipti FL Group með félagið eru nú
til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni.
:;<
,
:;<
-
:;<
.
=<
>?
@
A ( B
/.
>C<
:;<
/$
:;<
050
● Landsbankinn hefur gert samninga
við alþjóðlega banka um greiðslu-
miðlun í erlendri mynt en frá því í haust
hefur erlend greiðslumiðlun aðallega
verið hjá Seðlabankanum. Landsbank-
inn hefur samið við Citibank um opnun
reikninga í öllum helstu viðskiptamynt-
um, Bandaríkjadal, evru, pundi, sviss-
neskum franka og japönsku jeni.
Bankinn hefur jafnframt opnað reikning
í kanadískum dollurum hjá Royal Bank
of Canada, sænskum krónum hjá SEB í
Svíþjóð, dönskum krónum hjá Jyske
Bank í Danmörku og norskum krónum
hjá DnB Nor í Noregi. thorbjorn@mbl.is
Landsbankinn semur
um greiðslumiðlun
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur
kært stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna Kópavogsbæjar (LSK) til
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra vegna gruns um blekkingar og
hugsanleg hegningarlagabrot. Helgi
Magnús Gunnarsson, saksóknari
efnahagsbrota, staðfesti þetta í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Þeir fengu frest til þess að bæta
úr lántökum sveitarfélagsins hjá
sjóðnum þannig að þær rúmuðust
innan heimilda. Þeir veittu síðan
upplýsingar um að það hefði verið
gert en það reyndist ekki vera rétt,“
segir Helgi Magnús. Stjórn lífeyris-
sjóðsins sendi í gær út yfirlýsingu
þar sem hún lýsir furðu sinni á
„hörðum aðgerðum“ Fjármálaeftir-
litsins (FME) og fjármálaráðuneyt-
isins gegn stjórn sjóðsins en í gær
var stjórn sjóðsins og framkvæmda-
stjóra vikið tímabundið frá. Elín
Jónsdóttir, lögfræðingur, var skipuð
umsjónarmaður með rekstri sjóðsins
til tveggja mánaða vegna gruns um
að ákvarðanir um fjárfestingar hafi
ekki verið í samræmi við lög. Áður
en tekin var ákvörðun um að skipa
umsjónarmann hafði ítrekuðum
kröfum FME um úrbætur ekki verið
sinnt. Málið snýst m.a. um kaup líf-
eyrissjóðsins á skuldabréfi sem
Kópavogsbær gaf út. Með því gat
bærinn fjármagnað sig að hluta
gegnum lífeyrissjóðinn en í stjórn
hans sitja m.a. kjörnir fulltrúar bæj-
arins og Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri, er formaður stjórnar sjóðs-
ins.
Í tilkynningu frá stjórninni segir
að skuldabréfið, sem er verðtryggt,
hafi verið undir lögbundnu 10% há-
marki af heildareignum sjóðsins við
útgáfu þess. Vegna verðbólgu, áfall-
inna vaxta auk eignarýrnunar hafi
uppreiknað verð þess farið yfir 10%
hámark í 10,57% af heildareignum.
Þar segir jafnframt að á fundi, sem
LSK boðaði til með fulltrúum FME
19. maí sl., hafi verið samið um að
LSK hefði frest til 31. júlí nk. til að
gera úrbætur.
Helgi Magnús segir að svo virðist
sem um ákveðna einföldun sé að
ræða. „Kæran snýr að því að þeir
hafi lánað bænum með ólögmætum
hætti,“ segir Helgi. Hann nefnir svo-
kölluð „peningamarkaðslán“ og aðr-
ar beinar lánveitingar.
Stjórn lífeyrissjóðs kærð til lögreglu
Fjármálaeftirlitið kærir stjórn LSK vegna blekkinga og hugsanlegra hegningarlagabrota
Stjórn sjóðsins harmar aðgerðir FME og fjármálaráðuneytis en stjórn var vikið frá tímabundið í gær
Helgi
Magnússon
Gunnar I.
Birgisson