Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 36
36 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 FÓTANUDDTÆKI heyra alls ekki sögunni til því nægt úrval er að finna af slíkum apparötum í raftækjaversl- unum, t.d. Rafha, Heimilistækjum og Elko. Egill Ingvason, sölustjóri hjá Rafha, segir sölu á fótanuddtækjum jafna yfir árið en svo taki hún kipp fyrir jól. Fótanuddtækin séu „dálítið 2007“, hafi selst betur fyrir kreppu. Tækið sé sniðugt fyrir þá sem þurfa af heilsufarsástæðum að auka blóð- flæðið í fótum. „Þetta er ekkert vitlaus hugmynd, hún var bara skotin í kaf þarna um tíma af því það gekk þetta æði yfir Ís- lendinga,“ segir Egill. Gestur Hjalta- son, framkvæmdastjóri Elko, segir um 200 tæki seljast á ári og fram- kvæmdastjóri Heimilistækja, Hlíðar Þór Hreinsson, segir mesta sölu fyrir er sniðug vara ef þú notar það að staðaldri. Það gerir ekkert gagn uppi í hillu,“ bendir Hlíðar á. jól. Þá seljist einhver hundruð en á öðrum tímum árs um 5-10 stk. í mán- uði. „Lykilatriðið er að fótanuddtæki Egill í Rafha Með ný- móðins fótanuddtæki. Morgunblaðið/Ómar Góð hugmynd skotin í kaf fyrir að eiga alltaf nýjustu græjur eins og nágranninn. Ertu ekkert sár yfir þessu? „Jú, maður var það nú svolít- ið en þetta var kannski ofsög- um sagt,“ svarar Halldór. Menn hafi gert sér mat úr sögum af því að fótanudd- tækin hefðu endað í geymslum og bílskúrum, í því skyni að búa til nei- kvæðar sögur um Íslend- inga. Tækið sé notað sem samlíking og viðmið. „Fólk er alltaf að vitna í þetta, hvernig Íslendingar haga sér,“ segir Halldór. Þrælvirkar ennþá En nú voru þetta ágætistæki, er það ekki, þau þjónuðu sínum tilgangi? „Algjörlega, það eru margir enn að nota þetta í dag, þetta þræl- virkar, ekkert að þessu. En það eru svo margir sem keyptu þetta sem þurftu ekkert á þessu að halda og þannig varð sagan til,“ segir Halldór. Þannig hafi mörg tækjanna endað í geymslum og bílskúrum. Þá hafa heyrst ýmsar sögur af annars konar nýtingu þeirra, t.d. að þau hafi mörg hver öðlast annað líf sem blómaker. Nú eru fótanuddtæki enn seld en fá samt ekki þessa miklu athygli … „Já, já, þau eru það og margvísleg ný módel komin upp, jafnvel með bættum möguleikum.“ Var þetta dýrt tæki á sínum tíma? „Nei, þetta var nefnilega afskaplega ódýrt, miðað við stærð og glæsileik- ann í þessu. Svo var náttúrlega stutt í jólin og allir sem vildu gefa stóra jóla- gjöf.“ „Þetta var rosalegt“ Var þetta rómantísk jólagjöf? Halldór hlær. „Nei, ég get nú varla sagt það,“ svarar hann, tækið hafi verið vinsæl gjöf frá börnum til foreldra sinna og til kvenna. Í þá daga voru karlar tregari til þess að nota slík tæki, hinn „mjúki maður“ ekki kominn til sögunnar. Halldór er hættur í raftækja- bransanum og veitingastaður kominn í húsið sem áður hýsti hina ágætu Radíóbúð í Skip- holti. Grædduð þið á þessu? „Nei, við seldum þetta of ódýrt, það voru kannski mis- tökin hjá okkur,“ segir Hall- dór. Tækin hafi selst vel í ein tvö til þrjú ár eftir fóta- nuddtækjajólin ógurlegu. „Þetta var rosalegt magn,“ bætir hann við. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is F ótanuddtæki danska raftækja- framleiðandans Clairol, Clairol Foot Spa, er einhver alræmdasta jóla- gjöf Íslandssögunnar. Á haustmánuðum og þá sér- staklega fyrir jól árið 1982 rann á landann sann- kallað fótanuddtækjaæði og seldust um 14.000 stykki, að sögn Halldórs Laxdal sem rak Radíóbúðina á þessum tíma þar sem tækin voru seld. Hann segir söluna hafa verið slíka á tækinu að Clairol-verksmiðjan hafi vart getað annað eftirspurn. Tæki þetta var býsna einfalt að gerð. Vatn var sett í það og sá tækið um að hita það upp og beitti iljarnar svo öflugu titrings- nuddi. Íslendingar voru um 232.000 árið 1982 þannig að um eitt tæki var á hverja 17 Íslendinga, miðað við 14.000 tækja sölu. 200 tæki á dag Í Sandkornum DV 15. desember 1982 segir að allt að 200 fótanuddtæki hafi selst á dag í jólavertíðinni og að starfs- menn Radíóbúðarinnar hafi vart haft undan við að svara fyrirspurnum fólks í síma um tækið. Stöðugur straumur fólks með fótanuddtæki undir hendi hafi verið út úr versl- uninni. Fótanuddtækið góða kostaði 1.250 krónur á þessum tíma og myndi því kosta í dag rúmar 18.000 krónur, miðað við þróun á vísitölu neysluverðs skv. upplýs- ingum á vef Hagstofu Íslands. Í samtali við Morgunblaðið 30. desember 1982, þegar salan var komin í 12 þúsund tæki frá því um haustið, kvað Halldór ástæðuna fyrir hinni miklu sölu þá að iljanuddtæki hefði vantað á íslenskan markað en til væru nudd- tæki fyrir aðra líkamshluta. Stór hópur fólks hefði hringt í verslunina og lýst góðri reynslu af tækinu. „Margir lúnir í fótunum“ Blaðamaður hafði samband við Halldór tæpum 27 árum síðar og bað hann að rifja upp þessa merku fótanuddtækjatíma. Hvers vegna voru allir að kaupa þetta fótanuddtæki? „Maður spyr sjálfan sig. Þetta bara sló einhvern veginn í gegn.