Morgunblaðið - 26.06.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 26.06.2009, Síða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ÉG VONA mér verði virt það til betri vegar, þótt ég fari nokkrum orðum um mál Myllunnar vegna umfjöllunar Stöðvar 2 „Veljum íslenskt … eða hvað?“, en af úr- skurði siðanefndar B.Í. að dæma, virðist henni því miður hafa láðst að fjalla efn- islega um veigamikla þætti málsins. Í úrskurðinum segir að umfjöll- unin fari ekki í bága við siðareglur félagsins. Því til stuðnings er bent á, að sjaldan gefist tími til að fara í nákvæmar útlistanir, einfalda þurfi flókna hluti og að ágeng framsetn- ing og efnistök séu eðli fréttaskýr- inga í sjónvarpi. Einnig er bent á að Myllan hagnist á Veljum ís- lenskt-átaki Samtaka iðnaðarins, þar sem umbúðir Minna máls Ágústu Johnson veki þau „hug- renningatengsl“ hjá neytandanum að varan sé íslensk, eins og sýnt sé fram á í viðtölum við nokkra við- skiptavini Krónunnar. Þá sé hvergi fullyrt að sá ásetningur búi að baki hjá Myllunni að gefa vörunni ís- lenska ásýnd. Fyrir vikið teljist efnistök og rannsóknarvinna í þessari umfjöllun Stöðvar 2 eðlileg og fullnægjandi. Við fyrstu sýn mætti ætla að málið væri rakið. Myllan sé að agnúast út í umfjöllun Stöðvar 2 fyrir að ljóstra upp um þann hagn- að sem Minna mál Ágústu Johnson sé að skila fyrirtækinu í samspili við átak SI, þrátt fyrir þá stað- reynd að varan sé þýsk en ekki ís- lensk. Ekki minnist ég þó þess að leitað hafi verið eftir áliti siða- nefndar BÍ á þessum þætti um- fjöllunarinnar, ekki af hálfu Myll- unnar í það minnsta. Aðfinnslur okkar beindust að því, hvernig um- fjöllun Stöðvar 2 leiðir áhorfand- ann markvisst að þeirri niðurstöðu að framleiðendur – þar á meðal Myllan – séu að blekkja neytendur í hagnaðarskyni, dyggilega studdir af átaki SI. Að slíkur ásetningur sé ekki sagður berum orðum liggja að baki hjá Myllunni, heldur klæddur í búning „hugrenningatengsla“ hjá völdum ein- staklingum breytir – með fullri virðingu fyrir þeim – efnislega litlu sem engu fyrir þann sem á horfir. Enginn greinarmunur er gerður á þeim vörum sem „liggja undir grun“, með þeim afleiðingum að þær teljast allar sem ein „sekar“ undir lok umfjöllunarinnar. Efnistök sem þessi minna óþægi- lega á þekktar ófrægingaraðferðir. „Let them deny it“, eins og ein- hver sagði. Eitt er að hagnast á íslenskri ásýnd, eins og segir í úrskurðinum. Annað er að blekkja grunlausa og vel meinandi neytendur í hagn- aðarskyni. Að þessi tiltekna vara sé fyrirvaralaust höfð til marks um þann ógeðfellda leik, er vandséð. Rétt er að ítreka að Minna mál Ágústu Johnson ber hvorki fánaliti né slagorð íslenskrar framleiðslu, markaðsfærsla hennar skírskotar eingöngu til hollustugildis vör- unnar og á umbúðunum er tekið skýrt fram að hún sé framleidd af Dr Karg fyrir Mylluna (sumsé ekki af Myllunni). Sölutölur sýna enda, að lítið samband er á milli