Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Sudoku Frumstig 5 7 1 1 4 8 9 2 6 7 9 1 9 3 4 6 8 2 2 7 6 9 5 7 6 8 4 1 7 9 5 3 5 7 6 1 1 8 3 5 2 8 8 6 4 2 9 7 1 8 9 4 4 3 6 2 7 1 7 4 5 2 8 9 6 5 7 2 6 5 4 2 8 7 4 9 3 6 5 1 6 5 1 8 7 2 9 3 4 4 3 9 1 6 5 8 7 2 8 6 2 5 1 7 3 4 9 5 7 4 9 3 8 1 2 6 9 1 3 2 4 6 5 8 7 7 2 6 3 8 1 4 9 5 1 9 8 7 5 4 2 6 3 3 4 5 6 2 9 7 1 8 1 2 9 5 4 3 8 7 6 4 5 7 1 6 8 9 3 2 8 3 6 2 7 9 5 4 1 5 6 3 9 1 7 4 2 8 2 7 8 3 5 4 1 6 9 9 4 1 8 2 6 3 5 7 6 8 5 7 3 1 2 9 4 3 1 4 6 9 2 7 8 5 7 9 2 4 8 5 6 1 3 5 8 2 7 1 3 9 6 4 9 4 3 6 8 5 7 2 1 1 6 7 4 2 9 5 8 3 4 3 8 1 9 7 6 5 2 6 7 9 5 3 2 1 4 8 2 5 1 8 6 4 3 9 7 7 9 6 3 4 8 2 1 5 8 1 5 2 7 6 4 3 9 3 2 4 9 5 1 8 7 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu Sudoki. Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 27. júní, 178. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. (Lk. 6, 32.) Ábyrgð er hugtak sem hefur veriðá reiki í íslensku samfélagi. Hvað nákvæmlega felst í því að axla ábyrgð? Þetta vafðist mjög fyrir ríkis- stjórn góðærisins og virðist hafa smitað út frá sér, til dæmis til Ís- landspósts, allavega ef marka má reynslu vinkonu Víkverja. Vinkonan er að sækja um fram- haldsnám í erlendum háskóla og síð- asti liður umsóknarferlisins var að senda skólanum lokaeinkunnir vor- misseris úr HÍ. Einkunnirnar sendi hún því út fyrir landsteinana með ábyrgðarpósti, því hún vildi vera viss um að þær kæmust á áfangastað. Svo leið og beið. Vinkonan fylgdist með bréfinu á heimasíðu póstsins og sá að það lagði af stað út úr landinu en svo var allt stopp. Vika leið og sendingin virtist ekki haggast. Vinkonan hafði samband við póst- inn sem sagði henni að bíða og sjá. Að lokum fengust þó þau svör að sennilega hefði nú bréfið bara týnst. x x x Ábyrgðarbréfið týndist sem sagtog þá hefði Víkverji haldið að hinn ábyrgi, Íslandspóstur, tæki skaðann á sig. Svo var þó ekki, Ís- landspóstur bauð engar lausnir. Vinkonu Víkverja var sagt að best væri fyrir hana að biðja viðtakanda bréfsins að fara á stúfana og sjá hvort hann gæti ekki fundið það á pósthúsinu úti. Engu skipti þótt vin- konan reyndi að útskýra að viðtak- andinn væri háskóli, stofnun þar sem samkeppni er um hvert pláss og ósennilegt að skólayfirvöld standi í útréttingum fyrir umsækjendur. Töfin kemur sér illa fyrir vinkonu Víkverja, sem þarf að vita sem allra fyrst hvort skólinn samþykkir um- sóknina svo hún hafi tíma til að finna íbúð áður en námið hefst í ágúst. Pósturinn benti henni á að fyrst ábyrgðarbréfið týndist þá gæti hún til dæmis sent hraðpóst, „en þú þarft auðvitað að borga fyrir það!“ Þannig var nú öll lipurðin hjá Ís- landspósti. Ábyrgðin sem vinkonan borgaði sérstakt gjald fyrir reyndist að því er virðist vera engin. Enda ekki í tísku hér að axla ábyrgð. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 viðburður, 4 skruddan, 7 álítur, 8 sjó- ferð, 9 skap, 11 einkenni, 13 grípi, 14 eykst, 15 lögun, 17 borðar, 20 skel, 22 hryssu, 23 hafna, 24 hinar, 25 heimskingi. Lóðrétt | 1 koma í veg fyrir, 2 skekkja, 3 groms, 4 fjöl, 5 veslast upp, 6 næstum, 10 rík, 12 ber, 13 viður, 15 segl, 16 flandrar, 18 landspildu, 19 sefaði, 20 fæðir, 21 umhugað. