Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sala á bílum áÍslandi hefurdregist stór- lega saman eftir efnahagshrunið. Afleiðingin er með- al annars sú að hægir á endur- nýjun bílaflotans; nýir bílar, sem eru bæði öruggari og um- hverfisvænni en þeir eldri, koma ekki á göturnar. Háir skattar eru lagðir á bíla. Á með- an nánast engir bílar seljast, fær ríkissjóður litlar sem engar tekjur af sölu nýrra bíla. Morgunblaðið lagði til í leið- ara fyrir stuttu að stjórnvöld lækkuðu skatta á umhverf- isvænum bílum til að örva sölu þeirra. Þannig væri bæði stuðl- að að umhverfisvernd og rík- issjóður myndi fá meiri tekjur þegar upp væri staðið. Ekkert hefur heyrzt frá rík- isstjórninni um þessi mál; það eina sem hún hefur gert í skattamálum bíleigenda er að hækka bifreiðagjald og skatta á eldsneyti. Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu, setur fram nákvæmlega útfærða hugmynd um þetta efni í grein í Morgun- blaðinu í gær. Hann leggur til að til 18 mánaða sé sett á kerfi, þar sem bíleigendur fá 300.000 króna greiðslu fyrir að farga gömlum bíl. Greiðsluna geti þeir svo notað sem greiðslu upp í nýjan bíl, í raun afslátt af sköttum. Þetta kerfi myndi tak- markast við bíla með útblástur undir ákveðnum mörkum, m.ö.o. umhverfisvæna bíla. Sverrir sýnir fram á það með nokkuð sannfærandi hætti að þetta kerfi ætti að auka sölu á bílum og tryggja ríkissjóði um leið sömu eða svipaðar tekjur. Þannig væri atvinnugrein í vanda gerður stór greiði, en um leið væri fólki auðveldað að end- urnýja fjölskyldubílinn með skynsamlegum hætti (með brotthvarfi frá glæsibílavæð- ingunni). Öryggi í umferðinni ykist og síðast en ekki sízt næð- ist umtalsverður árangur í þágu umhverfisverndar. Er ekki full ástæða til að skoða þessar hugmyndir? Lækkun skatta á bíl- um getur haft marg- vísleg jákvæð áhrif} Grænir bílar Skrýtin frétt varí Ríkis- útvarpinu í fyrra- dag, þar sem Krist- ín Dýrfjörð, lektor í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri, gagnrýndi harðlega námsskrá Hjallastefnunnar, þ.e. þann hluta hennar sem snýr að agareglum. Þar kemur m.a. fram að ef börn láti ekki að stjórn, megi múta þeim, hrista, halda, kitla og hóta. Ekki leizt lektornum heldur á að talað væri um að temja börn til sjálfsstjórnar. Það væri bara eins og þau væru hestar eða hundar. Þetta þótti Kristínu niðurlægjandi fyrir börnin, sem væru „hlutgerð“, hvað sem það nú þýðir í þessu samhengi. „Fólk sem les þetta, til dæm- is foreldrar sem eru óöruggir í sínu hlutverki, fá þau skilaboð frá fólki sem er með háskóla- próf og meistaragráður og allt mögulegt í uppeldi að þessar aðferðir séu ásættanlegar,“ sagði Kristín, sem er hreint ekki á sömu skoðun. Svona lag- að megi alls ekki standa í námsskrá „árið 2009“. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri Hjallastefnunnar, svar- aði fyrir sig í kvöldfréttum RÚV í fyrrakvöld. Hún út- skýrði að yfirleitt væri agi já- kvæður og reynt til fulls með góðu, en þegar annað dygði ekki, mætti t.d. múta börnum með því að beina athygli þeirra að einhverju öðru og skemmti- legra, halda þeim í bóndabeygju eða hóta þeim að þau mættu til að mynda ekki koma með í göngutúr ef þau höguðu sér ekki al- mennilega. Hins vegar mætti aldrei taka börn tökum, sem valda sársauka. Þetta vita allir sem komið hafa nálægt börn- um, sagði Margrét Pála og hef- ur þar gizka rétt fyrir sér. Margrét Pála blæs sömuleið- is á athugasemdir lektorsins við notkun orðsins að temja. Það er fallegt, íslenzkt orð, segir hún. Það er líka rétt hjá Margréti Pálu. Fólk temur sér til dæmis sjálfsaga, en hún bendir á að á Íslandi ríki ótti við