Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 30

Morgunblaðið - 26.06.2009, Side 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 6 5 1 2 3 9 8 7 2 8 3 7 4 9 1 2 6 6 8 1 4 7 5 4 5 1 4 3 9 2 8 6 9 6 1 7 3 4 1 5 7 3 4 6 7 8 2 8 1 5 9 6 9 4 8 2 6 4 9 7 3 8 1 4 7 2 1 7 6 3 5 1 9 3 1 8 4 5 7 6 2 2 6 7 1 3 9 8 4 5 8 5 4 2 7 6 3 1 9 4 1 9 7 6 3 5 2 8 6 8 5 4 9 2 1 7 3 7 2 3 5 8 1 6 9 4 3 4 8 6 2 7 9 5 1 1 9 6 3 5 4 2 8 7 5 7 2 9 1 8 4 3 6 4 8 3 5 7 9 1 6 2 7 5 2 3 1 6 9 8 4 9 6 1 4 8 2 7 5 3 5 2 7 8 6 3 4 1 9 1 3 9 2 5 4 6 7 8 6 4 8 7 9 1 2 3 5 2 7 4 6 3 8 5 9 1 3 1 6 9 4 5 8 2 7 8 9 5 1 2 7 3 4 6 7 8 2 4 6 1 3 5 9 4 5 9 3 2 7 8 1 6 6 3 1 9 5 8 2 4 7 8 1 7 6 9 3 4 2 5 3 9 5 8 4 2 7 6 1 2 4 6 1 7 5 9 8 3 1 6 3 2 8 9 5 7 4 5 2 4 7 3 6 1 9 8 9 7 8 5 1 4 6 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.) Morgunljóst er að hlaupaæðihefur gripið um sig meðal Ís- lendinga. Í hverju almennings- hlaupinu á fætur fer þátttaka fram úr björtustu vonum, nú síðast í Jónsmessuhlaupinu í Reykjavík en keppendur í hlaupinu voru rúmlega 1.300, um 500 fleiri en í fyrra. Þá berast sífellt fréttir af nýjum keppnishlaupum, s.s. 7 tinda hlaup- inu í Mosfellsbæ og Brákarhlaupinu í Borgarnesi. Þetta er auðvitað hið besta mál enda eru hlaup holl hreyfing, svo lengi sem hlauparar passa sig á því að ofgera sér ekki og byrja ekki skyndilega að æfa hlaup eins og vitlausir menn eftir ára- langa kyrrsetu. x x x Víkverji hefur tekið eftir því aðsumir rugla saman hlaupum og skokki. Á þessu tvennu er auðvitað reginmunur. Hlaupaæfingar eru, eða eiga vera, markvissar og fjöl- breyttar. Einn daginn æfir hlaupari t.d. 100 metra spretti, annan daginn æfir hann að hlaupa langa vega- lengd á keppnishraða og þriðja dag- inn má búast við að hann æfi hlaup á vaxandi hraða, þ.e. byrji fremur hægt en endi svo á fullu gasi. Skokk er í mesta lagi hægt að nýta til upp- hitunar. Hlauparar skokka ekki, þeir hlaupa. x x x Hjá mörgum hlaupurum erReykjavíkurmaraþon há- punktur langs þjálfunartímabils og því er afar mikilvægt að vel takist til við framkvæmdina. Síðustu ár hefur hlaupið tekist með ágætum og ekki er hægt að búast við öðru en að svo verði áfram. Eitt veldur Vík- verja þó áhyggjum. Í auglýsingu frá Reykjavíkurmaraþoni er maraþon- leiðin sögð vera 42 km en ekki 42,2 km (42.195 m) eins og raunin er. Víkverji þekkir engin dæmi um að maraþonhlaup í útlöndum sé aug- lýst sem 42 km en ekki 42,2 km eða 26,2 mílur, þar sem það á við. Hvergi er vegalengdin námunduð með þessum hætti. Vita skipuleggj- endur Reykjavíkurmaraþons ekki örugglega hvað maraþonhlaup er langt? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hreinlæti, 8 klettur, 9 seintekinn, 10 ætt, 11 skóf í hári, 13 mannsnafn, 15 dæld í vegi, 18 bauk, 21 hlemm- ur, 22 ganga, 23 í upp- námi, 24 afreksverk. Lóðrétt | 2 staga, 3 gaffla, 4 gamla, 5 snag- inn, 6 bílífi, 7 vex, 12 haf, 14 undirstaða, 15 hrósa, 16 þoli, 17 flandur, 18 skinn í skó, 19 neita, 20 hrygluhljóð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 stakk, 4 fagur, 7 ræður, 8 önduð, 9 Týr, 11 iðra, 13 assa, 14 skinn, 15 fisk, 17 nafn, 20 enn, 22 lofar, 23 ætlar, 24 narra, 25 torga. Lóðrétt: 1 sorti, 2 arður, 3 kort, 4 fjör, 5 gadds, 6 riðla, 10 ýtinn, 12 ask, 13 ann, 15 fýlan, 16 