Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið/Eggert Sterk Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þykir hafa staðið sig með mikill prýði í samningaviðræðum um stöðugleikasáttmála. FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÞAÐ eru engar ýkjur að segja að mikið hafi gengið á í samskiptum að- ila vinnumarkaðarins og ríkisstjórn- arinnar í aðdraganda þess, að sam- komulag tókst seint í fyrrakvöld um þann stöðugleikasáttmála sem að hefur verið stefnt að gera, með þátt- töku sveitarfélaganna, undanfarnar vikur. En niðurstaða er fengin og menn þakka það ekki síst þeirri öruggu forystu sem Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sýndi í fyrrakvöld, þegar allt var á suðu- punkti. Viðmælendur virðast sam- mála um þetta mat á frammistöðu forsætisráðherra. Höfnuðu skattheimtu ríkisins Við lá á mánudagskvöld að for- ystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins þyrftu á áfallahjálp að halda, eftir að ríkis- stjórnin hafði sýnt þeim á spil sín, með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að skipta vanda ríkissjóðs á milli skattheimtu og niðurskurðar ríkis- útgjalda. Aukin skattheimta átti að dekka um 55% vandans og niður- skurður um 45% út árið 2011. Strax varð ljóst að SA og ASÍ gætu aldrei fellt sig við slíka út- færslu, en opinberir starfsmenn töldu á hinn bóginn að þessar ákvarðanir ættu að vera í höndum ríkisstjórnarinnar. Ljóst var að þeir vildu hlut aukinnar skattheimtu sem mestan og niðurskurð opinberra út- gjalda sem minnstan. Eftir mikil fundahöld á þriðjudag og þriðjudagskvöld var ljóst að sam- komulag var hvergi nærri í höfn. Samkvæmt mínum upplýsingum funduðu þeir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, ásamt helstu samstarfsmönnum fram á nótt, að- faranótt miðvikudags og náðu saman um tillögur í ríkisfjármálum út árið 2011. Þeir sneru við hlutföllum rík- isstjórnarinnar og lögðu til að skatt- tekjur brúuðu 45% þarfarinnar og niðurskurður stjórnvalda brúaði 55% á árunum 2009, 2010 og 2011. Gengu frá borði Opinberir starfsmenn gátu ekki fellt sig við tillögur ASÍ og SA. Hörð- ust mun andstaðan hafa verið frá Ei- ríki Jónssyni, formanni KÍ, sem var mjög ákveðinn talsmaður þess að það yrði alfarið í höndum ríkisstjórn- arinnar að ákveða hvernig hlutföllin yrðu á milli skattahækkana og nið- urskurðar. Til hreinskiptinna orðaskipta kom, sem lauk með því að opinberir starfsmenn gengu frá borði. Þetta breytti engu um afstöðu SA Jóhanna glansaði á prófinu  Forsætisráðherra tók málin í sínar hendur  Opinberir starfsmenn knúnir til samflots  Forystu- menn SA og ASÍ stóðu þétt saman gegn áformum um enn meiri skattahækkanir ríkisstjórnarinnar 2011 Á undanförnum dögum hefur samflot varðandi gerð stöðug- leikasáttmála ítrekað verið í hættu vegna þess að SA og ASÍ vildu fara aðra leið en ríkis- stjórnin í að útdeila byrðunum. Morgunblaðið/Eggert Í höfn Aldrei verið mikilvægara en núna að ná þessum tímamóta-stöðugleikasáttmála, sagði forsætisráðherra þegar fulltrúar launþega, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga skrifuðu undir sáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu í gær. ASÍ og SA náðu einnig samkomulagi um framlengingu kjarasamninga Eftir Halldóru Þórsdóttur og Ómar Friðriksson TUTTUGU og sjö manns undirrit- uðu í gær stöðugleikasáttmálann, sem kynntur var í Þjóðmenningar- húsinu. Að sáttmálanum standa Al- þýðusamband Íslands, Bandalag há- skólamanna, BSRB, Kennara- samband Íslands, Samtök starfs- manna fjármálafyrirtækja, Samtök atvinnulífsins, ríkisstjórnin og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra óskaði viðstöddum og þjóð- inni til hamingju með sáttmálann. „Þetta er afar mikilvægur áfangi og veigamikil forsenda fyrir endur- reisnarstarfinu á næstu misserum,“ sagði Jóhanna. Sáttmálinn hafi verið eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórn- arinnar og væri ,,leiðarljós fyrir okk- ur á næstu mánuðum“. Hún kvaðst hafa kynnt fulltrúum stjórnarand- stöðunnar sáttmálann og átti von á að eitthvað yrði tekist á um efnis- atriði í þinginu. