Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 27
Skoðaðu þína köku
í Einkabankanum
EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD
Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu.
Kynntu þér málið á landsbankinn.is.
• Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið
• Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar
• Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið
• Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig
• Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
3
0
0
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.
Guðmundur Andri Thorsson rit-höfundur hefur þann sið að
tilnefna vísu dagsins á Fésbókinni.
Nýverið varð honum svo að orði:
„Vísa dagsins er eftir langafa
minn í föðurætt, Vilhjálm Guð-
mundsson sem bjó lengst af á
Húsavík og var kenndur þar við
Hliðskjálf. Um hann er skrifað
töluvert í bók föður míns Raddir í
garðinum og einnig kemur hann
nokkuð við sögu í bók Stefáns
Jónssonar Að breyta fjalli.
Hefur smáa vinsemd veitt
vorið þránum manna,
gefur stráin eitt og eitt
undan gljánum fanna.“
Ingólfur Ómar Ármannsson orti
á fallegum sumardegi í vikunni:
Suðar læna silfurtær
syngur fugl á meiði
hjalar í laufi ljúfur blær
ljómar sól í heiði.
Einar Steinn Valgarðsson yrkir
á öðrum nótum um pólitíkina:
IceSave-skuldum íslenskir
óvíst valda.
Búast má við byltingu
búsáhalda.
Og hann bætir við:
Hvort mun þjóð á Fróni frjáls,
í frera hrærist vagga.
Kornabarni hýru um háls
hengjum skuldabagga.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af stráum
og pólitík
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„VIÐ lítum á Höfn sem humarhöf-
uðborg norðursins og okkur fannst
vanta sérhæfðan humarveitinga-
stað,“ segir María Gísladóttir, einn af
eigendum Humarhafnarinnar á Höfn
í Hornafirði. Veitingastaðurinn var
opnaður á Humarhátíð 2007 og varð
strax fastur viðkomustaður gesta
Hornafjarðar.
Eins og heiti staðarins gefur til
kynna er gert út á humar. Hráefnið
kemur af hornfirskum bátum. Hum-
arhalarnir af Sigurði Ólafssyni SF og
ekki þykir gestunum slæmt að geta
fylgst með humarlöndun út um
glugga veitingastaðarins. Heili hum-
arinn er keyptur af Skinney-
Þinganesi. Lögð er áhersla á fáa
rétti; heilan humar, humarhala, hum-
arsúpu og svo humarpizzu fyrir börn-
in. Einnig er boðið upp á eldisbleikju
frá Hala í Suðursveit og örfáa aðra
rétti.
Leiðbeiningar fylgja
Anna Þorsteinsdóttir segir að
Hornfirðingar hafi strax tekið starf-
seminni vel. „Við bjuggumst ekki við
því að heimamenn færu mikið út að
borða humar en þeir eru duglegir að
koma og margir koma með gesti sína
hingað,“ segir Anna. Erlendir gestir
eru þó í meirihluta.
Eigendur staðarins fengu fransk-
an meistarakokk til að fylgja sér af
stað og þróa rétti úr hornfirska
humrinum og á þeim grunni er ennþá
byggt. Auk þess að kenna þeim að
matreiða og bera fram heilan humar
skildi hann eftir uppskrift af „alvöru“
humarsúpu. „Við notum rauðar ís-
lenskar kartöflur til að þykkja súp-
una. Það hefur fengið misjafnar und-
irtektir íslenskra gesta sem eru vanir
öðruvísi humarsúpu en erlendu
ferðamennirnir kunna vel að meta
hana,“ segir María.
Gestir fá leiðbeiningar um það
hvernig best sé að bera sig að við að
borða heilan humar. Þær eru ekki
síst hugsaðar fyrir íslensku gestina.
Fólk byrjar á því að lesa leiðbeining-
arnar og smakka pent en svo er
svuntan sett upp og hendurnar not-
aðar af krafti þannig að það verður
að sérstakri upplifun að borða og
getur tekið langan tíma.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Humarhöfnin María Gísladóttir og Anna Þorsteinsdóttir kenna Hornfirð-
ingum og gestum þeirra að borða heilan humar. Veitingastaður þeirra er í
virðulegu gömlu verslunarhúsi kaupfélagsins sem þær keyptu og löguðu.
Upplifun að borða heilan humar
FERÐAFÉLAG Íslands heldur
stofnfund Ferðafélags barnanna
mánudaginn 22. júní við Esjurætur,
við göngustíginn á Þverfellshorn.
Með stofnun félagsins vill Ferða-
félag Íslands leggja lóð sitt á vog-
arskálarnar til að hlúa að heilbrigði
og virkni allra barna og fjölskyldna.
Eitt aðalmarkmið Ferðafélags
barnanna verður að fá öll börn til að
upplifa sanna gleði í náttúrunni og
upplifa sjálf leyndardóma umhverf-
isins. Ferðir verða sniðnar að þörf-
um barna upp í tólf ára aldur, segir
m.a. í fréttatilkynningu.
Öll börn munu geta gerst með-
limir og þau fá skírteini sem gildir
sem aðgangskort á ýmsa viðburði.
Árgjaldi verður stillt í hóf.
Ganga Ferðir verða sniðnar að
þörfum barna að tólf ára aldri.
Börn upplifi
leyndardóma
náttúrunnar