Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 ✝ Þorsteinn Ágústs-son fæddist í Mávahlíð í Fróð- árhreppi á Snæfells- nesi 6. mars árið 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní 2009. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Þorsteinsdóttir, hús- freyja í Mávahlíð, f. 10.7. 1899, að Sjáv- argötu í Njarðvík, d. 9.4. 1976 og Ágúst Ólason, póstur og bóndi í Mávahlíð, f. 21.8. 1897 að Stakkhamri í Miklaholtshreppi, d. 13.9. 1975. Systkini Þorsteins eru Elínborg, f. 17.9. 1922, d. 6.3. 2002 búsett í Ólafsvík og síðar í Reykjavík , Jóna Unnur, f. 30.6. 1925, d. 17.10. 2002 búsett á Hellissandi, Ragnar 16.3. 1931 búsettur í Ólafsvík, Hólm- fríður, f. 20.5. 1933, búsett í Reykja- menntunar í farskóla sveitarinar eins og títt var um hans kynslóð og þeirrar menntunar sem foreldrar hans veittu honum og nýttist til þeirra starfa sem honum var síðan trúað fyrir. Þorsteinn sat í hrepps- nefnd Fróðárhrepps frá árinu 1968 til ársins 1990 þegar Fróðárhreppur og Ólafsvíkurkaupstaður voru sam- einaðir. Hann sat sem varaoddviti frá 1968 og sem oddviti sveit- arstjórnar frá árinu 1971 til ársins 1986 og bar því ábyrgð á reiknings- haldi hreppsins. Þorsteinn sat sem fulltrúi Fróðárhrepps á stofnfundi Héraðsnefndar Snæfellinga árið 1989 þegar Héraðsnefnd tók við verkefnum sýslunefndar. Hann gaf ekki kost á sér til oddvitastarfa eftir að undirbúningur að sameiningu sveitarfélaganna hófst. Með búskapnum stundaði Þor- steinn akstur og rekstur vörubíls, einkum við malarflutninga og fjár- flutninga fyrir bændur og slát- urhúsin á Snæfellsnesi. Útför Þorsteins fer fram frá Brimilsvallakirkju í dag, 27. júní, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar vík og síðar í Kópa- vogi og Leifur Þór, f. 27.11. 1943, búsettur í Mávahlíð. Þorsteinn bjó með foreldrum sínum í Mávahlíð og tók við öllum búrekstri þeirra með bróður sínum Leifi Þór og fjölskyldu hans eftir að foreldrar þeirra féllu frá. For- eldrar Þorsteins festu kaup á kostajörðinni Mávahlíð árið 1921, þá ung að árum, en sú jörð var talin með bestu jörðum á Snæfellsnesi, einkum til sauð- fjárræktar, auk þess sem ýmiss kon- ar hlunnindi voru nýtanleg. Í Máva- hlíð var Þorsteinn búsettur allt til þess að hann var fluttur sjúkur á Landspítalann þar sem hann lést. Í Mávahlíð var rekið eitt besta fjárbú landsins með einstökum árangri við ræktun sauðfjár. Þorsteinn naut Í dag 27. júní verður til moldar bor- inn Þorsteinn Ágústsson bóndi í Mávahlíð. Hann gerði ekki víðreist um dagana. Því er það í samræmi við lífsferil hans að hann sé kvaddur af ættingjum og vinum í sóknarkirkj- unni í fæðingarsveitinni þar sem hann átti öll sín spor. Þorsteinn móðurbróðir minn, eða Steini eins og hann var jafnan kall- aður, var vinur vina sinna, barngóður og frændrækinn, en gat verið hrjúfur og óræður eins og skriðurnar í Bú- landshöfða. Þar átti hann margar ferðir sem smali að gæta lambanna sem voru á beit í Höfðanum. En hann gat líka verið brosandi, bjartur og glettinn, líkt og Snæfellsjökull sem hann hafði fyrir augum allt sitt líf. Steini naut þess að vera í skjóli for- eldra sinna meðan þeirra naut við og síðan að deila bænum með kærum bróður og fjölskyldu hans þar sem hann var fóstri barna Leifs Þórs og Huldu. Steini gekk ekki heill til skógar. Innan við tvítugt veiktist hann af löm- unarveiki. Á þeim tíma bjó hann hjá foreldrum mínum og átti þar athvarf í veikindum sínum. Eins og við var að búast höfðu eftirköstin alvarleg áhrif á þennan viljasterka mann. Með ein- stökum hætti tókst honum af eigin rammleik að þjálfa fótinn en vinstri höndin var lömuð allt hans líf. Engu að síður gekk hann til starfa líkt og þeir sem höfðu tvær hendur til átaka í lífinu. Steini ók jeppanum og vöru- bílnum sem var atvinnutækið hans og sinnti búskapnum. Það var ótrúlegt að fylgjast með honum skipta um dekk á vörubílnum og lyfta því á pall- inn með annarri hendi. Þannig var Steini, engum öðrum líkur. