Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 45
Gripið um djásnið Jackson var nú engin karl- remba en kom þó punggripinu í tísku. HVER var Michael Jackson? Jú, tónlist- armaður og dansari, hæfileikaríkur og goð- sögn í lifanda lífi, bjó í Hvergilandi og virtist heldur vilja umgangast börn en fullorðna. Sög- urnar af Jackson eru flestar lyginni líkastar, sumar sannar en aðrar ekki. Blaðamaður tíndi nokkrar til. 1. Jackson og FílamaðurinnSagan segir að kóngurinn hafi keypt beinagrind Fílamannsins svonefnda, Josephs Merrick, sem David Lynch gerði kvikmynd um. Þessi stórskemmtilega saga um Jackson var á kreiki á 9. og 10. áratugnum. Jackson sagði þetta bölvaða vitleysu, hann hefði ekkert við beinin að gera. 2. Jackson og geimstöðinJackson var spurður að því fyrir sjö ár- um hvort það væri rétt að hann hefði hug á því að fara til tunglsins. Hann svaraði því til að orðrómurinn væri ekki alveg úr lausu lofti gripinn. Í kjölfarið fór sú saga á kreik að hann ætlaði að reisa geimstöð á tunglinu. Hún hefur ekki risið enn svo vitað sé. 3. Hárið brennurÁrið 1984 kviknaði í hárinu á Jackson þegar hann var við tökur á Pepsi-auglýsingu. Neistar úr flugeldum ollu hárbrunanum og var Jackson fluttur á sjúkrahús. Hann sagði aðdá- endum sínum að hafa ekki áhyggjur þar sem hann lá á börunum á leið í sjúkrabílinn. 4. Arabakonan JacksonJackson hefur nokkrum sinnum brugðið sér í dulargervi til að fá að vera í friði. Fyrir þremur árum skellti hann sér í búrku og þótt- ist vera kona, til að geta skroppið á útimarkað í Barein. Þessi brella hefði kannski virkað ef hann hefði ekki verið með þrjú börn í eft- irdragi, öll vestræn í útliti. 5. Vélmennið JacksonPopparinn átti sér þann draum að risa- vaxin, vélknúin útgáfa af honum stæði skammt frá Las Vegas. Vélmennið átti að dansa við lag- ið „Thriller“ og skjóta leysigeislum úr augum sér. Það hefði nú verið gaman að sjá það... 6. SúrefniskassinnSagan af því að Jackson hafi sofið í súr- efniskassa á 9. áratugnum er flestum kunn en ekki víst að hún sé sönn. Jafnan eru ungbörn höfð í slíkum kössum og þar sem Jackson var æskudýrkandi mikill er sannarlega ekki ómögulegt að sagan sé sönn. 7. Gúmmíbirni og sílófón, takkJackson mun hafa beðið um skál af gúmmíbjarnahlaupi og sílófón þegar hann dvaldi á hóteli í London fyrir tveimur árum. Spurning hvort það hafi verið hluti af herberg- isþjónustunni. 8. Neyddur í hreðjatakEinhver þekktasta danshreyfing hans er hreðjatakið, þ.e. að grípa leiftursnöggt um hreðjar sér og jafnvel rísa upp á tærnar um leið. „Tónlistin neyðir mig til þess!“ svaraði Jackson, þegar hann var spurður að því af hverju hann gerði þetta. 9. Díana var ekki dónaleg!Jackson ákvað að sleppa því að syngja lagið „Dirty Diana“ á tónleikum í London, í virðingarskyni við Díönu prinsessu. Og talandi um dónaskap þá mun popparinn hafa skamm- ast sín gríðarlega fyrir hönd LaToyu systur sinnar þegar hún lét birta af sér nekt- armyndir. Sagan segir að fyrir vikið hafi Jack- son orðið gríðarlega viðkvæmur fyrir orðinu „brjóst“ og alls ekki viljað heyra það. 10. Dularfulla danssporiðSú saga hefur flogið fjöllum hærra að Jackson hafi ætlað að frumsýna glænýtt og stórkostlegt dansspor á fyrstu tónleikum sín- um af 50 í 02-höllinni í London. Nýja sporið var víst í ætt við tunglgönguna frægu en aðdá- endur Jacksons fá víst aldrei að sjá það. helgisnaer@mbl.is Ótrúlegar sögur  Skilin milli sannleiks og lygi eru óljós þegar kemur að sögum um popp- konunginn og sérvitringinn Michael Jackson  Við rifjum upp 10 sögur Súrefniskassinn Öfgakennd æskudýrkun? Jackson í búrku Eina leiðin fyrir Jackson til þess að fara í verslunarferð óáreittur. Fílamaðurinn Ekki í skáp Jacksons. Gúmmibirnir Fyrir börnin kannski? 