Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is STJÓRNARMÖNNUM í Lífeyr- issjóði Kópavogs var kunnugt um hverjar lánveitingar sjóðsins voru til Kópavogsbæjar, en yfirliti um það var dreift á hverjum stjórnarfundi, að því er fram kemur í fundargerðum LSK. Jafnframt var stjórnarmönnum kunnugt um að farið væri út fyrir lagaheimildir í lánveitingum til Kópa- vogsbæjar og voru þeir upplýstir um samskipti við Fjármálaeftirlitið nán- ast á hverjum fundi frá því ákveðið var að boða til fundar með FME á stjórnarfundi 14. nóvember í fyrra. Hrædd við að þeir birtist óvænt Flosi Eiríksson, stjórnarmaður LSK og bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar, gagnrýndi í yfirlýsingu 21. júní að gögn hefðu verið „matreidd“ sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar síðan verið kynnt- ar í lögbundnum skýrslum til FME. Ómar Stefánsson, einnig stjórn- armaður og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn, hefur tekið undir þá gagnrýni. Af tölvupóstsamskiptum milli allra stjórnarmanna LSK og Sigrúnar Bragadóttur, framkvæmdastjóra LSK, má hinsvegar ráða að þeir hafi verið meðvitaðir um að ekki væru all- ar upplýsingar upp gefnar til Fjár- málaeftirlitsins. Þegar FME óskaði eftir greinargerð 15. janúar 2009, „eigi síðar en í lok dags“, um hvort fjárfestingar sjóðsins samræmdust lögum og hvort búið væri að ganga frá endurgreiðslu á láni sem sjóð- urinn veitti Kópavogsbæ, þá sendi Sigrún tölvupóst á stjórnarmenn með orðunum: „Þessir blessuðu eftirlitsmenn láta mig bara ekki í friði. Við hefðum bet- ur sleppt því að heimsækja þá og upp- lýsa um stöðu mála.“ Ómar Stefánsson og Flosi Eiríks- son, stjórnarmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingar, svöruðu innan klukku- tíma og vildu mótmæla tímafrestinum sem FME hafði gefið. Flosi lagði til að Sigrún gerði drög að svari, „sendi á stjórnarmenn til yfirlestrar og síðan sendi hún það fyrir okkar hönd“. Sigrún sendi síðan drög að grein- argerð rúmum klukkutíma síðar og í tölvupóstinn skrifaði hún stuttar „vangaveltur“ í fjórum liðum, þar sem stóð við fjórða tölulið: „Ég er pínulítið hrædd við að þeir birtist óvænt og heimti að skoða bókhaldið. Það er allt rétt sem kemur fram í bréfinu nema að þann 6. janúar lán- uðum við bænum aftur 330 milljónir. Heildarskuld bæjarins er því 580 milljónir.“ Þess má geta að skv. árs- skýrslu sjóðsins 2008 var hrein eign hans rúmir 2,4 milljarðar króna. Líst vel á... Umrætt lán, sem hljóðaði upp á 330 milljónir, var greitt upp rétt fyrir síðustu áramót og veitt aftur 6. jan- úar. Það kom því ekki fram í yfirliti til Fjármálaeftirlitsins. Það var liður í gagnrýni Flosa og Ómars, að: „Afborganir og útborganir á lán- um til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja FME, án vitneskju almennra stjórnarmanna.“ Af fundargerðum frá stjórnar- fundum má hinsvegar ráða að þeir voru upplýstir um það á hverjum stjórnarfundi hvenær afborganir og útborganir á lánum til bæjarins fóru fram. Sá háttur var jafnan hafður á að lánin voru veitt til mánaðar í senn, eins og fram kemur í greinargerð sem stjórn LSK sendi Fjármálaeftir- litinu 15. janúar. Flosi Eiríksson kom að því að semja þá greinargerð og sendi í tölvupósti: „Mér líst vel á þetta í meginatriðum, krassaði að- eins í...“ Vandræði að fá féð laust Þegar lánveitingar til Kópavogs- bæjar fóru yfir 10% hámark af heild- areignum sjóðsins var það vegna „verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið“, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnar frá 19. júní sl. En þá hafði stjórn og framkvæmdastjóra LSK verið vikið frá og umsjónarmaður skipaður með sjóðnum af FME og fjármálaráðu- neytinu. Það kemur fram í sömu yfirlýsingu að verðtryggða skuldabréfið hafi ver- ið undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum LSK þegar það var útgefið og að uppreiknað verð bréfs- ins hafi numið 10,57% af heildar- eignum sjóðsins. „Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka.“ Í fundargerðum kemur fram að vextir af lánum til Kópavogsbæjar námu 16-20% og gaf það hærri ávöxtun en aðrar leiðir sem farnar voru. Í fundargerð stjórnar frá 10. októ- ber stendur: „Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs samþykkir að heimila forstöðumanni að lána Kópa- vogsbæ allt að 1 milljarð ísl. kr. Um nánara fyrirkomulag og kjör verði samið sérstaklega, en þau skulu taka mið af markaðsaðstæðum. Stjórn sjóðsins skal vera upplýst um ein- stakar aðgerðir.“ Og ákvörðunin er skýrð í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnar 19. júní: „Í efnahagsumrótinu í byrjun árs tók stjórn LSK yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leið- in til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda ber Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir.“ Þetta er í samræmi við grein- argerð sem stjórn LSK sendi til Fjármálaeftirlitsins 15. janúar, þar sem skýrð er sú ákvörðun að lána Kópavogsbæ, en þar segir meðal annars: „Á þessum tíma var framboð ríkisbréfa mjög lítið enda hríðféll ávöxtunarkrafa þeirra og ekki ásætt- anlegt að fjárfesta á yfirverði. Nán- ast ekkert framboð hefur verið á sveitarfélagabréfum í mörg ár. Inn- lán til minni fjármálastofnana voru ekki ákjósanleg, þrátt fyrir háa vexti, sökum óvissu um afdrif þeirra í fram- haldinu. Lífeyrissjóður Kópavogs- bæjar hefur verið með innlán, bundin til skamms tíma, hjá minni sparisjóð- um og hefur lent í vandræðum að fá féð laust þrátt fyrir að komið væri fram yfir gjalddaga. Ekki er loku fyr- ir það skotið að erfitt reynist fyrir ríkissjóð að ábyrgjast innlán að fullu þrátt fyrir yfirlýsingar þar að lút- andi.“ Stjórnin taldi því „eina örugga og ásættanlega fjárfestingakostinn vera þann að lána Kópavogsbæ fjármuni til skamms tíma í senn á meðan lausafjárþurrðin gengi yfir.“ Vissu um lánveitingarnar Morgunblaðið/Eggert Kvaddur Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri var kvaddur með virktum af samstarfsmönnum í gær og hér sést hann með nokkrum þeirra. Í Morgunblaðinu á morgun birtist ítarlegt viðtal við Gunnar.  Besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga  Stjórnarmenn vissu um dagsetningar á afborgunum og útborgunum á lánum  „Pínulítið hrædd við að þeir birtist óvænt og heimti að skoða bókhaldið“ Í yfirlýsingu sem Sigrún Braga- dóttir hefur sent frá sér vegna málsins kemur fram að öll stjórn LSK hafi verið kærð til efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra, en engin kæra hafi verið gefin út. „Einnig vill undirrituð árétta það að lánveitingar sjóðsins til Kópavogsbæjar voru veittar til varnar eignum sjóðsins, þegar fjármunir brunnu upp í íslensku efnahagskerfi og eingöngu með hagsmuni sjóðfélaga að leið- arljósi. Þessar lánveitingar voru veittar með fullri vitund allra stjórnarmanna sjóðsins, í sam- ráði við þá og engu leynt. Und- irrituð undrast því mjög að ein- staka stjórnarmenn hafi reynt að afvegaleiða staðreyndir málsins í pólitískum tilgangi.“ Spurðir hvort þeir hygðust sitja áfram eftir að Gunnar Birg- isson hætti sem bæjarstjóri og fór í leyfi sem bæjarfulltrúi sagði Ómar Stefánsson málið í eðlileg- um farvegi og Flosi að hann sæi ekki ástæðu til að segja af sér „af því að Gunnar Birgisson [hafi] beitt mig blekkingum.“ Gunnar hefur hinsvegar lýst því yfir að enginn glæpur hafi verið framinn og hann hafnar yf- irlýsingum Flosa Eiríkssonar og Ómars Stefánssonar um að hann hafi vísvitandi lagt rangar upp- lýsingar fyrir Fjármálaeftirlitið. Fjármunir að brenna upp Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is FRÍSTUNDAVEIÐAR eru vaxandi þáttur í ferðaþjón- ustunni og nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritað reglugerð um slíkar veiðar. Eru þær ýmsum takmörkunum háðar ef viðkomandi ferðaþjónustufyr- irtæki kaupir ekki sérstakan kvóta til veiðanna. Dæmi um slíkt er m.a. að finna á Vestfjörðum en þangað hafa útlendingar sótt í stórum stíl í sjóstangaveiði. Fyrirtækin þar hafa keypt kvóta til veiðanna. Aðilum sem reka ferðaþjónustu og hyggjast nýta við þann rekstur báta til frístundaveiða er skylt að sækja um leyfi til Fiskistofu fyrir hvern bát sem fyrirhugað er að nota í því skyni. Skilyrði útgáfu leyfis er að sá sem rekur bátinn hafi leyfi Ferðamálastofu. Samkvæmt reglugerðinni eru frístundaveiðar án kvóta einungis heimilar með sjóstöng og handfærum án sjálf- virknibúnaðar. Leyft er að veiða 7 fiska af kvótabundn- um fisktegundum á hvert handfæri eða sjóstöng dag hvern og reiknast sá afli ekki til aflamarks viðkomandi báts. Ekki er heimilt að hafa um borð í báti fleiri en 7 sjóstangir og/eða færarúllur samtímis. Þetta þýðir að mest er hægt að veiða 49 fiska í hverri veiðiferð. Sé frístundaveiði stunduð á báti með kvóta skal leyfið takmarkast af aflamarki eða krókaaflamarki viðkomandi báts. Allur afli þessara báta skal veginn í samræmi við gild- andi reglur um vigtun og skráningu sjávarafla. Heimilt er að selja og fénýta á annan hátt þann afla sem fæst við þessar veiðar. Mega veiða sjö fiska  Frístundaveiðar eru vaxandi þáttur í ferðaþjónustunni  Kvótalausar veiðar eru framvegis háðar takmörkunum Morgunblaðið/RAX Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante. Sértiboð 1., 8., 15. og 22. júlí. Aðeins örfá sæti. Allra síðustu sætin! Alicante í júlí frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante í júlí á hreint ótrúlegu verði. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.