orðið aga og að temja vilja sinn. Ef eitthvað er, má hrósa Hjallastefnunni fyrir að orða námsskrá sína á mannamáli, í staðinn fyrir að flækja sig í orðaleppa stofnanamálsins. Og ef foreldrar, sem eru óöruggir í hlutverki sínu, fá þau skilaboð frá starfsfólki Hjallastefn- unnar að stundum dugi ekki blíðmælgin ein við börn, styrk- ir það fólk væntanlega í því hlutverki. Margrét Pála Ólafsdóttir hefur unnið menntamálum á Íslandi mikið gagn með fram- taki sínu og krafti, blöndu af frumlegum hugmyndum, göml- um gildum og almennu kjaft- æðisleysi. Það kemur engum á óvart að hún skuli taka lektor í leik- skólafræðum í bóndabeygju. Hrósa má Hjalla- stefnunni fyrir að orða námsskrá sína á mannamáli} Lektor í bóndabeygju E in af mínum fyrstu, ljósu minn- ingum er frá þeim tíma þegar ég var um 4-5 ára gamall. Það hefur verið í kringum árið 1991. Ég stóð á miðju gólfi í herbergi frænku minnar, sem var að passa mig, og horfði frekjulega á hljómflutningsgræjurnar hennar sem hún geymdi uppi á hillu. Kröfu- gerð mín var skýr – að láta skipta um hlið á Michael Jackson-spólunni og elskuleg frænka mín lét það eftir mér. Á þeim tíma, þegar veröldin virtist mér öllu einfaldari og látlaus- ari en í dag, var Michael Jackson aðeins nafn í mínum huga á einhverri blöndu hljóðs og takts sem fangaði athygli mína. Eftir því sem árin streymdu fram dvínaði áhugi minn á tónlist hans. Michael Jackson varð að andliti í lífi mínu sem ég þekkti í sjón en velti ekki mikið fyrir mér að öðru leyti – einkennileg, gömul popp- stjarna sem ég sá stundum í blöðunum. Fyrir nokkrum árum glæddist svo aftur áhugi minn á tónlist Michael Jackson og eftir því sem ég kynnti mér ævi hans og háttarlag betur áttaði ég mig á því að hann var mun meira og stærra fyrirbæri en afmyndað og sér- lundað poppstirni sem ég hafði uppgötvað í annað sinn. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Michael Jackson var ekki einvörðungu ótrúlegasti hæfileikamaður sem ég hafði augum borið – hann var stærsta tákn minnar kynslóðar, holdgervingur vestrænnar úrkynjunar í útliti og hegðun. Fíngerður maður gæddur óskiljanlegum hæfileikum sem voru iðnvæddir löngu áður en hann gat tekið afstöðu til þess hvort hann kærði sig um slíkt líf. Og eftir því sem ég velti því meira fyrir mér varð manneskjan Michael Jackson að mun stærri hetju í huga mínum en tónlistarmaðurinn – viðkvæmt fórnarlamb eigin snilligáfu sem frá barns- aldri þurfti að berjast við að uppfylla þær geggjuðu kröfur sem samtíminn gerði til hans. Og stöðugt mátti hann sitja undir hvers kyns ásökunum í fjölmiðlum um allt frá því að vera brjálæðingur sem hefði keypt jarð- neskar leifar Fílamannsins að því að vera hugsanlegur kynferðisbrotamaður. Hann var augljóslega ekki sú manngerð sem réð við slíka athygli. Sýn hans til heimsins þótti löngum brengluð en viðhorf heimsins til hans var það ekki síður. Mér virtist hann hafa lifað í al- gjörri fyrirlitningu á sjálfum sér sem braust fram í útliti hans og háttum. Þrátt fyrir að hann væri að öllum lík- indum frægasti maður veraldarinnar sýndi hann aldrei hroka né dónaskap hvar sem hann kom. Loks gaf líkami hans undan á fimmtudag og hann öðlaðist langþráð frelsi frá því að vera hann sjálfur fyrir aðra. Ég vona að sagan sýni Michael Jackson, sem ég tel einn mesta listamann sem uppi hefur verið, þá virðingu sem hann á skilið. Hann líður nú um hið eina sanna Hvergiland og þangað skila ég mínum bestu kveðjum til gömlu hetj- unnar minnar. haa@mbl.is Halldór Armand Pistill Aftur til Hvergilands FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ egar klerkaveldið tók völdin af keisaranum