Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 172. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «MENNING GETUR ÖFGAROKKIÐ BÆTT HEILSUNA? «ALMANNAHEILL Verðlaun í Cannes fyrir auglýsingu Lesbók Konungur poppsins allur Michael Jackson, sem líklega má telja frægasta mann samtímasögunnar, var engin venjuleg goðsögn. Þótt hann hafi ekki þótt marka óvenjulega djúp spor með tónlist sinni, eru allir á einu máli um að hann mótaði samtíma sinn. „Hann virðist nota öll þessi element, það er hégóminn, lostinn, það er svo margt í kringum Michael Jackson sem höfðar beint til undirmeðvitund- arinnar og við getum ekki að því gert, við erum öll með hvatir og kenndir og föllum fyrir þessu, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, prófessor í grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands. Í Lesbók í dag er farið yfir feril Jacksons og lífshlaup frá ýmsum sjónarhornum: fjallað um tónlistina, dansinn, tískuna, goðsögnina, erf- iðleika tengda uppeldi hans og loks skaddaða sjálfsmynd. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is KANADÍSKA fyrirtækið Magma Energy kemur að kaupum Geysis Green Energy (GGE) á 34,7 prósenta hlut Reykjanesbæjar í HS Orku á þrettán milljarða króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Magma mun koma að fjármögnun kaupanna og í kjölfarið kaupa 10,8 prósent hlut í HS Orku af GGE ef af þeim verður. Það mun skýrast á næstu vikum. Erlendu fjárfestarnir gætu síðan eignast enn stærri hlut í HS Orku, sem er framleiðslu- og söluhluti þess sem áður var Hitaveita Suðurnesja, með hlutafjáraukningu í félaginu. Félagið mun auk þess hafa áhuga á hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðar í orkufyrirtækinu, en hann nemur um 32 prósentum. Óbindandi tilboð í hann verða opnuð á mánudagsmorgun en íslenska ráð- gjafarfyrirtækið Arctic Finance hefur verið með þann hlut í sölumeðferð um nokkurt skeið. Fulltrúar ýmissa er- lendra orkufyrirtækja eru staddir hérlendis um þessar mundir vegna þessa. Kanadískt félag kaupir í HS Orku Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is STJÓRNARMENN Lífeyrissjóðs Kópavogs (LSK) voru upplýstir um samskipti við Fjármálaeftirlitið á stjórnarfundum og vissu að bókhald- ið stæðist ekki skoðun. Það kemur meðal annars fram í tölvupóstsamskiptum sem Sigrún Bragadóttir, framkvæmdastjóri LSK, átti við stjórnina þegar FME var send greinargerð 15. janúar. Þar skrifar hún: „Ég hitti Hjalta endur- skoðanda hér niðri áðan og sagði honum frá þessu. Hann er hræddur um að þeir birtist og heimti að skoða bókhaldið á þessu ári og þá erum við í vanda.“ Það kemur fram í greinargerðinni til FME að landslag hvað varðar fjárfestingarmöguleika lífeyrissjóða breyttist mjög eftir bankahrunið í byrjun október. „Stjórn sjóðsins taldi því eina örugga og ásættanlega fjárfestingakostinn vera þann að lána Kópavogsbæ fjármuni til skamms tíma í senn á meðan lausa- fjárþurrðin gengi yfir.“ Öll stjórn LSK hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. „Og þá erum við í vanda“ Af tölvupóstsamskiptum milli framkvæmdastjóra og stjórnarmanna LSK má ráða að stjórnarmenn vissu að Fjármálaeftirlitið hafði ekki fengið allar upplýsingar » Stjórn LSK hafði frumkvæði að því að óska eftir fundi með FME í nóvember 2008 » FME gerði athugasemdir við að lán til Kópavogs næmu yfir 10% af heildareignum LSK » Stjórnin taldi sig hafa frest til úrbóta til 31. júlí  Vissu um lánveitingarnar | 6 ÞESSI litli dúnmjúki smyrilsungi var fyrstur „systkinanna“ í hreiðrinu til að brjóta sér leið út úr skurninni. Dúnninn víkur þó fljótlega fyrir flug- fjöðrum og snaggaralegu útliti ránfuglsins. Þá mega smáfuglarnir, aðal- fæða smyrla, fara að vara sig. VERÐUR BRÁTT ÓGNVALDUR SMÁFUGLA Morgunblaðið/Sigurður Ægisson  STOÐIR, áður FL Group, töpuðu 7,1 milljarði króna á sölu á hlut sín- um í Northern Travel Holding (NTH), móðurfélagi Sterling. Þá tapaði félagið á upphaflegri sölu á Sterling til NTH en græddi ekki fimm milljarða króna í „gervi-hagn- að“ líkt og almennt hefur verið tal- ið. Þetta kemur fram á minnisblaði sem starfsmenn Stoða unnu fyrir kröfuhafa félagsins í kjölfar þess að húsleitir voru framkvæmdar hjá Hannesi Smárasyni vegna Sterling- viðskiptanna. Morgunblaðið hefur minnisblaðið, sem er dagsett 5. júní síðastliðinn, undir höndum. »20 Minnisblað um milljarðatap FL Group vegna Sterling  „Auðsjáanlega mun þetta hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunar- tekjur heimil- anna, s.s. þar sem meira er tekið af þeim, og til við- bótar munu neysluskattarnir hækka vísitöluna og þar með skuldir heimilanna,“ segir Gunnar Egill Eg- ilsson, lögfræðingur á skatta- og lög- fræðisviði Deloitte. Fjármálaráðherra lagði í gær fyr- ir Alþingi skýrslu um jöfnuð í ríkis- fjármálum. Þar koma m.a. fram til- lögur um ýmsar skattahækkanir. »8 Gríðarleg áhrif á ráðstöf- unartekjur og skuldir  TILRAUNIR eru gerðar með það að laða þorsk að gildrum með lykt- arefni. Ef rannsóknin leiðir í ljós að þorskur flykkist að lyktinni og hag- kvæmt reynist að fanga hann í gildrur gæti þessi veiðiaðferð orðið valkostur í framtíðinni við hefð- bundnar fiskveiðar í villtri náttúru. Rannsóknin er gerð í útibúi Haf- rannsóknastofnunarinnar á Ísa- firði, í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Lyktarefni verður í haust dælt úr landi í tilraunakví og fylgst nákvæmlega með viðbrögðum þorsksins. » 18 Lyktin laðar þorsk í gildrur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.