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 þrifnaður, 8 hamar, 9 dulur, 10 kyn, 11 flasa, 13 Arnar, 15 hvarf, 18 stauk, 21 lok, 22 labba, 23 æstur, 24 þrekvirki. Lóðrétt: 2 rimpa, 3 forka, 4 aldna, 5 uglan, 6 óhóf, 7 grær, 12 sær, 14 rót, 15 hæla, 16 afber, 17 flakk, 18 skæði, 19 aftek, 20 korr. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. f4 g6 2. Rf3 Bg7 3. e4 d5 4. exd5 Dxd5 5. Rc3 Da5 6. Bc4 Rh6 7. De2 Rc6 8. Hb1 Bg4 9. Rd5 Dc5 10. Rxc7+ Kf8 11. Rxa8 Rd4 12. Df1 Rxc2+ 13. Kd1 Rd4 14. Bd3 Bf6 15. b4 Dd6 16. h3 Bxf3+ 17. gxf3 Kg7 18. Be4 Dd7 19. b5 Hxa8 20. Dd3 Hd8 21. Hb4 Dd6 22. Hxd4 Bxd4 23. Bxb7 Dxf4 24. He1 Dc7 25. De4 Rf5 26. Bc6 Da5 27. a3 Bf6 28. Db4 Dc7 29. Bb2 Bxb2 30. Dxb2+ Rd4 31. He4 Dd6 32. a4 e5 33. a5 Rxf3 34. He2 Rd4 35. He3 Df6 36. Dc3 Hc8 37. Dc5 Staðan kom upp í opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Sardiníu. Rúmenski stórmeistarinn Mihai Marin (2564) hafði svart gegn Ulf Dewenter (2181). 37… Hxc6! og hvítur gafst upp enda tapar hann drottningunni eftir 38. bxc6 Df1+ 39. He1 Df3+ 40. Kc1 Rb3+. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tryllt tölvugjöf. Norður ♠-- ♥ÁG10972 ♦-- ♣ÁKDG542 Vestur Austur ♠ÁK10982 ♠DG43 ♥5 ♥D ♦G8762 ♦ÁK94 ♣8 ♣10976 Suður ♠765 ♥K8643 ♦D1053 ♣3 Suður spilar 7♥. Mikil tortryggni ríkti í garð tækn- innar fyrstu árin sem tölvan sá um spilagjöfina. „Spilin eru alltof villt,“ sögðu þeir gamalreyndu og höfðu að hluta til rétt fyrir sér. En skýringin liggur í handgjöfinni, sem er óeðlilega flöt – það þarf að stokka lengi til að fá rétta dreifingu. Hvað um það. Spila- gjöfin í bandarísku landsliðskeppninni hefði vakið umtal fyrir 20 árum. Peter Weichsel var í norður á einu borðinu. Vestur vakti á 1♠ og Weichsel sagði 2♠ (hjarta og láglitur). Austur tók sterkt undir spaðann með 3♥ og suður „hindraði“ fyrirfram með hoppi í 5♥. Vestur sagði 5♠ og Weichsel lét 6♥ duga. Sem austur doblaði. Weichsel gat nú ekki stillt sig um að redobla og austur tók þá út í 6♠. „Sjö hjörtu,“ hvíslaði Weichsel með öndina í háls- inum og … allir pass. Guðbjörg Ár- sælsdóttir fagnar sjötugsafmæli sínu á Sjávar- barnum, Granda- garði 9, á morg- un, sunnudaginn 28. júní kl. 12 á hádegi. Allir vin- ir og ættingjar innilega velkomnir. Hefðbundnir pakkar auðmjúkt afþakkaðir en ferðabaukur verður á staðnum. 70 ára Gunnhildur Gígja Ingvadóttir og Þórunn Glódís Gunnarsdóttir söfn- uðu dósum og færðu Rauða kross- inum andvirðið eða 2.000 kr. Hlutavelta PÉTUR Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og ljósmyndari, segir vera kominn tíma á gamaldags og gott partí. „Það verður eingöngu spiluð íslensk tónlist í veislunni,“ segir hann og ætlar ekki einu sinni að leyfa Michael sjálfum Jackson að hljóma. „Ég á nánast alla íslenska tónlist sem hefur verið gefin út frá því ég komst til vits og ára þannig að úr nógu er að velja.“ Þá ætla tengdasynir Péturs að skemmta gestum með gítar- og píanóspili. Rús- ínan í pylsuendanum er að átta ára dóttir hans ætlar að syngja „Bláu augun þín“ fyrir pabba sinn, sem einmitt er bláeygur. Hann býst ekki við lof- ræðum og ræðuhöldum og heldur því blákalt fram að það sé svo sem ekkert að segja! Pétur segir að síðasta afmæli sem hann hélt upp á hafi verið fertugsafmælið. „Við héldum það í Sigurjónssafni á Laug- arnestanga. Það var alveg einstök stemning að vera í veislu innan um öll listaverkin.