Morgunblaðið - 26.06.2009, Síða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
FÖSTUDAGSFIÐRILDI Skapandi sum-
arhópa Hins hússins munu flögra
víðsvegar um miðborg Reykjavíkur í
dag milli kl. 12 og 14. Takk&Takk
munu kenna gangandi vegfarendum
að brosa, Brass-skarar verða í brass-
stuði, byrja í Hljómskálanum og enda
í miðbænum og ramadansfjelagið
verður við ráðhúsið.
Á Austurvelli verða Götusögur að
nýta samspil orða og aðstæðna til að
skemmta gangandi vegfarendum
þegar þeir eiga síst von á, Agent
Fresco endurútsetur lög sín við Hitt
húsið, Götuleikhúsið umbreytir bæn-
um með lifandi skúlptúrum á Lækj-
artorgi og Austurvelli, Gúmmískáldin
standa uppi á svölum Bankastrætis
11 og leika hlutverk erjandi nágranna
og Reginfilla spilar frumsamda tón-
list í portinu hjá Nýlenduvöruverslun
Hemma og Valda.
Líflegur miðbær
Skíðaiðkendur og snjóbrettakappar þurfa ekki að örvænta þó sum-arið sé komið því tækifærið til að renna sér niður snævi þaktarbrekkur landsins er enn til staðar. Þó flestar vinsælustu skíða-brekkurnar séu orðnar fullgrænar fyrir marga er enn hægt að
skella sér í Kerlingarfjöllin þar sem fjöldi fólks renndi sér síðustu helgi og
lét vel af.
Að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Fannborgar sem á aðstöð-
una í Kerlingarfjöllum, er færið mjög gott. „Á þessum tíma árs er alltaf
mjög gott færi en það er óvenjuþykkur snjór í ár fyrir ofan 750-800 metr-
ana. Það hefur verið kalt undanfarið og ekki farið að taka upp snjó sem
heitir getur,“ segir hann. Búið er að hefla veginn frá afleggjaranum og er
svæðið einnig kjörið fyrir göngufólk.
Engar lyftur eru í Kerlingarfjöllum og þarf fólk því að ganga nema það
eigi sleða og geti keyrt upp. „Það er mjög gott færi fyrir þá sem vilja taka
með sér sleða,“ segir Páll. Fólk getur ýmist gist í húsum sem rúma 3-16
manns eða á tjaldsvæðinu en þar er í gangi sérstakt tilboð sem ætlað er að
höfða til íslensks fjölskyldufólks vilji það ferðast erlendis. Börn yngri en
12 ára búa frítt á tjaldstæðinu en börn 12-14 ára fá helmingsafslátt.
Páll segir fólk skíða á hvaða tímum sólarhringsins sem er. „Fólk er að
koma og njóta þess að fara í skíði seint á köldin, njóta kvöldsólarinnar.
Það má benda á að um helgina er frábær spá fyrir svæðið, sól og blíða,“
segir Páll að lokum.
Vert er að benda á að SBA Norðurleið keyrir hjá Kerlingarfjöllum
daglega. Lagt er af stað kl. 8 frá BSÍ og er stoppað við afleggjarann
að fjöllunum kl. 12:20. Ferðin kostar 4.600 kr. aðra leiðina.
Nánari upplýsingar um aðstöðuna í Kerlingarfjöllum er að finna á
síðunni www.kerlingarfjoll.is
Mikill snjór í Kerlingarfjöllum
Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson
Svig Það er gott
bretta- og skíða-
færi í Kerlingar-
fjöllum.
Gott færi er í hlíðunum og er spáð góðu veðri á svæðinu um helgina
ÞAÐ er greinilega nóg um að vera hjá
Hemma og Valda því í kvöld verða þar
haldnir tónleikar sem Reykjavík
Grapevine stendur fyrir. Kvenkynið
mun ráða ríkjum að þessu sinni en
fram koma hinar hæfileikaríku Lydía
Grétarsdóttir, Adda, Elín Ey og Pascal
Pinon.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og lýkur
þeim kl. 23.
Kvennafans á
Nýlendunni
Í dag&kvöld
Flott
Naglalakk
LITAGLEÐI er lykilorðið í förðun í
sumar og þar eru naglalökk ekki und-
anskilin. Vinsælustu litirnir eru
ferskjulitir, pastellitir og bleikir tón-
ar.
Það er hinsvegar hvimleitt að vera
með fallegan lit á nöglunum ef negl-
urnar eru gjarnar á að brotna eða
klofna. Start to Finish frá OPI er snið-
ugt að því leyti að sé það sett á negl-
urnar á undan litnum og eftir, þá
helst liturinn lengur á auk þess sem
það herðir neglurnar.
OPI-naglalökk fást víða í snyrti-
búðum og apótekum, t.d. Lyfju, Lyfj-
um & heilsu og Hagkaupum, en þau
hafa reynst vinsæl meðal snyrtifræð-
inga sem annarra kvenna vegna þess
hversu breiður pensillinn er. Verðið er
á bilinu 1.742-1.929 kr.
Hverjum einhleypir sofa
hjá er mörgum umræðu-
og jafnvel áhyggjuefni.
Ekki þykir tiltökumál að
spyrja mann hvernig það
kom til, hvar það gerðist og
auðvitað hvernig var. Um þetta eru einhleypir yfir-
heyrðir þar sem þeir sitja innikróaðir úti í horni í
leiðinlegum fjölskylduboðum þar til þeir rétt ná að
smeygja sér að kökuborðinu og forða sér svo heim.