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun þáði hann aldrei örorkubætur, taldi aðra í þjóðfélaginu hafa meiri þörf fyrir þær, hann skorti ekkert. Steini var einstakur ræktandi og rak fjárbú með foreldrum sínum og síðar með Leifi Þór bróður sínum. Bræðurnir voru samtaka í að sinna sauðfjárræktinni þannig að öll verð- laun sem völ var á féllu í þeirra skaut fyrir ræktun í Mávahlíð. Steini þekkti allar ærnar með nafni og auðvitað lömb þeirra, gat dregið þau í réttinni þegar rúningur fór fram að sumri og fært hverri á lamb sitt til baka án þess að skeikaði nokkru sinni. Þessi ein- staki hæfileiki að þekkja féð nýttist fjárbóndanum og varð honum sem íþrótt. Og Steini vissi hvernig hann ætti að raða saman hrútunum og án- um svo hámarks afrakstur fengist og rækta þannig kosti stofnsins sem síð- an gekk í einstökum högum Máva- hlíðarlandsins. Steini frændi minn hafði sterkar skoðanir og lét þær óhikað í ljósi. Það varðaði ekki einungis sauðfjárrækt- ina og reglur um mat á kjöti, heldur einnig menn og málefni á vettvangi stjórnmálanna hverju sinni. Hann var sjálfstæður og setti fram skoðanir sínar óhikað. Stundum örlítið ósann- gjarn og einstaklega stríðinn, en var þó tilbúinn til að taka rökum þeirra sem gáfu sér tíma til að ræða við hann einslega. Ég hlustaði ætíð á skoðanir Steina og mat þær mikils. Við fjölskyldan hugsum með hlýju til góðs frænda og vinar og vottum systkinum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs frænda. Sturla Böðvarsson. Á þessu sumri eru 70 ár frá því við Steini í Mávahlíð hittumst í fyrsta sinn. Ég bæjarbarnið fékk að fara í sveit til föðurbróðir míns Ágústar í Mávahlíð og var þá á sjötta ári. Á heimilinu voru þá fimm börn og ung- lingar og var Steini einn í hópnum, þá tíu ára. Margar góðar minningar hlaðast upp í hugann frá þessum árum sem tengjast Steina og dvölinni í Mávahlíð þessi sex sumur sem ég fékk að dvelja þar. Á unglingsárum fór Steini að vinna við múrverk úti í Ólafsvík en þá kom skellur sem átti eftir að setja líf Steina í aðrar skorður en að var stefnt. Hann fékk lömunarveiki og lamaðist vinstri handleggur hans alveg. Þetta var mikið áfall fyrir hann, foreldra hans og vini og lítið um lækningar. Þegar kom að innflutningi á jepp- um til landbúnaðar pantaði Ágúst einn og Steini kom suður til að læra á hann. Björn Ársælson frændi hans úr móðurætt kendi honum og Steini lærði að aka með aðra hönd á stýri. Þá voru ekki komnir sérútbúnir bílar fyr- ir fatlaða. Það leit út fyrir að erfitt yrði að koma Steina i gegnum bílpróf- ið, en Björn frændi hans kunni ráað við því. Allt var opið á Laugardögum til hádegis þá og oft mikið að. Fyrst var farið rétt fyrir hádegi á laugar- degi til augnlæknis og eftir að hafa skoðað sjónina hjá Steina skrifað hann augnvottorð leit aðeins á Steina sem stóð og beið fram við hurð með lömuðu hendina í jakkavasanum og bætti við augnvottorðið allir útlimir