Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 10. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 11. Eric Guð- mundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í Reykjanesbæ í dag, laug- ardag, kl. 11. Farið verður yfir bibl- íulexíuna. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 10.45. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíu- fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Einnig er á biblíufræðslu á ensku. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Guðmundur Guð- mundsson, félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Krizstina K. Szklenár, kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffi á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sameiginleg kvöld- guðsþjónusta Garða- og Bessa- staðasóknar kl. 20 í Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar, félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn, organisti Jóhann Baldvinsson. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borg- arneskirkju kl. 14. Messa í Borgarkirkju kl. 16 og guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.15. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breið- holtskirkju syngur, organisti Julian Edw- ard Isaacs. Kaffi í safnaðarheimili á eft- ir. Síðasta messa fyrir lokun vegna viðgerða. Næsta messa verður sunnu- daginn 10 ágúst. Kyrrðarstund á miðvi- kud. kl. 12. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Renata Ivan og kirkjukór Bústaða- kirkju syngur, prestur er sr. Pálmi Matt- híasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Sameiginlegt helgi- hald á vegum þjóðkirkjusafnaðanna í Kópvogi. Messa kl. 11 í Kópavogskirkju. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar. Messa kl. 11 í Lindakirkju. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Sjá digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Frið- riksson. Hádegisbænir á miðvikudögum og kvöldkirkjan á fimmtudögum. FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma kl. 16.30. Bryndís Svavarsdóttir prédik- ar, lofgjörð og fyrirbænir fyrir þá sem vilja. Ekki formlegt barnastarf en að- staða fyrir fullorðna með börn. Kaffi og samvera á eftir og verslun kirkjunnar opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar- og skírnarmessa kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson prédikar og þjónar fyrir altari, tónlistina leiða tónlistastjórarnir Anna Sigga og Carl Möller ásamt kór Fríkirkj- unnar sem flytur tónlist. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg kvöld- guðsþjónusta Garða- og Bessa- staðasóknar kl. 20. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar, félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða söng, organisti er Jóhann Bald- vinsson. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, Jónshúsi 19.35 og Hleinum kl. 19.45 og til baka á eftir. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi Þór Árna- syni. Fermd verða tvö börn. Kór Graf- arvogskirkju syngur, organisti Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar, organisti Lára B. Eggertsdóttir, forsöngv- ari Jónína Kristinsdóttir. Tónleikar „Al- þjóðlegs orgelsumars“ kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson leikur. Opnun myndlistarsýningar að loknum tón- leikum. Páll Thayer sýnir vídeólist. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Kjartan Jónsson, org- anisti Bjartur Logi Guðmundsson og Barbörukór Hafnafjarðar syngur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Douglas Brotchie, prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameiginlegt helgihald á vegum þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Messa kl. 11 í Kópavogs- kirkju. