Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Í leiðara í dagblaðinu FinancialTimes á föstudag segir að helstu ógnirnar, sem blasi við Íslendingum á leiðinni í Evrópusambandið, séu að umsóknin verði pólitískum hrossakaupum og skrifræði að bráð.     Ljóst sé að Ísland geti ekki fariðinn á undan Króatíu og nú strandar mál Króata á landamæra- deilu við Evr- ópusambands- ríkið Slóveníu.     Ýmis önnurríki eru á aðildarbuxunum, þar á meðal Tyrkland og Makedónía.     Tyrkir hafa mikið lagt á sig til aðuppfylla skilyrði um aðild, en nokkur aðildarríki hafa sagt að þau muni ekki samþykkja Tyrkland.     Í nokkuð kostulegri greiningu áviðskiptavef í Aserbaídsjan sagði að 33 fulltrúar kaupskaparstefn- unnar - merkantílistar - hefðu greitt atkvæði með aðildarumsókn, en 28 víkingar fullir af frelsisást hefðu greitt atkvæði gegn.     Inntaka Íslands, sem í raun færirEvrópu ekkert, samhliða neitun til Tyrklands mundi þýða brot á gildum, sem ESB hefur sett sér sjálft, sérstaklega gildum jafnréttis, umburðarlyndis og lýðræðis,“ segir í greiningunni. „Í raun mun það þýða að 70 milljóna manna ríki, reyndar múslímskt, á minni rétt á að verða hluti af ESB en kristin eyja, sem er týnd í Atlantshafi.“     Vitaskuld er það alltaf áfall þegarútlendingar átta sig ekki á að Ísland er upphaf og endir alls.     Umsókn Íslands snýst hins vegarekki bara um Ísland. Kristin eyja, týnd í Atlantshafi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 12 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Algarve 19 heiðskírt Bolungarvík 10 skýjað Brussel 14 léttskýjað Madríd 14 heiðskírt Akureyri 7 alskýjað Dublin 11 skýjað Barcelona 18 heiðskírt Egilsstaðir 5 alskýjað Glasgow 14 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 15 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Nuuk 11 heiðskírt París 14 skýjað Aþena 28 heiðskírt Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 15 súld Winnipeg 9 heiðskírt Ósló 16 heiðskírt Hamborg 15 skúrir Montreal 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Berlín 15 skúrir New York 23 þoka Stokkhólmur 20 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Chicago 16 alskýjað Helsinki 18 heiðskírt Moskva 18 þoka Orlando 27 heiðskírt VEÐUR 19. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.28 3,1 9.45 1,0 16.06 3,5 22.33 0,9 3:55 23:14 ÍSAFJÖRÐUR 5.42 1,8 12.01 0,6 18.18 2,1 3:26 23:53 SIGLUFJÖRÐUR 1.46 0,4 8.15 1,1 14.01 0,5 20.25 1,3 3:08 23:37 DJÚPIVOGUR 0.29 1,6 6.37 0,7 13.15 2,0 19.38 0,7 3:16 22:52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum og við suðaust- urströndina. Skýjað að mestu en úrkomulítið, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 15 til 22 stig SV-lands, en annars 8 til 15. Á þriðjudag og miðvikudag Norðaustanátt, víða 5-8 m/s. Dálítil súld eða rigning með köflum um norðan- og aust- anvert landið en annars yfirleitt þurrt og bjart. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag og föstudag Útlit fyrir áframhaldandi norð- læga átt. Þungbúið og svalt fyr- ir norðan og austan, en mildara og bjart með köflum sunn- anlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og við norðurströndina, annars bjart veður. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. FÁIR eru sennilega betur að sér í fræðum austur- þýsku leyniþjónustunnar STASI en Svavar Gestsson stúdent, fyrrum námsmaður í Austur-Þýskalandi. Síðan Svavar var stúdent í Þýskalandi kommúnism- ans hefur hann að vísu gegnt mörgum störfum, eins og því að vera ritstjóri Þjóðviljans, málgagns Al- þýðubandalagsins sáluga, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, formaður Alþýðubandalagsins, ráð- herra Alþýðubandalagsins og sendiherra Íslands, fyrst í Svíþjóð, svo í Danmörku. Toppnum náði svo stúdentinn frá Austur-Þýska- landi, þegar eitt hans aðalegg gerði hann, hænuna, að formanni samninganefndar Íslands í því mikla hagsmunamáli Íslendinga, Ice- save-deilunni. Vitanlega er eggið Steingrímur J. Sigfússon, arftaki Svavars í vinstri pólitík á Íslandi og hugmyndafræðilega af sama meiði og guðfaðir hans í pólitík, Svavar Gestsson. Svavar óð fram í morgunfréttum RÚV síðasta þriðjudag, engu búinn að gleyma af STASI-fræðum sínum, og sakaði embættismenn Seðlabank- ans um að vera „komin í pólitískan málflutning.