Morgunblaðið - 26.06.2009, Qupperneq 40
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Skrifað undir sáttmálann
Tuttugu og sjö manns skrifuðu í
gær undir stöðugleikasáttmálann
svonefnda. Forsætisráðherra segir
viðbúið að íslenskt efnahagslíf þurfi
að búa við veika krónu og háa stýri-
vexti. Fjármálaráðherra segir verk-
efnin svo stór að ekki verði komist
hjá því að hækka tekjuskattinn og
óbeina skatta einnig strax á næsta
ári. »Forsíða og 4
Boruðu niður í bergkviku
Borað var niður í bráðið berg á 2,1
km dýpi við venjubundna borun á
miðvikudag við Kröflu við Mývatn,
en þar fer fram djúpborunarverk-
efni. Óvíst er hvort haldið verður
áfram með verkefnið, en kostnaður
við það gæti nú numið yfir einum
milljarði króna. » 4
Konungur poppsins allur
Bandaríski söngvarinn Michael
Jackson lést á sjúkrahúsi í Los Ang-
eles í gær. Jackson sem var fimm-
tugur fékk hjartaáfall á dvalarstað
sínum í borginni og var meðvitund-
arlaus þegar sjúkraliðar komu að
honum. Söngvarinn var við æfingar í
borginni vegna fyrirhugaðs tónleika-
ferðalags. »35
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ögmundur „komm-
únisti“
Forystugrein: Ný þjóðarsátt?
Pistill: Samræmd próf
Ljósvaki: Spenna fremur en blóð
UMRÆÐAN»
Smánarlegt og lítilmannlegt
Byltingarferlið
Þakkarvert grettistak
Opið bréf til siðanefndar
Banaslysum fækkar í Frakklandi
Bílar umferðardóna gerðir upptækir
Keppir kona á Formúlu 1 næsta ár?
Kreppan krefst Karmanns
BÍLAR»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+/0-+1
**/-*2
+1-.34
*.-4.3
*4-*13
**4-3*
*-1+42
*.,-/0
*,0-1*
5 675 +2# 89: +//.
*+0-+*
+/0-,3
**/-3,
+3-/*4
*.-,2+
*4-*0*
**4-,3
*-11/3
*.,-4,
*,0-0*
+1/-.+2,
&;<
*+0-2+
+/.-+2
**/-,.
+3-/04
*.-0*/
*4-++0
**,-/,
*-1131
*.0-+4
*,.-1*
Heitast 20 °C | Kaldast 10 °C
Hægur vindur, úr-
komulítið og léttir
smám saman til. Hiti
10 til 20 stig, hlýjast í
innsveitum. » 10
Birgir Örn Stein-
arsson er ekki hrif-
inn af nýju nafni
Tónlistarhússins og
segir það pólitískt
þvaður. »36
LISTIR»
Af hverju
Alþýðuhöll?
TÓNLIST»
Snorri úr Sprengjuhöll-
inni gerir sólóplötu. »33
Alþjóðleg verðlaun
fyrir landslags-
arkitektúr verða
veitt stofunni
McGregor í Nor-
ræna húsinu í dag.
»32
LISTIR»
Topos-verð-
launin veitt
KVIKMYNDIR»
Farrah Fawcett úr Char-
lies Angels látin. »38
TÓNLIST»
Söngbók Gunna Þórðar
flutt af Sinfó. »32
Menning
VEÐUR»
1. Michael Jackson látinn
2. Fjölskylda á hringekjunni
3. Mega baða sig topplausar
4. Jarðskjálfti fannst
Íslenska krónan stóð í stað
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FJÓRIR framhaldsskólanemendur
úr skólum víðsvegar af landinu
leysa erfiðar þrautir tengdar lög-
málum eðlisfræðinnar þessa dag-
ana. Nemarnir þjálfa stíft fyrir Ól-
ympíuleikana í eðlisfræði sem er
alþjóðleg keppni framhaldsskóla.
Íslendingar þykja frumlegir og
frjóir og óttast ekki fikt við skrýtin
tæki og tól. | 13
Æfa eðlisfræði
Auglýsingadeild Morgun-
blaðsins verður opin alla virka
daga frá kl. 8-17, en lokuð um
helgar. Netfang auglýsinga-
deildar er augl@mbl.is, sími
569-1100.