átaks SI og Minna máls Ágústu Johnson, sem segir í raun allt sem segja þarf um efnistök Stöðvar 2. Svo áköf var fréttastofa stöðvarinnar þó í að afhjúpa gróðabrallið hjá Myllunni, að varan var kærð nán- ast í beinni útsendingu fyrir órétt- mæta viðskiptahætti til Neyt- endastofu (sem úrskurðaði Myllunni í vil). Eðlilega töldum við fréttatilbúning af þessum toga stangast á við faglegar kröfur vandaðrar fréttamennsku. Víkur þá sögunni að ágengu eðli sjónvarpsfréttaskýringa, knöppum tíma og einföldun á flóknum mál- um. Siðareglur BÍ bera það skýrt með sér, að vönduð fjölmiðlun mið- ar upplýsingaöflun sína og -miðlun út frá hagsmunum almennings. Hvaða almannahagsmunum skyldi upplýsingaöflun og -miðlun Stöðvar 2 þjóna í þessu gagnmerka máli? Þegar upp er staðið virðist stærsti „glæpur“ Myllunnar gegn íslensk- um neytendum vera sá, að færa umbúðahönnun innfluttrar holl- ustuvöru að íslenskum aðstæðum. Hver eru þá skilaboð Stöðvar 2 til áhorfenda sinna? Að heiðarlegast hefði verið af Myllunni, að fá þýsk- an líkamsræktarfrömuð til að kynna vöruna hér á landi? Eru þetta boðleg vinnubrögð með hlið- sjón af siðareglum BÍ eða er hér skákað í skjóli ágengs eðlis, tíma- skorts o.s.frv.? Geta jafn valda- miklar samfélagsstofnanir og fjöl- miðlar dregið heiðarleika nafngreindra fyrirtækja ítrekað í efa, á jafn veikum forsendum og raun ber vitni, í nafni vandaðrar og faglegrar fréttamennsku? Samkvæmt vinnureglum siða- nefndar BÍ ber henni að bjóða málsaðilum að skýra mál sitt fyrir nefndinni. Það láðist henni því mið- ur hvað Mylluna varðar, með þeim afleiðingum að fulltrúi Stöðvar 2 virðist einn hafa hlotið slíkt boð. Vera kann að það skýri þann mis- skilning sem gætir í efnislegri meðferð siðanefndarinnar á mál- inu. Með vinsemd og virðingu, f.h. Myllunnar, Björn Jónsson. Opið bréf til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands Eftir Björn Jónsson »Myllan gerir at- hugasemdir við úr- skurð siðanefndar vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um hve „ís- lensk“ framleiðsla ís- lenskra framleiðslufyr- irtækja sé. Björn Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri markaðssviðs Myllunnar Í ÞEIM erf- iðleikum sem herja á ríkissjóðinn hefur gæslumaður hans, ríkisstjórn Íslands, lýst því yfir að slegin verði skjaldborg um heimili landsins og þyngstu byrðunum verði velt yfir á þá sem breiðust bökin hafa. Því hefur verið lýst yfir af ríkisstjórn Íslands að ekki verði hreyft við launum þeirra starfsmanna ríkisins sem hafa 400 þúsund króna mán- aðarlaun eða minna. Með 10 daga fyr- irvara ætla Samfylking og Vinstri græn hins vegar að kippa fót- unum undan fjölda heimila þeirra hópa í þjóðfélaginu sem hvað höllustum fæti standa. Í frumvarpi rík- isstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjár- málum ætlar ríkis- stjórnin að byrja að skerða bætur lífeyr- isþega. Skerðing á afkomu elli- og örorkulífeyrisþega mun hefjast við 153.000 króna heildartekjur á mán- uði hjá sambúðarfólki en við 180.000 króna mörk hjá ein- staklingum. