Morgunblaðið - 26.06.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
SLÁTURHÚS SS á Selfossi brá á
það ráð í vor að auglýsa eftir hross-
um til slátrunar, til að tryggja að
það gæti uppfyllt samning til Sviss
um sölu á hrossakjöti. Ástæða þess
að hross vantaði er hversu margir
losuðu sig við hross síðastliðið
haust í því skyni að minnka rekstr-
akostnað tengdan hestaeign.
Einar Hjálmarsson, sláturhús-
stjóri hjá SS á Selfossi, segir að
strax í febrúar hafi biðlistar eftir
hrossaslátrun klárast. „Í haust
hrúguðust hross inn á biðlista hjá
okkur þegar menn fóru að bregðast
við hækkandi verði á heyi, áburði
og öðrum aðföngum sem þurfa til
að eiga hesta.“ Mönnum hefur legið
nokkuð á að losna við hrossin því
stór hluti þeirra fór að hans sögn í
önnur sláturhús. „Það var slátrað
miklu af hrossum t.d. fyrir norðan
á Hvammstanga og víðar svo bið-
listarnir tæmdust hér hjá okkur.“
Viðbrögðin ágæt
Við svo búið mátti ekki standa,
enda þarf Sláturfélagið að uppfylla
sölusamninga við Sviss um sölu á
hrossakjöti. „Við byrjuðum því að
auglýsa eftir hrossum 22. apríl á
vefnum okkar og höfum líka sett
auglýsingar í héraðsblöðin hér á
Suðurlandi,“ segir Einar. „Vorin
eru alltaf erfiðasti tíminn að ná inn
hrossum, því þá geta þau verið af-
lögð eftir veturinn og fólk vill bíða
með að slátra þeim fram á haustið.
En viðbrögðin hafa verið ágæt og
við sjáum ekki annað en að það
gangi í sumar að fylla upp í pant-
anir.“ Að hans sögn er nú slátrað
um 20 hrossum vikulega á staðn-
um.
Guðmundur Svavarsson, fram-
leiðslustjóri hjá SS, segir hrossa-
kjötsverðið vera 90 krónur á kílóið,
svo reikna má að fyrir meðalhross
fáist 16–18 þúsund krónur. Hann
segir hrossakjötið nokkuð „mis-
skilda afurð“ hér á landi en á meg-
inlandinu, s.s. í Sviss, Frakklandi
og á Ítalíu þyki það herramanns-
matur. „Hins vegar hefur orðið al-
ger sprenging í neyslu á folald-
akjöti hér, enda lúxusmatur.“
SS auglýsir
eftir hrossum
til slátrunar
Hestaeigendur losuðu sig við fjölda
skepna sl. haust til að spara kostnað
Morgunblaðið/Frikki
Á beit Rekstrarkostnaður hesta eykst með lækkandi gengi og margir hafa
því frekar hug á að fækka hrossum sínum en að fjölga þeim.
» Mikil eftirspurn eftir
hrossakjöti í Sviss
» Um 20 hrossum
slátrað í viku
» Kílóverðið 90 krónur
KARLMAÐUR situr í gæslu-
varðhaldi vegna alvarlegrar lík-
amsárásar í byrjun vikunnar. Mað-
urinn verður alla vega í haldi til 29.
júní nk.
Í greinargerð lögreglu kemur
fram að mikið slasaður maður hafi
fundist á berangri á sunnudags-
kvöld. Honum var komið undir
læknishendur þar sem gert var að
sárum hans. Maðurinn reyndist
vera með augntóftarbrot á báðum
augum, þrjá stóra skurði á höfði og
vörum. Einnig var hann með marga
yfirborðsáverka á höfði, brjóst-
kassa og útlimum.
Lögreglan fór í hús þar sem talið
var að árásin hefði verið gerð og
þar inni mátti glögglega sjá um-
merki eftir líkamsárás: Blóð víða á
veggjum, þvegill, sem var blautur
og blóði drifinn og blóð á hús-
gögnum. Fimm voru handteknir,
fjórum sleppt en umræddur maður
úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Blóði drifin íbúð
eftir líkamsárás
YFIR áttatíu svokallaðir grennd-
argámar eru víða um höfuðborg-
arsvæðið og eru þeir hugsaðir til
þess að einstaklingar eigi styttri
leið í að losna við ýmist flokkan-
legt rusl. Grenndargámarnir eru
hins vegar ekki ætlaðir fyrir-
tækjum, þau eiga að leita til end-
urvinnslustöðva.
