Morgunblaðið - 26.06.2009, Qupperneq 10
Hvalfjörður Langreyður skorin.
ENGIN gagnrýni kom fram
á hvalveiðar Íslendinga á
fundi Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins sem lauk í gær.
„Það er í samræmi við
þann sáttatón sem hefur
verið á fundinum,“ segir
Tómas H. Heiðar, aðal-
fulltrúi Íslands í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu.
Allar hvalveiðar sem eiga
sér stað eru á dagskrá fundarins.
Töluverð umfjöllun var
um vísindaveiðar Japana á
fundinum og ekki náðist
sátt um hnúfubaksveiðar
Grænlendinga sem Danir
lögðu fram tillögu um.
Eins og fram hefur
komið verður Ísland í hópi
tólf lykilríkja sem er falið
að leita málamiðlunar
milli hvalveiðisinna og
-andstæðinga. Auk þeirra eiga
Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland,
Ástralía, Svíþjóð og Þýskaland fyr-
ir hönd ESB, Brasilía, Mexíkó,
Kamerún, Antígva, Barbúda og ey-
ríkjasambandið St. Kitts og Nevis.
Fyrir hópnum fer nýkjörinn for-
maður Alþjóðahvalveiðiráðsins,
Cristian Maquieira frá Chile.
Gert er ráð fyrir að aðalfulltrúar
ríkjanna verði í hópnum, sem mun
funda í dag. Næsti fundur er ráð-
gerður í október. halldorath@mbl.is
Engin gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga
Tólf ríki í hóp sem á að miðla málum fram að næsta fundi hvalveiðiráðsins að ári
Tómas H. Heiðar
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-ráðherra má eiga það, að hann
fer ekkert í launkofa með skoðanir
sínar og menn vita því hvar þeir
hafa hann. Hann hefur til að mynda
aldrei verið hrifinn af hugmyndum
um einkaframkvæmd í heilbrigðis-
kerfinu.
Allt er það gottog blessað,
en þarf ekki ráð-
herrann samt
sem áður að sýna
þeim sem vilja
leita hingað frá
öðrum löndum
með sjúklinga í
læknisaðgerðir,
undir formerkj-
um einkafram-
kvæmdarinnar, að minnsta kosti
lágmarkskurteisi?
Ráðherrann kvaðst í frétt á for-síðu Morgunblaðsins í gær
neita að láta bæjarstjóra Reykja-
nesbæjar stilla sér upp við vegg, en
Heilsufélag Reykjaness, Salt In-
vestments og Nordhus Medical hafa
beðið svars ráðherrans frá því í
febrúar um hvort leigja megi van-
nýttar skurðstofur Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja til þeirra.
Orðrétt sagði Ögmundur: „Ef menn
geta ekki haldið í sér þær vikur sem
þessu vindur fram verða menn að
eiga það við sjálfa sig.“
Haldið hverju í sér? Eiga hvað viðsjálfa sig? Hvað þýddi þetta
svar ráðherrans?
Norðmaðurinn Otto Nordhus,stofnandi Nordhus Medical,
segist í samtali við Morgunblaðið
vera gáttaður á því að fá ekki að
flytja norræna sjúklinga til Íslands:
Ég skil ekki hvers vegna heil-brigðisráðherrann getur hafn-
að boðinu. Ég veit hann er komm-
únisti en við höfum einnig komm-
únista hér í Svíþjóð og Noregi og
þeir hafa stutt þjónustuna.“
Ögmundur
Jónasson
Ögmundur „kommúnisti“
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 13 skýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Algarve 24 léttskýjað
Bolungarvík 5 rigning Brussel 26 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað
Akureyri 11 rigning Dublin 17 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað
Egilsstaðir 7 alskýjað Glasgow 19 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 25 heiðskírt Róm 26 léttskýjað
Nuuk 3 alskýjað París 27 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 26 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað
Ósló 26 heiðskírt Hamborg 17 skúrir Montreal 28 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 skúrir Berlín 20 skýjað New York 23 alskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt Vín 21 skýjað Chicago 31 léttskýjað
Helsinki 23 heiðskírt Moskva 14 skúrir Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
26. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.53 0,2 9.01 3,7 15.04 0,3 21.21 4,1 2:59 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 5.02 0,1 10.59 2,0 17.08 0,3 23.12 2,4 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 0.53 1,4 7.17 -0,0 13.42 1,3 19.23 0,2 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 0.01 0,5 5.56 2,1 12.08 0,2 18.32 2,4 2:14 23:47
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Hægviðri eða hafgola og létt-
skýjað að mestu. Hiti víða um
20 stig til landsins, en heldur
svalara við ströndina.