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar samanstanda fyrst og fremst af skattahækkunum á fólk og fyrirtæki ásamt samdrætti í samgönguframkvæmdum. Lítið fer fyrir samdrætti í rekstri ríkisins, markmið eru um að ná einungis 1800 milljóna króna sparnaði í rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Hins vegar ætlar ríkisstjórnin að hefja þegar í stað að draga úr lífsgæðum lífeyrisþega landsins. Það er rétt- lætt með þeim orðum að þar sem svo miklar réttarbætur til handa öldruðum og örykjum hafi náðst fram á árinu 2008 sé óhjákvæmilegt að stíga skref til baka við núverandi aðstæður! Hvað um aðra mála- flokka í rekstri ríkisins sem hafa vaxið að raungildi ekki síður en þessi? Raunaukning rekstrargjalda ríkissjóðs milli áranna 2003 og 2009 er um 40%. Grundvallaratriði í norrænu vel- ferðarkerfi hefur alla tíð verið það að samhjálpin felst í því að skattar almennings eru fyrst af öllu nýttir til þess að hjálpa þeim sem raun- verulega þurfa á aðstoð samborg- ara sinna að halda. Ráðlausa ríkisstjórnin hefur sagst vera „norræn velferð- arstjórn“ sem standi sérstakan vörð um þá sem minnst mega sín. Í þessari fyrstu viðleitni hennar til að koma einhverjum böndum á rík- isútgjöldin, eru hugðarefni þrýsti- hópa sett í forgang umfram grunn- þætti velferðarþjónustu. Það er hvorttveggja í senn smánarlegt og lítilmannlegt. Smánarlegt og lítilmannlegt Eftir Kristján Þór Júlíusson »… að þar sem svo miklar réttarbætur til handa öldruðum og örykjum hafi náðst fram á árinu 2008 sé óhjá- kvæmilegt að stíga skref til baka við núver- andi aðstæður! Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. V i n n i n g a s k r á 8. útdráttur 25. júní 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 7 4 5 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 5 4 6 8 6 6 8 0 1 6 9 8 2 9 7 8 5 8 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6766 17367 29089 50645 61474 79255 15063 19422 36570 54902 72254 79684 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 6 7 9 9 4 9 2 1 8 9 7 1 2 5 6 5 1 3 4 7 9 7 5 1 8 8 8 6 2 2 9 5 7 1 5 5 2 2 1 1 1 1 0 1 8 0 1 9 6 7 1 2 6 8 3 6 3 5 3 6 4 5 2 6 2 8 6 2 5 7 1 7 1 7 3 0 4 0 8 0 1 0 4 0 8 2 0 8 5 9 2 7 8 5 2 3 6 4 4 0 5 4 9 9 4 6 3 2 2 0 7 2 1 5 5 5 6 7 3 1 0 6 1 4 2 2 7 3 7 2 8 0 9 9 3 6 7 5 9 5 6 2 8 4 6 3 2 4 6 7 2 7 5 5 5 8 7 0 1 1 4 6 5 2 3 2 2 0 3 0 2 3 0 3 9 7 5 5 5 6 8 7 1 6 3 3 1 6 7 5 0 8 6 5 9 1 2 1 2 4 5 0 2 3 2 3 7 3 0 7 4 1 3 9 8 5 0 5 7 8 1 6 6 5 6 0 0 7 5 7 2 8 6 0 6 4 1 2 8 2 9 2 3 4 3 1 3 1 0 2 0 4 1 0 5 3 5 7 9 2 1 6 5 6 7 3 7 7 3 2 5 6 1 6 6 1 2 9 5 7 2 3 6 2 2 3 1 9 7 7 4 2 2 6 2 5 8 0 0 8 6 6 2 2 6 7 8 4 8 0 6 2 1 8 1 4 2 6 1 2 3 7 7 2 3 2 0 4 5 4 4 7 2 3 5 8 3 5 8 6 6 8 9 1 7 8 8 6 7 6 4 1 2 1 6 3 3 2 2 3 9 7 1 3 3 6 2 3 4 5 1 1 1 5 9 2 3 