Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009  Vinasveitirnar Jeff Who? og Ske troða upp á Grand Rokk í kvöld en líklega er um að ræða einu og síðustu tónleika Ske á árinu ef frá er talinn útgáfukokteill sem sveitin hélt á dögunum í tilefni af útgáfu plötunnar Love for you all. Heyrst hefur að sveitirnar hafi að undan- förnu æft lag eftir eina áhrifamestu rokksveit sögunnar sem flutt verð- ur í kvöld. Vinahljómsveitir taka lag saman á Grandinu Fólk SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN Láttu ekki vín breyta þér í svín var valin besta almanna- heillaherferðin og hlaut viðurkenningu í Can- nes í gær. Auglýsingastofan ENNEMM tók á móti viðurkenningunni úr hendi borgarstjór- ans í Cannes. Eins og fram kemur í tilkynningu frá ENNEMM var auglýsingin valin sú besta af 400 almannaheilla-herferðum frá 35 löndum af gestum sem komu og skoðuðu svonefnda act.responsible-sýningu sem sett var upp í Cannes af ACT Responsible-samtökunum. Gestir sýningarinnar hafa nú í átta ár greitt atkvæði um uppáhalds auglýsingaherferðir sínar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjónvarps- auglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín vekur athygli utan landsteinana því hún var í lok síðasta árs tilnefnd ásamt fjórum öðrum auglýsingum til verðlauna í flokknum Public Health & Safety á evrópsku auglýsingahátíð- inni Eurobest í Stokkhólmi. Markmið ACT Responsible, sem eru samtök sem starfa án hagnaðarsjónarmiða, er að sameina, byggja upp og hvetja til ábyrgra samskipta um uppbyggingu og þróun í átt til aukinnar sanngirni og félagslegrar ábyrgðar. ACT sýnir hvernig auglýsingagerðarmenn frá öllum heimsálfum geta notað sköpunarkraft- inn – sem er þeirra meginstyrkur – til þess að gegna mikilvægu hlutverki í glímunni við þýðingarmikil verkefni samtímans. Íslensk auglýsing hlýtur viðurkenningu í Cannes Svínslegt Úr auglýsingunni sem hlaut við- urkenninguna í Cannes í gær.  Hún var um margt áhugaverð greinin sem Sölvi Tryggvason, fyrrverandi sjónvarpsmaður, ritaði í helgarblað DV og fjallaði um veisluhöld útrásarvíkinganna á þeim tíma þegar góðærið stóð sem hæst. Fyrir hafði það vakið sér- staka athygli – og hlátur – hversu slæman tónlistarsmekk fjármála- mógúlarnir reyndust hafa og ein- hverjir höfðu á orði að skýr fyr- irboði hefði verið í vali þeirra á skemmtikröftum um það sem seinna kom á daginn. Úr sér gengn- ar poppstjörnur voru iðulega fengnar til að skemmta þotuliðinu og til stóð jafnvel að láta George Michael syngja eitt leiðinlegasta jólalag sem samið hefur verið frá upphafi. Og það í áramótapartíi. Djís … Af átrúnaðargoðunum þekkjum við þá  Hljómsveitin Sigur Rós verður á meðal þeirra sem heiðra kvæða- manninn Steindór Andersen á Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem hefst 2. júlí. Þar mun sveitin flytja Hrafnagaldur Óðins ásamt Stein- dóri og Páli á Húsafelli. Sigur Rós á Þjóð- lagahátíð Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „HANN kom mér fyrir sjónir sem afar kurteis og almennilegur maður,“ sagði Anna Mjöll Ólafsdóttir, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún hitti Michael Jackson um miðjan síð- asta áratug. Tildrög fundar þeirra voru þau að vinur Önnu Mjallar bauð henni að koma með sér til helgarheimsóknar á búgarð Michael Jackson. „Við komum fyrst að stóru hliði, sem bar nú ekki með sér hvað væri að sjá þar fyrir innan. Þegar við svo nálguðumst búgarðinn fór tónlist að óma víðsvegar að og á einum kafla heyrðum við 5. sinfóníu Beethovens hljóma. Vinstra megin við aðalbygginguna var tívolí í fullum gangi og hinum megin sundlaug. En það skrýtna var að þarna var enginn á ferli á þess- um fallega stað,“ segir Anna Mjöll. Um búgarðinn á golfbíl Jackson sjálfan hitti hún svo ekki fyrr en daginn eftir komuna til Hvergilands (Never- land), en svo nefndist búgarðurinn. „Þá var öllum boðið í bíó en ég hef sjaldan eirð í mér til að sitja yfir heilum bíómyndum svo ég ákvað að fara í göngutúr og skoða þennan