Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 19
rætast 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 „Loksins er komin fram sanngjörn og heiðarleg leið fyrir tónlistarmenn til að dreifa tónlist sinni. Þjónusta TuneCore er aðgengileg, auðskilin og gerir notandanum kleift að gera allt upp á eigin spýtur. Þá bregst öflugt stoðteymið þegar í stað við öllum hnökrum. Ég hef verið að koma TuneCore á framfæri við alla tónlistarmenn og hljómsveitir sem á vegi mínum verða en gengur mis- jafnlega að sannfæra fólk vegna þess að það heldur að þetta sé of gott til að vera satt. Það er rangt. Þetta er í raun og veru bæði satt og gott.“ Þannig lýsir Roger O’Donnell, fyrr- verandi hljómborðsleikari rokksveit- arinnar The Cure, kynnum sínum af vefútgáfunni TuneCore. Það var Jeff nokkur Price sem setti TuneCore á laggirnar árið 2005 og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í New York. Tilgangurinn var að hafa milligöngu um dreifingu og sölu á efni tónlistarmanna, m.a. á iTunes, AmazonMP3, Zune Marketplace, Rhapsody og eMusic. TuneCore er frábrugðið öðrum aðilum á mark- aðnum að því leyti að fyrirtækið þiggur engar prósentur af sölu efnis og á ekki útgáfuréttinn heldur lista- maðurinn sjálfur. Það er ekki undir TuneCore komið hversu fljótt netverslanirnar taka við nýju efni en á heimasíðu fyrirtæk- isins, tunecore.com, kemur fram að það taki á bilinu eina til sex vikur. Amazon uppfærir efni hraðast – vikulega. En hvað skyldi þetta kosta? Það fer eftir umfangi útgáfunnar. Vilji menn aðeins koma einu lagi á framfæri greiða þeir fast gjald, 9,99 dollara, á ári, burtséð frá því hvað laginu er dreift í margar netversl- anir. Það gera 1.270 krónur. Séu menn með fleiri lög, jafnvel heila plötu, er árgjaldið 19,98 dollarar eða 2.550 krónur. Við það bætast 99 cent (127 kr.) fyrir hverja verslun sem viðskiptavinurinn velur og hvert lag sem hlaðið er upp á TuneCore en það gjald er bara greitt einu sinni. Tökum dæmi: Vilji tónlistarmaður láta TuneCore dreifa fyrir sig tveim- ur lögum til iTunes í Bandaríkjunum greiðir hann 21,96 dollara fyrir. Eftir það þarf hann að greiða 19,98 doll- ara á ári meðan lögin eru ennþá inni. Fyrir stóra sem smáa Yfirlýst stefna TuneCore er að gera stórum sem smáum kleift að dreifa tónlist sinni og hafa þúsundir listamanna þegar fært sér þjónustu fyrirtækisins í nyt. Fyrsti við- skiptavinurinn var enginn annar en Frank Black, forsprakki Pixies, og nýlega fékk Nine Inch Nails Tune- Core til að hafa milligöngu um sölu á plötu sinni Ghosts I-IV í Ama- zonMP3-netversluninni. Vakti sú ráð- stöfun mikla athygli. Aðrir nafnkunnir listamenn sem hafa nýtt sér þjónustu TuneCore eru Aretha Franklin, Paul Westerberg og Izzy Stradlin, sem í eina tíð var í Guns N’ Roses. Frumkvöðull Frank Black úr Pixies var fyrsti viðskiptavinur TuneCore. EKKI OF GOTT TIL AÐ VERA SATT Ein bókanna sem Gunnar Gunnarsson ljósmyndari hefur gefið út fyrir at- beina Blurb nefnist Mannamyndir og er einskonar yfirlit yfir feril hans sem spannar ríflega tvo áratugi. Gunnar starfaði lengi hjá Fróða og síðar Birt- íngi og hefur tekið ógrynni portrett- mynda gegnum tíðina. Margar mynd- anna í bókinni hafa birst áður, aðrar ekki. Fólkið á myndunum á það sameig- inlegt að hafa af einni eða annarri ástæðu verið í fjölmiðlum og eru myndirnar teknar við ýmis tækifæri. Meðal viðfangsefna Gunnars eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristján Jóhannsson, Laddi, Linda Pétursdóttir, Sjón, Davíð Oddsson, Elías Mar, Magnús Schev- ing og Rósa Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson MYNDIR AF MÖNNUM @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.