í lagi. Næsta laugardag líka rétt fyrir hádegi fór hann í próf og eftir akstur með prófdómarann í einhver erindi sem hann þurfti að gegna fékk Steini prófið og nokkrum dögum síðar fór- um við Steini með Laxfossi upp í Borgarnes og ókum vestur í Máva- hlíð. Síðan hefur Steini ekið bæði jeppum og vörubílum ánstórslysa Steini ólst upp við að sjá og vinna við hinar miklu breytingar og framfarir sem í landbúnaði hafa orðið s.l. 80 ár- in. Fyrstu miklu framfarirnar voru þegar hestasláttuvél kom í Mávahlíð, síðan jeppinn og loks mörg og breyti- leg heyskapartæki. Þrátt fyrir lömun sína vann Steini við allar þessar vélar og gerði oft á óskiljanlegan hátt við, þegar eitthvað bilaði. Hann lét aldrei lömun sína aftra sér frá því að takast á við verkefni hversu snúin sem þau virtust öllum öðrum. Aldrei hef ég heyrt Steina vorkenna sér eða hlífa sér vegna lömunar sinnar. Það þurfti bara að gera þetta og það skal gert, hvort sem það var að skipta einn um dekk á vörubílnum eða gera við dráttavél. Aldrei leitað hjálpar. Bara gera það á sinn hátt. Þannig var Steini. Steini þótti stundum nokkuð hvass í framkomu en undir niðri bjó hinn ljúfi maður og kom það vel í ljós í um- gegni hans við börn og unglinga, en Steini var barnlaus en mikil barna- gæla. Hann gat verið stríðinn en þá var alltaf stutt í húmorinn sem hann hafi mikið af. Þegar ég kveð Steina í Mávahlíð hinstu kveðju er ég þakk- látur fyrir að hafa fengið að njóta vin- áttu hans og góðvildar. Þó að stund- um hafi liðið nokkur tími á milli þess sem við höfum átt samskipti þá hefur alltaf verið jafn gott og hlýtt að hitta hann.. Fyrir hönd okkar systkynanna og fjölskyldna okkar, en öll eigum ljúfra minningar um þennan hjálp- sama og góða dreng sem nú kveður þá sendum við systkynnum Steina og fjölskyldum þeirra okkar bestu sam- úðarkveðjur og vonum að minningar um góðan mann hjálpi þeim þegar sorgin leitar á. Góður Guð blessi minningu um Þorstein Ágústsson í Mávahlíð. Óli Jón Ólason. Meira: mbl.is/minningar Elsku Steini frændi, nú hefur þú kvatt þennan heim. Okkur langar að minnast þín með örfáum orðum. Þú varst okkur systkinunum ávallt góður og fylgdist með okkur hvort sem við vorum búsett hér á landi, á flakki í út- löndum eða búsett þar og þegar við komum í foreldrahús heilsaðir þú upp á okkur. Upp í hugann koma minningar um þig frá barnæsku okkar þegar við komum í heimsókn í Mávahlíð, hvort sem það var í sunnudagskaffi þegar stórfjölskyldan kom saman, eða við fengum að vera þar í einhverja daga til að hvíla okkur, eins og sum okkar kölluðu það. Ferðirnar með þér í vörubílnum voru alltaf spennandi og sérstaklega þegar þú varst að ná í möl í Fögruhlíðina og fara með til Ólafs- víkur eða Grundarfjarðar. Stundum fékk hundurinn Snati að koma með og máttum við þá gefa honum brjóstsyk- ur eða annað góðgæti. Dáðumst við alltaf að því hversu góður bílstjóri þú varst þó svo að þú gætir bara notað aðra höndina. Okkur fannst þetta svo eðlilegt og spurðum aldrei hvers vegna þú værir svona. Sem barn tók Jónas upp sömu takta og þú notaðir að leggja vinstri höndina alltaf á hnéð og nota svo þá hægri til að taka höndina þaðan aftur. Við litum öll upp til þín enda feng- um við alla þína athygli og alltaf var gleðin og glettnin með í för þegar við vorum með þér. Í fjárhúsin var gaman að fara með þér til að skoða lömbin, gefa Gibbu og á haustin hjálpuðum við til að smala og standa fyrir fénu þegar það kom af