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Við borgum ekki „...svo hryllilega fyndið“ SA;TMM Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 27/6 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Fim 2/7 kl. 20:00 Ö Fös 3/7 kl. 20:00 Ö Fim 9/7 kl. 20:00 Fös 10/7 kl. 20:00 Fim 16/7 kl. 20:00 Fös 17/7 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Viðbrögð stjarnanna... ’Ég hef ekki getaðhætt að gráta yfirþessum sorglegu frétt-um. Heimurinn hefurmisst einn af sínum gullmolum, en tónlist hans mun lifa að eilífu.“ MADONNA ’Ég get ekki hætt aðgráta. Þessi hörm-ung er yfirþyrmandi. Égá erfitt með að ímyndamér þetta. Hjarta mitt brennur. Ég bið fyrir börnum hans og fjöl- skyldu.“ DIANA ROSS ’Ég er enn að halda ívonina um að þettasé ekki satt. Michael varí góðu formi þar semhann var að æfa fyrir tónleikaröð sína. Hann var varkár á mataræði og síðast þegar ég heyrði frá honum var hann við hestaheilsu. Þess vegna eru þessar fréttir mikið áfall.“ URI GELLER, VINUR ’Við höfum misstgleði okkar. Hann hefur misst kvöl sína.Hann var undir stöðugu áreiti frá pressunniog allt sem hann vildi var að vera stórkost-legasti skemmtikraftur heims... sem hann var.“ SÉRA JESSE JACKSON ’Guðdómleikinn leiddi sálir okkar samanog leyfði okkur að gera það sem viðgerðum á níunda áratugnum. Enn í dag er sútónlist spiluð í öllum heimshornum. Ástæð-an er sú að hann hafði þetta allt – hæfileika, dyggð og fagmennsku. Ég hef misst litla bróður minn og hluti sálar minnar fór með honum.“ QUINCY JONES, UPPTÖKUSTJÓRI ’Ég er sorgmædd og ringluð tilfinninga-lega. Hjarta mitt er brostið fyrir höndbarna hans, sem ég veit að skiptu hann öllu,og fjölskyldu. Þetta er svo mikill missir ámörgum sviðum að ég finn ekki réttu orðin.“ LISA MARIE PRESLEY, FYRRUM EIGINKONA ’Það verður aldrei annar Michael Jack-son. Fyrstu tónleikarnir sem ég sá vorumeð honum. Það var í Madison Square Gar-den þegar ég var átta ára. Ég væri ekki aðgera það sem ég geri í dag ef ekki væri fyrir hann. Hann færði mér gleði sem barn og sýndi mér veginn. Hann var tónlist. Punktur.“ LENNY KRAVITZ Lisa Marie Presley Quincy Jones Madonna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 4/7 kl. 16:00 Sun 12/7 kl. 16:00 Lau 18/7 kl. 16:00 Sun 26/7 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Fim 23/7 tónleikar kl. 21:00 BANDARÍSKA leikkonan Cameron Diaz hlakkar víst mikið til að mæta Tom Cruise aftur á hvíta tjaldinu en síðast þegar þau léku saman var það í kvikmynd Camerons Crowe, Vanilla Sky. Nýja myndin mun heita Wichita og fjallar um leyni- lögreglumann sem kynnist ungri konu sem hefur afskaplega dap- urlega reynslu af stefnumótum. „Ef ég hefði eitthvað á móti því að leika á móti Tom, myndi ég ekki gera það. Ég er mjög, mjög spennt. Þetta verður hasarmynd og ég get ekki beðið eftir því að leika á móti hon- um.“ Diaz og Cruise hafa haldið kunningsskap í mörg ár. Það þótti m.a. til marks um góða vináttu þeirra þegar leikkonan var heiðruð með gangstéttarstjörnu í Holly- wood á dögunum. Þar voru Cruise og Holmes á meðal nánustu vina sem fögnuðu með henni. „Það var svo gaman að hafa þau þar. Þau eru frábær. Öll fjölskyldan mín var þarna og vinir mínir og ég tel þau bæði í þeim hópi.“ Leikur á móti Cruise Tom Cruise Cameron Diaz LEIKARINN hógværi, Johnny Depp, lítur ekki á sig sem stórstjörnu á erfitt með að skilja hvað fólk á við þegar hann er sagður vera frægur. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem stjörnu. Það er alltof skrít- ið. Ef ég ætti að velja á milli þess að vera sýning- argripur og að sitja í myrkvuðu herbergi allan daginn, myndi ég velja herbergið.“ Leikarinn sem er 46 ára gamall og án efa einn þekktasti leikari heims segir að hann hafi aldrei nokkurn tímann sóst eftir frægð og það sé tilviljun ein að honum hafi vegnað jafn vel og raun ber vitni. „Ég hef aldrei verið mjög metnaðargjarn. Allt sem hefur gerst í mínu lífi, gerðist vegna þess að það átti að gerast.“ Þó viðurkennir Depp að honum sé í mun að gera börnin sín tvö stolt af sér. Hógvær úr hófi fram Heppinn? Johnny Depp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.