Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirNNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Áslaug Baldursdóttir STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands hefur ráðið Áslaugu Bald- ursdóttur sem ritstjóra Stúdenta- blaðsins fyrir skólaárið 2009-2010. Áslaug hefur víðtæka starfs- reynslu á sviði fjölmiðla en hún hef- ur unnið við margvíslega dag- skrárgerð, m.a. sem fréttaþulur, útsendingarstjóri og upptökustjóri. Hún hefur unnið að yfir 20 sjón- varpsþáttum, bæði fréttatengdum og afþreyingarefni. Nýr ritstjóri BARNAHEILL og Ríkislög- reglustjóri (RLS) undirrituðu í fyrradag samning um að RLS taki yfir umsjón og forvinnslu ábend- inga sem berast ábendingalínu Barnaheilla. Um línuna er hægt að tilkynna um ofbeldi gegn börnum á netinu og er hún hluti verkefnis Barnaheilla, Stöðvum barnaklám á Netinu. Einnig skrifuðu RLS og Barnaheill undir samkomulag við Heimili og skóla um samvinnu varð- andi öryggi barna á netinu og for- varnir á því sviði. Samkvæmt aðgerðaáætlun Evr- ópusambandsins fyrir árin 2009- 2013 mun verkefni Heimilis og skóla, Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) hafa umsjón með vakningarátaki um ofbeldi gegn börnum á alnetinu og fleiru. Meðal þess er netöryggismiðstöð sem stuðla mun að öryggi barna á net- inu. Munu RLS og Barnaheill sam- kvæmt samningnum við Heimili og skóla starfa með samtökunum að því. „Fyrst og fremst munu þeir að- ilar sem koma að þessum málum leiða saman hesta sína og þar kem- ur saman þekking og reynsla úr ólíkum áttum,“ sagði Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri að undirritun lokinni. Morgunblaðið/Jakob Fannar Undirritun (F.v.) Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla, Petrína Ásgeirs- dóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla Reynsla úr ólíkum áttum til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum á netinu SÝNINGIN og skemmtidagskráin „Blóm í bæ“ er haldin um þessa helgi í Hveragerði. Að sýningunni standa öll fagfélög græna geirans á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem haldin er sameiginleg sýning allra þessara aðila. Dagskrá helgarinnar er fjöl- breytileg en nánari upplýsingar um hana eru aðgengilegar á vefslóð- inni www.hveragerdi.is. Sýningin er fjölskyldumiðuð og verður áhersla á að gera börnum hátt und- ir höfði. Sýningin hófst í gær og stendur til kl. 17 á sunnudag. Allt sem tengist garðyrkju, umhverf- ismálum, íslenskri framleiðslu og handverki verður á sýningunni. Sýningar og ýmsar aðrar keppnir verða haldnar allan sýningartím- ann ásamt líflegri markaðs- stemningu í sölutjöldum. Meðal annars má sjá smágarðasamkeppni, lengstu blómaskreytingu á Íslandi og þúsundir afskorinna blóma á risablómasýningu ásamt sýningu á íslenskum matjurtum, grænmeti og kryddjurtum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Stórsýning Sýna á sem flest sem tengist garðyrkju hér á landi. „Blóm í bæ“ í Hveragerði ÍSLENSKA vegabréfakerfið hefur verið uppfært þannig að fingraförum verður bætt við örgjörva vegabréfanna. Er þetta gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja til að uppfylla kröfur um öryggi vegabréfa sem eru gerðar báðum megin Atlantshafsins. Þessi breyting snertir eingöngu þá sem þurfa að endurnýja vegabréf sín hvort sem er. Eldri vegabréf halda gildi sínu fram að næstu endurnýjun. Nýju vegabréfin eru svo til eins í út- liti og þau sem hafa verið notkun frá árinu 2006. Vegna breytinga á framleiðslukerfi vegabréfa má búast við töf- um í framleiðslu í næstu viku. Jafnframt verður engin skyndiútgáfa í boði þá viku skv. upplýsingum dóms- málaráðuneytisins. Allir sem hafa gild vegabréf gefin út eftir 1. júní 1999 geta ferðast á þeim til Bandaríkjanna án áritunar, en þeir þurfa að skrá vegabréfsnúmer og fleira á skráningarvef bandaríska landamæraeftirlits- ins þremur sólarhringum fyrir brottför. Fingraförum bætt í vegabréf Fingraför í ör- gjörvann. SVEITAMARKAÐUR með söguald- artengdu handverki, matvælum og öðrum menningartengdum vörum úr héraði, verður haldinn á Grettis- bóli á Laugarbakka í Miðfirði. Markaðurinn verður opinn alla laugardaga og sunnudaga í sumar milli kl. 13-19. Markaðurinn er liður í verkefn- inu „Laugarbakki-sagnasetur“, sem er samstarfsverkefni Grett- istaks, Badúsu, Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu, Reykja- höfða og fleiri aðila, sem miðar að því að byggja upp á Laugarbakka fjölbreytta starfsemi byggða á menningararfinum, sögnum og fornu handverki, náttúruauðlegð, matarmenningu og fleira. Sveitamarkaður STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is REYNT er að laða villtan þorsk í gildrur með lyktarefni í stað þess að elta hann um