fjalli. Þá stjórnaðir þú af þinni miklu röggsemi. Eitt sinn þegar Böðvar var að hjálpa til við að standa fyrir fénu ætlaði hann nú aldeilis að sýna þér hvað í honum byggi og ákvað að hlaupa yfir Holtsána en missti fót- anna í straumnum og náði að grípa í bakkann. Þú sást í hvað stefndi og snaraðir þér að bakkanum þar sem kauði dinglaði og þú kipptir honum upp úr. Að þessu gönuhlaupi hlóstu mikið eins og þér var einum lagið. Hláturinn þinn og glettnin voru þitt aðalsmerki og aldrei var nein logn- molla þar sem þú varst. Elsku Steini, hafðu þökk fyrir allt. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Lilja, Jónas, Böðvar og Þorleifur. Elsku frændi, eitt er sameiginlegt við ævi allra manna að einhvern tíma tekur hún enda, og nú ert þú kominn að leiðarlokum. Elsku frændi okkar, nú hefur þú kvatt heiminn og hefur þú skilið eftir minningar og góðar stund- ir sem aldrei gleymast. Steini frændi var okkur miklu meira en bara föð- urbróðir, frá því við komum í heiminn þá tók hann þátt í uppeldisstarfinu og við ólumst upp með honum og var hann okkur sem faðir. Það hefur reynst okkur ótrúlega erfitt að hann hafi þurft að kveðja okkur, okkur fannst hann kveðja of fljótt. Erfitt verður að koma heim í sveitina og sjá hann ekki við eldhúsborðið, tilbúinn að spjalla og deila um hina ýmsu hluti. Þorsteinn var einn allra sterkasti maður sem við höfum þekkt. Hann kvartaði aldrei undan einu né neinu, einnig stóð hann alltaf fast á sínum skoðunum og því gat enginn breytt, sama hvað hann hét. Þorsteinn hafði ótrúleg áhrif á það hvað varð úr okkur öllum, hann hrós- aði okkur ávallt þegar vel gekk og leiðrétti ef við villtumst af leið. Alltaf var hægt að leita til Þorsteins og stóð hann þétt sem veggur við mann, sama hvað á dundi. Þorsteinn var þrjóskur og harðorð- ur maður, hann vissi ótrúlegustu hluti, hann var fullur af fróðleik sem hann deildi með okkur yfir æviárin sín. Steini hugsaði ávallt vel um sig og sína og þá sem stóðu næst honum. Hans verður sárt saknað, erfitt er að finna réttu orðin við aðstæður sem þessar, þó svo að þessir tímar séu okkur öllum erfiðir þá getum við huggað okkur við allar þær góðu stundir sem við áttum með honum og hann mun ávallt vera með okkur í anda, minningarnar lifa að eilífu. Góða ferð, Snati okkar. Magnús Már Leifsson, Ágúst Óli Leifsson, Herdís Leifsdóttir. Í dag kveðjum við ástkæran föð- urbróður minn, Þorstein Ágústsson, sem lést þann 16. júní sl. Segja má að þá hafi almættið fengið það fegursta blóm úr okkar fjölskyldugarði. Steini frændi eins, og hann var alltaf kall- aður á mínu heimili, var einstakur maður, barngóður, ósérhlífinn og fylginn sjálfum sér og tel ég það mikla blessun að hafa alist upp á sama heimili og hann. Aldrei verður það nógsamlega þakkað hversu vel hann reyndist mér á mínum uppvaxtarár- um og síðar meir eiginmanni mínum Ólafi og börnum okkar, þeim Þor- steini og Karítas. Elsku Steini frændi, með þessum fáu orðum vil ég þakka alla þá ást, al- úð og hlýhug sem þú hefur sýnt mér og minni fjölskyldu og fyrir að vera alltaf til staðar og munum við reyna að fylla það skarð sem þú skilur eftir þig með öllum þeim góðu minningum sem við eigum í hug og hjörtum okk- ar. Þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) María Leifsdóttir og fjölskylda. Döggin hnígur af drjúpandi strái. Gamalt ljóð syngur lækur með trega. En hnjúkurinn blái bústaður verðugur guðum horfir sem áður til