Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 22. júlí 1979: „Frá því að rík- isstjórnin settist að völdum hefur ekki linnt bráðabirgðaráðstöfunum. Jafnvel nú við þessa gengisfellingu lætur forsætisráðherra þess getið í útvarpsviðtali að það verði „að grípa til ráðstafana innan tíðar eða á haustdögum til þess að gera ráð- stafanir til að draga úr verðbólg- unni“. Og hvað er það, sem veldur öllum þessum mörgu ráðstöfunum? Er eðlilegt að menn spyrji. Og svar- ið liggur í augum uppi. Frá sínum fyrstu velmektardögum hefur rík- isstjórnin fyrst og fremst leyst öll mál á kostnað atvinnuveganna, – sem hún þó sagði, að hefðu verið komnir á vonarvöl, þegar hún tók við! Trúi því hver sem trúa vill, en því fremur var þá ástæða til að fara öðru vísi að. […] Í íslenzkum þjóðsögum er hent gaman að því, þegar mjólkurkúnni var slátrað eða útsæðið etið. Í því borgaralega samfélagi, sem þær lýsa, þóttu það búskussar eða hér- villingar, sem þannig höguðu sér. Og aldrei henti það, að þeir kæmust til mannvirðinga. Nú er þessu öfugt farið. Og ef svo heldur fram sem horfir vakna menn upp við það einn dag, að Vilmundur Gylfason sé orð- inn framkvæmdastjóri Steypu- verzlunar Íslands, en Ólafur Ragn- ar Grímsson forstjóri Coca-Cola. Þá verður skammt í það, að þeir marxísku búskaparhættir verði upp teknir hér á landi, sem Alþýðu- bandalagið hefur boðað.“ . . . . . . . . . . 23. júlí 1989: „Morgunblaðið greindi frá því fyrir fáum dögum að þyrlupallur verði reistur í Kolbeins- ey í sumar. Hann á að auðvelda ran- nóknir þar, sem eru nauðsynlegur undanfari ákvarðana um styrkingu hennar. Pallurinn verður 7 metrar í þvermál og í hann þarf 150 tonn af steinsteypu.“ Úr gömlum l e iðurum Þúsundirmótmæl-enda flykktust út á göt- ur þegar Ali Ak- bar Hashemi Raf- sanjani ávarpaði fullan sal í Teheran-háskóla á bænatíma á föstudag. Rafsanjani er fyrrverandi forseti Íraks. Í ræðunni bar hann fram harða gagnrýni á stjórnvöld. Raf- sanjani dró úrslit kosning- anna í júní ekki í efa með ber- um orðum, en gagnrýndi hvernig stjórnvöld hefðu tekið á mótmælunum í kjölfar þeirra og skoraði á þau að láta laust fólk, sem hefði verið handtekið á undanförnum vik- um. Mótmælin vegna kosn- ingaúrslitanna sýna að í Íran hafa leyst úr læðingi kraftar, sem erfitt verður fyrir klerka- stjórnina að hemja án þess að missa stuðning og grafa und- an sjálfri sér. Greinilegt er þó að stjórnvöld ætla ekki að hlusta á gagnrýni á úrslitin og Mahmoud Ahmadinejad for- seti ætlar að halda sínu striki hvað sem líður efasemdum um að það fái staðist að hann hafi sigrað Mir Hussein Moussavi í kosningunum og síst með þeim yfirburðum, sem yfir var lýst. Óánægjan, sem braust fram í kjölfar kosninganna, snýst ekki um stjórnskiplag lands- ins. Moussavi er afsprengi klerkaveldisins rétt eins og Ahmadinejad. Ágreiningurinn snýst um það hversu langt eigi að ganga í frjálsræðisátt inn- an ríkjandi stjórnskipulags. Þegar Khomeini erkiklerk- ur steypti keisaradæminu í Ír- an árið 1979 höfðu staðið yfir kröftug mótmæli, sem mætt var af hörku. Þessi mótmæli grófu undan keisaranum. Mótmælunum nú hefur verið líkt við þau mótmæli, sem þá áttu sér stað, sér- staklega vegna harðra viðbragða öryggissveita. Það væri hins vegar of langt gengið að segja að klerkastjórnin riðaði til falls. Rafsanjani skoraði á stjórn- völd að aflétta hömlum á fjöl- miðla og málfrelsi. Þótt hann drægi ekki úrslit kosninganna í efa varaði hann við því að hunsa vilja fólksins: „Allt í okkar íslamska lýðveldi bygg- ist á atkvæðum. Án atkvæða fólksins er ekki hægt að halda áfram.“ Ástandið í Íran er innanrík- ismál, en áhrif Írana hafa far- ið vaxandi í Austurlöndum nær, ekki síst eftir að Saddam Hussein var steypt af valda- stóli í Írak. Íranar hafa verið stimplaðir sem helsta ógnin í þessum heimshluta og það væri alvarlegt mál ef þeir kæmu sér upp kjarnorku- vopnum. