Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stórumáfanga ernáð með
stöðugleika-
sáttmála
ríkisstjórnar-
innar, sveitarfélaga og aðila
vinnumarkaðarins. Segja má
að nú sé búið að leggja
grundvöll að þeirri end-
urreisn íslenzks atvinnulífs,
sem fara verður fram á
næstu misserum, þótt mest
af endurreisnarstarfinu sé
enn eftir. Samstaða hefur
náðst um meginmarkmiðin
og allir stefna í sömu átt.
Einn mikilvægasti þáttur
sáttmálans er sá friður og
stöðugleiki á vinnumark-
aðnum, sem hann á að
tryggja. Launþegar, jafnt í
einkageiranum sem hjá hinu
opinbera, sætta sig við litlar
launahækkanir og í raun
kaupmáttarskerðingu, en
mest ratar þó hlutfallslega
til þeirra, sem minnst hafa.
Endurreisnarstarfið, ekki
sízt við endurskipulagningu
bankanna, hefur dregizt úr
hömlu. Það er því jákvætt að
í sáttmálanum eru negldar
niður ýmsar dagsetningar.
Endurskipulagningu á
eignarhaldi bankanna á að
ljúka fyrir 1. nóvember og
upplýst verður hvernig farið
verði með gjaldeyrisjöfnuð
þeirra, sem er stórmál, fyrir
17. júlí næstkomandi. Stefnt
er að því að stýrivextir lækki
niður fyrir 10% fyrir 1. nóv-
ember. Tímasetja á hvernig
gjaldeyrishöftunum verði af-
létt; sú áætlun á að liggja
fyrir 1. ágúst. Þá verður leit-
ast við að aflétta hömlum á
nýrri erlendri fjárfestingu
fyrir 1. nóvember.
Það er mikilvægt að hægt
verði að standa við þessar
dagsetningar. Þær auka
traust, bæði innanlands og
utan, á stefnu stjórnvalda.
Í sáttmálanum er skýrt
kveðið á um að erlendir að-
ilar geti eignast hlut í rík-
isbönkunum og öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Þetta er
mikilvægur þáttur í
endurreisninni; að semja frið
við alþjóðlegt fjármálalíf og
tryggja aðgang Íslands að
fjármálamörkuðum.
Ríkisstjórnin lofar að
greiða götu þegar ákveðinna
stórframkvæmda á borð við
álverið í Helguvík og stækk-
un í Straumsvík. Það verður
fróðlegt að sjá hvort þing-
menn Vinstri grænna standa
við það, ásamt því fyrirheiti
að engar hindranir verði af
hálfu stjórnvalda í vegi
meðalstórra verksmiðja, sem
munu þurfa mikla raforku.
Í stöðugleikasáttmálanum
er gert ráð fyrir að lífeyris-
sjóðir taki þátt í fjármögnun
stórframkvæmda.
Við slíkt samstarf
skiptir höfuðmáli
að ekki sé tekin
áhætta fyrir hönd
sjóðfélaganna,
sem er meiri en við aðra
fjárfestingarkosti.
Veikasti hlekkur stöðug-
leikasáttmálans er augljós-
lega ríkisfjármálahlutinn.
Ríkisstjórnin heitir því að
hlutfall skattahækkana í að-
gerðum til að fylla í gatið
verði ekki hærra en 45%.
Það er samt of hátt. Ganga
hefði átt harðar fram í nið-
urskurði ríkisútgjalda.
Sennilega hefur stuðningur
opinberra starfsmanna við
sáttmálann verið keyptur of
dýru verði. Verðmætasköp-
unin, sem kemur okkur upp
úr öldudalnum, mun ekki
verða til í opinberum stofn-
unum. Verðmætin verða til í
fyrirtækjum á frjálsum
markaði. Of þungar skatt-
byrðar draga kraft úr at-
vinnulífinu og seinka endur-
reisninni.
Launþegar ættu að hafa í
huga að sé ætlunin að auka
skattheimtu um 60 milljarða,
verða þeir peningar ekki
bara sóttir til „hátekjufólks“
og „fjármagnseigenda“. Til
þess að ná slíkum fjárhæðum
inn í ríkissjóð þarf að skatt-
leggja alla þjóðina. Hvernig
ríkisstjórnin hyggst útfæra
það og standa jafnframt við
það, sem hún hefur sagt, um
að skattahækkanir muni ekki
koma niður á þeim sem hafa
lágar eða meðaltekjur, á eft-
ir að koma í ljós.
