Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Á SEINUSTU dög- um hafa fjölmiðlar skyndilega fengið áhuga á eldgömlu máli um viðskipti Kópa- vogsbæjar við dóttur bæjarstjórans. Við- skipti sem oft hafa ver- ið til umræðu í stjórn bæjarins og snúast ekki um upphæðir sem hafa mikil áhrif á fjár- hag Kópavogs. Þau varpa miklu frekar ljósi á gjörólíka stefnu sjálfstæðis- og framsókn- armanna annars vegar og Samfylk- ingar hins vegar þegar kemur að op- inberri stjórnsýslu. Enda hafa sjálfstæðis- og framsóknarmenn aldrei séð neitt athugavert við að fyr- irtæki bæjarstjórans eða fyrirtæki dóttur bæjarstjórans ættu í við- skiptum við bæinn án þess að um út- boð væri að ræða. Meðferð sjálfstæðis- og framsókn- armanna á landi í eigu bæjarins skiptir þó miklu meira máli fyrir fjár- hag bæjarins, en á seinustu árum hafa þeir úthlutað lóðum langt undir markaðsverði til handvalinna verk- taka. Úthlutun lóða til einstaklinga hefur einnig að miklu leyti verið til aðila sem selt hafa lóðirnar fljótlega og hirt mismuninn. T.d. seldu 75% þeirra sem fengu lóð í Salahverfi hana fljótlega aftur. Meðferð Lundar og Glaðheima var í takt við annað. Þær landspildur voru í eigu bæjarins og voru Glaðheimar t.d. metnir á u.þ.b. 8.000 milljónir. Einn verktaki fékk Lund án endurgjalds en bærinn keypti hesthús í Glaðheimum á 3.500 milljónir í stað mats- verðs upp á 500 millj- ónir. Þeir peningar fóru að mestu leyti til annars verktaka en fjölskyldur oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins fengu einhvern aur líka. Til að ná í gegn skipu- lagsbreytingum í Glað- heimum var svo vatn til Garðabæjar niðurgreitt um 600 millj- ónir. Líklega hefur þessi umsýsla kostað Kópavog á bilinu 5.000 til 7.000 milljónir, eða tæpa milljón á hverja fjölskyldu í bænum. Þannig er það ljóst af verkum sjálf- stæðis- og framsóknarmanna í Kópa- vogi að hagnaður af landi bæjarins eigi ekki heima í bæjarsjóði. Hann sé betur kominn í höndum handvalinna verktaka og einstaklinga sem kjósa að braska með lóðir. Sú afstaða ætti að auðvelda Kópavogsbúum valið í næstu kosningum. Eftir Guðmund Örn Jónsson Guðmundur Örn Jónsson » Þannig er það ljóst af verkum sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi að hagnaður af landi bæjarins eigi ekki heima í bæjarsjóði Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í skipulagsnefnd Kópavogs. Fjármál Kópavogsbæjar UNDIRRITAÐIR vilja koma á framfæri tveim stuttum at- hugasemdum vegna opinberrar umræðu um byggingu Tónlist- arhúss og ráðstefnu- miðstöðvar. Vegna ummæla frá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa í Kast- ljósi RÚV miðvikudag- inn 24. júní, þykir rétt að taka fram eftirfarandi. Villandi ummæli Þegar ráðist er í fjárfestingu sem fjármögnuð er með lánum er afar villandi að ræða um kostnað verk- efnisins sem heildargreiðslur af- borgana og vaxta á öllum lánstím- anum. Kostnaður við að ljúka við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð er að mati Austurhafnar 13,4 milljarðar króna sem fjármagnaður verður með lánum til 35 ára. Að ræða um kostnað verkefnisins sem 30 millj- arða er villandi. Dæmi má nefna til skýringar: Hugsum okkur að maður kaupi íbúð á 20 m.kr. og fái andvirðið allt að láni á kjörum Íbúðalánasjóðs. Þá myndi hann á 40 árum greiða 43 m.kr. Enginn myndi tala um það sem verð íbúðarinnar, þó vissulega sé hann búinn að skuldbinda sig til greiðslu þeirrar upphæðar. Misskilningur Í grein sem Kári Stefánsson ritaði í Morgunblaðið kemur fram mis- skilningur. Hann er fólginn í því að Kári telur að auðvelt – og þá vænt- anlega ódýrt – sé að stöðva fram- kvæmdir og bíða betri tíma með að ljúka verkinu, en Kári tekur fram að hann hafi hlakkað