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur lagt mikla áherslu á það mál frá því hann komst til valda. Hann hefur brugðist varfærnislega við pólitíska ástandinu í Íran, en fordæmt harkalegar aðgerðir á hendur mótmælendum. Almenningur í Íran hefur sýnt mikla reisn og á skilið að fá stuðning umheimsins. Þann stuðning verður að veita þannig að það ýti undir mál- stað mótmælenda, en grafi ekki undan honum. Klerka- stjórnin í Íran hefur sakað er- lend öfl um að kynda undir mótmælunum. Það er algengt bragð þegar almenningur á að kyngja harðræði að höfða til þjóðerniskenndarinnar. Mót- mælin koma hins vegar innan frá og bera því vitni að stjórn- völd eru að missa fótfestu. Ráðamenn í Íran geta ekki horft fram hjá því. „Án atkvæða fólks- ins er ekki hægt að halda áfram“} Þung undiralda í Íran Þ að skiptast á skin og skúrir í íþrótt- unum eins og annars staðar en ég man varla eftir eins miklum sveifl- um á minni hunds- og kattartíð í þessu starfi undanfarna áratugi og áttu sér stað í vikunni. Þá er ég að tala um frammistöðu íslensks fótboltafólks í rimmum við erlenda andstæðinga. Þar fer okkar keppn- isfólk oftar en ekki halloka. Á miðvikudagskvöldið ríkti svartnættið eitt um hábjart sumarið eftir háðulega útreið hinna ósigrandi Íslandsmeistara FH gegn lítt þekktu meistaraliði Kasakstans, þjóðar Borats, eða þannig. Og það í höfuðvígi sínu, Kapla- krikanum. FH-ingar, með ellefu sigra í röð á innlendum vettvangi, voru teknir í bakaríið og 4.650 km langt ferðalag í seinni leikinn austur fyrir Úralfjöll snýst vart um annað lengur en að virða fyrir sér land og þjóð. Sólarhring síðar, þegar við félagarnir á íþróttadeild Morgunblaðsins vorum að ganga frá síðustu verkum fyrir blað og vef var öllu bjartara yfir okkur. Þrjú íslensk lið höfðu náð hreint frábærum úrslitum gegn andstæðingum sem allir áttu að vera fremri á flestum sviðum íþrótt- arinnar. Það er eiginlega með ólíkindum að þetta skuli allt hafa átt sér stað á einu og sama kvöldinu – dagsetningin 16. júlí 2009 ætti framvegis að vera feitletruð í fótboltasögu lands- ins. Framarar slógu fyrsta tóninn þegar þeir náðu óvæntu jafntefli gegn tékkneska liðinu Sigma Olomouc austur í Tékklandi. Eiginlega var það öfugt, Tékkarnir náðu naumlega jafntefli við Fram því þeir jöfnuðu metin í blálokin á leiknum. Ungur piltur austan úr Árnessýslu, Jón Guðni Fjóluson, var óvænt hetja í liði Framara og skoraði fyrir þá glæsilegt mark sem kann að reynast þeim dýrmætt þegar úrslit beggja leikja liðanna verða að lokum lögð saman. Þá var komið að kvennalandsliðinu, „stúlk- unum okkar“, sem í næsta mánuði freista þess að takast á við bestu þjóðir álfunnar í úr- slitakeppninni um Evrópumeistaratitilinn í Finnlandi. Þær sóttu heim lið Englendinga, eitt það sterkasta í Evrópu, og unnu glæsi- legan sigur, 2:0. Þann fyrsta frá upphafi í tíu rimmum gegn þeim ensku. Þetta var vissulega vináttuleikur og ekki spilað um nein stig. Og loks var röðin komin að KR-ingum, sem fæstir töldu að ættu nokkra von gegn liði sem fyrir skömmu sló enskt úrvalsdeildarlið út úr Evrópukeppni. En Vesturbæingar unnu frækinn sigur á liði Larissa frá Grikklandi, 2:0, og eiga mikla möguleika á að komast lengra í keppninni. Vanmat er orð sem oft ber á góma í umfjöllun um íþrótt- ir. Líklega vanmátu FH-ingar Kasakana. Líklega van- mátu Tékkarnir Framara. Grikkirnir vanmátu KR-inga en ég er ekki eins viss um þær ensku. En Fram, landsliðið og KR vanmátu hins vegar ekki eigin getu, heldur nýttu sinn styrkleika til fulls. Eru það ekki ágæt skilaboð til landsmanna á þessum síðustu og verstu? vs@mbl.is Víðir Sigurðsson Pistill Svartnætti og sigurgleði Þeistareykir þrá kaupanda að orkunni FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is N ý staða er komin upp hjá orkufyrirtækinu Þeistareykjum, eftir að Norðurorka ákvað í vikunni að skoða möguleika á að selja þriðjungshlut sinn í félaginu. Aðrir eigendur eru Landsvirkjun og Orkuveita Húsavík- ur, með um þriðjungshlut hvor, og Þingeyjarsveit á rúm 4%. Félagið var stofnað fyrir um