Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is ÚTSÖLULOK Í DAG 19. JÚLÍ Nýtt kortatímabil Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is GATNAMÓT Hringbrautar og Njarðargötu hafa frá síðustu breyt- ingu verið meðal hættulegustu gatnamóta höfuðborgarsvæðsins. Það eru einkum aftanákeyrslur og árekstrar við vinstribeygju sem valda tjónum og slysum. Til stend- ur að auka öryggi vegfarenda með því að setja sérstök ljós fyrir vinstribeygju af Njarðargötu. Það kemur fram í skýrslu Einars Guðmundssonar, forstöðumanns Forvarnahússins, um umferðarslys á síðasta ári, að gatnamót Hring- brautar og Njarðargötu eru dæmi um breytingu sem ekki hefur skil- að bættu umferðaröryggi. Um 50 þúsund bílar aka þarna um á sólar- hring. Umferðarhraðinn er nokkuð mikill, sérstaklega á umferð til vesturs eftir Hringbraut. Um leið og komið er undan brúnni yfir Snorrabraut og Bústaðaveg víkkar Hringbrautin og ökumenn stíga þéttar á bensínið. Umferðarhraðinn hefur aukist við þá breytingu. Þeg- ar svo komið er að gatnamótunum við Njarðargötu, vestan við bensín- stöð N1, verða aftanákeyrslur þeg- ar gult og rautt ljós birtist. Það er mat Forvarnahússins að hraðinn orsaki stóran hluta tjóna og slysa á þessum gatnamótum. Götuvitum breytt Áformaðar eru lagfæringar á götuvitunum á Hringbraut og Njarðargötu, samkvæmt áætlun Reykjavíkurborgar og Vegagerð- arinnar um úrbætur á þjóðvegum í Reykjavík. Í yfirliti samgöngusviðs borgarinnar kemur fram að 73 um- ferðaróhöpp urðu á þessum gatna- mótum á tveggja og hálfs árs tíma- bili á árunum 2005 til 2007, þar af 13 þar sem slys urðu á fólki. Stefán Finnsson, yfirverkfræð- ingur á samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að í fyr- irhuguðum breytingum verði sett fjögurra fasa umferðarljós í stað þriggja. Það þýðir að sérstök ljós verða fyrir vinstribeygju af Njarð- argötu inn á Hringbraut. Þeir sem taka vinstribeygju inn á Hring- brautina þurfa þá ekki lengur að sæta lagi til að komast leiðar sinn- ar vegna umferðar á móti. Vonast er til að þetta auki öryggi vegfar- enda. Stefán segir fyrirhugað að setja upp hraðamyndavélar austan við brýrnar á Hringbraut við Snorra- braut til að reyna að hægja á um- ferðinni í hlykknum sem þar kem- ur á götuna. Hraðakstur hefur valdið alvarlegum slysum þar. Spurður um ráð til að draga úr hraðanum vestar á Hringbraut til að minnka aftanákeyrslur við Njarðargötu segir Stefán að eina raunhæfa úrræðið sé að auka eft- irlit, hvort sem það verði gert með myndavélum eða af lögreglu. Hann segir að ekki sé fyrirhugað að setja hraðamyndavélar upp við þetta svæði. Morgunblaðið/Júlíus Hættuleg gatnamót Mörg umferðaróhöpp hafa orðið á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Nýverið var bíl ekið suður Njarðargötu inn í hlið sjúkrabíls sem var í forgangsakstri vestur Hringbraut, á leið í útkall. Slysahætta úr öllum áttum  Ökuhraðinn á Hringbraut veldur mörgum aftanákeyrslum við Njarðargötu  Beygjuljós í bígerð fyrir vinstribeygju af Njarðargötu til að auka öryggi  Fimmtíu þúsund bílar aka þarna um á dag Í HNOTSKURN »31 umferðaróhapp varð ágatnamótunum við Njarð- argötu árin 2005-2007, þar af 8 minniháttar slys á fólki. »Aftanákeyrslur voru 30 ásama tíma, þar af tvö slys. »Yfir 80% kostnaðarins viðtjón á þessum gatnamótum urðu vegna aftanákeyrslu og vinstribeygju. LAUGAVEGSHLAUPIÐ hófst klukkan níu í gærmorgun við skála Ferðafélags Íslands í Landmanna- laugum í góðu hlaupaveðri. 