himinvega. (Hannes Pétursson.) Hnjúkurinn blái mun sem fyrr horfa til himinvega þó Þorsteinn í Mávahlíð sé hniginn. En það er trega- tónn í söng lækjarins. Orðstír höfð- ingjans mun lifa. Stórfatlaður tókst hann á við lífið af mikilli karlmennsku og rétti ekki öðr- um byrðar sínar. Þorsteinn var ekki allra, en var trölltryggur vinum sínum. Hann átti þá marga, vítt um land, og þá ekki síst í hópi þeirra mörgu sem heimsóttu hið nafntogaða Mávahlíðarbú sem um árabil var í forystu í sauðfjárræktinni. Þar réðu ríkjum þeir Þorsteinn og Leifur bróðir hans, báðir snjallir fjár- menn. Þorsteinn var mikill dýravinur og hann laut að börnum og gældi við þau. Hann var glaðvær og skemmtinn heim að sækja enda skarpgreindur. Gaman hafði hann af að glettast við kunningja sína. Hló hann þá hátt og mikið. Það var einkenni á skaplyndi Þor- steins að hann þoldi ekki órétt eða brigðsemi. Lét hann þá ekki hlut sinn fyrir neinum, hvorki háum né lágum. Og tæki þá í hnúka, þurfti hvorki að kalla til þýðanda né þul. Þorsteinn í Mávahlíð var rammís- lenskur bóndi af bestu gerð. Að honum gengnum er stórt skarð fyrir skildi meðal þeirra sem áttu hann að vini. Helgi Kristjánsson. Þorsteinn Ágústsson Björg Savage ✝ Björg ÓlafíaSav age, hjúkr- unarfræðingur og bóndahúsfreyja, fæddist í Hval látr- um á Breiðafirði 27. júní 1922, d. á sjúkra- húsi í Vancouver í B.C. í Kanada 12. desember 2008. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Ólafsson, bú- fræðingur í Hvallátrum á Breiðafirði, f. 22. júlí 1894, drukknaði 27. apríl 1923, af Svefneyjaætt og kona hans Jóhanna Sesselja Friðriksdóttir, húsfreyja í Hval- látrum, f. 19. okt. 1899, d. 30. júní 1989. Alsystkini Bjargar: Sveinbarn, fætt and- vana vorið 1921og Aðalsteinn Eyjólfur skipasmíðameistari, f. 5. ág. 1923. Jóhanna móðir Bjargar giftist 23. okt. 1932 seinni manni sínum, Jóni Daníels- syni, fósturbróður Aðalsteins, f. 25. mars 1904, d. 20. ág. 1988. Börn þeirra: Ólína Jóhanna, f. 6. apríl 1933, Daníel, f. 2. des. 1934, María Theódóra, f. 28. apríl 1938, Elín Ágústa, f. 7. júlí 1941, d. 3. febr. 1943 og Valdimar, f. 24. nóv. 1943. Björg giftist 10. júní 1949 sænsk-írsk- ættuðum bónda, John Samuel Savage, f. 15. sept. 1922, d. 21. mars 2005 og bjó með honum á bújörð sem skráð er 15400 Cambie Rd., Richmond B.C. í Kan- ada og eftir andlát hans með kjörsyni þeirra, John Allan Savage, f. 7. des. 1960 til dánardags hennar. Kjördóttir Bjargar og J.S. Savage er Karen viðskiptafræð- ingur, f. 20. jan. 1959, gift Terry Denice í Richmond B.C. Kanada. Björg ólst upp með móður sinni á heimili föðurforeldra sinna, Ólafs Að- alsteins Bergsveinssonar og Ólínu Jó- hönnu Jónsdóttur í Hvallátrum, og svo með Jóni fósturföðurbróður og móður í Hvallátrum og vandist verki við hlunn- indabúskap Breiðfirðinga uns hún fór í hússtjórnarskólann á Staðarfelli og svo í hjúkrunarnám í Reykjavík sem hún lauk 1946. Að loknu námi í hjúkrun hleypti hún heimdraganum og fór vestur til Vancou- ver í B.C. í Kanada til framhaldsnáms og til að eiga kynni við móðurfólk sitt, afa sinn Friðrik Kristmannsson og ömmu El- ínu Jónasdóttur, sem fluttu vestur til Van- couver 1903 með börn sín önnur en móð- ur hennar. Hún ætlaði að snúa heim að loknu framhaldsnámi en kynntist bónd- anum, giftist honum og skilaði ævistarfi í Kanada á heimilinu við Cambie Rd. Útför Bjargar fór fram í Vancouver í desember. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.