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar. Messa kl. 11 í Lindakirkju. Sr. Íris Krist- jánsdóttir þjónar. Sjá heimasíðu kirkn- anna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hafa Áslaug K. Haugland og Svanhvít Hallgrímsdóttir. Ræðumaður er Hörður Sigmundsson. Bæn þriðjudag kl. 20. HÓLADÓMKIRKJA | Barokkhátíð á Hól- um 26.-28. júní. Barokkmessa á sunnu- dag kl. 11. Prestur sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup, kórinn Hym- nodia, organisti og tónlistarstjóri Eyþór Ingi Jónsson. Tónleikar kl. 14. Þátttak- endur á fyrstu barokkhátíð Barokk- smiðju Hólastiftis flytja afraksturinn af starfi helgarinnar. Aðgangur er ókeypis. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir, Friðrik Schram prédikar. Sjá kristskirkjan.is. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 19.15 verður með gömlu sniði undir yf- irskriftinni Keflavíkurkirkja 1915. Gunn- ar Kr. Sigurðsson leiðir sönginn en m.a. verður sungið úr Fjárlögunum. Arnór Vil- bergsson verður við hljóðfærið, prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Á eftir verður boðið upp gamaldags kruðerí. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Boðið upp á kaffi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Fyrirbænamessa kl. 20. Fólki gefst kostur á að skrá bænarefni sín á blað í anddyri kirkj- unnar fyrir messuna sem prestur ber síðan fram við altarið. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Sig- urbjörn Þorkelsson. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng við undirleik Gunnars Gunnarssonar organista. Kaffi og te í safnaðarheimilinu á eftir. MOSFELLSKIRKJA | Göngumessa á Mosfell kl. 11. Messan byrjar og endar í Mosfellskirkju og verður gengið á Mos- fell undir leiðsögn Sigurðar Skarphéð- inssonar sem býr í Sigtúni. Sr. Ragn- heiður Jónsdóttir sóknarprestur leiðir göngumessuna og Jónas Þórir organisti spilar við upphaf og endi. Meðhjálpari er Arndís Linn. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, org- anisti Steingrímur Þórhallsson, sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kaffi og samfélag á Torginu á eftir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Árleg gúll- asguðsþjónusta verður haldin kl. 11. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, kór Óháða safnaðarins syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Með- hjálpari er Ragnar Kristjánsson og í móttökunni verður Valur Sigurbergsson. Félagar úr kórnum sjá um eldamennsk- una undir handleiðslu kokksins Sig- urjóns Ívarssonar. Gúllassúpan verður seld á vægu verði. Sjá ohadisofnud- urinn.is. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Ávöxtur andans er gleði.“ Ræðu- maður Agnes Tarassenko. Lofgjörð og fyrirbæn. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar, fé- lagar úr Kirkjukór Selfosskirkju leiða söng og organisti er Jörg Sondermann. Veitingar í safnaðarheimili á eftir. Morg- unsöngur þriðjudaga til föstudaga kl. 10. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Ólafur Jóhann Borg- þórsson prédikar, félagar úr Kór Selja- kirkju leiða söng. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. SELTJARNARNESKIRKJA | Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór kirkj- unnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista, prestur er Arna Grétarsdóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup annast prestsþjónustuna, org- anisti Glúmur Gylfason. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Prestur sr. Birgir Thomsen, organisti Ester Ólafs- dóttir, almennur safnaðarsöngur. STRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Org- anisti Hannes Baldursson, kór Þorláks- kirkju og prestur er Baldur Kristjánsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma fimmtudaginn 2. júlí kl. 20. Rob Smillie frá Christian Outreach Center í Bretlandi prédikar. Lofgjörð og fyrirbænaþjónusta. