Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 8 1 3 7 2 6 4 8 5 3 5 2 7 8 1 4 5 6 2 7 1 3 1 2 4 6 2 9 8 7 3 5 6 5 4 7 8 6 2 8 1 1 5 1 2 9 6 3 5 9 1 7 7 8 6 8 5 4 9 2 3 2 7 5 9 1 2 2 4 1 8 3 5 7 1 6 4 9 8 2 3 4 9 8 3 2 5 1 7 6 2 3 6 8 1 7 9 4 5 6 1 5 2 8 4 7 3 9 7 8 3 1 9 6 4 5 2 9 4 2 5 7 3 6 8 1 1 2 9 7 3 8 5 6 4 8 6 4 9 5 2 3 1 7 3 5 7 4 6 1 2 9 8 7 3 2 6 4 1 9 5 8 5 8 4 3 9 2 1 6 7 6 9 1 5 7 8 4 2 3 1 7 9 8 5 6 3 4 2 3 6 8 2 1 4 5 7 9 4 2 5 7 3 9 8 1 6 2 5 6 4 8 3 7 9 1 8 1 7 9 6 5 2 3 4 9 4 3 1 2 7 6 8 5 2 9 6 5 1 7 3 4 8 4 3 7 9 8 6 1 5 2 1 8 5 3 2 4 7 6 9 9 6 8 2 5 3 4 1 7 3 7 1 4 6 8 2 9 5 5 4 2 7 9 1 8 3 6 6 5 3 1 7 2 9 8 4 8 2 4 6 3 9 5 7 1 7 1 9 8 4 5 6 2 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 19. júlí, 200. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Margir Íslendingar kjósa að njótalandsins í sumar, líklega fleiri en nokkru sinni. Það er hið besta mál og vonandi fá allir gistingu í nágrenni uppáhalds staðarins síns. x x x Þrátt fyrir villandi heiti sitt er Vík-verji ættaður af Vestfjörðum. Hann er því ánægður með að heyra að sá landhluti er vinsæll í sumar. Vestfirðir hafa orðið útundan hjá mörgum, kannski vegna hræðslu við slæma vegi. Þeir hafa batnað mikið. x x x Hver upplifir landið á sinn hátt áferðalögum, til dæmis á göngu, siglingu eða hestbaki. Það er heldur ekkert að því að njóta þess í gegn um bílgluggann. Sumir komast í gírinn með því að skoða fugla eða blóm. Vík- verji er einn þeirra sem lætur ljós- myndavélina ráða för. x x x Ljósmyndunin er dásamleg della.Hún er dýr þótt ekki þurfi leng- ur að kaupa filmur og framköllun, því tækin kosta ekki svo lítið á þessum síðustu og verstu tímum. En þetta er hagkvæmt áhugamál því það skilar svo mörgum ánægjustundum og gef- ur lífsfyllingu. x x x Skemmtilegast þykir Víkverja aðleita uppi myndefni, ramma það inn og smella af. Það er þó aðeins hráefnisöflunin, öll úrvinnslan er eft- ir. Þá þarf að færa myndirnar inn í tölvuna og vinna þær fyrir birtingu á vef eða fyrir prentun á pappír. Mynd- vinnslan er í huga margra ljósmynd- ara jafn mikilvæg eða mikilvægari en að smella af. x x x Ekki er nóg að fara á veiðar ogsækja góðan afla. Vissulega er mikilvægt að ná í gott hráefni en allt- af þarf að snyrta það, elda og bera matinn á borð, svo gripið sé til sam- líkingar sem góður ljósmyndari not- aði eitt sinn á námskeiði í mynd- vinnslu. Þá fyrst er hægt að njóta réttanna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 atgervi, 4 mygla, 7 sundfugl, 8 smá, 9 álít, 11 lofa, 13 tölustafur, 14 drepur, 15 nabbi, 17 mynni, 20 drýsils, 22 óþéttur, 23 af- kvæmi, 24 ákveð, 25 öngla saman. Lóðrétt | 1 úrskurður, 2 spökum, 3 efnislítið, 4 í vondu skapi, 5 þráttar, 6 reiður, 10 stælir, 12 keyra, 13 ástríða, 15 þroti, 16 lófar, 18 róg- ber, 19 verða dimmur, 20 tímabilið, 21 eyðimörk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 refjóttur, 8 seint, 9 múður, 10 aum, 11 aflar, 13 afræð, 15 lokks, 18 sagan, 21 kát, 22 garða, 23 aular, 24 raupsamur. Lóðrétt: 2 erill, 3 játar, 4 tomma, 5 urðar, 6 Esja, 7 úrið, 12 auk, 14 fáa, 15 logi, 16 kerla, 17 skaup, 18 staka, 19 guldu, 20 nýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 f5 4. d4 e4 5. Bg5 Rce7 6. Rd2 h6 7. Bxe7 Rxe7 8. e3 g6 9. g4 Bg7 10. gxf5 Rxf5 11. Dg4 Re7 12. Dxe4 O-O 13. Dg2 d6 14. Bd3 c5 15. O-O-O cxd4 16. exd4 Bf5 17. Bxf5 Hxf5 18. Hhe1 Hc8 19. Dxb7 Rc6 20. Rb3 Hc7 21. He8+ Dxe8 22. Dxc7 Hxf2 23. Dxd6 Kh7 24. Kb1 a5 25. a3 a4 26. Rc1 Dc8 27. R1e2 Df5+ 28. Ka2 Dc2 29. Hc1 Db3+ 30. Kb1 Staðan kom upp í landskeppni Frakklands og Armeníu sem lauk fyrir skömmu í París í Frakklandi. Ar- menski stórmeistarinn Tigran L. Pet- rosjan (2600) hafði svart gegn franska kollega sínum Joel Lautier (2658). 