“ Pétur segist ekki mikið fyrir gjafir eða hluti yfirleitt. Efnishyggjan hafi aldrei höfðað til hans þannig að ekki sé dýrt að gleðja hann „Bestu gjafirnar eru kossar frá konunni minni og börn- um,“ segir hann. Hann þarf væntanlega ekki að kvíða kossaskorti því hann á fjögur börn og tvö barnabörn. svanbjorg@mbl.is Pétur Pétursson fótboltafrömuður fimmtugur Gott gamaldags partí (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fjölskyldumynstur þitt hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Sýndu nú hug, djörfung og dug – vilji er allt sem þarf. (20. apríl - 20. maí)  Naut Láttu ekki liðna tíð standa í vegi fyrir framtíð þinni. Sönn hamingja felst í því að halda áfram á þeirri leið sem þú hefur valið þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það eru margar leiðir til að finna rétta svarið; líttu á allar hindranir sem tækifæri. Nýir vendir sópa bezt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Verið opin fyrir hefðbundnum og nýjum leiðum til að bæta heilsuna. Ein góð hugmynd getur af sér fleiri. Aðdáun þín á börnum og vinum er ein- læg. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú þarft að taka að þér hlutverk sáttasemjarans. Farðu þér samt hægt og brjóttu málin til mergjar áður en þú ákveður nokkuð. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú gætir lent í deilum við for- eldra þína eða yfirmenn í dag. Tækifæri í leiklistargeiranum kunna að vera framundan hjá þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Í dag færðu ótal tækifæri, en fæst eru þess virði að þú lítir við þeim. Þú skalt vera sem mest með þeim sem kunna að meta þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. Ef þér finn- ast aðstæður erfiðar reyndu að þrauka. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú vilt fá einhvers konar tryggingu fyrir því að einhver samvinna muni ganga upp. Látið ekki hugfallast því nú getið þið farið ykkar eigin leiðir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það gerist ekkert í fjármálum þínum, nema þú takir þér tak og komir skikki á hlutina. Vilji til samvinnu og að ná raunsæju samkomulagi hentar þér vel um þessar mundir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Breytingar liggja í loftinu og aldrei þessu vant ert þú þeim mjög mótfallinn. Ekki einblína á það sem gengur illa, heldur það sem gengur vel og byggðu á því. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ný manneskja fær þig til þess að ljóma af skapandi orku. Sýndu því öðr- um það sama og taktu þátt í þeirra hamingju. Stjörnuspá 27. júní 1920 Barn beið bana þegar það varð fyrir flugvél í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Þetta var fyrsta slys af völdum flugvélar á Íslandi. 27. júní 1951 Skógrækt hófst í Elliðaár- hólmanum á vegum Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Fyrsta daginn voru þrjú þús- und plöntur gróðursettar. 27. júní 2006 Mengunarslys varð í sund- lauginni á Eskifirði þegar edikssýru var hellt fyrir mis- tök á klórtank. Um þrjátíu manns voru fluttir á sjúkra- hús. „Klórgas ógnaði lífi fólks,“ sagði Fréttablaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.