Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 12
12 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhanna: „Bragi er að mörgu leyti flókinn og samsettur persónuleiki. Hann er dulari en margir halda. Hann hefur alltaf verið ákaflega fróðleiksfús og sem krakki var hann mikill safnari, hann safnaði frímerkjum en ég leikaramyndum. Svo var hann alltaf að grúska og því hefur hann haldið áfram alla tíð. Hann er seintekinn. Menn halda að hann sé ákaflega léttur og kát- ur og opinn – og víst er hann það á sinn hátt – og hann hefur mjög gaman af því að kynnast fólki. En hann á sér hliðar sem hann kærir sig ekki um að deila með mjög mörgum. Að því leyti er hann samsettur.“ Stjórnsamur verndari „Þegar við vorum krakkar léku börn sér saman en voru ekki límd við tölvur. Bragi var í stöðugum rannsóknum, oft leynilegum, og ég vissi náttúrlega sjaldnast hvað hann var að rannsaka með vinum sínum. Ég veit því ekki hvort rannsóknirnar voru vísindalegar eða merkilegar. Bragi átti miklu auðveldara með að eignast vini en ég á barnsárunum og ég öfundaði hann dálítið af því. Við vorum saman í dans- æfingum og vorum í sýning- arflokki en við vorum aldrei látin dansa saman því Rigmor dans- kennari Hansson sagði að við vær- um bæði of stjórnsöm. Í Landakotsskóla vorum við gjarnan látin keppa hvort á móti öðru í boðhlaupi sem var mjög vinsælt í frímínútum. Hann vann mig alltaf og það fór dálítið í taug- arnar á mér. Mér fannst ég stöð- ugt vera í keppni við hann og yf- irleitt hafði hann betur. Það skildi samt ekki eftir stór sár á sálinni. Um tíma spilaði hann handbolta, líklega með KR, og var í marki. Ég fór á alla leiki í Hálogalandi og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum þótt ég hafi aldrei keppt í neinu. Ég hafði áhyggjur af því þegar hans lið tapaði því þá óttaðist ég að hann yrði í vondu skapi þegar hann kæmi heim og mér fannst líka leiðinlegt þegar hann gat ekki varið. Stundum hef ég furðað mig á því hvað Bragi var þolinmóður að dröslast með mig og hafa mig með í öllu þegar við vorum krakkar. Hann stjórnaði mér en staðhæfir að ég hafi líka verið stjórnsöm sem er ábyggilega á misskilningi byggt. En hann var forystusauð- urinn. Þegar við vorum fjögurra til sex ára gömul átti hann vin sem hafði nokkuð greiðan aðgang að Gamla bíói og við fórum oft í bíó og venjulega nokkrum sinnum á sömu myndina. Þegar eitthvað svakalegt var í þann veginn að gerast – og hann líklega búinn að sjá myndina – varaði hann mig við í tíma og sagði: „Nú skaltu beygja þig.“ Þá var eitthvað framundan sem hann hélt að ég gæti orðið hrædd við. Hann verndaði mig því dálítið. Mér fannst hann uppá- tektasamur og stundum stríddi hann mér. Ég var mjög spéhrædd og hann gerði at í mér. Eitt sinn þegar við vorum á fyrrnefndum aldri spurði hann mig hvort hann ætti að gefa mér kinnhest. Mér þótti það spennandi enda setti ég það í samband við rugguhest eða eitthvað svoleiðis og varð ansi brjáluð þegar ég komst að því hvað kinnhestur var. Ég hef greinilega ekki unnið mig út úr þessu fyrst ég man þetta enn! Á sinn hátt vorum við samt oft- ast samrýnd fram á unglingsár en ég fór mjög ung að heiman og þá tognaði á sambandinu. Eftir að hann kvæntist Nínu Björk hófst sambandið á ný en það var kannski stundum stormasamt því við erum bæði dálítið skapmikil og kannski stjórnsöm, þó líklega á ólíkan hátt. En svo höfum við tengst virkilega á fullorðins- árunum. Ég er ekki dómbær á það hvort við séum lík en við eigum trúlega ýmislegt sameiginlegt þeg- ar kemur að lífsreynslu okkar og skiljum hvort annað án þess að þurfa alltaf að vera að blaðra um það.