Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Margir muna eftir atriðinu úr The Empire Strikes Back þar sem Han Solo er frystur í karbónat. Atriðið var afar áhrifaríkt á sínum tíma og virðist auglýsingin fyrir kvikmyndina Capti- vity með Elishu Cuthbert ætla að sækja í smiðju George Lucas hvað þetta varðar. Frystur Han Solo var svikin í hendur óvina í Star Wars kvikmyndinni The Empire Strikes Back, frystur og gefin Jabba the Hutt til varðveislu. Ungum aðdáendum Star Wars þótti atriðið sérlega ógnvekjandi. Óhuggulegt Í auglýsinga- spjaldi fyrir kvikmyndina Captivity er Elisha Cuthbert tengd við karbónat frystingu Han Solo. ÁHRIFARÍKT Friedrich Anton Christian Lang gerði afar áhrifaríkar myndir eins og Metropolis og M í Þýskalandi áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Áhrifa hans gætir víða t.d. í kvikmyndunum Blade Runner og Batman, sem leikstýrt var af Tim Burton. Uppruni Metropolis eftir Fritz Lang hefur verið mörgum innblástur. Framtíð Borgarlandslagið í Blade Runner minnir mikið á Metropolis. FRAMTÍÐARSÝN FRITZ LANG Það er vafamál hvort fleiri muna eftir kvikmynd Brian De Palma The Untouchables eða meistaraverki Sergei Eisensteins The Battleship Po- temkin. Margir vita þó að hið fræga tröppuatriði í mynd De Palma þar sem lokauppgjörið fer fram á móti mönnum Al Capone er fengið úr kvik- mynd Eisensteins. Í kvikmynd Eisensteins er um að ræða átakamikið at- riði þegar hermenn gera árás á fólk í tröppum í Odessa og fjöldi manns fellur í valinn. Í De Palma kvikmyndinni eru það tröppur á járnbrautarstöð í Chigaco sem verða vettvangur uppgjörsins milli hinna ósnertanlegu og glæpamannanna. POTEMKIN EISENSTEINS Eftirgerð Kvikmynd Brian De Palma um hina ósnertanlegu nýtir sér hið magnaða atriði frá Eisenstein. Frumgerð Þekkt atriði úr kvikmynd Eisensteins um beitiskipið Potemkin. „Hann er með hárkollur sem eru eldri en hún,“ upplýsti uppistand- arinn og grínistinn Jackie Mason og uppskar skellihlátur frá áhorf- endum. Brandarinn og fleiri í svip- uðum dúr úr smiðju Masons snerust um hjónaband söngvarans og leik- arans Franks Sinatra, sem hafði gengið að eiga kornunga og lítt þekkta leikkonu, Miu Farrow, í Los Angeles 19. júlí 1966. Brúðguminn brást hinn versti við og uppástóð Mason að hann hefði staðið að baki nafnlausum hótunar- bréfum, sem honum bárust í kjölfar- ið. Vegna meintra tengsla Sinatra við mafíuna, þótti heldur ekki loku fyrir það skotið að hann hefði lagt á ráðin um skotárás á Mason í hót- elherbergi í Los Angeles í nóvember sama ár. Hann slapp með skrekkinn, en þrjú skot lentu á stól sem hann var nýstiginn uppúr. Mikill aldursmunur Hvort sem Sinatra var með eigið hár eða hárkollu, blasti við að hann leit frekar út eins og afi brúðarinnar en eiginmaður. Hann var að verða fimmtíu og eins árs, þrjátíu árum eldri en brúðurin, sem þar að auki var ákaflega barnaleg útlits, grönn eins og fermingarstrákur og með drengjakoll. Algjör andstæða eig- inkonu Sinatra númer tvö, hinnar ít- urvöxnu og íðilfögru Övu Gardner, sem var eitt helsta kyntákn hvíta tjaldsins