Morgunblaðið - 26.06.2009, Page 1

Morgunblaðið - 26.06.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 171. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is gerir grillmat að hreinu lostæti! NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR E N N E M M / S ÍA / N M 38 33 8 «MISHEYRÐIR LAGATEXTAR EIGI LEIÐ ÞÚ OST Í FRYSTI Mikill snjór í Kerlingarfjöllum DAGLEGT LÍF«GOTT VEÐUR UM HELGINA «SPURT AÐ LEIKSLOKUM Nýtt íslenskt spurningaspil Eftir Magnús Halldórsson og Ómar Friðriksson „VERKEFNIN eru það stór fram- undan að það verður ekki hjá því komist að hækka tekjuskattinn og óbeina skatta einnig á næsta ári,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann segir verkefnið framundan ærið en ekki sé hægt að setja fram nákvæma aðgerðaáætlun í ríkisfjár- málum á árunum 2011 til 2013. „Hins vegar verður ramminn að vera skýr og vel undirbúinn þannig að það sé hægt að bregðast við aðstæðum eins og þær verða þegar ákvarðanir um einstaka þætti, hvort sem það er nið- urskurður á útgjöldum eða hækkun skatta, verða teknar. Óvissan er ennþá mikil og það verður að greina stöðuna vandlega á meðan við göng- um í gegnum þessa erfiðu tíma.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir viðbúið að íslenskt efnahagslíf þurfi að búa við veika krónu og háa stýrivexti. Aðgerðir stjórnvalda á sumarmánuðum muni miða við að skapa aðstæður fyrir frekari lækkun stýrivaxta. Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda, sveitarfélaga og aðila vinnumarkað- arins er áhersla lögð á að tímasett áætlun um ráðstafanir í gengismál- um verði ljós 1. ágúst um afnám gjaldeyrishafta. Markmiðið er að tryggja stöðugleika krónunnar og aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir 1. nóvember. Á þeim tíma verði endurreisn bankakerfisins lokið. „Mín skoðun er samt sú að við mun- um um einhvern tíma, kannski of langan, búa við of veika krónu og svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu,“ segir Jóhanna.  Leiðarljós fyrir okkur | 6  Veik króna og háir vextir | 20 Skattar halda áfram að hækka og krónan helst veik » 2009-2011 þarf að ná niður 128 milljarða halla » 58 með sköttum en 70 með niðurskurði » Áætlun í ríkisfjármálum lögð fram í dag Morgunblaðið/Eggert Sátt Þau voru alvörugefin, en sátt, við undirskrift stöðugleikasáttmálans í Þjóðmenningarhúsinu í gær, frá vinstri Friðbert Traustason, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tugir manna komu að undirbúningi og vinnu við gerð sáttmálans. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BRETLAND, Holland og Evrópusambandið (ESB) eiga að bera hluta af byrðum Íslendinga sem sköpuðust vegna innstæðutrygginga erlendis, sem voru mestmegn- is vegna Icesave-reikninganna. Þetta kemur fram í drög- um að bréfi sem Frida Fallan, sérfræðingur í sænska seðlabankanum, sendi aðstoðarseðlabankastjóra sínum, Lars Nyberg, í byrjun desember 2008. Fallan vill meina að eftirlits- og innstæðutrygginga- kerfi hafi verið meingallað og að gistiríkin Holland og Bretland hefðu ekki gert nægjanlega mikið til að upp- lýsa þegna sína um stöðu hins íslenska tryggingasjóðs innstæðueigenda. Þeir hefðu líklegast ekki sett pen- ingana sína inn á íslensku reikningana hefðu þeir vitað að í sjóðnum væri afar lítið fé, en í honum voru um 19 milljarðar króna. Ísland lenti verst í kreppunni Fallan segir orðrétt í bréfinu að „Ísland hefur komið verr út úr kreppunni en nokkurt annað Evrópuland og er fyrir vikið þjakað af hrikalegri skuldabyrði. Því ættu sérstaklega gistiríki íslensku bankanna og ESB- leiðtogar almennt að viðurkenna að vandamál Íslands er ekki einungis tilkomið vegna óábyrgra lánveitinga og ófullnægjandi viðbragða íslenskra stjórnvalda, heldur að miklu leyti líka vegna úrelts eftirlitskerfis ESB“.  Holland og Bretland | 16 Bretland, Holland og ESB eiga að deila ábyrgð með Íslandi Beri byrðina með okkur  Óvíst er hvort haldið verður áfram með djúpborunarverkefnið í Vítismó við Kröflu, en í fyrradag lenti borkrónan í bráðnu bergi á 2104 metra dýpi, en fyrirhugað var að holan yrði 4–5 kílómetra djúp. Líklegt er að þetta hafi gerst áður því tvívegis fyrr í sum- ar lentu bormenn í alvarlegri festu á nánast sama dýpi. Muln- ingur af glerjuðu basalti kom upp með skolvatni í fyrradag, en það var aðeins 27 gráðu heitt og starfsmenn ekki taldir í hættu. Kostnaður við verkefnið gæti nú numið yfir einum milljarði króna. Bora átti þrjár holur í djúpbor- unarverkefninu: við Kröflu, á Hellisheiði og á Reykjanesi. Hugs- anlegt er að ekki verði haldið áfram við Kröflu, en þráðurinn tekinn upp á öðru hvoru hinna svæðanna. »4 Hugsanlega hætt við djúp- borun í Vítismó við Kröflu  Á seinustu tveimur til þremur mánuðum hafa 250 til 300 manns bæst við fjölda þeirra starfsmanna banka og annarra fjármálafyrir- tækja sem misst hafa vinnuna að sögn Friðberts Traustasonar, for- manns Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Fjöldinn er nú kominn í 1.600 sem sagt hefur verið upp frá í apríl 2008. „Á rúmu ári eru þeir orðnir um 1.600, sem er um 30% félagsmanna.“ Um 1.600 félagsmenn í SSF misst vinnuna á rúmu ári  Bandaríski poppkóngurinn, Mich- ael Jackson, lést í gær fimmtugur að aldri af völdum hjartaáfalls. Að sögn bandarískra fjölmiðla komu bráða- liðar á heimili söngvarans í Los Ang- eles og hafði hjarta hans stöðvast. Jackson var endurlífgaður en fluttur á spítala í dái. Hann var úrskurð- aður látinn um klukkan þrjú að stað- artíma. »35 Michael Jackson er látinn af völdum hjartaáfalls Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.