Á sunnudag
Hægviðri eða hafgola, þurrt að
kalla og víða bjartviðri. Hiti
breytist lítið.
Á mánudag
Hæg norðlæg eða breytileg átt.
Skýjað að mestu og lítilsháttar
væta við norðurströndina, ann-
ars yfirleitt þurrt og bjart. Hiti
10 til 20 stig, svalast við sjóinn
norðanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag
Austlæg eða breytileg átt, úr-
komulítið og fremur hlýtt.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hægur vindur, úrkomulítið og
léttir smám saman til. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast í innsveitum.
ENGAR upplýsingar hafa komið
fram í könnun skilanefndar Glitnis
um að fyrirtækið Cosamajo – eða
Þröstur Jóhannsson fyrir hönd þess
– hafi lagt erindi eða gögn fyrir
nefndina sem sýndu fram á að hægt
hefði verið að ná mun hagstæðari
samningum vegna sölu Sjóvár á
Turni IV í Macau.
Í Morgunblaðinu í gær var rætt
við Þröst og segir hann þar m.a.:
„Við sendum þeim fullt af upplýsing-
um í tölvupósti, áætlanir og útfærða
valmöguleika á því hvernig lausnir
væri hægt að vinna með.“
Skilanefnd Glitnis sendi frá sér at-
hugasemd vegna fréttarinnar. Þar
segir m.a. að það liggi fyrir „að þess-
ir aðilar hafa ekki haft samband við
SJ-fasteignir, sem er formlegur um-
sjónaraðili fjárfestingaverkefnis-
ins.“
Unnið með alþjóðlegum
fjárfestingaráðgjöfum
Þröstur segir í umræddri frétt, að
svo virðist sem því fari fjarri að
reynt hafi verið til þrautar að ná há-
marksvirði út úr samningunum.
Skilanefndin telur hins vegar að
sú niðurstaða sem fékkst með samn-
ingi við Shun Tak og Hong Kong
Land sé sú besta sem unnt var að ná
„þegar tekið er tilit til allra að-
stæðna, s.s. eðlis upphaflegra samn-
inga, mats á framtíðarvirði eigna í
Macau og síðast en ekki síst hæfis
aðila til að reiða fram 70 milljónir
USD á næstu mánuðum.“
Einnig kemur fram í tilkynningu
nefndarinnar, að við þessa vinnu var
unnið í samvinnu við alþjóðlegu fjár-
festingaráðgjafastofurnar Savills,
Knight Frank og DTZ „sem allar
hafa mikla þekkingu á fasteigna-
markaði í Suðaustur-Asíu og sér-
staklega í Hong Kong.
Auk þess hefur alþjóðlega ráðgjaf-
arfyrirtækið Catalyst Capital unnið
skýrslu í tengslum við verkefnið og
stöðu þess. Til grundvallar áliti ráð-
gjafanna lágu m.a. þrjú nýleg tilboð
fjárfestingahópa í eignina.“
Engin erindi bárust
um betri samninga
Tap Sjóvá tapaði miklu á turni IV í
Macau, í grennd við Hong Kong.
Besta niðurstaðan sem unnt var að ná