30… Rxd4! 31. Hg1 Dc2+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fæddist fótur. Norður ♠K63 ♥KG ♦DG109 ♣DG94 Vestur Austur ♠D98 ♠Á1074 ♥109653 ♥ÁD ♦754 ♦8632 ♣75 ♣832 Suður ♠G52 ♥8742 ♦ÁK ♣ÁK106 Suður spilar 3G. Austur passaði í byrjun – og það er mikilvægt – síðan opnaði suður á grandi og norður hækkaði í þrjú. Hjartafimma út. Eftir tilgangslausa yf- irlegu setti sagnhafi kónginn í borði, en austur drap og tók á drottninguna líka. „Það er nefnilega það,“ hugsaði sagn- hafi og bjóst við hinu versta, en þá skipti austur óvænt yfir í tígul. Fædd- ist fótur. Spilið liggur skýrt fyrir á þessum tímapunkti. Austur virðist eiga ♠Á, en varla drottninguna líka í ljósi þagn- arinnar í upphafi. Áætlunin er að þrýsta á vestur. Sagnhafi tekur alla láglitaslagina og endar heima með ♠G5 og ♥8, en ♠K63 í borði. Vestur hefur þá annaðhvort farið niður á staka ♠D og tvö hjörtu, eða ♠Dx og eitt hjarta. Það er auðlesið hvort heldur er og framhaldið spilast eftir því. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur lagt hart að þér til þess að tryggja þér og þínum öryggi í lífinu. Marg- ar hendur vinna létt verk. Spilaðu málin eftir eyranu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Spennandi fundur með manneskju sem þú lítur upp til er eins og viti í myrkr- inu. Gerðu þitt besta í stöðunni og láttu það fréttast að þú sért tilbúinn í hvað sem er. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert að pæla í daglegri hegðun þinni og skilur að það eru litlu hlutinrnir sem hafa mestu áhrifin á þig. Vertu fær um og til í að skilja það sem aðrir óttast. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú verður að setjast yfir fjármálin, hversu leiðinlegt sem þér nú þykir það. Hertu upp hugann – þú stendur vel fyrir þínu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Láttu ekkert vaxa þér svo í augum að þú guggnir á því. Einhver tekur eftir merkjasendingum þínum á undan þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt að skoða allar hliðar mála vandlega áður en þú stekkur á réttu lausn- ina. Gleymdu þeim því ekki. Láttu ekki ein- hver smáatriði vefjast fyrir þér, heldur taktu tækifærinu opnum huga. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vogin lendir hugsanlega í útistöðum við fjölskyldumeðlimi og maka í dag. Reyndu að breyta þeim aðstæðum sem þú ert ósátt/ur við. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stundum skjóta gamlir draug- ar upp kollinum og hafa áhrif á líf manns. Ef þú vilt vera svolítið brjálaður, vertu það þá með hjartanu, ekki munninum. Sýndu stórhug og réttu fram sáttahönd. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að skipuleggja hlutina betur svo þér takist að sinna þeim verk- efnum sem þú þarft að inna af hendi. Nú er rétti tíminn til þess að gera það. