Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is TAP Stoða, áður FL Group, á sölu hlutar síns í Northern Travel Hold- ing (NTH) og uppgjöri á seljenda- láni í tengslum við þá sölu í septem- ber 2008 nam 7,1 milljarði króna. Stoðir/FL Group höfðu keypt hlutafé í NTH fyrir fjóra milljarða króna og lánað aðra fjórtán til ann- arra kaupenda þegar FL Group seldi danska flugfélagið Sterling til NTH á 20 milljarða króna hinn 27. desember 2006. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem starfsmenn Stoða/FL Group unnu fyrir kröfu- hafa félagsins í kjölfar húsleitar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra á heimilum Hannes Smára- sonar, fyrrum forstjóra félagsins, vegna viðskipta þess með Sterling. Minnisblaðið, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er dagsett 5. júní síðastliðinn og rekur aðkomu Stoða/FL Group að Sterling frá upphafi. Það byggist á upplýsingum úr bókhaldi félagsins, öðrum gögn- um sem aðgengileg eru núverandi starfsmönnum þess og fundargerð- um stjórnar. Millifærslan staðfest Rannsókn efnahagsbrotadeildar- innar snýr meðal annars að því hvort FL Group hafi millifært fé sem notað var til þess að „lána“ eignarhaldsfélaginu Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, þegar það keypti Sterling vorið 2005 á um fjóra millj- arða króna. Í minnisblaðinu kemur fram að 46,5 milljónir dala hafi verið milli- færðar af bankareikningi félagsins á Íslandi inn á bankareikning þess hjá Kaupþingi í Lúxemborg hinn 22. apríl 2005. Hinn 30. júní 2005 voru síðan fjármunirnir millifærðir aftur til baka ásamt vöxtum, alls 46,74 milljónir dala. Kaupþing stað- festi að féð hefði verið aðgengilegt félaginu allan þennan tíma. Rannsókn ákæruvaldsins snýr einnig að kaupum og sölu á Sterl- ing. Í minnisblaðinu kemur fram að Stoðir/FL Group hafi keypt Sterl- ing fyrir 14,6 milljarða króna af Fons hinn 24. október 2005. Um 10,7 milljarðar voru greiddir með reiðufé og 3,9 milljarðar með hlutafé í Stoðum/FL Group. Kaup- verðið var ákvarðað samkvæmt mati á eignum Sterling og framtíð- arspá um EBITDA-hagnað, sem er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsgjöld. PriceWaterHouse- Cooper í Danmörku, Bech-Bruun og lögmannstofan Logos voru feng- in til að vinna áreiðanleikakannanir. Allir stjórnarmenn félagsins sam- þykktu kaupin hinn 21. október 2005. Enginn „gervi-hagnaður“ Sterling var síðan selt aftur hinn 27. desember 2006 til nýstofnaðs fé- lags, Northern Travel Holding (NTH), á 20 milljarða króna. Það var í eigu Stoða/FL Group (34,8%), Fons (43,2%) og Sunds (22%), sem hafði sölutryggingu á sínum hlut. Sund greiddi 2,7 milljarða fyrir hann en seldi hann innan við ári síðar til Baugs á sömu upphæð auk vaxta. Í minnisblaðinu kemur fram að greitt hafi verið fyrir kaup NTH á Sterling með sex milljörðum króna í reiðufé og 14 milljarða króna hluthafaláni. Í staðinn keyptu Stoð- ir/FL Group um þriðjungshlut í NTH. Ef miðað er við bókfært virði Sterling í bókum Stoða/FL Group í lok september 2006 nam tap félags- ins vegna sölunnar á Sterling 371 milljón króna. Í minnisblaðinu segir orðrétt að það sé „í andstöðu við þá almennu skoðun að viðskiptin hafi skapað „gervi-hagnað“ upp á 5 milljarða fyrir FL Group“. Þetta er meðal annars útskýrt í minnis- blaðinu með gengissveiflum, niður- færslu á hluthafaláninu og lækkun á bókfærðu virði Sterling í bókum félagsins vegna taprekstrar flug- félagsins. NTH var að lokum selt til Fons í september 2008 og Sterling