“ Lögfræðingarnir, þau Sigríður Logadóttir, aðallög- fræðingur Seðlabanka Íslands, og Sigurður Thorodd- sen, höfðu gert utanríkismálanefnd munnlega grein fyrir mati lögfræðideildar Seðlabankans á Icesave- samningunum og afhent minnisblað í kjölfarið. Árétt- að var í tölvupósti til formanns utanríkismálanefndar, að um minnisblað væri að ræða. Endanlegt álit yrði hluti af heildarskýrslu Seðlabankans sem kynnt yrði á miðvikudag. Annar „vel upp alinn“ arftaki á vinstri vængn- um, Árni Þór Sigurðsson, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, var ekki seinn á sér að fara í skítug skóför Svavars Gestssonar, því hálf- tíma eftir skítafýlubombu Svavars á embætt- ismenn Seðlabankans var skósveinninn mættur á morgunvakt Rásar 2, þar sem hann sagði að álit lögfræðinganna hefði ekki verið formleg skoðun Seðlabankans og því marklaust. „Það dregur verulega úr trúverðugleika álits- ins, ef það er ekki unnið fyrir hönd stofnunar, heldur aðeins persónulegt álit viðkomandi starfs- manns,“ sagði Árni Þór orðrétt! Hélt svo áfram: „Það er einfaldlega verið að blekkja þingnefnd- irnar með þessum hætti. Ég velti fyrir mér hvort menn séu þarna á einhverju einkatrippi. Mér virð- ist sem viðkomandi starfsmaður sé enn að vinna fyr- ir Davíð Oddsson.“ Árni Þór var á þriðjudag krafinn þess á Alþingi að hann bæði lögfræðingana afsökunar á ummælum sínum, en hann var vitaskuld ekki maður til þess. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu á miðvikudag, að skýrsla Seðlabankans og þar með talið hinn lögfræðilegi hluti hennar yrði opinbert plagg. Svein Harald Øygard seðla- bankastjóri og lögfræðingar bankans sem unnu minn- isblað sem lagt var fram á fundi utanríkismálanefndar vísuðu á blaðamannafundi í hádeginu á miðvikudag ásökunum Árna Þórs Sigurðssonar um að lögfræð- ingarnir hafi villt á sér heimildir algjörlega á bug. Øygard sagði það einfaldlega tímasóun að ræða mál af þessu tagi. Þar með voru formaður samninganefndar Íslands um Icesave og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, þeir Svavar Gestsson og Árni Þór Sigurðsson, ómerkir orða sinna. Árni Þór sagði að þessu tilefni í Morgunblaðinu á fimmtudag að teldu lögfræðingar Seðlabankans að hann hafi vegið að starfs- heiðri þeirra, bæðist hann afsökunar. Hann teldi þó að hann hafi ekki vegið að honum! Gerist hún öllu aumari afsökunarbeiðnin?! Það verður ekki annað séð en heimilisböl hins örþreytta Steingríms J. Sigfús- sonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vaxi frá degi til dags. Hann er „bombarderaður“ af sínum flokksmönnum úr eigin heimabyggð, þar sem hollustan við hann hefur hingað til náð út fyrir gröf og dauða. Er það einhver furða að hann sé bæði þreyttur og niðurlútur? Hann hefur þetta allt saman einn í fanginu og nú er hann að reyna að reisa sér „pólitískan bautastein“ sem felst í því að sannfæra þjóðina um að hún verði að kokgleypa hinn hroðalega vonda Ice- save-samning, sem pólitískur guðfaðir hans álpaðist, af stöku þekkingar- og reynsluleysi, til þess að samþykkja og telja fínan samning. Hann situr uppi með það að hafa gengið til kosninga með þá yfirlýstu stefnu VG að leið- arljósi að hafna inngöngu í ESB; hann situr uppi með það að hafa gengið til kosninga með þá yf- irlýstu stefnu VG að hafna frekari virkjana- framkvæmdum og álverum; hann situr uppi með það að hafa sagt fyrir jól að við skyldum aldrei borga Icesave-skuldbindingar einkabankans, Landsbankans, og hann situr uppi með það að VG höfðu þá yfirlýstu stefnu að engar uppsagnir yrðu í ríkisgeiranum. Nema hvað? Formaður BSRB er enn bara í leyfi sem slíkur, en hann heitir Ög- mundur Jónasson og er heilbrigðisráðherra. Steingrímur J. blessaður er því á útopnu frá því eldsnemma á morgnana þar til hann dettur út af seint, seint á kvöldin, að hrinda í framkvæmd öllum þeim málum sem VG ætluðu að berjast gegn, fyrir kosningar. Nú vantar bara að hann bíti höfuðið af skömminni og leggi til við utanríkis- ráðherra og fyrrum flokksbróður sinn og Svavars, að hann geri Svavar nokk- urn Gestsson að formanni samninga- nefndar í aðildarviðræðum við ESB! agnes@mbl.is Agnes segir … Sva-var og er – sáraeinfalt! Svein Harald Øygard Árni Þór Sigurðsson Svavar Gestsson Steingrímur J. Sigfússon HS Veitur hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is KÖRFUBÍLL TIL SÖLU – TILBOÐ ÓSKAST HS Veitur hf óska eftir tilboðum í Mercedes Benz körfubíl með Ruthmann körfubúnaði. Bifreiðin er árgerð 1988, ekinn um 140.000 km og selst í núverandi ástandi. Bifreiðin er staðsett í Reykjanesbæ og þeir sem hafa áhuga á að skoða hana geta haft samband við Geir Sigurðsson í síma: 860 5260. Fyrirliggjandi eru nýjar skoðunarskýrslur frá Bílaumboðinu Öskju hf og Vinnueftirlitinu og er unnt að nálgast þær hjá Geir. Tilboð skal senda undirrituðum eigi síðar en þriðjudaginn 28. júlí 2009 kl. 16.00. Tilboð má senda í tölvupósti. HS Veitur hf áskilja sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HS Veitur hf Guðmundur Björnsson, innkaupastjóri Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ Sími: 422 5200 Netfang: gudmund@hs.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.