Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Þau voru sérkennileg, að ekki sémeira sagt, ummælin sem höfð voru eftir Ágústi Sigurðssyni rekt- or Landbúnaðarháskóla Íslands hér í Morgunblaðinu í gær, þar sem rætt var um uppsafnaðan rekstr- arhalla Landbúnaðarháskólans.     LBHÍ fór 30,8%fram úr fjár- heimildum á árinu 2008, 8,6% á árinu 2007 og 7% á árinu 2006.     Ágúst segir aðþetta hafi ekki komið sér neitt á óvart. Þetta hafi verið vitað.     Orðrétt segir Ágúst: „Maður býrekki til háskóla bara með því að setja upp skilti, maður þarf að byggja upp og það kostar fé.“     Allt er þetta rétt hjá Ágústi, svolangt sem það nær. En það vantar hins vegar inn í sýn hans á rekstur þeirrar stofnunar sem hann er í forsvari fyrir, að til hennar er úthlutað ákveðnu fjármagni á fjár- lögum.     Það er sá stakkur sem Ágúst ogaðrir forstöðumenn ríkisfyr- irtækja og stofnana verða sníða vöxtinn að. Vöxturinn getur ein- faldlega ekki verið umfram fjár- lagastakkinn sem Alþingi skapar með samþykktum fjárlaga.     Það er bæði skiljanlegt og eðlilegtað menn sem eru að byggja upp stofnanir, háskóla, fyrirtæki, vilji gera það á metnaðarfullan hátt, hratt og vel. En það er jafn sjálfsagt og eðlilegt að menn gleymi því ekki, þegar um opinberan rekstur er að ræða, að bráðnauðsynlegt er að halda sig innan fjárlagaheimilda.     Oft var þörf, en nú er nauðsyn! Ágúst Sigurðsson Sérkennileg ummæli rektors Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 léttskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Algarve 23 léttskýjað Bolungarvík 5 rigning Brussel 22 skýjað Madríd 26 léttskýjað Akureyri 11 alskýjað Dublin 17 skýjað Barcelona 25 léttskýjað Egilsstaðir 13 heiðskírt Glasgow 20 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað London 23 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Nuuk 4 skúrir París 24 skýjað Aþena 27 léttskýjað Þórshöfn 18 heiðskírt Amsterdam 24 léttskýjað Winnipeg 25 skýjað Ósló 26 heiðskírt Hamborg 20 skýjað Montreal 24 alskýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Berlín 20 skýjað New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Vín 20 skúrir Chicago 29 léttskýjað Helsinki 25 heiðskírt Moskva 19 alskýjað Orlando 27 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.12 2,7 6.17 1,7 12.58 2,9 19.40 1,7 3:00 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1.59 1,4 7.51 1,0 14.33 1,6 21.15 1,0 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 4.42 1,0 10.24 0,8 17.04 1,2 23.46 0,6 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2.54 0,8 9.36 1,6 16.18 1,1 22.00 1,4 2:15 23:46 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Hæg austlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld við ströndina. Hætt við síðdegisskúrum. Hiti 15 til 20 stig inn til landsins en svalara við sjóinn. Á mánudag Hæg austlæg átt. Rigning eða súld vestantil á landinu en þokuloft með austurströndinni en bjartviðri inn til landsins. Hiti 15 til 20 stig inn til landsins en 8 til 12 við sjóinn. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Austlæg átt og fremur hlýtt, einkum norðaustanlands. Rign- ing öðru hverju S- og V-lands, annars úrkomulítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg átt eða hafgola. Skýjað með köflum eða létt- skýjað en víða þokuloft með austurströndinni. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast inn til landsins. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÚRSKURÐUR er fallinn í fimm kærum sem lagðar voru fram vegna framkvæmdaleyfis sem Garðabær hafði samþykkt vegna nýs og umdeilds Álftanesvegar. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hafnaði kærunum og því stendur leyfið óbreytt. Hins vegar er óvíst hvenær framkvæmdir hefjast við veginn, því hann kann að lenda undir nið- urskurðarhnífnum. Það var niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar að mat á um- hverfisáhrifum vegarins og ákvörðun í aðalskipulagi um legu hans hefði sætt lögmætisathugun og staðfestingu ráðherra, sem æðsta handhafa stjórnsýsluvalds. Úrskurðarnefndin væri bundin af þeim niðurstöðum sem fyrir liggja í þessum efnum og koma þær því ekki til endurskoðunar í málinu. Ekki lægi annað fyrir en að fyrirhuguð lagning nýs Álftanes- vegar samkvæmt hinu kærða framkvæmdaleyfi væri í samræmi við gildandi aðalskipulag Garða- bæjar og staðfestan úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum vegarins, eftir því sem við á. „Hið kærða framkvæmdaleyfi var auglýst lögum samkvæmt og verður ekki séð að annmarkar hafi verið á málsmeðferð þess er leitt gætu til ógildingar þess og verður kröfu kæranda þar að lút- andi því hafnað,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Hópur fólks hefur barist gegn vegalagningunni, m.a. á þeim for- sendum að merkar náttúruminjar og fornleifar í Gálgahrauni muni glatast. Vegarstæðið Hópur fólks kynnti sér landið sem fer undir veginn. Morgunblaðið/Golli Grænt ljós gefið á nýjan Álftanesveg Kæra var ekki tekin til greina TEKJUR lækka og útgjöld aukast og skilja samtals eftir 1,7 milljarða gat í fjárhag Reykjavíkurborgar á þessu ári og 2,7 milljarða á næsta ári. Þetta er fullyrt í fréttatilkynn- ingu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingar- innar. Vísar hann þar til útreikn- inga fjármálaskrifstofu og borgarhagfræðings á grund- velli þjóðhagsspár, sem unnir voru að beiðni Sam- fylkingarinnar og VG í borgarstjórn. „Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjár- hagsáætlunum Reykjavíkurborgar. Hratt mun því ganga á handbært fé og eigið fé borgarinnar verði ekkert að gert. Ofan á þetta tæplega 5 milljarða gat bætast áhrif af niðurskurði ríkissjóðs og hækkunum tryggingargjalds. Ætla má að áhrifin á fjárhag Reykjavíkurborgar verði til útgjalda- auka yfir hálfan milljarð vegna þessa,“ segir Dag- ur. Hann segir borgarstjóra stinga höfðinu í sand- inn. Borgarstjóri og meirihlutinn hafi hingað til neitað að horfast í augu við brýn verkefni sem af þessu leiði. Segja 4-5 milljarða gat hjá borginni Í HNOTSKURN »Fulltrúar minnihlutans segja að ein-stakir málaflokkar hafi ekki enn fengið raunhæfa útgjaldaramma fyrir árið 2010 til að hefja undirbúning að aðhaldi og ákvörð- unum »Þeir fullyrða að ólíkt meginþorra sveit-arfélaga standi ekki til að endurskoða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir yfirstandandi ár. Dagur B. Eggerts- son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.