magnaða stað. Ég kíkti inn í spila- tækjasal þar sem nokkrir krakkar voru að leika sér og sá þá að Michael var að fylgjast með í gegnum glugga. Ég ákvað að vera ekk- ert að trufla hann og hélt áfram göngu minni en fann þá fljótlega að einhver gekk á eftir mér. Það var þá hann í félagsskap ungs frænda síns. Hann bauðst til að sýna mér um og við keyrðum um búgarðinn á golfbíl og hann sýndi mér meðal annars slöngur, lama- dýr og önnur gæludýr sem hann hélt þarna,“ segir Anna Mjöll. „Hann var alveg ótrúlega viðkunnanlegur og það kom mér á óvart hversu mikil nálægð skapaðist í samskiptum við hann,“ segir Anna Mjöll en bætir við að hún hafi upplifað mikla sorg í kringum Jackson, og hafi haft á tilfinn- ingunni að hann hafi verið alveg óskaplega ein- mana. „Mér fannst hann vera einn í heiminum þrátt fyrir að hann væri með allt þetta dót í kringum sig.“ Líkt og fleiri hefur Anna Mjöll fylgst með fregnum af Jackson í gegnum tíðina. „Hann er auðvitað fæddur inn í heim sem ekkert okkar þekkir. Ég trúði aldrei þessum ásökunum sem hann var sýknaður af. Hann var í raun alla tíð eins og lítill strákur, held ég.“ Fólk grætur út á götu í L.A. Anna Mjöll er búsett í Los Angeles og segir íbúa þar hugsa um fátt annað. „Það eru allir að tala um þetta og þetta er í öllum fréttum. Mað- ur sér fólk grátandi á götum úti og fólk er al- mennt mjög sorgmætt yfir þessu,“ segir hún. „Mér finnst þetta alveg hræðilegt, heimurinn er fátækari án hans.“ Heimurinn er fátækari  Anna Mjöll Ólafsdóttir heimsótti Michael Jackson í Neverland  Hún segir fólk gráta á götum úti í Los Angeles þar sem um fátt annað sé rætt Í Neverland Anna Mjöll og Michael Jackson á ævintýralegum búgarði þess síðarnefnda. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA er auðvitað bara ótrúlega sorglegt. Ég var mikill aðdáandi hans,“ segir tónlistarmaðurinn Pét- ur Ben og tilefnið er að sjálfsögðu andlát Michaels Jacksons. Pétur hefur undanfarin ár spilað eigin ábreiðu af lagi Jacksons, „Billie Jean“, reglulega á tón- leikum. „Upphaflega langaði mig að taka fyrir þá listamenn sem hafa haft hvað mest áhrif á mig í gegnum tíðina, en auk „Billie Jean“ tók ég lag eftir Doors,“ segir Pétur, en ábreiðurnar hafa enn ekki komið út á plötu. Hann segist ekki viss um að eftirspurnin eftir laginu eigi eft- ir að aukast nú að Jackson látnum. „Ég sá bara á You-Tube í gær að eftirspurnin eftir honum hefur auð- vitað aukist gríðarlega síðan þetta gerðist, en hvort fólk vill heyra ábreiður af lögunum hans í meira mæli veit ég ekki.“ Pétur segir Jackson hafa haft mikil áhrif á sig sem tónlistarmann sem og á tónlistarsöguna alla. „Já, ég hlustaði mikið á hann sem krakki og ég held að áhrifa hans gæti leynt og ljóst í tónlist minni,“ segir hann. „Thriller-platan og viðbrögðin við henni eiga sér svo varla fordæmi. Og Jackson sjálfur var engum líkur, ekki bara sem tónlistarmaður heldur ekki síður sem skemmtikraftur og dans- ari. Hann hafði svo rosalegan sviðskraft,“ segir Pétur. „Þeir Quincy Jones komu fram með þennan nýja og ferska stíl á þess- um tíma og svo kemur þessi líka svakalegi ferill í kjölfarið. Það er kannski ekki skrýtið að þetta hafi farið svona, hann lifði mjög trag- ísku lífi.“ Áhrifa Jacksons gætir víða Morgunblaðið/Golli Pétur Ben „Ég var mikill aðdáandi Michael Jackson.“  Pétur Ben spilar gjarnan ábreiðu af „Billie Jean“ á tón- leikum  Segir Jackson hafa haft mikil áhrif á tónlist sína Ítarlega umfjöllun er að finna um Michael Jackson í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Þar er farið yfir fjölbreyttan feril Jacksons auk þess sem leitað verður álits ýmissa einstaklinga um fyrirbærið Michael Jackson og arfleifð hans. „Maðurinn er náttúrulega gargandi talent á einhvern hátt...Svo kemur öll ímyndin, íkonin og gerviveröldin sem ég hef á tilfinningunni að hafi drepið hann á endanum,“ segir Guð- mundur Oddur Magnússon, prófessor, þar meðal annars. Allt um Jackson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.