á fimmta og sjötta áratugn- um. Þau skildu 1957 eftir sex ára stormasamt hjónaband. Ólíkara par en þau Sinatra og Farrow var vandfundið. Hann hafði að mörgu leyti vafasamt orð á sér, ekki síst í kvennamálum. Hún virtist sakleysið uppmálað. Hann var löngu orðinn heimsfrægur skemmtikraftur og kom jöfnum höndum fram einn síns liðs eða með félögum sínum í The Rat Pack, Rottugenginu, eins og hópurinn, sem samanstóð auk hans af þeim Dean Martin, Sammy Davis Jr., Peter Lawford og Joey Bishop, var kallaður. Þeir voru allir annálaðir kvennabósar. Hún var einkum þekkt fyrir að vera dóttir leikkonunnar Maureen O’Sullivan og leikstjórans Johns Farrows og leik sinn í Payton Place, vinsælli sjónvarpssápuseríu. Frægð hennar og leið hans Eftir brúðkaupið sagði Farrow skilið við félaga sína í sápunni að áeggjan eiginmannsins og landaði sínu fyrsta aðalhlutverki í mynd Romans Polanskis, Rosemary’s Baby (1968), sem fékk feikigóða dóma og er talin til sígildra verka kvikmyndasögunnar. Mia Farrow varð því ekki aðeins heimsfræg fyrir að giftast Frank Sinatra, heldur líka vegna eigin verðleika. Brúðkaupið vakti að vonum mikla athygli og þótti mörgum það dæmt til að bresta, einkum vegna aldurs- munar hjónakornanna. Þeir reynd- ust sannspáir því þau voru skilin inn- an tveggja ára. Ástæðan var sögð sú að Farrow, sem hafði samþykkt að leika ásamt manni sínum í The De- tective (1968), hopaði af hólmi á síð- ustu stundu því hún var önnum kafin að leika í Rosmary’s Baby. Sinatra var svo gróflega misboðið að hann mætti fyrirvaralaust í settið og af- henti konu sinni skilnaðarpappírana að tökuliði og leikendum aðsjáandi. Að svo mæltu fór hann – sína leið. Þótt Sinatra væri sérdeilis upp- sigað við Mason, kom fyrir að hann sjálfur gerði opinberlega grín að Farrow og hjónabandi þeirra. „Loksins fann ég kvenmann sem ég get haldið framhjá,“ sagði hann ein- hverju sinni þegar hann tróð upp á skemmtistað. Ekki fylgir sögunni hvernig „brandarinn“ mæltist fyrir. Veslings Mason var hins vegar bar- inn og nefbrotinn eftir að Sinatra og frú komu þar sem hann skemmti á frægu hóteli. Hann gat nefnilega ekki stillt sig um að beina orðum sín- um til Sinatra og spyrja háum rómi hvað væri eiginlega að, hvers vegna hann [Sinatra] væri ekki uppi á her- bergi? Frank Sinatra kvæntist fjórðu og síðustu eiginkonu sinni, Barböru Marx, 1976. Hann lést á áttugasta og þriðja aldursári árið 1998. Eftir skilnaðinn við Sinatra hefur Mia Farrow tvívegis gengið í hjóna- band, sem bæði hafa farið út um þúf- ur. Hún giftist tónlistarmanninum André Previn 1970, þau skildu 1979, og ári síðar giftist hún kvikmynda- leikstjóranum Woody Allen, þau skildu 1992. Stóri dagurinn Brúðkaupsveislan var haldin á Sands-hótelinu í Los Angeles. Á þessum degi... 19. JÚLÍ 1966 GENGU MIA FARROW OG FRANK SINATRA Í HJÓNABAND Eiginkona númer tvö Sinatra var kvæntur Övu Gardner áður en Mia Farrow kom til sögunnar. Grínisti Jackie Mason varð hált á svellinu fyrir að gera grín að Frank Sinatra og ungu frúnni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.