0 6 7 0 3 8 8 2 0 6 1 7 9 0 6 2 4 3 8 1 3 3 8 7 2 4 7 3 5 3 5 9 3 0 3 6 7 5 3 4 9 3 2 9 1 8 0 8 4 2 5 0 0 6 3 4 0 4 0 4 8 5 6 0 5 9 7 0 8 6 9 2 6 6 9 3 9 0 1 8 7 7 2 2 5 0 2 6 3 4 4 7 6 5 0 5 7 3 6 2 0 4 9 7 1 4 0 0 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 2 4 6 5 1 3 1 8 8 0 7 3 0 5 0 4 4 0 2 3 8 5 1 2 5 1 6 1 8 5 0 7 1 0 7 5 3 9 2 6 5 5 3 1 9 0 7 0 3 1 0 0 6 4 0 6 5 4 5 1 3 1 5 6 2 0 8 1 7 2 2 2 9 6 5 6 6 9 6 9 1 9 0 7 8 3 1 1 4 3 4 0 6 8 1 5 1 8 3 7 6 2 6 1 7 7 2 2 6 2 6 5 8 7 0 3 5 1 9 7 9 4 3 2 1 5 8 4 1 2 7 0 5 1 8 5 2 6 2 6 5 2 7 2 5 4 3 9 6 5 7 3 5 6 2 0 4 9 5 3 2 2 5 7 4 1 3 4 0 5 2 0 2 0 6 3 0 9 3 7 2 8 5 6 1 0 2 7 7 5 3 9 2 0 7 4 9 3 2 5 8 9 4 1 3 9 2 5 2 1 6 0 6 3 7 0 3 7 2 8 8 0 1 2 2 5 7 6 2 4 2 0 9 0 3 3 2 9 0 6 4 1 6 6 0 5 3 0 9 1 6 3 7 1 9 7 3 0 2 7 1 3 6 7 7 6 9 8 2 0 9 4 1 3 3 0 4 8 4 1 7 5 4 5 3 3 4 8 6 4 3 2 4 7 3 1 0 8 1 5 4 8 9 3 1 4 2 1 2 2 9 3 3 6 4 2 4 3 4 4 1 5 3 3 8 6 6 4 3 9 1 7 5 0 9 8 1 9 5 5 9 4 3 8 2 1 2 6 6 3 3 6 4 7 4 4 5 1 6 5 3 6 7 5 6 4 4 3 9 7 5 1 8 0 1 9 9 9 9 5 7 1 2 1 4 7 4 3 3 7 2 1 4 4 5 4 3 5 3 9 6 8 6 4 5 1 9 7 5 2 0 9 2 2 1 0 9 7 3 6 2 2 8 5 2 3 3 7 4 7 4 4 6 4 1 5 4 2 4 9 6 5 4 0 2 7 5 5 1 3 2 5 6 7 1 0 0 5 4 2 3 5 9 1 3 4 0 8 3 4 4 6 6 7 5 4 8 8 9 6 5 6 9 1 7 6 5 0 0 2 7 1 8 1 1 2 0 5 2 3 6 8 1 3 4 1 1 9 4 5 2 0 5 5 5 0 2 5 6 6 3 4 6 7 6 7 6 5 3 3 1 2 1 2 1 6 6 2 4 0 5 2 3 4 6 8 3 4 7 2 4 9 5 5 1 0 0 6 7 0 5 7 7 6 9 5 9 3 6 8 7 1 2 2 6 9 2 4 2 3 7 3 4 8 2 0 4 7 3 6 6 5 5 2 9 3 6 7 2 9 1 7 7 4 0 8 3 8 2 4 1 2 2 7 7 2 5 1 4 2 3 4 8 7 5 4 7 6 8 4 5 5 4 2 3 6 7 2 9 5 7 7 6 6 4 3 9 3 5 1 2 4 5 1 2 5 6 5 4 3 5 2 9 1 4 7 7 3 0 5 5 5 7 6 6 7 4 2 6 7 7 7 0 4 3 9 5 1 1 2 5 6 5 2 5 6 6 0 3 6 0 1 4 4 8 2 1 9 5 5 6 4 9 6 7 4 3 0 7 7 7 0 6 3 9 7 5 1 3 2 2 8 2 6 0 2 5 3 6 0 2 0 4 8 5 4 9 5 5 7 5 4 6 7 6 6 2 7 7 7 9 4 4 0 2 2 1 3 4 2 3 2 6 2 4 9 3 6 2 2 3 4 8 6 4 2 5 6 5 2 8 6 7 7 3 4 7 7 7 9 6 4 1 3 2 1 4 0 8 6 2 6 5 8 9 3 6 2 7 1 4 9 1 4 4 5 7 7 5 8 6 7 7 6 6 7 7 9 6 6 4 1 6 0 1 4 9 1 4 2 6 8 6 3 3 6 4 1 1 4 9 5 8 5 5 8 3 9 6 6 7 9 0 8 7 8 6 1 7 4 2 7 3 1 5 2 5 4 2 7 1 4 5 3 6 4 3 1 4 9 6 7 4 5 8 6 1 5 6 8 6 7 7 7 8 7 8 8 4 3 6 4 1 5 3 0 6 2 8 1 2 3 3 7 8 0 5 5 0 0 5 5 5 9 9 6 6 6 8 8 0 9 7 9 5 5 0 4 6 0 5 1 5 7 7 6 2 8 1 8 4 3 8 2 8 6 5 0 1 7 6 6 0 1 4 4 6 9 2 1 4 7 9 7 0 2 4 7 6 8 1 6 8 6 9 2 8 5 6 5 3 8 7 5 6 5 0 2 8 7 6 0 3 2 4 6 9 3 1 4 4 8 3 9 1 6 9 6 8 2 8 9 4 2 3 8 9 1 2 5 0 3 5 7 6 0 4 1 5 6 9 6 2 6 5 1 2 6 1 7 1 9 8 2 9 5 6 9 3 9 2 1 0 5 0 5 8 4 6 0 9 1 8 7 0 2 6 0 5 2 9 3 1 7 2 7 0 2 9 9 2 2 3 9 5 4 7 5 0 8 1 2 6 1 0 3 4 7 0 6 4 4 5 3 0 0 1 8 1 4 2 3 0 2 6 2 3 9 8 6 4 5 1 0 6 8 6 1 0 9 4 7 0 9 9 1 6 0 4 1 1 8 5 9 0 3 0 3 5 7 4 0 1 3 0 5 1 1 9 2 6 1 6 4 6 7 1 0 5 7 Næsti útdráttur fer fram 2. júl 2009 Heimasíða á Interneti: www.das. Sími 551 3010 MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina www.veggfodur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.