Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009
Ég hef alltaf
fundið til tengsla
við Ísland 33
»
BARROKKHÁTÍÐ er haldin á
Hólum í Hjaltadal um helgina.
Dagskráin hefst kl. 20 í kvöld
með kvöldvöku í Auðunarstofu.
Þar ræðir Jón Aðalsteinn
Baldvinsson um Hólastað á
tímum barrokksins, Pétur
Halldórsson segir frá barokk-
smiðju Hólastiftis og ræðir um
strengjaorgel. Ingibjörg
Björnsdóttir danskennari seg-
ir frá barokkdönsum og nám-
skeiði laugardagsins og ef viðstadda kitlar í iljar
verða fyrstu barokksporin stigin. Söngvarar og
hljóðfæraleikarar hittast og ræða um verkefni
helgarinnar og er tónlistarfólkinu frjálst að hefja
upp söng og hljóðfæraslátt og láta fjöllin óma.
Listir og fræði
Barrokkhátíð á
Hólum í Hjaltadal
Hóladómkirkja
AFADAGAR eru haldnir á
Iðnaðarsafninu á Akureyri um
helgina. Á Iðnaðarsafninu hef-
ur það alltaf verið sérstakt
ánægjuefni að taka á móti
eldra fólki og flestir hafa lifað
þá tíma þegar safnkostur Iðn-
aðarsafnsins var hluti af dag-
legu lífi og störfum. Til þess að
skapa umgjörð utan um sam-
skipti kynslóðanna og ýta und-
ir að þekking og sögur berist
mann fram af manni eru allir krakkar hvattir til
að koma með afa sínum í skemmtiferð á safnið en
afar eru hafsjór af fróðleik og skemmtilegum sög-
um. Frítt verður á safnið fyrir afa en ömmur eru
einnig hjartanlega velkomnar.
Söfn
Afadagar á
Iðnaðarsafninu
Súkkulaðivél á
Iðnaðarsafninu
STYRKUR úr sjóði Selmu og
Kay Langvads var í gær veitt-
ur rannsóknarverkefninu „Á
mótum danskrar og íslenskrar
menningar. Danir á Íslandi
1900-1970“. Þrír aðilar standa
að rannsókninni: Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur, Sagn-
fræðistofnun Háskólans og
Institut for Nordiske Studier
og Sprogvidenskab við Kaup-
mannahafnarháskóla. Auður Hauksdóttir, dósent
í dönsku, og Guðmundur Jónsson, prófessor í
sagnfræði, stjórna verkefninu í samvinnu við Erik
Skyum-Nielsen, lektor við Kaupmannahafnarhá-
skóla. Sjóðnum er ætlað að efla menningartengsl
Íslands og Danmerkur.
Fræði
Danir á Íslandi fá
Langvads-styrkinn
Auður Hauksdóttir
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ROBERT Schäfer, ritstjóri
fagtímaritsins Topos sem
fjallar um landslagsarkitektúr
og umhverfishönnun, mun í
dag veita áströlsku landslags-
arkitektastofunni McGregor
and partners alþjóðleg verð-
laun kennd við tímaritið, við
lok málþings um landslags-
arkitektúr í Norræna húsinu.
Félag íslenskra landslags-
arkitekta, FÍLA, stendur að málþinginu í sam-
vinnu við Norræna húsið og ber það yfirskriftina
Sustainability and Design, eða Sjálfbærni og
hönnun. McGregor and partners hlýtur verðlaun-
in fyrir einstaka hönnun sína á sviði sjálfbærni í
landslagsarkitektúr og umhverfishönnun.
Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt
og í fyrsta sinn sem þau eru veitt stofu utan Evr-
ópu, þ.e. í Ástralíu. Schäfer segir það hafa verið
upplagt að veita verðlaunin á málþinginu, slá
tvær flugur í einu höggi. „Landslagsarkitektúr
nær yfir mjög vítt svið, ekki bara garðyrkju,“
segir Schäfer. Slík hönnun snerti m.a. stjórnmál,
umhverfismál og efnahagsmál.
Viðleitni mannsins til umbóta.