með. Fons átti eftir það NTH að fullu. Hluthafalánið, sem upphaflega var 14 milljarðar, var gert upp í þess- um viðskiptum. Í minnisblaðinu kemur fram að tap Stoða/FL Gro- up, bæði vegna seljendalánsins og fjögurra milljarða króna hlutarins sem félagið keypti í NTH, hafi numið 1,3 milljörðum á árinu 2006, tveimur milljörðum árið 2007 og 3,8 milljörðum árið 2008. Samtals gerir það 7,1 milljarð. Alls fengust greiddir 10,9 milljarðar til baka í formi reiðufjár og eigna. Milljarðatap Stoða vegna Sterling  Minnisblað um Sterling-viðskipti Stoða/FL Group unnið fyrir kröfuhafa eftir húsleit hjá Hannesi  Millifærslan til Lúxemborgar staðfest  Stoðir/FL Group töpuðu 7,1 milljarði króna á sölu NTH ● HLUTABRÉF deCODE genetics, móð- urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, verða aftur skráð á aðallista Nasdaq- hlutabréfamarkaðarins í New York næstkomandi mánudag. Hlutabréf deCODE voru sett á athug- unarlista Nasdaq í októbermánuði síðastliðnum. Ástæðan var sú að mark- aðsvirði félagsins hafði þá verið í tíu viðskiptadaga undir 50 milljónum Bandaríkjadollara, sem er lágmark fyrir skráningu á aðallista Nasdaq. Í febr- úarmánuði síðastliðnum voru bréf fé- lagsins svo flutt yfir á svonefndan Capi- tal Market-lista Nasdaq, þar sem ekki hafði ræst úr með markaðsvirðið. gretar@mbl.is Hlutabréf deCODE aftur á aðallista Nasdaq ● NÝJA Kaupþing ábyrgist greiðslu fyrirtækisins Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca fyrir framselda hluti vegna yfirtökutilboðs fyrirtæksins, sem dagsett er í fyrradag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá bankanum í gær. Sagt var frá væntanlegu yfirtöku- tilboði Lur Berri í lok maí síðastliðins. Þá hafði fyrirtækið keypt tæplega 3% hlut í Alfesca. Stærstu hluthafar Al- fesca auk Lur Berri, þ.e. Kjalar Invest, Alta Food Holding, Kaupthing Singer & Friedlander og tilteknir stjórnendur Al- fesca, höfðu þá gert með sér samning um stjórn og rekstur Alfesca. Lur Berri Iceland er íslenskt einka- hlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding. Segir í tilkynningunni að með yfirtökutilboði sé verðið 4,5 krónur fyrir hvern hlut í Alfesca. gretar@mbl.is Nýja Kaupþing ábyrgist Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÍSLENSK afþreying, sem hét áður 365 hf. og þar á undan Dagsbrún hf., er gjaldþrota. Í nóvember sl. var fjölmiðlahluti félagsins seldur til Rauðsólar ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rauð- sól heitir í dag Sýn ehf. og á m.a Stöð 2, Fréttablaðið og Bylgjuna. Eftir söluna á fjölmiðlahlutanum voru Sena og EFG ehf. eftir í Ís- lenskri afþreyingu. Öll hlutabréf í Senu voru seld til Garðarshólma í mars sl., en Sena rekur verslanir Skífunnar og kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó, Regnbog- ann og Borgarbíó Akureyri. Garð- arshólmi er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar og Magnúsar Bjarnason- ar. EFG, sem er móðurfélag Saga Film og annarra félaga í auglýs- ingaframleiðslu, er einnig farið út úr Íslenskri afþreyingu því stjórn- endur þess hafa tekið það yfir. „Í rauninni var eignarhlutur Íslenskr- ar afþreyingar í EFG ráðstafað á málamyndaverði til stjórnenda fé- lagsins vegna þeirrar stöðu að eig- infjárvirði félagsins var orðið ekki neitt,“ segir Ari Edwald, stjórnar- formaður Íslenskrar afþreyingar. Móteigandi stjórnendanna er þrotabú Straums fjárfestingar- banka. „Skuldir EFG við Íslands- banka eru hins vegar umfram verð- mæti þess. [...] Í rauninni voru