Einkalífinu afsalað
Þegar kemur að því að sofa snýst dæmið þó við
því einhleypum má nefnilega auðveldlega
hola niður í stofum, svefnloftum eða tjöldum
og skiptir þá engu hverjir sofa þar fyrir. Ekki
er víst að hinn einhleypi einstaklingur sé al-
veg sammála þessu en hann virðist í slíkum
aðstæðum að mestu missa atkvæðisrétt sinn
og afsala sér einkalífi sínu í ákveðinn tíma. Af
þessu vita kannski ekki allir en ákvæði þetta
er neðst í samningnum með afar litlum stöfum
sem enginn nennir að lesa.
Nýlega stóð fyrir dyrum fjölskylduferð þar
sem sjö manns áttu að gista saman í sumarbústað.
Þar sem ég var sjöunda hjólið lék mér forvitni á að
vita hvernig raðað yrði í herbergin og hvort ekki væri
einhvers staðar notalegt einstaklingsherbergi þar
sem ég gæti lesið fram á nótt, sent sms að vild á und-
arlegum tímum (nokkuð sem ætíð vekur for-
vitni hjá tvíhleypum) og jafnvel dregið
þangað með mér feng næturinnar. En nei,
svo var nú ekki. Stóð mér til boða að sofa
með einu af pörunum þremur, kúldrast í
stofusófanum, nú eða kannski bara logn-
ast út af á pallinum eftir stífa kokteila-
drykkju. Ég gat með öðrum orðum átt
von á því að vakna við óæskileg hljóð
um miðja nótt, vakna með tak í baki
eftir að hafa legið í keng á litlum sófa
eða einfaldlega vaknað og munað ekki
eftir neinu. Svo sem ekkert sem ég
hafði ekki upplifað áður en ekki sér-
lega ákjósanlegir kostir í fjölskyldu-
ferð. Ég var því þeirri stund fegnust
þegar hætt var við ferðina og lífið
gat haldið áfram að ganga sinn
vanagang með spurningum um
hvernig, hvar og auðvitað með
hverjum ég hefði sofið?
’Skiptir enguhjá hverjum
ég sef?
Á föstudegi María Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Jakob Fannar
ÞEGAR bjóða á vinum og kunn-
ingjum í heimsókn lenda margir í
vandræðum með hvað eigi að hafa á
boðstólum. Ekki hentar alltaf að
bjóða upp á saltstangir eða flögur
og grípa þá margir til þess ráðs að
kaupa kex og osta.
Eitt tilbrigðið við ostana er að
bera fram Gullost eða Höfðingja
með apríkósumarmelaði og furu-
hnetum, glóðvolga úr ofninum.
Hefur það aldrei valdið von-
brigðum og bregst ekki að einhver
spyrji gestgjafann hvernig hann
hafi farið að. Góð tilbreyting frá
köldu ostunum.
Ostur með marmelaði
1 Gullostur eða Höfðingi
Apríkósumarmelaði
Furuhnetur
Ritz-kex
Smyrjið fremur þykku lagi af
apríkósumarmelaði á ostinn. Stráið
furuhnetum yfir. Hitið ofninn í
180°C blástur. Ef þið eruð með
Höfðingja þá er hæfilegur tími í
ofninum 10-12 mínútur en þar sem
Gullosturinn er stærri þarf hann
15-20 mínútur.
Berið fram með Ritz-kexi eða
snittubrauði. Ekki er verra að hafa
ferska ávexti með, líkt og vínber
eða jarðarber.
Bragðgóður ostur í boðið
Í gogginn
Ljósaskipti eftir
Stephenie Meyer Það
getur verið flókið að
verða ástfanginn af
manneskju sem er
allt öðruvísi en mað-
ur sjálfur. Isabella
Swan veit meira en
flestir aðrir um þann
vanda því Edward Cullen
sem hún er innilega ástfangin af og
elskar hana einlæglega er vampíra.
Þessi fyrsta skáldsaga Stephenie
Meyer hefur hrifið ungt fólk víða um
heim, er orðin að vinsælli kvikmynd
og framhaldsbækur hafa fylgt í kjöl-
farið. Meyer segir sjálf að hug-
myndin að Ljósaskiptum hafi komið
til sín í draumi. Heimur vampír-
unnar er ekki bara forvitnilegur og
spennandi heldur leynast þar víða
hættur eins og söguhetja þessarar
bókar kemst svo sannarlega að raun
um. Bókin fæst í Máli og menningu
og kostar 1.980 kr. kolbrun@mbl.is
Bókin
Heimur
vampírunnar
Hvað viltu lesa? Sendu okkur
tölvupóst á daglegtlif@mbl.is
Gullgrafararnir í
The Treasure of
the Sierra Madre
frá 1948 minna
óneitanlega á ís-
lenska útrás-
arvíkinga og
raunar minnir
myndin öll á
sögu íslenska efnahags-
undursins. Í henni segir frá æv-
intýramönnum í Mexíkó og hvernig
gullæði og græðgi stýrir örlögum
þeirra. Þessi mynd talar sterkt til
íbúa Nýja-Íslands en er umfram allt
frábær kvikmynd, enda yfirleitt
hægt að treysta Humphrey Bogart
til að hafa ofan af fyrir fólki.
Draumaborgin er löngu hætt að geta
af sér snilld sem þessa. Nálgast má
ræmuna á Laugarásvídeó fyrir litlar
500 kr. Skylduáhorf. skulias@mbl.is
Gamalt&gott
Gamli Bogart
klikkar ekki