Á málþinginu munu erlendir landslags-
arkitektar ræða um sjálfbærni og hönnun en
einnig taka til máls rithöfundurinn Guðmundur
Andri Thorsson, Sigurður Gunnarsson bygg-
ingaverkfræðingur og Birkir Einarsson lands-
lagsarkitekt.
Sjálfbær landslagsarkitektúr snýst í stuttu
máli um skipulag og hönnun svæða undir berum
himni og þarf þar að taka tillit til umhverfisþátta
og notkunar á svæðinu, að skipulag og hönnun sé
í sátt við náttúru og menn og bæti umhverfið.
„Það er mikið í tísku að nota orðið sjálfbærni,
fólk heldur þá að eitthvað áhugavert sé á ferð-
inni,“ segir Schäfer og hlær en bætir við að auð-
vitað feli hugtakið í sér mikla vinnu og rann-
sóknir. „Tilgangurinn er að komast að því hvort
hægt sé að blanda saman fagurri og góðri hönn-
un og sjálfbærni í víðum skilningi,“ segir hann
um starf landslagsarkitektsins. Það hafi verð-
launastofan McGregor and partners svo sann-
arlega gert.
„Ekki bara garðyrkja“
Topos, alþjóðleg verðlaun fyrir landslagsarkitektúr, verða veitt í Norræna
húsinu Málþing um sjálfbærni í landslagsarkitektúr verður haldið þar í dag
Brett Boardman fyrir tímaritið Topos
BP Park McGregor and Partners gjörbreytti 2,5 hektara menguðu iðnaðarsvæði í eigu olíufélagsins BP við norðurhöfnina í Sydney í Ástralíu, í huggulegan iðnaðarminjagarð.
Robert Schäfer
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Það er spenna í loftinu þegar ég geng inní sal
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíó;
Páll Óskar leggur frá sér hljóðnemann, búinn
með sitt lag, og í rökkvuðum salnum sé ég
söngvarana sem þjóðin þekkir, tvo útsetjara
og fleira fólk – ekki þann sem ég leita að.
Niðrí búningsherbergjum geng ég á hljóðið,
þrjár kunnuglegar raddir æfa sig, ein spilar á
gítar. Það er maðurinn; Gunnar Þórðarson
tónskáld og mennirnir tveir eru Ragnar
Bjarnason og KK – Kristján Kristjánsson.
Tónleikarnir sem verið er að undirbúa og fara
fram í kvöld kl. 19.30 í Háskólabíó heita Söng-
bók Gunna Þórðar og þar syngur rjómi ís-
lenskra söngvara lög meistarans með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands.
„Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Gunnar.
„Ég er búinn að heyra útsetningarnar eftir
strákana og er mjög ánægður með þær.“
Strákarnir eru þeir Hrafnkell Orri Egilsson og
Haraldur V. Sveinbjörnsson, en þeir útsettu
þorra laganna sem flutt verða á tónleikunum,
en sjálfur útsetti Gunnar fimm þeirra. „Þeir
gera þetta glæsilega og hafa greinilega legið
yfir útsetningunum.“
Gunnar valdi söngvarana í samvinnu við
hljómsveitina og útsetjarana. Fyrir utan þá
sem þegar hafa verið nefndir, eru það Margrét
Eir, Dísella, Páll Rósinkranz og Svavar Knút-
ur. „Við vorum mjög sammála um þetta val.“
Lög með kjöt á beinunum
Þau er mörg lögin hans Gunna Þórðar sem
hafa hljómað í eyrum okkar í á fimmta áratug.
Bláu augun þín, Ástarsæla, Þitt fyrsta bros,
Starlight, Vetrarsól, Þú og ég, Gaggó Vest, Lít
ég börn að leika sér – og öll hin, sem saman-
lagt hafa tekið sér bólfestu í íslenskri þjóðar-
sál. Lögin á tónleikunum verða nítján, og
Gunnar segir að valið hafi ekki verið erfitt.
„Ég valdi það sem mér fannst passa best
fyrir hljómsveitina, lög með kjöt á beinunum.
