Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 27

Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ✝ Guðgeir Jónssonfæddist á Hræ- rekslæk í Hróars- tungu 6. júní 1923. Hann lést á Landspít- alanum 15. júní sl. Foreldrar hans voru Guðný Þórólfsdóttir, f. á Uppsölum í Eiða- þinghá 26.7.1889, d. 3.4. 1979, og Jón Ís- leifsson, f. á Sand- brekku í Hjalta- staðaþinghá 7.7.1893, d. 23.11. 1964. Hálf- bróðir Guðgeirs, sam- mæðra, var Þórólfur Stefánsson, f. 1914, d. 2004. Alsystkin Guðgeirs eru Lukka, f. 1925, d. 2004, Snorri, f. 1926, Egill, f. 1927, Kristmann, f. 1929 og Sæbjörg, f. 1932. Hinn 26. desember 1955 kvæntist Guðgeir Halldóru Stefaníu Mar- teinsdóttur frá Sjónarhóli í Nes- kaupstað, f. 27.4. 1927, d. 27.5. 1994. Dóra og Guðgeir eignuðust 3 fóstur til Gróu Ísleifsdóttur, föð- ursystur sinnar, og Stefaníu Stef- ánsdóttur, mágkonu hennar. Ólst hann upp í Neskaupstað hjá þeim. Guðgeir byrjaði mjög ungur að vinna og á 16. aldursári fór hann á sína fyrstu vertíð til Hornafjarðar. Eftir eina slíka vertíð, um tvítugt, náði hann að safna sér fyrir sínum fyrsta vörubíl. Eftir það vann hann við vörubílaakstur en einnig leigu- akstur á fólksbílum sínum. Að auki sá hann um akstur á olíu í hús og báta fyrir Olíufélagið hf. í um 30 ár. Guðgeir byggði húsið Hlíðargötu 21 í Neskaupstað og bjuggu þau Dóra þar allan sinn búskap. Fóstr- ur hans, Gróa og Stefanía, bjuggu hjá þeim og áttu þar hvor sitt her- bergið þar til þær létust. Dóra lést árið 1994. 6 árum síðar kynntist Guðgeir Benteyju Hall- grímsdóttur frá Jökulfjörðum. Bjuggu þau saman síðustu 9 árin í íbúð hennar í Drápuhlíð 24 í Reykjavík. Útför Guðgeirs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 26. júní, kl. 14. börn. Þau eru: 1) Guðný Stefanía af- greiðslukona, f. 30.8. 1952, gift Braga Finnbogasyni húsa- smíðameistara, dætur þeirra eru Halldóra og Sigrún. 2) Jón Grétar verkamaður, f. 7.8. 1957, kvæntur Bryndísi Helgadóttur stuðningsfulltrúa, börn þeirra eru Guð- laug Helga, Íris Dögg, Guðgeir og Arnar Freyr. 3) Mar- teinn Már bankastarfsmaður, f. 9.7. 1966, kvæntur Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur iðnrekstrarfræð- ingi, börn þeirra eru Matthías Már, Mikael Már og Dóra María. Barna- barnabörn Guðgeirs eru 8. Skömmu eftir fæðingu fluttist Guðgeir með foreldrum sínum til Borgarfjarðar eystri en þegar hann var þriggja ára fór hann í „Það hafa eflaust ekki margir 13 ára strákar útbúið eitt stykki salerni eins og ég gerði,“ sagði pabbi skömmu fyrir andlát sitt. Þessi orð féllu þegar hann var að lýsa íbúðinni sem hann og fóstrur hans leigðu árið 1936. Um var að ræða vestari endann á gamla Tröllanesi. Tvær íbúðir voru í húsinu en klósettið var sameigin- legt. Það fannst honum ekki nógu gott svo hann bjó til nýtt salerni fyrir þeirra íbúð. Þessi framtakssemi lýsir honum býsna vel því það var fátt sem hann lét stoppa sig á lífsleiðinni. Ef ekki var atvinnu að fá, þá bjó hann sér til vinnu og það skipti hann ná- kvæmlega engu máli við hvað hann vann. Hann veiddi rauðmaga og grá- sleppu, kinnaði fyrir fjölskylduna og í seinni tíð seldi hann nætursaltaðar kinnar í togarana. Vörubílstjórinn Guðgeir náði sér í stórgrýti upp um öll fjöll á vörubílnum og seldi í varn- argarða. Leigubílstjórinn Guðgeir keyrði fólk út um alla firði og upp í Hérað á hvaða tíma sólarhringsins sem var, beið