sefur, 18 aflar, 19 norpa, 20 erta, 21 næmt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Rbd7 7. Hc1 c6 8. a3 Bd6 9. e3 O-O 10. Bd3 He8 11. O-O Rf8 12. He1 h6 13. Bh4 Bg4 14. Dc2 Bh5 15. Bg3 Bxg3 16. hxg3 Bg6 17. Bxg6 Rxg6 18. Re2 Re4 19. Rf4 Df6 20. b4 Rxf4 21. gxf4 Rd6 22. Dc3 a5 23. bxa5 Dd8 24. Db4 Hxa5 25. a4 Dc7 26. Hc5 Ha6 27. Hec1 Db6 28. Dxb6 Hxb6 29. Ha5 f6 30. Ha7 Hb2 31. a5 Ha2 32. a6 Hb8 33. Re1 Ha3 34. Hb1 b6 35. Rc2 Ha5 36. Kf1 Kh7 37. Ha1 Rc4 38. Hxa5 bxa5 39. Hc7 Hb6 40. a7 Ha6 41. Ke2 Kg6 42. g4 h5 43. f5+ Kh6 Staðan kom upp á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Leon á Spáni. Vas- sily Ivansjúk (2746) frá Úkraínu hafði hvítt gegn Rússanum Alexander Mo- rozevich (2751). 44. f4! hxg4 45. Hc8 og svartur gafst upp enda hótar hvítur máti og að koma a-peði sínu upp í borð. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Misráðið útspilsdobl. Norður ♠-- ♥ÁG3 ♦ÁKDG764 ♣DG2 Vestur Austur ♠Á7653 ♠G10942 ♥9 ♥72 ♦9832 ♦105 ♣1043 ♣ÁK95 Suður ♠KD8 ♥KD108654 ♦-- ♣876 Suður spilar 7♥ redobluð. Það var farið að syrta allverulega í álinn hjá Mehil Odzil og félögum, þeir voru langt undir gegn John Diamond og hans mönnum og leiknum að ljúka. Nú varð að skora. Odzil og Lair sátu í NS gegn Greco og Hampson. Norður var gjafari og Lair vakti á 2♣, al- kröfu. Odzil svaraði jákvætt með 2♥, Lair sýndi tígulinn og Odzil ítrekaði hjartað. Nú lagði Lair vísindin til hlið- ar og stökk í 6♥ – vildi ekki kjafta frá spaðaeyðunni. Odzil taldi sig hins veg- ar eiga ýmislegt ósagt og lyfti í sjö! Vestur passaði, þrátt fyrir ♠Á, en austur fór á taugum og doblaði út á ♣Á-K. Það var misráðið, því dobl á slemmu biður fyrst og fremst um út- spil í lit blinds. Hampson þekkir fræðin og kom út með tígul eins og um var beðið: 2.940 í NS. Hvernig fór leikurinn? Odzil vann. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þótt enginn sjái framtíðina fyrir er hægt að búa sig undir hana með margvíslegum hætti í smáu sem stóru. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Samtal þeirra líkist einna helst skipum sem mætast í skjóli nætur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sígaunahjartað þitt er enn og aftur lagt af stað í ferð, þótt líkaminn sé meira og minna á sama stað. Allt verður auðveldara héðan í frá. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér hafa verið fengin völd yfir störfum annarra. Notaðu tækifærið og reyndu að bæta samband þitt við þína nánustu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Greiðvikni sem þú hefur sýnt öðr- um í fortíðinni, kemur þér til góða núna. Farðu þér hægt því tíminn vinn- ur með þér og ryður öllum hindrunum úr vegi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vandi fylgir vegsemd hverri og þér ber að fara mjög vel með það traust og þá tryggð sem vinnufélagar þínir sýna þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Talaðu hreint út og láttu engan fara í grafgötur um tilgang þinn. Reyndu að sýna þolinmæði í sam- skiptum við aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Allt ber að sama brunni og þegar málalyktir blasa við getur þú óhræddur tekið til þinna ráða. Hlát- urinn lengir lífið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér verður boðin óvænt að- stoð í vinnunni, þiggðu