Morgunblaðinu barst þó ábend-
ing um fyrirtæki sem hefði losað
talsvert magn af bæklingum í slík-
an gám. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins kváðust gera það í góðri trú
eftir að hafa spurst fyrir hjá
Sorpu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sorpu gengur mjög vel að reka
grenndargámana og sjaldgæft
mun að fyrirtæki misnoti þessa að-
stöðu, enda er lúgan á gámunum
lítil og því erfitt að koma miklu
magni þar inn. halldorath@mbl.is
Grenndargámar ekki
ætlaðir fyrirtækjum
FIMM ungir menn á Ísafirði eru að ljúka smíði kofa á smíðavellinum á Ísa-
firði. Kofinn er hinn myndarlegasti, með háu risi og er lang-veglegasta
húsið á svæðinu. Kofar af þessu tagi eru yfirleitt rifnir á haustin og það
urðu örlög kofa sem þeir smíðuðu í fyrrasumar. Strákarnir sjá svolítið eftir
honum því hann var þriggja hæða og enn stærri en sá sem nú er risinn.
Smiðirnir ætla að forða nýja kofanum undan bæjarvinnunni og hafa fengið
leyfi til að flytja hann heim í garðinn til eins úr hópnum. „Við ætlum að
prófa að setja rafmagn í kofann, mála og gera hann regnheldan. Síðan ætl-
um við að gista í honum,“ sagði einn úr hópnum. helgi@mbl.is
FLYTJA KOFANN HEIM
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra
hyggst skoða inntökukerfið í framhalds-
skólana sem sætt hefur gagnrýni. Samræmd
lokapróf upp úr 10. bekk voru afnumin með
nýjum grunnskólalögum sem tóku gildi í fyrra-
sumar og tóku framhaldsskólarnir mið af
skólaeinkunnum nú í vor við inntöku nýrra
nemenda.
Vantar skýrari sýn
„Þetta eru ný lög og það hafa margir úr
skólasamfélaginu rætt um að það vanti skýrari
sýn á hvað felist í skólaeinkunn,“ segir
menntamálaráðherra.
Bent hefur verið á að misræmi sé milli
skólaeinkunna þar sem grunnskólarnir hafi
engan ramma frá menntamálaráðuneytinu um
hvernig sú einkunn skuli fundin. Þar með sitji
ekki allir nemendur við sama borð þegar þeir
eru metnir inn í framhaldsskólana.
Í nýju grunnskólalögunum segir að nem-
endur í fyrri hluta 10. bekkjar skuli þreyta
samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði
og ensku. Önnur próf skuli haldin samkvæmt
ákvörðun ráðherra.
Ekki stóð til að menntamálaráðuneytið
sendi framhaldsskólunum niðurstöður þessara
samræmdu könnunarprófa sem reyndar voru
ekki haldin í vetur.
„Það þarf að taka afstöðu til þess hvort
framhaldsskólarnir eigi að fá upplýsingar um
þá einkunn,“ segir Katrín.
Val og framboð skoðað
Hún segir einnig ástæðu til þess að endur-
skoða val um fjóra framhaldsskóla. Dæmi eru
um að nemendur með háar einkunnir hafi ekki
komist í neinn þeirra fjögurra skóla sem þeir
settu á óskalista. „Við þurfum kannski líka að
velta fyrir okkur hvort framboð á hefðbundnu
bóknámi sé nóg vegna þessarar miklu ásóknar
í slíka skóla.“
Katrín kveðst ekki hlynnt hverfaskiptingu
framhaldsskólanna. „En maður veltir slíku
náttúrlega fyrir sér. Ég veit hins vegar að
sumir skólar geyma pláss fyrir nemendur úr
sínum hverfum og það er þeirra ákvörðun.“
Ráðherra skoðar inntökukerfið
Segir að taka þurfi afstöðu til upplýsingagjafar til framhaldsskóla um niðurstöður úr samræmdum
könnunarprófum Jafnframt þurfi að endurskoða kerfið um val á fjórum framhaldsskólum
Morgunblaðið/Eggert
Skoðað í heild Katrín Jakobsdóttir segir
ástæðu til að fara yfir málin á ný.
Menntaráð Reykjavíkurborgar sam-
þykkti á fundi sínum þann 24. júní sl.
að skipa starfshóp um námsmat í
grunnskólum borgarinnar.
Hópurinn á að skoða námsmats-
aðferðir innan grunnskólans og við
brautskráningu úr honum.
Sérstaklega á að fara yfir samræmd
próf og þær breytingar, sem nú standa
yfir á þeim, með tilliti til hagsmuna
nemenda.
„Ég tel gengisfellingu samræmda
prófsins ekki vera til góðs,“ segir
Kjartan Magnússon, formaður mennta-
ráðs.
„Það er gott að allt skuli ekki jafn-
prófmiðað og áður og að námsmatið
skuli vera orðið fjölbreyttara en jafn-
framt slæmt að gengisfella þetta mik-
ilvæga hjálpartæki sem ég tel sam-
ræmdu prófin vera,“ bætir hann við.
Starfshópur um námsmat