stjórnendurnir að taka að sér úr- vinnslu á málefnum félagsins gagn- vart kröfuhöfum,“ segir Ari. Stöðu Íslenskrar afþreyingar í dag má í reynd að hluta til rekja til ákvarðanatöku í fjárfestingum úr tíð Dagsbrúnar. „Umsvif Dagsbrúnar í fjárfest- ingum voru mikil. Þegar mest var á seinni hluta 2006, fyrir uppskiptin í 365 og Teymi, var rekstur á vegum félagsins um 75 milljarðar á árs- grundvelli. Það er því ljóst að um- svif 365 miðla voru ekki nema 12% af starfsemi félagsins á þeim tíma,“ segir Ari. Íslensk afþreying er eignalaust í dag, en fjárhæð skulda félagsins fékkst ekki uppgefin í gær. Íslensk afþreying er gjaldþrota  Félagið er eignalaust með öllu  Ræturnar liggja í Dagsbrún Morgunblaðið/Ómar Stjóri Ari Edwald tók við fleyinu SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík frestaði því í gær til þriðjudags að úrskurða um lögbann á stjórnarsetu Matthíasar Björnssonar í Byr spari- sjóði. Málið er sprottið af því að fjórtán stofnfjáreigendur kröfðust lögbanns á stjórnarsetu Matthíasar þar sem þeir telja að hann sitji í krafti meiri- hluta sem var ekki löglega kjörinn, en þeirra á meðal eru Helgi Vil- hjálmsson, oft kenndur við Góu og Þórður Magnússon. Sá sem krefst lögbannsins þarf að leggja fram tryggingu vegna mögu- legs fjárhagslegs tjóns þess sem lög- bannið beinist gegn ef héraðsdómur úrskurðar lögbannið ekki gilt. Tryggingunni er ætlað að ganga upp í mögulegt tjón ef í ljós kemur að stjórnin situr í krafti löglega kjörins meirihluta. Lögmenn Matthíasar kröfðust í gærmorgun 10 milljarða króna tryggingar vegna málsins. Laun fyrir stjórnarsetu í sparisjóðn- um eru á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. thorbjorn@mbl.is Vildu 10 milljarða og lögbannsúrskurði frestað Morgunblaðið/Kristinn Átök um Byr Frá aðalfundi Byrs hinn 13. maí síðastliðinn. Fjórtán stofnfjár- eigendur í sparisjóðnum telja meirihluta stjórnar ekki löglega kjörinn. Stofnfjáreigendur í Byr bíða átekta ALISTAIR Dar- ling, fjármála- ráðherra Bret- lands, mun í haust leggja til breytingar á lög- um um breska fjármálaeftir- litið. Segir í frétt TimesOnline að eftirlitið muni fá auknar heimildir til að grípa inn í starfsemi fjár- málafyrirtækja frá því sem nú er. Ætlunin er að fjármálaeftirlitið verði betur í stakk búið til að stuðla að stöðugleika á fjár- málamarkaði en hingað til. Í breskum fjölmiðlum hafa heyrst raddir í þá veruna að hinar fyrirhuguðu breytingar á lögum um fjármálaeftirlitið muni hugs- anlega skapa spennu á milli eft- irlitsins og Englandsbanka, seðla- banka Bretlands. Hefur TimesOnline eftir fulltrúum fjár- málaráðuneytisins að slíkar áhyggjur séu algjörlega óþarfar. gretar@mbl.is Breska fjár- málaeftirlitið mun eflast Fær væntanlega aukin úrræði í haust Alistair Darling     !"# $"%     &#'( % $"% $"     ! " &() &) !%"( $%"#   #$%& ' (&( (& * !%") !%"#     )) *'# $%"( $")   ● SJÁLFKJÖRIÐ verður í stjórn Eim- skipafélagsins á aðalfundi 30. júní. Gunnar M. Bjorg, flugvélakaupandi frá Liechtenstein, gengur úr stjórninni og inn kemur Pétur Guðmundarson lög- fræðingur. Að öðru leyti verður stjórnin óbreytt. Aðrir stjórnarmenn tóku sæti þegar Björgólfur Guðmundsson var að- aleigandi félagsins. Grettir, félag hans um eignina, er í gjaldþrotaskiptum. Sindri Sindrason verður áfram stjórn- arformaður, aðrir eru: Friðrik Jóhann- esson, Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. helgivifill@mbl.is Björgólfsmenn í stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.