þá hjálp sem þér býðst. Nú þarf að taka af skarið og komast að niðurstöðu í peningamálum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki aðra gera þig að blóraböggli sinna eigin mistaka. Þú ert svo tilbúinn til þess að glíma við um- heiminn að flestir hika við að skora á þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú kynnist manneskju sem hefur mikil áhrif á þig en gleymdu því ekki að oft er flagð undir fögru skinni. Ekki láta þetta slá þig út af laginu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Alvarlegar samræður geta um- turnað sambandi við aðra, ekki endilega í neikvæðri merkingu. Finndu einhvern skilningsríkan til að deila hugsunum þínum með. Stjörnuspá 26. júní 1949 Þuríðarbúð á Stokkseyri var vígð eftir að Stokkseyringa- félagið í Reykjavík hafði látið endurreisa sjóbúðina í minn- ingu Þuríðar Einarsdóttur. Þuríður hóf sjósókn 11 ára gömul og var formaður á átt- æringi í áratugi. 26. júní 1992 Kjaradómur kvað upp úrskurð um hækkun launa æðstu emb- ættismanna ríkisins. Úrskurð- inum var harðlega mótmælt og rúmri viku síðar voru sett bráðabirgðalög til að breyta forsendum dómsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Guðný Maren Oddsdóttir frá Vöðlum í Önund- arfirði er hundr- að ára í dag, 26. júní. Hún og maður hennar, Oddur E. Ólafs- son, sem lést 1977, bjuggu lengst af á Hraunteigi 3 í Reykja- vík. Afkomendur þeirra eru alls 19 og allir á lífi. Guðný býr nú að Dal- braut 27 í Reykjavík og fagnar þessum tímamótum með fjölskyldu og vinum. 100 ára Katrín Mark- úsdóttir hélt tombólu ásamt vinkonum sínum, þeim Báru Dís Sigmarsdóttur og Helenu Arn- björgu Tómas- dóttur, og söfn- uðu þær 2.804 kr. og ákváðu að styrkja Rauða krossinn með ágóðanum. Á mynd- inni er Katrín. Hlutavelta „FRUMRAUN mín með Sinfóníuhljómsveitinni verður um kvöldið svo dagurinn verður epískur að því leyti,“ segir Daníel Friðrik Böðvarsson, sem fagnar tvítugsafmæli sínu í dag. Hann er gítar- leikari og leikur á rafgítar með Sinfóníuhljóm- sveitinni á tónleikum til heiðurs Gunnari Þórðar- syni í Háskólabíói klukkan 19.30 í kvöld. „Hver veit nema maður setji alla „effektana“ í gang á einhverjum tímapunkti og spili afmælis- sönginn yfir salinn í tilefni dagsins,“ segir Daníel og hlær. Daníel hefur fengist við og lært tónlist frá sex ára aldri. Hann hefur iðulega lítinn tíma til að slökkva á gítarmagnaranum og stórafmælisdagurinn verður engin undantekning. „Ég verð á æfingu frá 9-13 með Sinfó og fer beint það- an að spila með Skapandi sumarstarfs-verkefninu mínu. Þá þarf ég að mæta upp í Háskólabíó og beint eftir tónleikana þar þarf ég að bruna á Prikið í annað „gigg“ því ég er í húsbandinu þar. Ég ætla samt að reyna að komast í sjósund þarna á milli. Vinnufélagarnir reyna stöð- ugt að lokka mig í sjósund.“ Daníel hefur aukinheldur nýlokið við stúdentspróf frá MR og stefnir á hagfræðinám í haust. „Ég stefni síð- an út í framhaldsnám í tónlist,“ segir Daníel. haa@mbl.is Daníel Friðrik Böðvarsson er tvítugur í dag Gunni Þórðar og sjósund Nýirborgarar Reykjavík Natalía Alba fæddist 19. apríl kl. 17.46. Hún vó 3.660 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Selma Dögg Ragn- arsdóttir og Gísli Rafn Kristjánsson. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.