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Langholtskirkja. Orð dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15) Tengdamóðir mín, Sólborg Hulda Þórð- ardóttir, er látin. Hinn 28. júní næst- komandi hefði hún orðið 95 ára gömul og hún lifði einhverjar mestu sam- félagsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi. Að sögn hennar var lýð- veldisstofnun 1944 henni einna minnisstæðasti atburðurinn, en hún var þar einn af þátttakendum á Þingvöllum. Sólborg stofnaði heimili í Ólafs- vík með Adólfi Ásbjörnssyni, þau bjuggu í Ásbjörnshúsi sem þá var kallað, en það hús er nú horfið. Þau eignuðust tvær dætur árin 1936 og 1937 en misstu þær báðar í frumbernsku, en Þórður Mar- teinn sonur þeirra fæddist árið 1938 og Adólf 1942 en hann var skírður yfir kistu föður síns. Sól- borg eignaðist dóttur eftir að til Reykjavíkur kom, litla stúlkan eignaðist góða og elskulega fóstur- foreldra og fékk gott uppeldi en Sólborg fylgdist vel með uppvexti hennar. Að hætti sinnar kynslóðar ræddi Sólborg ekki sorgina. Hún var ein af þeim sterku konum sem Ísland hefur átt, hún tókst á við erfiðleika og sorgir og gafst ekki upp. Eftir fráfall Adólfs flutti hún með synina Sólborg Hulda Þórðardóttir ✝ Sólborg HuldaÞórðardóttir fæddist á Hellissandi 28. júní 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 11. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 24. júní. til Reykjavíkur, hún annaðist sjálf uppeldi Þórðar en Adólf ólst upp hjá föðurforeldr- um sínum og frænku sinni Ragnheiði Ás- björgu. Fljótlega fór hún að vinna á saumastofum og varð það hennar atvinna þar til hún var 73 ára. Af fádæma dugnaði eignaðist hún íbúð í Stigahlíð 18 og bjó þar frá árinu 1959 til ársins 2007. Aldrei sáum við hana stoltari en þegar hún fékk afhent afsal fyr- ir íbúð sinni skuldlausri eftir 40 ára greiðslur. Hún sá um sig sjálf að mestu leyti þar til fyrir tveimur árum að hún flutti í Lönguhlíð 3, hún naut frábærrar umönnunar á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni síð- ustu mánuði. Sólborg var há og glæsileg kona og íslenski búningurinn fór henni einkar vel, hún klæddist oft peysu- fötum eða upphlut á tyllidögum hér áður fyrr en hún átti báðar gerðirnar. Ég geymi dýrmæta mynd í minningunni af Sólborgu og móður hennar Maríu í brúkaupi okkar Adólfs, Sólborg í upphlut og María á peysufötum og báðar afar glæsilegar. Einnig er mynd af Sól- borgu og systur hennar Laufeyju mér ógleymanleg þar sem þær stóðu tilhafðar og glæsilega klædd- ar, háar og teinréttar, komnar vel á níræðisaldur og biðu eftir bílnum sem keyrði þær á mannamót. Nærvera og kynni mín af Sól- borgu kenndi mér margt, þar á meðal hvernig hægt er að sýna æðruleysi og gleði þrátt fyrir áföll sem sérhver maður verður fyrir á lífsleiðinni. Hún tengdi mig einnig rótum mínum með sögum af Steinunni langömmu frá Höskuldsstöðum á Sandi og Jónasi afa mínum en hún þekkti þau bæði. Þrátt fyrir hin mörgu og þungu áföll sem Sólborg varð fyrir var hún á ákveðinn hátt sólskinsbarn. Hún fagnaði lífinu, var ávallt glöð og jákvæð og kvartaði aldrei, hún var hæversk og vildi ekki valda öðrum óþægindum og fyrirhöfn, en hún gat samt sem áður verið föst fyrir og dul um eigin hagi. Hún var mikil félagsvera, hafði mikla kímnigáfu og ákaflega góða nær- veru. Hún var mikil ættmóðir og ákaflega stolt af barnabörnum sín- um og öllum niðjunum og reyndist þeim öllum ákaflega vel. Börnum okkar Adólfs tók hún opnum örm- um þegar þau hófu nám í Reykja- vík og hún fóstraði þau fyrstu árin. Það var öllum ánægjulegur tími og kynslóðabili var ekki fyrir að fara. Ég kveð Sólborgu Huldu tengdamóður mína með virðingu og þökk. Monika Magnúsdóttir. Fátt er dýrmætara en að eiga góða samferðamenn í lífinu og í Sólborgu frænku minni fann ég einn slíkan. Hún var yngri systir móður minnar og frá