“ Var þetta auglýsingum að þakka? „Ég held bara að margir hafi verið lúnir í fótunum, það hafi verið svoleiðis og þetta bara hitti beint á naglann. Svo hafa auglýs- ingarnar líka verið heppilegar með þessu,“ svarar Halldór sem á að sjálfsögðu eintak af tækinu góða og skellir sér stundum í ólg- andi fótabað og nudd. Nú hafa þessi fótanuddtæki orðið al- ræmd í seinni tíð, menn nota þau oft sem dæmi um kaupæði þjóðarinnar og þörfina Manstu eftir … ÉG var fullur tilhlökkunar þegar mér bauðst að prófa og skrifa umsögn um hið goðsagnakennda fótanuddtæki frá Clairol, enda eitthvert þekktasta raftæki Ís- landssögunnar. Vonbrigðin voru hins vegar nokkur, og skil ég vel hvers vegna Íslendingar hentu tækinu inn í geymslur í stórum stíl. Þetta er nefnilega ekkert merkilegt – þetta er bara heitt vatn sem titrar. Ég bjóst við loft- bólum og almennilegu nuddi, en tækið gerði ekkert annað en að titra. Það getur að vísu verið að tækið sem ég prófaði sé eitthvað bilað, enda orðið 27 ára gamalt. Þetta var svo sem ekkert óþægi- legt, en ekkert sérstaklega þægi- legt heldur. Það má þó segja tækinu til hróss að mér leið nokkuð vel eftir á, var afslapp- aður og mjúkur í fótunum. Það er því kannski ekkert svo slæm hugmynd að sækja tækið niður í geymslu, og hverfa ald- arfjórðung aftur í tímann. Varist þó að gera ykkur vonir um mikla vellíðan. Heitt vatn sem titrar Jóhann Bjarni Kolbeinsson Clairol Foot Spa fótanuddtæki, árgerð 1982 bbmnn Jólagjöf ársins „Gleymi því aldrei á okkar fyrstu búskaparárum þegar rómantíkin reið rækjum … hehe … róm- antíkin réð ríkjum og ég var svo spennt að sjá hvað ég fengi í jóla- gjöf frá honum. Fékk stóran … soldið þungan pakka … gylltur pappír og fallegur jólaborði … Til elsku … Frá … Guð hvað þetta var rómó … ég titraði á meðan ég opnaði pakkann … sá fyrir mér flott undirföt og risastóra flösku af uppáhaldsilmvatninu mínu … og ég titraði þegar ég sá hvað þetta var. Ég var svo skúffuð … kom ekki upp einu orði … tautaði eitthvað … takk … æði … og reyndi að grenja ekki fyrir framan alla á jólunum. Blátt Clairol fótanuddtæki … og ég var bara 21 árs … gosshhhhh.“ Af spjallþræðinum „Leiðinlegasta jólagjöfin“ á Femin.is, 15. des. 2003. Höfundur: Ilmur. „Ég hef stundum tekið það sem dæmi hvað við Íslendingar erum nýjungagjarnir og tökum allt með trompi, eins og við séum bara að koma af vertíð í Vestmannaeyjum 11. maí og þá skal allt kaupa. Við tókum okkur einu sinni til og flutt voru inn Clairol fótanuddtæki, nokkur stykki, til landsins, það átti að vera jólagjöfin það árið. Ég held að það hafi endað með því að þetta fékk svo góðar og miklar viðtökur að sjö 40 feta gámar komu til landsins og seldist allt og hefði vantað meira en það var bara engin ferð fyrir jólin.“ Kristján Möller, brot úr ræðu á Alþingi, 17. maí 2001. „Ég man líka einn góðan sumardag árið 2000 eftir því að hafa millilent á Íslandi þar sem fréttaflutningur fjölmiðla einkenndist af sömu hrifningu. Þetta kall- ast „fótanuddtækjasyndróm- ið“, og á rætur sínar að rekja í þá brjálsemi og bjartsýni sem greip þjóð- ina, þegar sæblá Clarion-fótanuddtæki slógu öll sölumet ein jólin snemma á 9. áratug síðustu aldar.“ Athugasemd ,,Priscillu“ við færslu á Silfri Egils 24. maí sl. v. ummæla á blogginu þess efnis að menn hafi uppskorið „vorkunnsöm augnaráð“ væru þeir ekki að kaupa bréf í Decode árið 2000. „Örlög fótanuddtækjanna munu síð- an í flestum tilvikum hafa orðið þau að rykfalla í geymslum landsmanna sem eins konar minnisvarði um glæsilegan árangur auglýsingatækninnar. Í sam- anburði við þau mun engin „jólagjöf“ ársins hafa staðið undir nafni síðan.“ Úr fréttaskýringu Jóns Daníelssonar, „Jólagjöfin í ár“, í Alþýðublaðinu 23. des. 1989. Egill Helgason Kristján Möller Nudd Fótafúinn blaðamaður, Jóhann Bjarni, prófar fótanuddtækið fræga. Morgunblaðið/Heiddi Clairol fótanuddtækinu? Ýmsir hafa sótt að fótanuddtæki Clairol í ræðu og riti og jafnvel kallað það ranglega Clarion. Hér eru nokkur dæmi af Netinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.