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú gætir selt snjó á norð- urheimskautinu ef því væri að skipta þessa dagana. Aðrir sjá að þú hittir naglann á höfuðið. En um leið og þú ferð að dæma gjörðir annarra koma þær aftur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu að umbera fólk þótt það geti verið þreytandi á stundum. Nema þú biðjir ekki um neitt, þá verður ekkert gert. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Skínandi hlutir eru oft bara end- urkast af einhverju öðru, eins og sólinni. Mundu bara að frelsi þitt endar þar sem frelsi annarra tekur við. Stjörnuspá 19. júlí 1627 Tyrkjaráninu lauk. Ræningjar frá Algeirsborg héldu heim á leið eftir að hafa numið á brott allt að fjögur hundruð manns, myrt fjörutíu og rænt miklum fjármunum. Þeir komu að landinu 20. júní og gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vest- mannaeyjum. 19. júlí 1813 Gengið var á hæsta tind Ís- lands, Hvannadalshnjúk á Öræfajökli, í fyrsta sinn. Það gerðu Hans Frisak, norskur landmælingamaður, og fylgd- armaður hans, Jón Árnason hreppstjóri. 19. júlí 1938 Farið var á bíl suður yfir Kjöl í fyrsta sinn. Komið var að Gull- fossi eftir 34 klukkustunda ferð úr Svartárdal. 19. júlí 1953 Minnisvarði um Stephan G. Stephansson skáld var afhjúp- aður við hátíðlega athöfn að Arnarstapa á Vatnsskarði í Skagafirði en þá voru liðin um hundrað ár frá fæðingu hans. 19. júlí 1989 Bygging þyrlupalls í Kolbeins- ey hófst. Á hann voru festir ratsjárspeglar og jarðskjálfta- mælar. Kolbeinsey er 74 km norðvestur af Grímsey og er nyrsti grunnlínupunktur fisk- veiðilögsögunnar. 19. júlí 1999 Bandaríski kvikmyndaleik- arinn Kevin Costner kom til landsins vegna gerðar sjón- varpsþátta um stangveiði. „Mér finnst fólkið hérna alveg einstaklega vingjarnlegt,“ sagði hann við blaðamann Morgunblaðsins í lok heim- sóknarinnar, „og íslenskar konur, vá, þær eru í einu orði sagt stórkostlegar“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „ÉG verð heima á afmælinu, en skrepp kannski eitthvað út úr bænum til að hrella vini mína í sveit- inni,“ segir Hafsteinn Austmann, myndlistar- maður, sem á 75 ára afmæli í dag. Hann segir það ekki koma til greina að ferðast til útlanda þegar íslenska sumarið er í hámarki, eins og núna. Frek- ar vill hann vera heima, en hann býr í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Þ. Stephensen leikkonu. Saman eiga þau tvær dætur og sex barnabörn. Ýmislegt er á döfinni hjá Hafsteini, en 12. júlí síðastliðinn opnaði sýning í Dronninglund Kunst- center á Jótlandi, í nágrenni Álaborgar, á verkum 32 virtra vatnslita- málara frá Norðurlöndunum. Hafsteinn er eini þátttakandinn frá Ís- landi, en sýningin stendur til 30. ágúst. Hann þekkir marga af þeim sem sýna í Dronninglund og hefur sýnt með nokkrum þeirra áður. Þá bauð menningarmálaráð Kópavogs Hafsteini nýlega að sýna í Listasafni Kópavogs næsta vor. „Þá ætla ég að halda eitthvað upp á afmælið. Þar verða myndir frá því að ég sýndi hérna heima fyrst, lík- lega frá 1956. Þetta verður einhvers konar yfirlitssýning, það skásta sem ég held ég hafi gert,“ segir hann og hlær. onundur@mbl.is Hafsteinn Austmann Kristjánsson er 75 ára Frá Danmörku í Kópavog Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.