Samtök atvinnulífsins sam-
þykkja framlengingu kjara-
samninga með þeim fyr-
irvara að sátt náist um
breytingar á stjórnkerfi fisk-
veiða. Það er eðlileg krafa og
raunar dálítið sérkennilegt
að ríkisstjórnin skuli ekki
sjálf lýsa því yfir að þær
breytingar verði gerðar í
sátt. Það hefur fyrir löngu
verið sýnt fram á að afleið-
ingar hugmynda stjórnvalda
um fyrningarleið yrðu svo
afdrifaríkar fyrir sjávar-
útveginn og þar með stóran
hluta atvinnulífs á Íslandi,
að hvorki fyrirtæki né laun-
þegar á Íslandi gætu unað
slíku.
Stöðugleikasáttmálinn er
góð byrjun. Það þarf að
standa við efnisatriði hans
og gera það á réttum tíma.
Þrátt fyrir galla hans þurfa
allir aðilar að vinna af heil-
indum að framgangi hans.
Tíminn leiðir í ljós hvort
hann verðskuldar að verða
kallaður ný þjóðarsátt á borð
við þá, sem kom landinu út
úr erfiðleikum fyrir hátt í
tveimur áratugum.
Ríkisfjármálin eru
veikasti hlekkur
sáttmálans}
Ný þjóðarsátt?
U
ndanfarið hafa framhalds-
skólar glímt við vandamál
vegna þess að ekki voru
haldin samræmd próf í
grunnskólum í vor. Fram-
haldsskólar byggja ákvarðanir um skóla-
vist enn sem fyrr á einkunnum en nú er
ljóst að einkunnir eru ekki lengur staðlaðar
heldur á forræði hvers grunnskóla fyrir
sig. Í kjölfarið hefur farið fram umræða um
kosti og galla samræmdra prófa. Um þau
mál hef ég einhverra hluta vegna sterka
skoðun.
Samræmi og stöðlun hafa verið ákveðin
bannorð í menntafræðum undanfarin ár.
Nemendur eiga að njóta einstaklingsmið-
aðs náms þar sem tekið er tillit til þarfa hvers og eins.
Meiri áhersla skal lögð á aðferðafræði en utanbók-
arþekkingu, meiri áhersla á innsæi og skilning o.s.frv.
Enginn vill að skólar steypi alla í sama mót. Allt eru
þetta markmið og fullyrðingar sem í raun er ekki hægt
að mótmæla. En mátum þetta aðeins við raunveruleik-
ann. Er óeðlilegt að ætlast til þess að grunnskólar lands-
ins hafi sameiginleg viðmið sem mæld eru á samræmd-
um prófum um hvaða stöðluðu þekkingu nemendur eigi
að búa yfir til að vera tilbúnir undir framhalds-
skólanám? Er fáránlegt að ætlast til þess að settir séu
staðlar á námið? Er ekki vægi náms einmitt fólgið í ein-
hverskonar stöðlun? Ég tel að stöðlunin sé eðli námsins,
það sem aðskilji eiginlegt nám frá allri annarri lífs-
reynslu. Um þetta mætti skrifa margar bækur,
en ég skil ykkur eftir með hugleiðinguna.
Að mínu mati er hreinlega hneykslanlegt að
íslensk menntayfirvöld hafi ekki sjálfstraust til
ákvarða hvaða stöðluðu þekkingu nemendur
sem ljúka grunnskóla eigi að búa yfir til að vera
sem best búnir undir framhaldsskólanám. Mér
finnst menntayfirvöld hreinlega bregðast
skyldum sínum. Samræmd próf má sífellt taka
til endurskoðunar, og ekki tel ég heilagt að
prófa úr þeim fjórum greinum sem haldin hafa
verið próf í undanfarin ár, en það hljóta beinlín-
is að vera réttindi hvers grunnskólanemanda
að fá staðlað mat á því hversu mikið hann hefur
lært í samanburði við aðra nemendur. Eftir
stendur líklega aðeins óttinn við að ákveða
hvaða staðla skuli setja. Við mat á því biðla ég til
menntayfirvalda að hefja sig ofar tískustraumum. Það
skal enginn segja mér að grunnþekking veraldar sé svo
afstæð að hún breytist á nokkurra ára fresti. Við erum
varla orðnir svo miklir þrælar lægsta samnefnarans að
eina krafan sem við gerum til 16 ára útskriftarnema úr
grunnskólum sé að þeir kunni að skrifa nafnið sitt eða
segja frá væntingum sínum um framtíðina? Við hljótum
að geta fundið einhverja staðla úr tíu ára námi. Eitthvað
sem gera má kröfu til að allir viti, þekki og skilji. Og ef
við finnum það og sammælumst um það, ættum við ekki
að óttast að nemendur séu prófaðir upp úr því á sam-
ræmdan hátt. Er það nokkuð?
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Samræmd próf
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
H
afi einhverjir bundið
vonir við að með sam-
komulagi um
stöðugleikasáttmála
mundu vextir lækka
verulega strax á næstu vikum og
gengi krónunnar styrkjast, verða
þeir hinir sömu fyrir vonbrigðum.