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum er stór hluti sáttmálans. Jóhanna sagði að á árunum 2009-2011 þyrfti að ná niður halla ríkissjóðs um 128 milljarða, þar af þyrfti að ná 58 millj- örðum í sköttum en 70 milljörðum með tilfærslum, í rekstri og stofn- kostnaði. Viðræður stéttarfélaga opinberra starfsmanna um nýja kjarasamn- inga, sem hefjast á þriðjudaginn, munu taka mið af stöðugleikasátt- málanum. Lengi vel leit út fyrir að opinberir starfsmenn myndu ekki undirrita sáttmálann. Töldu þeir að 45% hlutfall skatta af þeim halla sem á að brúa í ríkisrekstrinum væri of bindandi og legði of mikinn þunga á útgjalda- eða niðurskurðarhliðina. Bæði Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður BSRB, og Eiríkur Jóns- son, formaður KÍ, segja endurskoð- unarákvæðið í sáttmálanum hafa komið til móts við þær áhyggjur, en í sáttmálanum er kveðið á um að gangi endurreisn efnahags- og at- vinnulífsins hægar en nú er spáð skuli endurskoða aðhaldsaðgerðirn- ar. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir miklu skipta að samskipti ríkis og sveitarfélaga, þessara tveggja aðila hins opinbera, verði efld. Þá verður gengið frá útistand- andi skuldum ríkisins til sveitarfé- laganna vegna húsaleigubóta, sem nema 640 milljónum. Sáttmálinn er í 14 liðum. Þar er m.a. lögð áhersla á stórframkvæmd- ir með aðkomu lífeyrissjóða. Einnig standa vonir til að fá megi erlent fjármagn í verkefni. Jóhanna sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga, þó það væri ekki komið á það stig að hægt væri að greina frá því opinber- lega. Sagðist hún einnig bjartsýn á að nást muni samkomulag við lífeyr- issjóði á næstu vikum. „Ég yrði ekk- ert hissa þó það myndu dúkka upp einhverjir spennandi fjárfestingar- kostir hér á næstunni,“ sagði hún. Leiðarljós fyrir okkur  Tuttugu og sjö skrifuðu undir stöðugleikasáttmála  Fulltrúar um 150 þúsund launþega, fyrirtækja og stjórnvalda fögnuðu sáttinni sem forsendu endurreisnar  Viðræður félaga opinberra starfsmanna um kjarasamninga hefjast á þriðjudag Í HNOTSKURN »Samhliða gerð sáttmálanshefur náðst samkomulag um að framlengja kjarasamn- inga á almennum vinnumark- aði til loka nóvember 2010. » Eins og fram hefur komiðmun fyrri helmingur taxtahækkunar koma nú í júlí en seinni helmingur í nóv- ember. Hver verður stefnan í launamálum? Samkomulag er um að fram- lengja núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til loka nóvember 2010. Hver er stefnan í ríkisfjár- málum? Skattar verði lækkandi hlutfall aðlögunaraðgerða eftir yfir- standandi ár og ekki samtals hærra en 45% þeirra fyrir árin 2009 til 20011. Fjárlagafrum- varp fyrir árið 2010 verði í sam- ræmi við áætlun sem kynnt hef- ur verið aðilum vinnumark- aðarins. Gangi endurreisnar- starfið hægar en nú er spáð eru aðilar sammála um nauðsyn þess að endurskoða aðhalds- aðgerðir. Hvað með skuldsett heimili? Ríkisstjórnin mun hraða vinnu ráðherranefndar sem fjallar um stöðu skuldsettra heimila eins og kostur er. Sérstaklega verður horft til þess hóps sem nýlega keypti sína fyrstu eign. Verður farið út í stóriðjuverkefni? Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórfram- kvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmd vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Und- irbúningsvinnu vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í með- alstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflögufram- leiðslu, verður hraðað. Þá verð- ur áhersla lögð á að fá lífeyris- sjóðina til samstarfs vegna ýmissa stórfjárfestinga, svo sem á sviði verklegra framkvæmda. Hvenær verður slakað á gjaldeyrishöftum? Gjaldeyrishöftum verði aflétt í áföngum í samræmi við tíma- setta áætlun ríkisstjórnarinnar með það að markmiði að koma stöðugleika á gengi íslensku krónunnar. Áætlunin verði lögð fram 1. ágúst og taki mið af lausn á vanda vegna fjármagns- flæðis úr landi. Leitast verði við að aflétta hömlum á nýrri fjár- festingu fyrir 1. nóvember 2009. Hvenær lýkur uppbyggingu bankanna? Eigendastefna ríkisins gagnvart bönkunum feli í sér að erlendir aðilar geti eignast meirihluta í einhverjum nýju bankanna og eftir atvikum öðrum fjármálafyr- irtækjum. Endurskipulagningu bankakerfisins verði lokið 1. nóv- ember 2009. Úr stöðugleikasáttmála S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.