oft eftir því á meðan það skemmti sér á dansleikjum og skilaði því svo heim undir morgun. Olíubíl- stjórinn Guðgeir fyllti olíutankana hjá fólki í hvaða veðri sem var, hvort sem það var fært eða ófært á veturna. Ef það var ófært þá fyllti hann tvo 50 lítra brúsa og dró þá á eftir sér í snjónum. „Fólk þarf nú að geta hitað húsin sín“, sagði hann. Hann var mik- ill jafnaðarmaður, var líklega einn fimmti af öllum Krötum á Norðfirði, greiddi stoltur sína skatta og þoldi ekki óréttlæti og óheiðarleika. Greið- vikinn var hann með afbrigðum og taldi ekki eftir sér að skutlast eftir fólki eða með fólk styttri eða lengri vegalengdir án greiðslu. Hann keypti alla gíróseðla sem hann fékk senda, það var prinsipp að styrkja öll góð- gerðarfélög. Mikill vinskapur var milli fjöl- skyldna Sjónarhólssystkinanna og augljóst var t.d. hve sannir vinir pabbi, Jói, Kiddi og Halli Berg voru. Pabbi var ófeiminn og kom oft með ókunnuga heim í mat eða kaffi alveg óundirbúið, mamma var ekki alltaf ánægð með það en töfraði samt fram einhverjar veitingar. Allir fóru ávallt mettir af Hlíðargötunni. Pabbi var barngóður með afbrigðum og börn hændust undantekningarlítið að hon- um. Stríðinn var hann, minnisstætt er þegar hann hringdi í Óla Laugu og þóttist vera frá Skattinum eða notaði skipstjórahúfuna til að stöðva bíla á þjóðveginum og þóttist vera lögga. Þar náði hann nokkrum. Pabbi átti alltaf vín þótt hann drykki það ekki allt sjálfur, það bara tilheyrði að bjóða gestum í glas. Genever var allt- af til handa Bedda Odds á síldarver- tíðum og Seyðisfjarðartúrarnir voru óspart notaðir til að kaupa fyrir mann og annan. Pabbi átti mjög erfitt eftir að mamma dó. Fyrir nokkrum árum kynntist hann henni Bettý sem var mikil gæfa fyrir hann, því þar eign- aðist hann yndislega sambýliskonu. Viljum við þakka henni og hennar fólki alla þá hlýju og alúð sem þau sýndu pabba síðustu árin. Það var okkur öllum ómetanlegt. Að leiðar- lokum viljum við þakka pabba fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur í gegnum tíðina. Guð blessi minningu föður okkar. Guðný, Jón Grétar og Marteinn. Það eru liðin ríflega 30 ár síðan ég kom inn í fjölskyldu Guðgeirs, þegar ég varð tengdasonur hans. Milli okk- ar skapaðist strax einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Guðgeir var mikill fjölskyldumað- ur, fylgdist vel með sínu fólki og var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Á uppvaxtarárum hans var lífsbaráttan í landinu hörð, á unglingsaldri voru flestir komnir í hörkuvinnu, þar var Guðgeir enginn eftirbátur annarra, alla tíð vinnusamur og ósérhlífinn. Snemma mótaði hann sér afstöðu í stjórnmálum. Á tímabili var haft á orði að telja mætti kratana í Nes- kaupstað á fingrum annarrar handar, Guðgeir var einn þeirra. Hann hvik- aði aldrei frá skoðunum jafnaðar- mannsins og leiddist ekki að rökræða um stjórnmál. Ekki skorti pólitíska andstæðinga í þessu „rauða“ sam- félagi sem Neskaupstaður var. Guð- geir hafði mikið yndi af tónlist og var góður söngmaður, tók mikinn þátt í söngstarfi í Neskaupstað, meðal ann- ars söng hann í kirkjukórnum í mörg ár. Á gleðistundum var söngurinn aldrei langt undan. Ég minnist 70 ára afmælis hans þar sem var saman kominn hópur ættingja og vina. Þá var mikið sungið. Guðgeir kunni ótrú- legan fjölda af söngtextum, ljóðum og vísum. Ævistarfið var að stærstum hluta tengt bílum og akstri, hann starfaði sem vörubílstjóri frá tvítugs- aldri, sá um olíudreifingu fyrir kaup- félagið Fram í u.