til að þetta hús yrði reist. Þegar ákvarðanir voru teknar í vetur um að halda verkinu áfram var talið að aukakostnaður við að stöðva verkið og ljúka því að nokkrum árum liðnum yrði 6 millj- arðar kr. Með öðrum orðum, það myndi kosta 19 milljarða að ljúka við verkið á þann hátt í stað þess að gera það á næstu tveim árum. Það er vegna kostnaðar við að taka niður og reisa að nýju vinnubúðir og vinnuað- stöðu, gera samninga við undirverk- taka sem hafa bindandi samninga og greiðslutryggingar í íslenskum bönkum, bæta aðalverktaka auka- kostnað hans og greiða og geyma efni sem hefur verið pantað sem og verja verkið skemmdum á biðtím- anum. Síðasti liðurinn er ekki aðal- atriði, unnt er að loka húsinu til bráðabirgða en halda þarf við stálþili og þéttingum svo sjór flæði ekki í grunninn og í húsið. Um Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð Eftir Stefán Her- mannsson og Stefán P. Eggertsson »Kostnaður við að ljúka við Tónlistar- hús og ráðstefnumiðstöð er að mati Austurhafnar 13,4 milljarðar króna sem fjármagnaður er með lánum til 35 ára. Stefán Hermannsson Stefán Hermannsson er fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR. Stefán P. Eggertsson er stjórn- arformaður Austurhafnar-TR. Stefán P. Eggertsson VIÐ hjónin höfðum ákveðið að fara til út- landa og með okkur í samfloti voru vinir okk- ar myndlistarfólk. Vegna anna var ekki farið í bankann og náð í gjaldeyri fyrr en um kaffileytið á föstudeg- inum en flugið var á laugardeginum. Þegar í bankann var komið segi ég við gjaldkerann í Glitni „Ég ætla að fá gjaldeyri.“ Hún segir „ reiknings- númer“, ég segi henni reikningsnúm- erið mitt sem er þriggja stafa tala, hálfgerður ættardýrgripur úr Versl- unarbankanum í Bankastræti. Gjald- kerinn flettir tölunni upp og segir: „Þú getur ekki fengið gjaldeyri, þetta er ekki launareikningur.“ Nú voru góð ráð dýr, átti ég að fara að eyða tíma mínum í útskýringar á því að ég væri myndlistarmaður og hefði ekki föst laun í þeim skilningi sem lagður er í hugtakið. Annar kost- ur í stöðunni væri að reyna að útskýra fyrir henni að úthlutunarnefnd Sam- bands íslenskra myndlistarmanna væri mér ekki hliðholl. Nei, ég ákvað að sleppa því og hringja beint í kon- una mína því ég er „vel giftur“. Konan mín á nefnilega launareikning og þetta reddaðist hjá okkur en vinir okkar, myndlistarfólkið, komust ekki til útlanda vegna þess að þau áttu ekki launareikning. Fríið var frábært í alla staði og komum við litla fjölskyldan til dæmis í fyrsta skipti til Sevilla sem er falleg borg með áhugaverðum arkitektúr og ótrúlegri gotneskri kirkju, svo eitt- hvað sé nefnt. Á ferðalögum er oft gott að kíkja á netið og sjá fréttir og í eitt skiptið sá ég að fatahönnuður hafði verið valinn borgarlistamaður Reykjavíkur. Gott hugsaði ég, þetta er starfsstétt sem hefur áhrif á um- hverfið og mótar líf margra. Ég var ánægður, glaður og fullur góðvildar í garð þeirrar persónu sem fékk til- nefninguna. Þegar ég kom heim var ég nátt- úrulega búinn að gleyma öllu varðandi borgarlistamanns-valið en heyrði þó að einhver kurr og blaðaskrif hefðu átt sér stað. Ég hugsaði ekki meir um málið fyrr en ég sá grein í Frétta- blaðinu dagsettu 24. júní 2009. Það fór um mig ónotaleg tilfinning þegar ég las grein þeirra Ágústs Guðmundssonar for- seta BÍL og Áslaugar Thorlacius formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna. Allt yfirbragð grein- arinnar var eitthvað svo klisjukennt og mál- flutningur þeirra svo smeðjulega kurteis að helst minnti á bænir böðuls að loknum vinnudegi. Það er ein- hver „Nýju fötin keisarans“-bragur á þessari grein hjá þessu ágæta fólki. Síðast þegar ég heyrði í formanni SÍM var í haust þar