Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 19

Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Sólgleraugu FLESTIR þekkja góða sögu af því þegar vinir eða ættingjar, nú eða hreinlega þeir sjálfir, heyra skemmtilegt og grípandi lag og byrja að syngja með. Skyndilega rekur einhver upp hlát- urroku því textinn sem viðkomandi syngur er bandvitlaus. Og hversu fáránlegur og samheng- islaus sem textinn er, þá taldi viðkomandi sig syngja rétt. Sögur sem þessar eru til af börnum og fullorðnum, fólki sem telur sig kunna alla dægurlagatexta upp á 10 og öðrum sem virðist alltaf misheyrast, og í tengslum við söngtexta, bænir, vísur o.fl. Óformleg könnun bendir til þess að flestar sögur tengist textum Sálarinnar hans Jóns míns enda hefur sveitin átt marga smelli gegnum tíð- ina sem flestir gjörþekkja … eða svo telja þeir! Kanínan með Sálinni Réttur texti: „Hey kanína, na na na na na nanna“ Misheyrðist: „Hauka-Nína, na na na na na nanna“ og: „Aukalína .. na na na na na nanna“ Alelda með Ný Dönsk Réttur texti: „Alelda … sáldrandi prjáli“ Misheyrðist: „Alelda … sólbrenndur bjáni“ Ábyggilega með Sálinni Réttur texti: „Hún á helling af silfri og seðlum“ Misheyrðist: „Hún á helling af sykri og seðlum“ Vöðvastæltur með Landi og sonum Réttur texti: „Lóðin hlaðast á mig“ Misheyrðist: „Blómin ráðast á mig“ Orginal með Sálinni Réttur texti: „Það er ekki nóg að hafa sannanir“ Misheyrðist: „Það er ekki nóg að hafa samfarir“ Komdu með með HLH-flokknum og Siggu Beinteins Réttur texti: „Ég sá hana í horninu á Mánabar, hún minnti mig á Brendu Lee“ Misheyrðist: „Ég sá hana í horninu á Mánabar, hún minnti mig á brennivín“ Sódóma með Sálinni Réttur texti: „Sódóma“ Misheyrðist: „Svo kom ást“ Konur ilma með Ný Dönsk Réttur texti: „Konur ilma“ Misheyrðist: „Komdu Hilmar“ Englar með Sálinni Réttur texti: „Við verðum englar eða árar bæði tvö“ Misheyrðist: „Við verðum englar eða álfar bæði tvö“ Þrisvar í viku með Bítlavinafélaginu Réttur texti: „Fór í bæinn í dag og fékk sér var- anlegt“ Misheyrðist: „Fór í bæinn í dag og fékk sér varadekk“ Eigi leið þú ost í frysti Morgunblaðið/Jakob Fannar Tímalaus hönnun Þessi flottu sólgleraugu frá Pil- grim geta verið dálítið afgerandi þar sem glerið er mjög dökkt og augun verða því alveg falin. Optical studio Smáralind 5.900 kr. (ekki til í fríhöfninni). Klassísk Ray Ban sólgleraugu eru mest seldu gleraugun í heiminum og ekki að ástæðulausu. Optical studio Smáralind 24.700/19.800 kr. í fríhöfninni. Vinsæl Þessi Ray Ban sólgleraugu eru vinsæl meðal stjarnanna og eru ein mest ljósmynduðu sólgleraugun um þessar mundir. Þau hafa vísan til hippatímans sem nútímans og henta öllum aldurs- hópum. Optical studio Smáralind 22.900/18.400 kr. í fríhöfninni. Fyrir strákana Warden-týpan frá Oakley er vin- sæl meðal karlmanna af yngri kynslóðinni þar sem hún þykir sportleg í meira lagi. Optical studio Smáralind 11.200/9.300 kr. í fríhöfninni. Skær Ef það má einhvern tímann leika sér með skæra liti til að hressa upp á heildarlúkkið þá er það á sumrin. Topshop 3.990 kr. Fylgihlutur sumarsins Ólíkt sumum fylgihlutum detta sólgleraugu aldrei úr tísku, a.m.k. ekki meðan sólin heldur áfram að skína. Hvort sem þau eru stór, lítil, með dökku gleri eða skær á litinn, ódýr eða ekki, þá er alltaf gott að hafa ein við höndina í sumar þegar sólin er sem hæst á lofti og skín skærar en augun þola. STARFSFÓLK heimavista í Bret- landi hefur tekið saman lista yfir und- arlegustu hluti sem skólafólk hefur skilið eftir í herbergjum sínum þegar það heldur heim í foreldrahús yfir sumarið. Þó algengast sé að gleyma hlutum á borð við hleðslutæki fyrir farsíma, skólabækur, iPoda og tann- bursta þá hefur starfsfólkið fundið 2 metra snák, súlu af þeirri gerð sem finnst alla jafna inni á nektardans- stöðum, beinagrind í fullri stærð, stóra hvíta kanínu, stóra uppblás- anlega sundlaug sem ætluð er til notkunar utandyra, frosna kjúklinga- fætur, blautgalla ásamt súrefnistanki og froskalöppum, páfagaukapar og uppblásanlegt þythokkíborð í fullri stærð. Erlent Undarlegir hlutir skildir eftir ÍSRAELSK kona, sem ákvað að gefa móður sinni nýja rúmdýnu, leitar nú dyrum og dyngjum að gömlu dýn- unni þar sem í ljós kom að gamla konan faldi ævisparnaðinn sinn, rúmar 100 milljónir króna, í dýn- unni. Þegar konan uppgötvaði mistökin voru sorphirðumenn búnir að fjar- lægja dýnuna og koma henni á ösku- haugana. Starfsmenn sorphirðu- nnar í Tel Aviv hafa reynt að hjálpa henni þar sem konan er afar övænt- ingarfull, eins og gefur að skilja, en það hefur reynst þrautin þyngri þar sem 2.500 tonn af rusli koma á haug- ana á degi hverjum. Auka hefur þurft öryggisgæsluna við rusla- haugana þar sem nokkur fjöldi fólks, sem hugsar sér gott til glóð- arinnar, reynir að leita að dýnunni. Dýr mistök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.