Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Vín Mörgum þykir sopinn góður. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BYRÐIN sem ofneysla áfengis legg- ur á heilbrigðiskerfin mun fara vax- andi á næstu árum verði ekkert að gert og milljónir manna deyja ótíma- bærum dauða af hennar völdum. Þetta má lesa úr þremur greinum um áfengisbölið í breska læknatíma- ritinu Lancet, þar sem skýrsluhöf- undar rekja aukninguna meðal ann- ars til vaxandi áfengisneyslu kvenna. Fjallað er um greinarnar í viðtali við Sally Casswell, einn greinarhöf- unda, sem nálgast má á vefsíðu Lan- cet, en þar kemur fram að skaðleg áhrif áfengis hafi verið vanmetin. Tímaritið er að þessu sinni helgað áfengisneyslu en þar segir að alls megi rekja eitt af hverjum 25 dauðs- föllum í heiminum til neyslunnar. Hlutfallið er hærra í Evrópu. Þar má rekja tíunda hvert dauðsfall til neyslunnar en ríflega sjöunda hvert í Rússlandi, þar sem áfengið á þátt í öðru hverju ótímabæru dauðsfalli. Verðhækkun skilar árangri Þá er fullyrt að sú leið að hækka áfengisverð og draga úr auglýsing- um á áfengum drykkjum hafi reynst árangursrík til að slá á vandann. Hækkun á meðaldrykk um sem svarar 100 krónur er þannig talin stuðla að umtalsverðri fækkun inn- lagna á sjúkrahús vegna ofneyslu. Casswell telur lagasetningu um áfengi skorta og vísar til lagaramm- ans um tóbak sem fordæmi. „Ég tel að eitt brýnasta verkefnið sé að gera áhrif áfengisins sýnilegri, ekki aðeins á drykkjumanninn held- ur einnig fólkið í kringum hann,“ segir Casswell, sem telur að um- fangsmeiri gagnaöflun myndi leiða í ljós þátt áfengisins í sjúkdómum. Hún segir stjórnvöld margra ríkja búa yfir þekkingu til að taka á vand- anum en þá skorti gjarnan til þess pólitískan vilja. Áfengisframleið- endur hafa mikla hagsmuni af því að tryggja að neyslan sé sem mest. Casswell segir óraunhæft að ætla að neysla áfengis muni dragast sam- an til jafns við reykingar. Málið snú- ist um að lágmarka þann skaða sem áfengið valdið neytendum. Bannvænn gleðigjafi  Tíunda hvert dauðsfall í Evrópu rakið til áfengisneyslu  Ríflega sjöundi hver Rússi deyr af völdum neyslunnar Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ALLT að 20 manns létu lífið í sprengingum í Bagdad í gær. Flestir létust í sprengingu á fjöl- mennum markaði í borginni en við þá sprengingu voru vélhjól notuð en þau eiga auðveldara með að komast fram hjá hertri löggæslu. Sprengingarnar í gær eru þær síðustu í röð sprenginga en yfir 250 manns hafa látið lífið í liðinni viku. Viðkvæmur tími framundan „Þeir eru að notfæra sér þennan tíma, tíma brottflutnings Banda- ríkjamanna, til að sanna að íraskar öryggissveitir séu ekki í stakk bún- ar til að annast öryggismál lands- ins,“ hefur New York Times eftir Ali al-Mosawi, ráðgjafa íraska for- sætisráðherrans, um áform upp- reisnarmanna. „Þeir munu auka árásirnar meðan á brottflutningn- um stendur, til að fremja eins marga glæpi og þeir geta,“ sagði Mosawi. Hann sagði öryggissveit- irnar hafa stjórn á ástandinu, hvað sem hryðjuverkamenn tækju sér fyrir hendur. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að þrátt fyrir spreng- ingar liðinna daga færi öryggis- ástandið í Írak batnandi. Yfirmenn Bandaríkjahers í Írak væru „áfram mjög jákvæðir varðandi gang mála í Írak“. Flestum sprengjunum hef- ur verið beint gegn sjíta-múslimum og sagðist Obama vilja sjá meiri framfarir á pólitíska sviðinu í Írak. „Ég hef ekki séð eins miklar póli- tískar framfarir í Írak og ég hefði viljað, ég hefði viljað sjá viðræður á milli sunníta, sjíta og kúrda,“ sagði Obama. Röð árása í Bagdad Sprengingar hafa orðið tugum að bana aðeins nokkrum dögum fyrir upphaf brottflutnings Bandaríkjahers frá Írak Reuters Daglegt líf Kona kaupir nauðsynjar á fjölsóttum markaðnum í Sadr-hverfi í Bagdad skömmu eftir að sprenging hafði þar orðið tugum fólks að bana. » Hernaðaraðgerðum í Írak lýkur í ágúst 2010 » Bandaríkjaher áætlar að yfirgefa landið 2011 » Ofbeldi dvínar þrátt fyrir atburði vikunnar AP. Teheran. | HÁTTSETTUR íranskur klerkur, Ayatollah Ahmad Khatami, hvatti til þess í ræðu sem var útvarpað úr háskólanum í Teheran í gær að hvatamönnum að mót- mælum yrði refsað „án náðar“ og sagði hann að sumir þeirra gætu búist við því að verða teknir af lífi. Harð- línumenn hafa áður farið fram á langa dóma og hengingar. Óttast er að þeir sem nú bíða eftir réttarhöldum gætu sætt hörðustu mögulegu refsingum. „Hver sá sem tekur upp vopn til að berjast gegn fólkinu, á aftöku skilið,“ sagði Ayatollah Ahmed Khatami. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Mir Hossein Mousavi, sagðist í gær myndu sækjast eftir opinberu leyfi fyrir mótmælasamkomum í framtíðinni og bindur það enda á hlutverk hans í mót- mælum á götum úti sem stuðningsmenn hans hafa staðið fyrir allt frá því að hann tapaði í forsetakosningum fyrr tveimur vikum. jmv@mbl.is Fer fram á dauðadóma Ayatollah Ahmad Khatami Á SAMA tíma og hart var lagt að æðstu stjórnendum breska útvarps- ins, BBC, að draga saman seglin tví- nónuðu þeir ekki við að leigja einka- þotur og gista á lúxushótelum, svo ekki sé minnst á dýrar gjafir starfs- manna í millum á kostnað ríkisins. Óhófið er afhjúpað í gögnum sem lekið var til fjölmiðla en þar kemur fram að flestir af 50 hæstsettu stjórnendum BBC hafa sem svarar ríflega 40 milljónum króna í árslaun, miðað við núverandi gengi. Þrettán þúsund króna blómvönd- ur, tónhlöður og kampavín eru á meðal brýnna nauðsynja sem stjórn- endur BBC sáu ástæðu til að rukka skattgreiðendur fyrir. Þrátt fyrir uppljóstrunina neitar BBC að endurgreiða útgjöldin. Hneyksli skekur BBC AÐDÁENDUR Michael Jacksons söfnuðust í gær saman á götum úti allt frá Sydney til Parísar til að minnast hans, en Jackson lést á fimmtudag, fimm- tugur að aldri. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að Barack Obama minnt- ist Jacksons sem „frábærs flytjanda og tónlistargoðs.“ Spurningar hafa vaknað um óhóflega lyfjaneyslu Jacksons, krufning fór fram á líki hans í gær en niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. jmv@mbl.is Reuters Poppkóngur syrgður AUKAKRÓNUR 153 pylsurá ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur fengið þér eina með öllu þrisvar í viku á Bæjarins bestu fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 2 3 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.