sem hún hékk ut- an á Alþingishúsinu í mótmæla- stellingu eins og trúboði nýrra tíma og talaði andstutt og reið. Sennilega hefur hún farið beint á skrifstofu Sambands íslenskra myndlistar- manna eftir mótmælin og lagt loka- hönd á umsókn til Fjárlaganefndar Alþingis að upphæð 8.000.000 – átta milljónir. Þrátt fyrir að Samband íslenskra myndlistarmanna sæki um átta millj- ónir til Fjárlaganefndar Alþingis í nafni aðildarfélaga sinna njóta ein- staklingar í aðildarfélögum sem mynda SÍM engrar fyrirgreiðslu frá Sambandi íslenskra myndlistar- manna. Þannig er nú hagsmunagæsl- an á þeim bæ og gaman væri að fara í saumana á því seinna, en núna er það engu síður fróðlegt að sjá hvernig hagsmunagæsla er notuð eins og skreyting á miður heppnaða rjóma- tertu. Greinin í Fréttablaðinu er dásam- leg. Þar segir: „Samtök listamanna hljóta að standa vörð um hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög.“ Síðan kemur yfirklór þar sem reynt er að réttlæta hina listrænu fag- hrokagrímu með upptalningum á af- rekum þeirra sem rutt hafa veginn. Hvílík hálfvelgja. Síðan segir: „Og þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu ekki að gleyma því að Bandalag- ið samþykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í lögum um starfslaun listamanna.“ Úps, þarna kom eitt helsta vanda- málið upp. Engar breytingar hefur mátt gera á starfslaunum listamanna þó svo að langflestir sjái að kerfið er ónýtt. Formenn þeirra hagsmuna- samtaka sem hafa aðgang að starfs- launum listamanna hanga þar eins og hundar á roði vegna aðgengis að op- inberu fjármagni til úthlutunar. Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að úthlutanir úr þessum sjóðum hafa verið óboðlegar vegna spilltra úthlutana. Þar hefur allt logað stafn- anna á milli um árabil vegna úthlut- ana sem gengu eins og kapall upp til stjórnar sambandsins og reyndar allt þar í kring. Rétt er að geta þess að Samband íslenskra myndlistarmanna úthlutaði í 2009 um 86 milljónum, svo sannarlega er þörf á nýjum við- horfum. Lögin hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna tryggðu hér í eina tíð endurnýjun í forystu en því var breytt eftir að núverandi formaður settist þar að. Þannig að formaðurinn situr nú sennilega lengur en forsetinn í Venesúela sem breytti lögum síns lands nýlega á sambærilegan hátt. Listamenn og hönnuðir ættu að fagna þessu hugrakka skrefi sem for- ystumenn og konur hjá Reykjavík- urborg hafa tekið með því að velja fatahönnuð sem borgarlistamann Reykjavíkur 2009. Til hamingju Reykjavík. Ný viðhorf Eftir Pjetur Stefánsson » ... og málflutningur þeirra svo smeðju- lega kurteis að helst minnti á bænir böðuls að loknum vinnudegi. Pjetur Stefánsson Höfundur er mynd- og tónlistarmaður. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Salou frá kr. 79.990 – með hálfu fæði Heimsferðir bjóða ótrúleg tilboð á ferðum til sumarleyfisperlunnar Salou, sunnan Barcelona, 3. júlí í viku. Í boði eru stökktu tilboð, með hálfu fæði, þar sem þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjöl- breytt aðstaða, úrval veitingastaða og litríkt næturlíf. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í sumarfrí með Heimsferðum og njóttu lífsins á þessum einstaka sumarleyfisstað á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. aukavika er ekki í boði. Verð frá kr. 79.990 – með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi/stúdíó/íbúð í viku með hálfu fæði. Verð m.v. 2 full- orðna og 1 barn kr. 84.990. Verð m.v. gistingu í tvíbýli í viku með hálfu fæði kr. 89.990. Stökktu tilboð 3. júlí. Ath. aukavika ekki í boði. 3. júlí Stökktu til Allra síðustu sætin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.