þ.b. 30 ár, hafði fólks- bíl „drossíu“ til leiguaksturs í mörg ár. Þannig þurfti oft að ganga rösk- lega til verks til að allt gengi upp þeg- ar mest var að gera. Margar ferðir voru farnar í mis- jöfnum veðrum með farþega yfir Oddsskarð, einn af erfiðustu fjallveg- um landsins. Þá var betra að vera sæmilega útbúinn. Sem dæmi má nefna að lengi vel eftir að vegir lands- ins fóru að lagast, voru alltaf tvö vara- dekk í skottinu þegar lagt var í lengri ferðir. Guðgeir kvæntist Halldóru Mar- teinsdóttur árið 1955 og lifðu þau í ástríku hjónabandi allt þar til er hún lést árið 1995. Það var honum mikill missir og þungbær. Fyrir nærri 10 árum kynntist hann Benteyju Hallgrímsdóttur og bjuggu þau saman í Reykjavík síðustu 9 árin og veittu þannig hvort öðru góðan fé- lagsskap og stuðning. Ég vil þakka kærum tengdaföður samfylgdina, söknuðurinn er sár en ástvinir ylja sér við ljúfar minningar. Bragi Finnbogason. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Bryndís. Guðgeir Jónsson ✝ Jóhann Þor-steinsson fæddist í Efstabæ í Skorradal 3. maí 1936. Hann lést á bráðadeild Landspít- alans 15. júní sl. For- eldrar hans voru Þor- steinn Vilhjálmsson, f. 2. maí 1899, d. 5. júlí 1987 og Eyvör Eyjólfs- dóttir, f. 24. febrúar 1904, d. 29. apríl 1982. Bræður Jóhanns eru Björn, f. 1923, d. 1999, og Vilhjálmur, f. 1934, d. 2004. Uppeldisbróðir hans og frændi er Halldór Jónsson, f. 1931. Jóhann bjó í Efstabæ til 14 ára ald- urs er hann flutti með foreldrum sín- um til Akraness. Þar átti hann heim- ili til ársins 1963 en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Jóhann eignaðist 5 dætur. Dóttir hans og Ingu Lóu Hallgrímsdóttur er 1) Alma María, f. 1956, gift Eiríki Jónssyni, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Jóhann kvæntist Jóhönnu Gunn- arsdóttur árið 1958 og eignuðust þau fjórar dætur. 2) Erla Berglind, f. 1958, maki Jóhannes Ævar Hilm- arsson, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 3) Freyja, f. 1961, maki Oddur Sævar Andersson, þau eiga þrjá syni. 4) Elín Margrét, f. 1962, maki Þórhallur Ottesen, þau eiga tvö börn. 5) Gunnhildur Björk, f. 1963 maki Stefán Ingvar Stefánsson, þau eiga þrjú börn. Jóhann og Jó- hanna skildu árið 1968. Síðar hóf Jóhann sambúð með Sól- veigu Stefánsdóttur og gengu þau í hjónaband árið 1973. Synir Sól- veigar og stjúpsynir Jóhanns eru: 1) Stefán Sturla, f. 1959, maki Petra Högnäs. Þau eiga tvö börn en fyrir átti Stefán tvær dætur. 2) Sigurfinnur, f. 1961, maki Elsa Björk Pét- ursdóttir. Hann á tvö börn af fyrra hjóna- bandi og eitt barna- barn. Hún á þrjú börn af fyrra hjónabandi og eitt barna- barn. 3) Kristján Valdimar, f. 1963, maki Lena Lindegarth, þau eiga þrjú börn, fyrir átti Kristján eina dóttur. Jóhann vann við ýmis störf til sjós og lands, en bústörf og hesta- mennska voru honum í blóð borin og byrjaði hann snemma að eiga við og temja hesta. Árið 1976 fluttust Jó- hann og Sólveig með fjölskylduna til Sauðárkróks vegna vinnu Jóhanns við tamningar. Nokkru síðar festu þau kaup á jörðinni Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem þau bjuggu í 24 ár, aðallega við hrossa- rækt. Árið 2003 fluttu þau svo aftur til Sauðárkróks en hafa þó haldið hrossarækt sinni