Morgunblaðið - 26.06.2009, Page 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
og Svein Sigurðsson
ÍRANSKA Fars-fréttastofan hafði í
gær eftir Mahmoud Ahmadinejad,
Íransforseta, að Barack Obama
skuli biðjast afsökunar og hætta að
skipta sér af írönskum innanrík-
ismálum. Á þriðjudag fordæmdi
Obama ofbeldið sem íranskir ráða-
menn hefðu beitt gegn stjórnarand-
stæðingum en hvöss orðaskiptin
þykja ekki til þess fallin að milda
samskipti ríkjanna á næstunni.
Mir Hossein Mousavi, leiðtogi
írönsku stjórnarandstöðunnar,
sagði í gær, að hann myndi ekki
láta hótanir hræða sig frá að krefj-
ast þess, að kosningarnar fyrr í
mánuðinum yrðu ógiltar. Meira en
100 þingmenn virtu að vettugi sig-
urveislu Mahmouds Ahmadinejads
forseta og þar á meðal Ali Larijani,
forseti þingsins.
„Ég mun hvergi hvika frá þeirri
kröfu, að réttindi íransks almenn-
ings verði virt,“ sagði Mousavi á
vefsíðu sinni og sagði að hart hefði
verið lagt að honum að draga kæru
um kosningasvindl til baka.
Yfir 140 manns í haldi
Mousavi hvatti fólk til að halda
mótmælum áfram en samt innan
ramma laganna. Mousavi hefur
ekki sést opinberlega frá því í síð-
ustu viku og segir hann möguleika
sína á mannlegum samskiptum tak-
markaða. „Vefsíður okkar eiga í
miklum vandræðum, dagblaðinu
Kalameh Sabz hefur verið lokað og
ritstjórn þess handtekin,“ sagði
Mousavi. Óháður fjölmiðill í Íran
sagði í gær, að meira en 140 manns
væru í haldi eftir mótmælin, þar á
meðal háskólakennarar og blaða-
menn.
Ali Larijani, forseti íranska
þingsins, og rúmlega 100 þingmenn
aðrir mættu ekki í sigurveislu Ah-
madinejads forseta, en þingmenn
eru alls 290. Þykir þetta sýna klofn-
inginn sem uppi er. Þá varaði Hos-
sein Ali Montazeri, einn af æðstu
klerkum landsins, stjórnvöld við að
bæla mótmælin. Mætti fólk ekki
koma saman til að ræða sín lög-
mætu réttindi, gæti það orðið til að
grafa undan stjórnvöldum hve vold-
ug sem þau væru. Montazeri var á
sínum tíma mjög náinn Khomeini
erkiklerki en féll í ónáð er hann
gagnrýndi meðferð á pólitískum
föngum og stjórnarandstæðingum.
Obama biðjist afsökunar
Íransforseti biður Bandaríkjaforseta að skipta sér ekki af írönskum innanríkis-
málum Klofningur virðist vera meðal stuðningsmanna Mahmoud Ahmadinejads
» Höft eru á frelsi erlendra fréttamanna í Íran
» Treysta verður á vitni og íranskar fréttaveitur
» Mousavi hefur haldið úti vefsíðunni Kalemeh
UROS-fólkið í Perú býr í húsum úr reyr og það
hefur líka búið til landið, sem það stendur á, úr
reyr. Reyreyjarnar eru alls 70 og fljóta fyrir
festum rétt við strönd Titicaca-vatns. Flatarmál
þess er rúmlega 8.000 ferkílómetrar og það er
næstum 4.000 m fyrir ofan sjávarmál. Reyrinn,
mýksti hluti stöngulsins, er einnig mikilvæg
fæða fyrir fólkið en aðallega lifir það þó á fiski
og fugli. svs@mbl.is
ÞAR SEM ÁTTHAGARNIR ERU EYJA ÚR REYR
Reuters
HÆSTIRÉTTUR Rússlands hefur snúið við sýknudómi
yfir þremur mönnum, sem sakaðir höfðu verið um aðild
að morðinu á blaðakonunni Önnu Polítkovskaja. Verður
því réttað yfir þeim aftur.
Polítkovskaja var kunn fyrir skrif sín um stríðið í Téts-
níu og aflaði sér margra óvina í rússneska stjórnkerfinu
og hernum fyrir vikið. Lét rússneski herinn handtaka
hana í einni ferða hennar til landsins og leiða í gegnum
sýndaraftöku og er hún ætlaði að taka þátt í samninga-
viðræðum vegna harmleiksins og gíslatökunnar í barna-
skólanum í Beslan í Suður-Rússlandi var eitrað fyrir
henni. Hún lifði það þó af og hélt áfram skrifum sínum
um framferði rússneskra stjórnvalda. Hún var síðan
skotin til bana í uppgangi fjölbýlishússins þar sem hún
bjó í Moskvu fyrir þremur árum.