322 hlauparar voru ræstir í lítilsháttar golu og hlýju veðri undir hálfskýj- uðum himni. Metþátttaka var í ár en í fyrra luku 215 hlaupinu. Hafði þátttakan þá aldrei verið meiri. skulias@mbl.is 322 ræstir á Laugavegi Ljósmynd/Margrét Hauksdóttir Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is RAGNA Árna- dóttir dóms- málaráðherra lagði á föstudag fyrir ríkisstjórn frumvarp til breytinga á lög- um um dómstóla. Frumvarpið fel- ur í sér breytt fyrirkomulag héraðsdómstóla þannig að aðeins verði einn héraðs- dómur fyrir allt landið í stað átta með landfræðilega afmörkuð um- dæmi. Dómstóllinn mun hafa starfs- stöðvar víða um landið og er gert ráð fyrir að dómarar geti starfað hvar sem er á landinu burtséð frá því hvar þeir hafi skrifstofu. Með þessu verður hægt að beina kröft- um dómara þangað sem þeirra er helst þörf hverju sinni. Þetta ku vera mikilvægt til að mæta því aukna álagi á ákveðna héraðsdóm- stóla sem kemur til með að fylgja málum vegna efnahagshrunsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að dómstólaráð fái auknar skyldur og hafi á hendi yfirstjórn allrar stjórnsýslu, fjármála og málefna starfsmanna við dómstólana, ann- arra en dómara. Hafa þessi störf hingað til verið á könnu hvers hér- aðsdóms fyrir sig. Með þessu mun vera unnt draga úr kostnaði við dómstigið. Þá er gert ráð fyrir að ráðið ákveði starfsstöðvar héraðsdóms, hvar dómarar starfa og skipti landinu í lögsagnarumdæmi.Ragna Árnadóttir Héraðsdómar sameinaðir BERGUR Elías Ágústsson, stjórnarformaður orkufyrirtæk- isins Þeistareykja ehf. og sveit- arstjóri Norðurþings, segir það koma vel til greina að Orkuveita Húsavíkur nýti sér forkaupsrétt á hlut Norðurorku í Þeistareykjum. Norðurorka hefur lýst vilja til að selja þriðjungshlut sinn í félaginu en jafnstóra hluti eiga Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun. For- stjóri Geysis Green, Ásgeir Mar- geirsson, útilokar heldur ekki að félagið sýni hlut Norðurorku áhuga en það mál sé þó ekki framarlega í forgangsröðinni. | 20 OH íhugar að kaupa hlut Norðurorku VALUR Boga- son, útibússtjóri Hafrannsókna- stofnunar í Vest- mannaeyjum, segir ljóst að staða sandsíla á Faxaflóa sé svip- uð og í fyrra og uppistaðan sé tveggja ára síli. Einnig hafi sést mikið af seiðum frá í vor. „Aftur á móti sker Breiðafjörðurinn sig úr, við höfum ekki séð minna af sandsíli en í ár,“ segir Valur, sem var að ljúka á föstudag síðari hluta rannsóknar á sandsíli frá Ingólfshöfða til Breiðafjarðar. Könnuð var staða síla á Faxaflóa og Breiðafirði. Fækkunin kemur Val á óvart en hann leggur áherslu á að enn eigi eftir að rannsaka málið til hlítar. Von er á fréttatilkynningu um málið frá Hafrannsóknastofnun á næstunni. skulias@mbl.is Hafa ekki séð færri síli á Breiðafirði Valur Bogason NÍUNDA tilfelli svínaflensunnar var tilkynnt land- lækni á föstudag. Sá sem greindist er þrítugur karl- maður. Hann hef- ur ekki verið er- lendis nýlega og tengist ekki öðr- um greindum til- fellum svo vitað sé. Er hann ekki illa haldinn og á batavegi. Frá þessu greinir landlæknisemb- ættið á heimasíðu sinni. Matthías Halldórsson landlæknir segir það koma á óvart að tilfellin séu ekki orðin fleiri. Búast megi við fleiri til- fellum á næstunni. skulias@mbl.is Níunda íslenska svínaflensutilfellið Matthías Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.