áfram undir nafn- inu Miðsitjuhestar ehf. Jóhann veikt- ist snögglega árið 2005 og fyrir ári fluttu þau til Reykjavíkur vegna veikinda hans. Útför Jóhanns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 26. júní, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Loks er dagsins önn á endaúti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín Sólveig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Þín dóttir Freyja. Kæri stjúpi minn og vinur. Nú þegar komið er að leiðarlokum reikar hugurinn til baka, ekki bara um nokkur ár heldur jafnvel nokkra ára- tugi. Það var fyrir 1970 sem þú komst inn í líf mitt þegar þú fluttir inn á heimili okkar og hófst sambúð með móður minni. Það hefur örugglega verið jafn erfitt fyrir þig eins og okkur bræðurna, því við vildum jú eiga mömmu einir og ekki deila henni með öðrum. Á fyrstu árum sambúðar okkar gekk vissulega á ýmsu, þú áttir við áfengisvandamál að stríða sem stjórn- aði lífi okkar allra um tíma, en mann- gerð þín var þó þannig að það var al- veg sama hvað á gekk, fyrirgefningin var svo ákaflega auðveld. Æskuminn- ingarnar hrúgast nú upp hver af ann- arri, t.d. þegar þú lagðir á ráðin með okkur bræðrunum um að láta mömmu hlaupa 1. apríl yfir til ná- grannakonu sem hún þekkti ekkert, hesthúsaferðir með sjoppuferð í lokin af því að þig langaði svo í nammi, (stundum var reyndar búið að loka af því að umræður um ættir hrossa tóku heldur langan tíma), ferðalög með hraðakstri um landið og ekki síst upp í Kambshól. Það var jú alltaf markmið- ið að vera fljótari þangað í þetta skipt- ið heldur en nokkurn tímann áður þó það væri stoppað í Hvalstöðinni hjá pabba þínum. Eða kappaksturinn við Dóra bróður þinn heim í Kambshól eftir fermingarathöfn. Já, í þá daga var hraðinn mikill og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða umferðina eða skeiðvöllinn. Á báðum stöðum varstu snillingur, enda fylltist maður stolti þegar maður heyrði rætt var um Jóa vakra. Hann var jú minn maður. Árin eftir að við fluttum til Sauð- árkróks voru frekar erfið í okkar sam- bandi. Ég erfiður unglingur á minn hátt og þú skapstór, ákveðinn, óþol- inmóður og með þinn veikleika. En fljótlega fóru samskipti okkar að breytast, þú komst yfir þinn sjúkdóm og með okkur fór að þróast vinátta og kærleikur. Síðast liðin 30 ár hefur því vinátta okkar orðið órjúfanleg og ein- staklega gefandi. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt þig tala á neikvæð- an eða niðrandi hátt um nokkurn mann en þú hafðir hins vegar gaman af að herma eftir og segja gamansög- ur af fólki og hlóst svo skemmtilega með. Eftirminnilegustu stundir mín- ar með þér eru hins vegar þegar ég fór með þér í viku ferð ríðandi yfir Kjöl. Það er tími sem aldrei gleymist. Síðast liðin fjögur hafa verið þér erfið. Það hefur verið svo aðdáunar- vert að fylgjast með hve þú hefur tek- ið hverju áfallinu af öðru með æðru- leysi og þolinmæði, sem ég hélt reyndar að væri ekki til hjá þér í svona ríkum mæli. Þú settir þér markmið, náðir þeim og þá voru sett ný. Algjörlega aðdáunarvert. Kæri stjúpi. Maður sem hefur húmor, siðferði, samvisku, og kærleika eins og þú hafðir, er góður maður. Það er vont að missa vin. Þú verður hluti af lífi mínu hér eftir sem hingað til. Elsa biður að heilsa. Þinn vinur Sigurfinnur. Jóhann Þorsteinsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.