í írönsku byltingunni árið 1979 voru Íranar um 40 milljónir. Nú, þrjátíu ár- um síðar, eru þeir rúmlega 70 millj- ónir, og fer fjölgandi. Gert er ráð fyrir að þetta verði þróunin á næstu áratugum. Yfir 6 af hverjum 10 Írönum eru undir þrí- tugu og þótt að fæðingartíðnin ein og sér standi ekki undir fólksfjölgun eru ungu konurnar nógu margar til að vega það upp og vel það. Afstaða klerkastjórnarinnar til fæðinga hefur breyst mikið. Þegar fjölgunin var sem mest var fjárhagslegur stuðningur stjórn- valda við fjölskyldur í beinu hlutfalli við stærð þeirra. Matvæli og aðrar neysluvörur voru skammtaðar og eftir því sem fjölskyldur voru stærri þeim mun meira kom í þeirra hlut. Þessi stefna var við lýði á meðan írönsk stjörnvöld áttu fullt í fangi með stríðið við Íraka, sem talið er að um milljón manns hafi fallið í. U-beygja í barneignastefnunni Eftir að bardögum lauk árið 1988 tók stjórnin u-beygju í barneigna- stefnunni og hvatti þá ungar konur, þvert á fyrri áherslur, til að forðast barneignir. Fjölskyldustærðin skyldi takmörkuð við 2 til 3 börn. Stjórnin viðhélt þessari stefnu eft- ir fráfall Khomeneis árið 1989 og sá klerkaveldið ástæðu til að gefa út trúarlega tilskipun þess efnis að stefnan væri í samræmi við trúna. Stefnan bar þann árangur að árið 2003 var meðalfjölskyldustærðin komin í 4,6 og staðan því gjörbreytt frá því að konur eignuðust yfir 6 börn að meðaltali eftir byltinguna. Á sama tíma og fæðingartíðnin hefur fallið hefur hlutfall Írana í borgum farið vaxandi – hlutur þeirra fór úr 42% 1970 í 62% árið 2000 – um leið og nútíma-samskiptatækni, far- síminn og netið, hafa aukið aðgengi almennings að óritskoðuðu efni. Menntunarstigið hækkar Þessar breytingar í samsetningu þjóðarinnar haldast í hendur við hækkandi menntunarstig og minnk- andi trúarhita. Þá hefur húsnæðis- verð í Teheran rokið upp og ungar fjölskyldur í borgunum fundið á eig- in skinni afleiðingar óstjórnar Mahmouds Ahmadinejads forseta í efnahagsmálum. Dæmið hefur því snúist við frá því fyrr á áratugnum þegar forsetinn naut vinsælda á meðal innflytjenda í Teheran fyrir framgöngu sína sem borgarstjóri. Við þetta bætist að Íran er langt í frá einsleit þjóð þótt langstærstur hluti þjóðarinnar, eða um 90%, sé sjítar og naumur meirihluti Persar. Um fjórðungur íbúanna er Aserar (tilheyra þjóðarbroti frá Aserbaíd- sjan) og um 7% þjóðarinnar Kúrdar. Samanlagt eru þessi þjóðarbrot yfir 22 milljónir manna sem lengi hafa barist fyrir auknum lýðréttindum og frelsi til athafna án stöðugrar íhlut- unar klerkaveldisins. Með einföldun má því segja að sú kaldhæðnislega staða kunni að vera komin upp að börn byltingarinnar launi klerkaveldinu tilveru sína með háværum kröfum um umbætur. Reuters Mannhaf Stuðningsmaður Mirs Hosseins Mousavis, helsta keppinauts Mahmouds Ahmadinejads forseta, með mynd af honum og Khomeini. Byltingarbörnin storka feðrunum Skömmu eftir írönsku byltinguna árið 1979 hvatti Ruhollah Khom- enei erkiklerkur þegna sína til að eignast börn. Þau væru gjöf frá Guði. Nú hefur þessi sama kyn- slóð risið upp gegn klerkunum. Stuðningskona Mirs Hosseins Mou- savis klæðist grænu, einkennislit fylgismanna forsetaframbjóðand- ans, á götu úti í Teheran. Í kjölfar kosninganna hafa margar ungar konur ögrað valdhöfunum með því að láta slæður sínar síga. Reuters Ungar menntakonur hafa verið í fararbroddi mótmælanna í Teher- an. Konurnar eru mun síður líkleg- ar til að stofna stórar fjölskyldur en mæður þeirra, enda er hinn fjár- hagslegi hvati til barneigna allt annar og minni og forgangsröðin flóknari. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.