“ Á réttri hillu „Bragi fékk snemma mikinn áhuga á bókum. Ég held að það hafi byrjað með kynnum hans af Helga Þorlákssyni en er ekki viss. Ég hugsa að hann hafi alltaf viljað fást við það sem sneri að bókum en mér hefur á hinn bóginn fund- ist afleitt að hann skyldi ekki hafa skrifað meira um dagana því hann er alveg einstaklega vel ritfær og á mjög auðvelt með að orða flókna hluti á einfaldan hátt. Þetta má sjá af því litla sem hann hefur skrifað og því er skaði að hann skuli ekki hafa gert meira af því, því þar er hann vissulega á heimavelli. Ég býst við að pabbi hafi ef- laust stutt hann líka töluvert í þessu bókagrúski en hafa ber í huga að við ólumst upp við að fólk las bækur og það var ýtt undir áhuga okkar á því strax í Landakotsskólanum. Ég er líka á því að hann hafi lent á réttri hillu með þessa fornbókasölu og þetta passar við hans persónuleika. En hann er ekki bara afskaplega fróður um bækur, heldur ótal- margt annað. Hann hefur kynnst furðufuglum og ekki furðufuglum og myndað ákveðin tengsl við þetta fólk. Bragi hefur lagt mikið upp úr því að draga fram og kynna menn sem hafa ekki endilega verið sam- ferða samfélaginu og séð í þeim ýmislegt sem aðrir hafa kannski gert lítið úr. Hann hefur komið víða við í því og vina- og kunn- ingjahópurinn er afskaplega marg- litur. Mér finnst Bragi hafa einstakan húmor og segja skemmtilega frá. Hann hefur sérstakt lag á því að orða hugsanir sínar – stundum ansi beittar – en alltaf ósköp glað- lega. Bragi er hlý manneskja og stundum er eins og hann kæri sig ekki um að fólk viti hvað hann er hlýr. Hann sýnir hlýjuna ekki endilega með því að koma og vefja mann örmum og að því leyti minn- ir hann mig á pabba. Þegar hann hefur grunað að eitthvað væri að eða mér liðið illa hefur hann kom- ið og þá hefur ekki endilega verið þörf á faðmlögum. Þessi fjölskylda hefur enda aldrei legið í stans- lausum faðmlögum. Það hefur aldrei verið mikið um slíkt en við- mót Braga er það sem skiptir máli og svo er húmorinn kominn á vett- vang áður en við er litið. Við töl- um saman og stundum tölum við ekki saman í langan tíma. En það gerir ekkert til. Við erum dálítið skrítin en við erum vinir. Við vit- um hvar við höfum hvort annað. Það er mikils virði.“ Systkinin Bragi og Jóhanna Kristjóns- börn eru á líkum aldri og eiga ým- islegt sameig- inlegt, ekki síst það að bera um- hyggju fyrir öðrum. Hæðinn og orðheppinn Hún fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1940. Hún gekk í Landakotsskóla og Kvennaskólann í Reykjavík og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Hún stundaði nám við guðfræðideild Háskóla Íslands 1961-1964. Hún var í námi í arabísku í Egyptalandi 1995-1996, í Sýrlandi 1998-2000 og í Jemen 2000-2001. Hún var blaðamaður frá 1958-1995 og þar af á Morgunblaðinu frá 1967. Undanfarin ár hefur hún kynnt menningu Mið-Austurlanda á Ís- landi og farið með hópa héðan til Mið-Austurlanda. Hún var formaður Félags einstæðra foreldra 1969-1987. Hún hefur skrifað 11 bækur. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1979 og Dom Nenrique-orðunni í Portúgal 1980. Hún hlaut heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008 fyrir hjálparstarf sitt í Jem- en og tímaritið Nýtt Líf útnefndi hana Konu ársins 2008 fyrir mann- úðarstörf sín. Eiginmaður hennar var Jökull Jakobsson rithöfundur sem lést 1978 en þau skildu 1969. Þau eiga þrjú börn. Sambýlismaður hennar 1971-1977 var Hösk- uldur Skarphéðinsson skipherra og eiga þau eina dóttur. Barnabörnin eru alls 10 og barnabarnabörnin fimm. Hann fæddist í Reykjavík 17. júlí 1938. Hann gekk í Landakotsskóla og Gagnfræðaskólann við Hringbraut og tók stúdentspróf frá Verslunar- skóla Íslands 1958. Hann lagði stund á rekstrarhagfræði við Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn 1973-1976. Hann var kennari og blaðamað- ur í Reykjavík og á Eyrarbakka 1959-1967, gjaldkeri hjá Ísal í Straumsvík 1968-1973, upplýs- ingafulltrúi norska sendiráðsins 1976-2008 og hefur verið forn- bókasali frá 1976. Eiginkona hans var Nína Björk Árnadóttir rithöfundur en hún lést árið 2000. Þau eiga þrjá syni og fjögur barnabörn. Síðan var hann í fjarbúð með Jónínu Benediktsdóttur, sem lést 2005. BRAGI KRISTJÓNSSONJÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Íslandsmótið í Hafnabolta 28. júlí – 6. ágúst Upplýsingar og skráning á www.hafnabolti.com og í síma 820 0825

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.