tíu árum til að kanna möguleika á jarðvarmavinnslu á Þeistareykjasvæðinu í Þingeyjarsýslu. Félagið var fyrstu árin alfarið í eigu heimamanna en árið 2005 kom Lands- virkjun inn sem meðeigandi. Boraðar hafa verið alls sex rannsóknarholur sem jafnframt eru nothæfar sem vinnsluholur. Geta þær gefið gufuafl til framleiðslu á allt að 45 MW af raforku. Svæðið í heild sinni er talið geta gefið af sér allt að 200 MW en yfirborðs- rannsóknir hafa gefið til kynna að jarðhitasvæðið sé mun stærra en áður hefur verið talið, eða um 45 ferkíló- metrar. Orkan frá Þeistareykjum hef- ur til þessa einkum verið hugsuð fyrir mögulegt álver Alcoa á Bakka, en þau áform hafa sem kunnugt er verið í bið- stöðu. Gildandi viljayfirlýsing um ál- versverkefnið rennur út í haust og óvíst hvort hún verður framlengd. Hafa þreifingar staðið yfir um mögu- leg önnur verkefni til að selja orkuna frá Þeistareykjum en án árangurs. Norðurorka, sem er í 98% eigu Ak- ureyrarbæjar, telur sig ekki hafa fjár- hagslega burði til að halda hlut sínum til lengri tíma og segja má að aðrir eig- endur séu ekki ýkja burðugir til að leggja fram aukin framlög til rann- sókna, ekki síst á meðan efnahagsleg óvissa ríkir og orkukaupandi fæst ekki svo auðveldlega. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, segir nauðsynlegt að fá fjár- sterka aðila að fyrirtækinu, til greina komi bæði innlendir sem erlendir fjár- festar en hluturinn verði ekki seldur nema fyrir ásættanlegt verð. Góður tími verður tekinn í söluferlið, að sögn Franz, eða allt frá fjórum upp í átta mánuði. Hann segir Norðurorku samt sem áður hafa fulla trú á að nýting orku frá Þeistareykjum hefjist á næstu árum. Kaupir Geysir Green? Fjármagn liggur ekki á lausu hér heima fyrir en meðal líklegra kaup- enda hefur Geysir Green Energy m.a. verið nefnt til sögunnar. Þegar haft var samband við Ásgeir Margeirsson, forstjóra Geysis Green, vildi hann ekki útiloka að þetta yrði skoðað en önnur og stærri mál væru nú ofar í forgangs- röðinni, og vísaði þar m.a. til kaupanna í HS Orku. Orkuveita Húsavíkur (OH) er alfar- ið í eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri er stjórnarformaður Þeistareykja. Hann segir það koma vel til greina að OH nýti sér forkaupsréttinn en það skýrist á næstu dögum hvað gert verð- ur. „Við höfum lagt mikið upp úr því að allir hluthafar stígi í takt og séu sam- mála. Nú er sú staða komin upp að einn hluthafinn vill fara út og við verð- um bara að bregðast við því. Mik- ilvægast er að klára þetta verkefni.“ Hjá Landsvirkjun fengust þau svör að málið yrði skoðað ef Norðurorku tækist að fá kaupanda að hlutnum, þ.e. hvort forkaupsrétturinn yrði nýttur. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Jarðvarmi Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram á Þeistareykjum á síðustu árum, þar sem boraðar hafa verið sex rannsóknarholur. Óvissa er um frekari rannsóknar- boranir á Þeistareykjasvæðinu á meðan ekki fæst orkukaupandi. Viljayfirlýsing um álver á Bakka rennur út í haust en verkefnis- stjórn kemur enn saman. FRAMLÖG eigenda Þeistareykja til orkurannsókna á svæðinu nema hátt í tveimur milljörðum króna, bæði hlutafé og ábyrgðir á lánum, en gengishrun krónunnar hefur lít- ið annað gert en að hækka þær fjár- hæðir síðustu mánuðina. Framlögin hafa skipst eftir eignarhlutum, og eru í heild á bilinu 500-600 milljónir króna hjá hverjum aðaleiganda fyr- ir sig; Norðurorku, Landsvirkjun og Orkuveitu Húsavíkur. Heild- arskuldir Þeistareykja ehf. námu um 1.500 milljónum króna um síð- ustu áramót en eigið fé nam um 600 milljónum króna. Þróun gengisins hafði mikil áhrif á afkomu þessara fyrirtækja í fyrra. Þannig nam tap Landsvirkj- unar 344 milljónum dollara, jafn- virði 44 milljarða króna í dag, Norðurorka tapaði 2,3 milljörðum króna og Orkuveita Húsavíkur tap- aði um 700 milljónum, þar af var gengistap um 650 milljónir. MIKIÐ ER UNDIR ›› Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.