Mennirnir þrír, Sergei Khadzhíkúrbanov og bræðurn-
ir Dzhabraíl og Íbragím Makhmúdov, voru sýknaðir fyrir
herrétti í Moskvu en rússneskir blaðamenn og mannrétt-
indasamtök gagnrýndu þá niðurstöðu harðlega. Menn-
irnir höfðu verið sakaðir um aðild að morðinu en meintur
morðingi Polítkovskaju er talinn vera Rústam Makhmú-
dov, bróðir fyrrnefndra bræðra, en ekki hefur tekist að
hafa hendur í hári hans.
Verjandi mannanna sagði dóminn af pólitískum rótum
runninn og raunar furðaði lögfræðingur Polítkovskja-
fjölskyldunnar sig líka á honum vegna þess, að hann hafði
ekki beðið um hann. svs@mbl.is
Önnur réttarhöld vegna
morðsins á Polítkovskaju
Reuters
Blaðakonu minnst Kveikt á kerti í minningu Önnu
Polítkovskaju eftir útifund í Moskvu í október 2006.
Hæstiréttur Rússlands ógilti
sýknudóm fyrir herrétti
BANDARÍSKA stúlkan Brooke
Greenberg er 16 ára en á stærð við
ungbarn. Hún er með erfðasjúkdóm
sem veldur því að hún hefur sáralítið
stækkað frá fæðingu. Læknar
þekkja ekki sjúkdóminn,. Þeir
standa því ráðþrota gagnvart hon-
um. En finnist lækning gæti um leið
fundist skýring á því hvað veldur
öldrun, segir í Jyllandsposten.
Andlegur þroski Brooke er minni
en hjá jafnöldrum hennar en stöðv-
aðist þó ekki við fæðingu. „Við elsk-
um hana eins og hún er,“ segir faðir
hennar, Howard Greenberg.
Brooke kann ekki að tala en þekk-
ir greinilega fólk sem hún umgengst,
hún á þrjár systur sem allar hafa
þroskast eðlilega. Richard Walker,
læknir sem starfar við háskóla Suð-
ur-Flórída, segir að líkamshlutarnir
þroskist ekki í takt. Þannig sé
Brooke enn með barnatennurnar en
beinin séu eins og í 10 ára barni. Að-
eins hár og neglur vaxa eðlilega.
kjon@mbl.is
Brooke er
sextán ára
ungbarn
Lítil Greenberg með móður sinni.
ELSTA hljóðfæri sögunnar er lík-
lega flautan en fundist hafa alls átta
flautur sem gert er ráð fyrir að hafi
verið smíðaðar fyrir a.m.k. 35.000
árum. Nútímamaðurinn, sem núlif-
andi Evrópufólk er komið af, var um
þetta leyti að koma fram á sjónar-
sviðið í álfunni. Fyrir voru Neander-
dalsmenn sem dóu út.
Vísindamenn við Tübingen-
háskóla segja að best varðveitt sé
um 20 sentimetra löng flauta úr
vængbeini af gammi. Á henni eru
fimm göt, hún fannst í Hohe Fels-
helli en þar hafa fleiri fornminjar
fundist. Einnig voru flautur gerðar
úr vígtönnum loðfíla. kjon@mbl.is
Elsta
hljóðfærið?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FÁEINAR vikur eru þar til forseta-
kosningar fara fram í Afganistan og
þótt óvinsældir Hamids Karzai for-
seta hafi aukist mjög bendir nú flest
til þess að hann sigri, segir í The
New York Times. Karzai er kennt
um margt sem aflaga hefur farið,
ekki síst uppgang Talíbana en hann
hefur líka reynst ákaflega snjall í að
snúa á hugsanlega keppinauta.
Bandaríkjamenn taka ekki af-
stöðu í kosningunum enda lítt fúsir
að láta bendla sig við óvinsælan for-
seta. Einnig hafa þeir leynt og ljóst
gagnrýnt að hann skuli ekki taka af
meiri festu á fíkniefnaframleiðslu og
smygli. Bróðir forsetans er sagður
athafnasamur fíkniefnasali.
En kannanir sýna að þrátt fyrir
áföll er Karzai með langmest fylgi
allra frambjóðenda sem sumir eru
lítt þekktir. Þess má geta að þegar
Karzai var kosinn í fyrsta sinn var
kjörsókn yfir 70%, þrátt fyrir átök
við Talíbana. En nú gætir sinnuleys-
is og margir eru líklegir til að sitja
heima á kjördag.
„Karzai mun ekki breytast, hann
hefur sýnt það,“ segir Ashraf Ghani,
sem eitt sinn var náinn vinur Karza-
is en býður sig nú fram gegn honum.
„Ef hann vinnur liggur leiðin bara
niður á við.“
Karzai spáð sigri
Óvinsæll en snýr
á keppinautana
Reuters
Leiðtogi Veggspjald með mynd af
Hamid Karzai við rústir í Kabúl.