Morgunblaðið - 19.07.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.07.2009, Qupperneq 33
Auðlesið 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Meiri-hluti Alþingis samþykkti á fimmtu-dag þings-ályktunar-til-lögu ríkis-stjórnarinnar um að leggja fram um-sókn um aðild að Evrópu-sam-bandinu. Til-löguna studdu 33 alþingis-menn, 28 voru á móti og tveir greiddu ekki at-kvæði. Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra sagði við upp-haf þing-fundar að hann væri sammála þeim sem segðu að Íslendingar muni ekki fá neinar varan-legar undan-þágur frá sam-eigin-legri sjávar-útvegs-stefnu ESB. Hann hélt því fram að við þyrftum ekki slíkar undan-þágur vegna sérstöðu okkar. Stefnt er að því að afhenda aðildar-umsóknina á fundi ráðherra-ráðs ESB í Brussel 27. júlí næst-komandi. Ísland sækir um ESB-aðild Morgunblaðið/Ómar Betur fór en á horfðist þegar farþega-báturinn Andrea II strandaði á sand-rifi austan við Lund-ey í Kolla-firði á miðviku-dag. Sjö far-þegar voru um borð auk áhafnar þegar báturinn tók niðri, en engan sakaði. Andrea var með hóp ferða-manna í fugla-skoðun við Lundey á vegum Hvala-lífs ehf. og að sögn farar-stjórans, Láru Henrys-dóttur, strandaði báturinn þegar siglt var frá eynni. Kallað var til björgunar-sveita Lands-bjargar og fluttu þær far-þega og farar-stjóra í Eldinguna II sem færði þá til hafnar. Farþega-bátur strandaði Morgunblaðið/Ómar Enginn komst af þegar rússnesk-smíðuð farþega-þota Caspian Airlines með 168 manns innan-borðs hrapaði stuttu eftir flug-tak frá Imam Khomeini-flug-velli í Teheran í Íran á miðviku-dag. Talið er að eldur hafi komið upp í vélinni. Flug-vélin sundraðist og brakið dreifðist víða. Meðal hinna látnu voru átta liðs-menn íranska unglinga-lands-liðsins í júdó sem hugðust stunda æfingar með armenskum félögum sínum. Flug-slys í Íran Ung stúlka greindist með svína-flensu hér á landi í síðustu viku. Móðir stúlkunnar sem hefur hjúkrað fár-veikri dóttur sinni síðan á laugar-dag og er nú sjálf orðin veik, segir helsta ráð lækna við spurningum um pestina vera ábendingu um vef-slóðina influensa.is. Tvær dætur konunnar komu til landsins á miðviku-dag í síðustu viku frá Banda-ríkjunum. Á föstudags-kvöld byrjaði yngri dóttirin að kenna sér meins í hálsi og var orðin verulega veik morguninn eftir. Eldri dóttirin hefur ekki kennt sér meins og er hún farin til Þýskalands. Konan lýsir sjúkdóms-einkennum sínum og dóttur sinnar svo: „Þetta byrjar sem særindi í hálsi og leiðir út í eyru. Fljót-lega fer að bera á ein-kennum í öndunar-færum og miklum þyngslum fyrir brjósti. Flensunni fylgja miklir bein-verkir, hár hiti og gríðarlegt mátt-leysi. Við minnstu áreynslu, eins og að standa upp eða ganga, er hætta á að falla í yfir-lið. Einnig fylgja upp-köst og jafn-vel niður-gangur.“ Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bólu-efni gegn flensunni. Tamiflu og Relenza eru helstu inflúensu-lyfin. Fleiri greinast með svína-flensu Tökur á nýrri íslenskri gaman-mynd með rómantísku ívafi hefjast í næstu viku. Myndin heitir Þetta reddast! Leik-stjóri myndarinnar er Börkur Gunnarsson. „Myndin er um blaða-mann sem er kominn á síðasta séns bæði í sam-bandi sínu og í vinnunni. Hann var einu sinni efnilegur blaða-maður en strax um þrítugt er hann farinn að drekka það stíft að hann er farinn að vinna vinnuna sína illa og sinna dömunni sinni enn verr en áður. Hann ætlar að redda sam-bandinu með því að bjóða dömunni í rómantíska ferð á hótel Búðir á Snæfellsnesi, en fær þá skipun frá rit-stjóranum sínum um að fara í vinnu-ferð upp að Búrfells-virkjun. Hann reynir því að slá tvær flugur í einu höggi með því að bjóða dömunni í rómantíska vinnu-ferð að Búrfells-virkjun,“ segir Börkur um sögu-þráðinn. Björn Thors sem fer með hlut-verk blaða-mannsins og Guðrún Bjarnadóttir leikur kærustu hans. Meðal annarra leikara má nefna Jón Pál Eyjólfsson sem leikur ljós-myndara sem fer með í ferðina, og tekur hann líka kærustuna sína með, sem er leikin af Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Stefnt er að frum-sýningu eftir um það bil ár. Morgunblaðið/Golli Börkur Gunnarsson. Þetta reddast! Rúrik Gíslason er lík-lega orðinn launa-hæsti íslenski knatt-spyrnu-maðurinn á Norður-löndum eftir að hann skrifaði undir fimm ára samning við danska félagið OB frá Óðins-véum. OB keypti Rúrik af Viborg á um það bil eina milljón evra, um 180 milljónir íslenskra króna, og samdi við hann til fimm ára. Hann kvaðst mjög ánægður með að vera áfram í Danmörku. „Hér hef ég verið í tvö ár, þekki liðin og leikmennina, kann tungumálið og þarf ekki að flytja langt. Danska úrvalsdeildin er mjög sterk og ég tel betra að vera hér áfram en að flytja í nýtt land og byrja upp á nýtt,“ sagði Rúrik. Rúrik seld- ur til OB Rúrik Gíslason FH stór-tapaði leiknum gegn Aktobe frá Kasakstan í 2. um-ferð for-keppni Meistara-deildar Evrópu í knatt-spyrnu á Kapla-krika-velli síðast-liðinn miðviku-dag, en þetta var fyrri viður-eign liðanna. Atvinnu-mennirnir frá Kasakstan voru vægast sagt frískir og höfðu öll völd á vellinum. Aktobe burstaði FH-inga og voru loka-tölur leiksins 4:0 og komu öll mörkin í síðari hálf-leik. Aktobe burstaði FH-inga Mann-réttinda-sinnar segja að for-seti rússneska sjálf- stjórnar-lýð- veldisins Tsjetsjeníu, Ramzan Kady- rov, hafi verið á bak við morðið á mann- réttinda- frömuðinum Natalíu Estemírovu á mið- viku-dag. Ó-dæðið hefur verið for-dæmt um allan heim. Es- temírova, sem var fimmtug, hafði af-hjúpað mörg mál þar sem víga-menn á vegum stjórnar Kadyrovs höfðu stað- ið fyrir pyntingum, mann- ránum og af-tökum. Kadyrov vísaði öllum ásök- unum á bug og sagðist ekki „drepa konur“. Morðið væri smánar-legt hneyksli, hann sagðist sjálfur ætla að hafa um-sjón með rann-sókninni og láta elta uppi hina seku. Morð í Tsjetsjeníu for-dæmt Natalia Estemirova

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.