Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 LANG VINSÆLASTA MYNDIN! 38.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! „ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“ „ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ, UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“ „FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“, ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“ S.V. - MBL SÝND MEÐÍSLENSKUTALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í ÁLFABAKKA Á SUNNUDAG SÝND M EÐ ÍSLENSK U TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI / AKUREYRI TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Powersýn. kl.11 10 STÍGV. KÖTTURINN ísl. tal kl. 2 L HANNAH MONTANA kl. 4 L THE HANGOVER kl. 6 - 8 - 10 12 / KEFLAVÍK TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Powers. kl. 11 10 YEAR ONE kl. 5:50 - 8 7 ADVENTURELAND kl. 10:10 12 GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 2 - 4 ísl. tal L / SELFOSSI TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 Pow. kl. 11 10 GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 2 - 4 L NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:50 L MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10 ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að íslensk dægurmúsík er mest- anpart undir áhrifum frá hinni allt- umlykjandi eng- ilsaxnesku dægur- músík. Um það er svosem ekkert frekar að segja, flestir finna ein- hvers konar inn- blástur í þessari eða hinni tegundinni af tónlist og spreyta sig svo í fram- haldinu, með misgóðum árangri eins og gefur að skilja. Hljómsveitin Árs- tíðir horfir lóðbeint til Woodstock- tímabilsins og söngvaskálda þeirra er réðu ríkjum seinnipart sjöunda ára- tugarins á þessari plötu sem er sam- nefnd sveitinni. Komi þeir kumpánar Crosby, Stills & Nash upp í hugann er það ekkert skrýtið því kassagít- arfléttur og raddaður söngur eru ær og kýr þeirra Árstíðapilta. Þeir sem hafa dálæti á áðurnefnd- um Crosby og félögum munu rétti- lega fá á tilfinninguna að þeir hafi heyrt áður flest sem hér er á borð borið. Árstíðunum (nöfn sveitar- meðlima, lagahöfunda o.s.frv. hefðu gjarna mátt fylgja með á albúminu) er þó ekki alls varnað. Þeir eru flinkir á gítarana og söngur þeirra oftast hinn laglegasti sömuleiðis. En lagasmíð- arnar rísa mishátt, textarnir eru oft helst til þunnir í roðinu og þá einkum þeir sem eru á ensku, og hljómurinn á plötunni verður óneitanlega svolítið einhæfur þegar á líður. Lögin kallast þannig á við myndskreytingarnar í bæklingnum sem fylgir plötunni, en það eru mismunandi ljósmyndir af sama brúnfiðraða fuglshamnum. Endurtekin tilbrigði við tiltölulega einfalt stef. Fáeinar svartar fjaðrir hefðu komið sér vel í bland. Hrós fá strákarnir fyrir lögin „Ages“ og „Látum okkur sjá“, alltént tónsmíðarnar, og eru þeir hér með brýndir til að bíða raunverulegs inn- blásturs við textagerðina, því hér eru hæfileikamenn á ferð sem þurfa bara að finna fjölina sína, eins og þar stendur. Það eru ekki margir í brans- anum hér heima sem spila músík af þessu tagi um þessar mundir og Árs- tíðir hafa öll færi til að ná langt með jafnbetri lögum og kjötmeiri textum. Ögn meiri frumleiki í hljóðheiminn væri líka kjörinn og eftir því er hér með kallað. Áhugasömum er í millitíð- inni bent á úrvalsefni Crosby, Stills & Nash (og Young, vitaskuld), ekki síst plötuna Déjà Vu frá 1970, til að kynn- ast hæðunum sem tónlist af þessu tagi getur náð. Déjà Vu Árstíðir – Árstíðir bbmnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST EMMA Bunton sem gekk undir nafninu Baby Spice þegar hún söng með Krydd- stúlkunum vegna þess hversu góð- leg og væn hún þótti, fékk æð- iskast á dög- unum þegar henni var mein- að að reykja á næturklúbbi í London. Bunton mætti ásamt vini sínum í klúbbinn og var vísað að borði undireins. Því næst spurði hún hvort það væri ekki lagi að hún kveikti sér í vindlingi en var þá sagt að slíkt væri ekki leyfilegt. Það fannst henni greinilega ekki fullnægjandi svar og krafðist að fá að tala við rekstrarstjórann. Sá svaraði henni á sömu nótum; reykingar væru einfaldlega ekki leyfðar á staðn- um. Mun Emma hafa öskrað á rekstrarstjórann að það væri hneyksli hvernig staðurinn kæmi fram við manneskju eins og hana og hún léti sko ekki bjóða sér svona þjónustu. Því næst rauk hún út af staðnum þjónunum til mik- illar gleði, eflaust. Baby Spice fékk æðiskast Skapstór Emma Bunton SVO virðist sem ákveðnir íbúar í Bristol á Englandi finni listaverk- um hins dularfulla vegg-listamanns Banksy, allt til foráttu. Blárri málningu var á mánudag skvett yf- ir vegglistaverkið Mild Mild West sem sýnir bangsa búa sig undir átök við lögreglu og í apríl síðast- liðnum var rauðri málningu skvett yfir annað verk listamannsins sem sýnir nakinn mann hanga í glugga- syllu. Í fyrra tilvikinu hreinsuðu bæjarstarfsmenn verkið en nú virðist sem bærinn sjái ekki ástæðu til að laga Mild Mild West þrátt fyrir að íbúar bæjarins hafi árið 2007 valið verkið vinsælasta götu-listaverk borgarinnar. Ekki er vitað hvað skemmdarverka- mönnunum gengur til en talið er að það tengist með einhverjum hætti sýningu sem nú stendur yfir í listasafni bæjarins á verkum Banksy. Málningu skvett á Banksy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.