Sumaropnunartími
auglýsingadeildar
SHELLMÓT 6. fl. karla í fótbolta er einn af hápunktum
sumarsins hjá fótboltastrákum á aldrinum 9-10 ára.
Mótið hófst í gær og eru rúmlega 100 lið skráð til leiks
og er það mikil fjölgun liða frá því í fyrra. Um 1.000
keppendur sýna takta og tilþrif næstu daga í Eyjum
líkt og í þessum leik Aftureldingar og FH.
Taktar og tilþrif í Eyjum
Einbeittir fótboltastrákar á Shell-móti ÍBV
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HITABYLGJAN, sem spáð er á
landinu um helgina, mun nær örugg-
lega tryggja það að hitinn fari upp
fyrir 20 stigin í fyrsta skipti á þessu
ári.
Árið 1979, eða fyrir réttum 30 ár-
um, gerðist það síðast að hiti fór
aldrei yfir 20 stig á veðurathugunar-
stöð á landinu fyrstu sex mánuði árs-
ins. Þar áður gerðist það árin 1961
og 1952.
Er að keppa við árið 1994
Því má segja að árið 2009 rétt
sleppi, því 1. júlí er á þriðjudaginn.
Eins má segja að árið í ár sé að
keppa við árið 1994, en þá komst hiti
ekki í 20 stig fyrr en síðasta dag júní-
mánaðar.
Ýmsir hafa haft orð á því að sum-
arið hafi verið kalt það sem af er. En
ef tölfræðin er skoðuð kemur annað í
ljós. Þannig var hitinn í maí vel yfir
meðallagi á landinu öllu og það sem
af er júní er hitinn yfir meðallagi á
öllum helstu veðurathugunarstöðv-
unum, samkvæmt samantekt
Trausta Jónssonar veðurfræðings,
sem er mestur sérfræðingur á sviði
veðurtölfræðinnar. Þannig var hit-
inn 24 fyrstu dagana í júní 0,5 stigum
yfir meðallagi í Reykjavík, 0,9 stig-
um yfir meðallagi í Stykkishólmi, 0,3
á Akureyri, 0,6 á Dalatanga og 1,0
gráðu á Stórhöfða í Vestmannaeyj-
um.
Trausti hefur aðgengilegan dag-
legan meðalhita frá árinu 1949, eða í
60 ár. Í Reykjavík var meðalhitinn
fyrstu 24 daga júní 9,1 stig sem þýðir
25. sæti síðustu 60 árin. Sex hlýjustu
tímabilin eftir 2001 lenda á „topp 10“
listanum og þar kann að liggja skýr-
ingin á því af hverju fólki finnst júní
kaldur að þessu sinni, að mati
Trausta. Efst á listanum tróna
fyrstu 24 dagarnir í júní árið 2003,
þegar meðalhitinn var 11,2 stig. Þar
næst kemur árið 2002 með 11,0 stig,
árið 2008 með 10,6 stig og 1954 með
10,5 stig. Neðst á listanum er júní ár-
ið 1992, þegar meðalhitinn var aðeins
7,6 stig.
Júní yfir meðallagi
Fólk orðið svo góðu vant að því finnst sumarið hafa verið
kalt til þessa Hitabylgjan um helgina hækkar meðaltalið
Í HNOTSKURN
»Sólskinsstundir í Reykja-vík eru fáar, aðeins 121,4
til og með 23. júní.
»Þetta er nokkuð undirmeðallagi, en langt frá
botninum sem var 1988, en þá
mældust sólskinsstundir 1. til
23. júní aðeins 48.
»Úrkoma er ekki fjarrimeðallagi í Reykjavík.
MERKISSVEITIN Jethro Tull mun
halda tónleika í Háskólabíói 11.
september næstkomandi. Þetta eru
einu tónleikarnir af þessari stærð-
argráðu sem tilkynnt hefur verið
um í ár. Að sögn tónleikahaldara
eru tónleikarnir að undirlagi leið-
toga sveitarinnar, Ians Anderson,
en Íslandsáhugi hans hefur víst
ágerst með árunum. Hann kemur
því hingað á eigin kostnað og miða-
verði er stillt í hóf. Mögulegur
ágóði rennur til fórnarlamba hér-
lendrar efnahagskreppu, en Ander-
son varð víst sleginn er hann upp-
lifði hörmungarnar sem steyptust
yfir þjóðina síðasta haust. | 33
Jethro Tull til Ís-
lands í september
Leiðtogi Ian Anderson.