því ég man fyrst eftir mér hefur Bogga „søst“ skipað mikilvægan sess í lífi mínu. Ungur drengur var ég svo heppinn að fá að fara með henni í heilan mánuð vestur á Hellissand. Þar sýndi hún mér æskustöðvar sínar, kenndi mér nöfn á fjöllum og klett- um, sagði frá huldufólki og um- skiptingum og fór með mig í heim- sóknir til ættingja sem ég hafði aldrei áður hitt. Bogga frænka vann við fatasaum lengst af starfsævinnar og árum saman naut ég þeirrar kunnáttu hennar. Óteljandi eru þær buxur sem hún sneið og saumaði á mig, barn og ungling, og ekki vafðist sniðið fyrir henni, hvort sem þær áttu að vera víðar, beinar eða með sjóliðasniði, allt eftir því hvar straumar tískunnar lágu hverju sinni. Hún frænka mín varð ung ekkja og þurfti að hafa fyrir lífinu eins og alþýðukonur fyrri tíma. Um árabil glímdi hún við erfiðan sjúkdóm, en sigraðist á honum og æðraðist aldrei. Hún var verka- kona og bar höfuðið hátt, því hún var stéttvís og sér meðvituð um það mikilvæga hlutverk sem hún gegndi í lífinu. Brauðstritið var hart og snerist um það að eiga í sig og á og sjá fyrir sínum, en skemmtanir lét hún bíða betri tíma. Og þeir tímar runnu upp seint og um síðir, því þegar hún stóð upp frá saumavélinni sjötug að aldri, hófst nýr kafli í lífi henn- ar – hún tók að stunda selskapslíf. Félagsmiðstöðin í Bólstaðarhlíð varð hennar staður, þangað sótti hún afþreyingu og skemmtan svo lengi sem heilsan leyfði. Á leið okkar í gegnum lífið söfn- um við minningaperlum. Bogga frænka er ein af þessum dýrmætu perlum sem ég þakka fyrir og mun varðveita. Ég færi Þórði, Adólf, Kolbrúnu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur á skilnaðarstund. Jón Sævar Baldvinsson. Hjartkær frænka mín, Bogga eins og hún var kölluð, var einstök kona, kvenskörungur, hefur lifað tímana tvenna og kvartaði aldrei. Ósköp var farsælt að fá að fara þegar veikindin voru farin að segja til sín, enda var aldurinn orðinn hár. Bogga var systir pabba míns sem lést fyrir mörgum árum, en samband við mömmu mína og fjöl- skyldu mína var alltaf gott og töl- uðu þær oft mikið saman í síma, enda báðar komnar á hjúkrunar- heimili. Ég hafði það fyrir sið að bjóða þeim saman í kaffi á heimili mínu til að þær gætu hist og rifjað upp gamlar minningar. Það var alltaf svo gott á milli þeirra. En á æskuárum mínum, í öllum afmæl- um og veislum, var mikil reisn yfir henni með þykku síðu flétturnar og í upphlut. Bogga var ekkja til margra ára þegar ég kynntist henni og var ein að vinna fyrir heimilinu, vann við saumaskap til margra ára. Eftir að hún hætti að vinna tóku hannyrð- irnar við, allir dúkarnir og mynd- irnar, síðan prjónaði hún á barna- börnin, okkur frændsystkinin og langömmubörnin, dúkarnir prýða enn mitt heimili. Bogga var rík að kærleik og með gott hjarta, hún hringdi oft í mig og spurði mig um fjölskyldu mína. Hún þekkti alla með nafni, ótrúlegt hvað hún var minnug. Hún var einstaklega ljúf og góð við manninn minn, hann Væja, og börnin mín. Þegar ég kom til hennar í heimsókn síðustu mánuðina fór henni hrakandi, hún þekkti mig samt alltaf og spurði hvernig mamma hefði það en sagði svo við mig: „Þú ert yndisleg að koma að heimsækja mig.“ Ég spurði hvort hún væri ekki þreytt. En hún svaraði: „Þetta er bara leti.“ Ég sagði við Boggu frænku fyrir stuttu að við ættum báðar bráðum afmæli, hún jánkaði því en ekki hef ég hana hjá mér nema í huganum og það er góð minning. Þegar ég kom í heimsókn til mömmu og sagði henni að þú værir mikið veik setti hún mynd af ykkur báðum á náttborðið sitt og er hún þar enn. Bogga var svo góð kona. Elsku Bogga frænka mín, þakka þér fyrir að vera svona góð við mig og fjölskyldu mína. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín frænka Svanhildur Árnadóttir (Svana).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.