allan sjó. Rannsókn sem hófst í fyrrasumar sýnir að fiskurinn bregst við tiltölulega lítilli lykt en rannsóknin á eftir að leiða í ljós í hversu miklum mæli hann dregst að í villtu umhverfi og hvort hagkvæmt er að nota gildrur til að fanga hann. Markmið verkefnisins er að leita hagkvæmra leiða til að fanga þorsk í gildrur. Það er byggt á beinum at- hugunum á því hvernig þorskur lað- ast að og veiðist í gildrur, og til- raunum með lyktargjafa. Niðurstöður verkefnisins verða not- aðar til að þróa gildru til þorskveiða á opnu hafi. „Þetta verkefni er til komið vegna aukins áhuga á gildruveiðum og bættum veiðiaðferðum meðal út- gerðarmanna og tilrauna sem gerð- ar hafa verið með leiðigildrur við þorskveiðar til áframeldis, auk þess sem Hafrannsóknastofnunin hefur verið að prófa gildrur sem beittar eru með agni,“ segir Hjalti Karls- son, útibússtjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar á Ísafirði. Lyktin kveikir í þorski Sjómenn nota mismunadi beitu til að laða að þær tegundir sem þeir sækjast eftir hverju sinni. Lyktin er fljót að fara úr beitunni. Næstu skrefin í verkefninu snúast um að búa til tækni sem geti gefið frá sér stöðuga beitulykt í langan tíma. Það verður gert með því að prófa ýmsar tegundir og vakta viðbrögð fisksins með neðansjávarmyndavélum. Hefur verkefnið afnot af risa- gildru sem Hraðfrystihúsið – Gunn- vör hefur prófað við að safna þorski til áframeldis. Rúmmál gildrunnar er svipað og húsakynni Hótel Ísa- fjarðar. Hefur gildran verið mynduð neðansjávar og gerðar á henni nokkrar breytingar. Í fyrra var sleppt lyktarefni í Álftafirði með lögnum úr landi út í tilraunakví. Prófuð var blanda af aminósýrum en einnig lykt úr síld og rækju. „Þetta er lofandi. Það er hægt að kveikja í þorski með litlu magni af lyktarefni,“ segir Hjalti. Nú er verið að smíða lyktar- skammtara og útbúa vöktunarkerfi. Þegar þetta verður sett út í haust verður hægt að skammta og fylgjast með áhrifunum í tölvu í stjórnstöð í landi. „Ef við fáum fisk í nægjan- legu magni getum við farið að huga að því hvernig best er að fanga hann. Það má jafnvel hugsa sér bún- aðinn í leiðigildru sem hefði þá tvö- földu virkni að nýta fæðuþörf þorsksins til að laða hann að og leiða hann inn í búr – eða að smíða gildru sem hentar þessu verkefni betur,“ segir Hjalti. Þá segir hann ekki úti- lokað að hægt verði að nota hljóð og ljós til viðbótar en tilraunir hafa verið gerðar með slíkt víða um heim. Olíukostnaður hamlar útgerð „Ef allt væri fullkomið í þessum heimi gætu niðurstöður verkefnisins ýtt undir gildruveiðar. Olíukostnað- ur er farinn að hamla útgerð skipa með dregin veiðarfæri. Lítilli orku er eytt við gildruveiðar og svo getur umræða um umhverfismálin einnig haft sín áhrif,“ segir Hjalti. Hann treystir sér þó ekki til þess að ganga svo langt að fullyrða að hægt verði að leggja fiskiskipunum og veiða fiskinn í gildrur í staðinn. Það fari vitaskuld eftir niðurstöðum verkefnisins, árangri og kostnaði, hversu raunhæf þessi aðferð væri, auk þess sem olíuverð og vilji þjóð- arinnar hafi sín áhrif. „Ég tel miklar líkur á að gildruveiðar geti orðið valkostur, til viðbótar því sem fyrir er, og nýst við ákveðnar veiðar,“ segir Hjalti Karlsson.  Tilraunir eru gerðar með að nota lykt til að laða þorsk í gildrur  Gildruveiðar gætu orðið valkostur við fiskveiðar Veiðarfæri Hjalti Karlsson stjórnar rannsókn á fiskveiðum í gildrur. Í HNOTSKURN »Útibú Hafró á Ísafirði hef-ur síðustu fjögur ár lagt sérstaka áherslu á rannsóknir á veiðarfærum »Hafrannsóknastofnunin,Hraðfrystihúsið – Gunn- vör, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Háskólinn á Akureyri standa að gildru- rannsókninni með Hafrann- sóknastofnun »Verkefnið hlaut á síðastaári þriggja ára rann- sóknastyrk hjá AVS – rann- sóknasjóði í sjávarútvegi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fæðuþörf Þorskurinn sækir í lyktina af fóðrinu, hvort sem það er beita á færi eða fóður í eldiskvíum eins og hér sést. Á þetta er spilað í rannsókn á möguleikum gildruveiða hjá Hafró á Ísafirði. Athugað hvort gildrur geti leyst skip af hólmi ÍBÚAR Skeiða- og Gnúpverjahrepps byrja að flokka sorp í haust. Þrjár tunnur verða á hverju heimili, fyrir pappír, lífrænan úrgang og almennt sorp. „Hér er mikil matvælaframleiðsla. Við teljum þetta gott skref í þá átt að skapa jákvæða ímynd fyrir landbún- aðinn,“ segir Gunnar Örn Marteins- son oddviti. Sveitarfélagið hefur samið við Íslenska gámafélagið um sorphirðuna. Byrjað verður á því að kynna breytingarnar í skólanum og ala börnin upp í nýrri hugsun en einnig verður kynning á öllum bæj- um. helgi@mbl.is Sorp flokkað í sveitinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.