Viðsnúningurinn gæti hins vegar átt
sér stað á seinustu mánuðum ársins.
Í sáttmálanum lýsa viðsemjendur
á vinnumarkaði því að þeir treysti
því að skapaðar séu forsendur fyrir
því að stýrivextir Seðlabankans
lækki í eins stafs tölu fyrir 1. nóv-
ember og vextir fari svo áfram lækk-
andi. Lögð er áhersla á að vextir
lækki hratt á næstu mánuðum en
ekkert er þó að finna í aðgerðunum
sem tryggir að svo verði í sumar.
Um tíma var rætt um að taka upp
fastgengisstefnu. Ekki er á það
minnst í sáttmálanum en samkomu-
lag náðist um að gerð verði tímasett
áætlun um ráðstafanir í gengis-
málum sem leggja á fram fyrir 1.
ágúst um afnám hafta. Markmiðið er
að tryggja stöðugleika krónunnar og
að leitast verði við að aflétta hömlum
á nýrri fjárfestingu fyrir 1. nóv.
Svarið er bara aðildarumsókn
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra segir að vinna þurfi að
mörgu til að styrkja gengi krón-
unnar. Seðlabankinn hafi viljað fara
varlega við lækkun stýrivaxta vegna
áhrifa á gengið.
„Við vonum að þessar aðgerðir
sem við erum að ráðast í, sem bæði
hafa áhrif á hvernig við getum unnið
okkur út úr gengishöftunum og höf-
um sett okkur markmið um að
styrkja ríkisfjármálin verulega,
muni hafa þau áhrif að styrkja krón-
una og skapa það svigrúm sem þarf
til að stýrivextir lækki. Allt þetta
vinnur mjög saman að því að styrkja
gengi krónunnar. Mín skoðun er
samt sú að við munum um einhvern
tíma, kannski of langan, búa við of
veika krónu og svarið við því er bara
eitt, að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu,“ segir hún.
Atvinnurekendur hafa lagt höf-
uðáherslu á nauðsyn þess að vextir
lækki. „Lykilatriði til að koma krón-
unni upp er að koma fjárflæðinu í
gang á milli Íslands og annarra
landa,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins. „Þess vegna leggjum
við ofurkapp á að bankarnir séu end-
urreistir og að erlendir eigendur
komi þar að, sem hafa aðgang að er-
lendu lánsfé. Við erum líka að horfa
til stórra fjárfestinga í atvinnulífinu
og orkugeiranum. Þannig getum við
fengið inn fjármagn.
Með því að geta lækkað vextina og
tryggt útflutningnum betra aðgengi
að fjármagni á eðlilegum kjörum,
eygjum við möguleika á að meiri
hreyfing verði á útflutningnum. Þeg-
ar allt þetta er lagt saman höfum við
trú á að við náum genginu til baka
svo það nálgist jafnvægisgengi,“
segir Vilhjálmur.
Í sáttmálanum er beinlínis stefnt
að því að erlendir aðilar geti eignast
meirihluta í einhverjum nýju bank-
anna og eftir atvikum öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Ljúka á end-
urskipulagningu á eignarhaldi
bankanna í síðasta lagi 1. nóvember.
Morgunblaðið/Eggert
Sáttir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, fögnuðu samkomulaginu að lokinni undirritun í gær.
Veik króna og háir
vextir enn um sinn
Eitt af markmiðum stöðugleika-
sáttarinnar er að styrkja gengið
og lækka vexti. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra telur
að í einhvern tíma enn verði þó
að búa við of veika krónu.
ER einhver von til þess að erlend-
ir aðilar vilji eignast hlut í bönk-
unum? ,,Það eru kannski ekki
mörg tilboð sem við höfum feng-
ið um erlenda eignaraðild að
bönkunum,“ segir Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Hún segist þó telja að þegar sjá-
ist til lands varðandi efnahags-
reikninga bankanna og endur-
fjármögnun þeirra, sem gæti
orðið í júlí, þá muni hugsanlega
skapast tækifæri til að erlendir
eignaraðilar sýni þessu meiri
áhuga en hingað til. Það sé mjög
brýnt.
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármála-
fyrirtækja, hefur enga trú á að er-
lendir aðilar vilji eiga í bönkunum.
En fjármálaþjónustan muni rísa á
ný, „á íslenska vísu en ekki með
einhverri aðstoð utanfrá. Fjár-
málastarfsemi er svo einskorðuð
við þjóðir. Þú sérð varla nokkurn
einasta útlendan banka á öllum
Norðurlöndunum. Þeir höfðu eng-
an áhuga í uppgangsárunum þeg-
ar allt var hér í blóma og sögðu
alltaf að efnahagslífið og krónan
væru svo óstöðug og markaður-
inn lítill. Þeir hafa engan áhuga á
að koma hérna inn í niðursveiflu.“
Koma með fé?