Þetta eru ballöður og lýrík, en líka smá stuð.
Ég á lög sem mér finnst ágæt, en passa
kannski ekki fyrir Sinfóníuhljómsveitina, þau
vantar þá einhverja lógík sem þarf að vera til
staðar. Þetta eru lög frá öllum mínum ferli,
Fyrsti kossinn og Við saman, sem er þriggja
ára. Þetta eru bestu lögin – finnst mér.“
Gunnar segir hljómsveitina flotta, það verði
ekki af henni tekið. „Stjórnandinn, Benjamin
Pope, er líka helv... klár. Hann kemur frá
West-End í London.“
Ballöður og stuð
Sinfóníuhljómsveit Íslands opnar Söngbók
Gunna Þórðar í kvöld Sjö söngvarar syngja
Morgunblaðið/RAX
Söngbókin Gunnar Þórðarson er ánægður með útsetningarnar á lögunum hans.
Í AIX-en-Provence hafa risið harðar
deilur um áform ríkisstjórnar Nicol-
asar Sarkozy Frakklandsforseta um
að leggja nýja hraðlestarteina þvert
gegnum Bogadalinn, Vallée de l’Arc.
Það merkilega er, að laust fyrir árið
1870 urðu samskonar mótmæli í
þessari sögufrægu suður-frönsku
sveit af sama tilefni. Þá tók málarinn
frægi, Paul Cézanne, sig til og mál-
aði mynd af fjallinu Sigurhæðum, St.
Victoire, sem rís fyrir enda dalsins
þar sem lestin átti að liggja. Allt var
það jafn fagurt og endranær sem úr
pensli meistarans draup, nema hvað
hann málaði rautt svöðusár í náttúr-
una á þeim stað sem fyrirhugað var
að leggja teinana.
Cézanne er einn frægasti sonur
þessarar sveitar og málaði mörg
meistaraverka sinna einmitt á þess-
um slóðum.
En lestin var lögð og ekki aftur
snúið. Eftir daga málarans héldu
sveitungarnir nafni hans á lofti og
kölluðu dalinn við Aix jafnvel Céz-
anne-sveitina til að vekja athygli á
staðnum og listamanninum.
Atgangurinn í mótmælunum í dag
er engu minni en var þá, um 1879.
Íbúarnir vilja ekki að ný hraðlest
milli Parísar og Nice skeri fallega
dalinn þeirra. Fremstur í flokki mót-
mælenda er Philippe Cézanne, 68
ára langafabarn listmálarans. Í Sig-
urhæðum er enn göngustígur sá er
langafi hans gekk forðum, og það
var faðir Philippes, sonarsonur Céz-
anne, sem barðist fyrir því um miðja
síðustu öld að bílvegur yrði gerður
úr göngustígnum og hafði sigur.
Mörgþúsund manns hafa tekið
þátt í mótmælum gegn lagningu
járnbrautarinnar og vísa til síns
besta vopns og frægasta sonar,
Pauls Cézanne. Og slagorði sínu
beina mótmælendur einmitt til hans:
„Vaknaðu Cézanne, þeir eru orðnir
kolbrjálaðir!“
Lestarspori mótmælt
í Cézanne-sveitinni
Cézanne Ein mynda listmálarans
af dalnum og Sigurhæðum.
Vaknaðu
Cézanne!
Landslagsarkitektúr er fimm ára háskólanám
sem lýkur með meistaragráðu í viður-
kenndum háskóla og er lögvernduð starfs-
grein hér á landi. Íslenskir landslags-
arkitektar hafa sótt menntun sína til margra
landa, m.a. til Bandaríkjanna, Kanada, Norð-
urlandanna, Bretlands og Þýskalands, að því
er fram kemur á vefsíðu FÍLA, félags íslenskra
landslagsarkitekta. Yfir 70 landslags-
arkitektar eru í félaginu og segir Robert
Schäfer þá mjög marga miðað við höfðatölu.
Margir landslagsarkitektar
Frekari upplýsinar: topos.de, mcgregorp-
artners.com, nordice.is og fila.is.