Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 22
22 Flóttamenn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is H já skrifstofu Flótta- mannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna er ys og þys. Mörg hundruð íraskra flóttamanna bíða í stórum vöruskemmum eftir að fá út- hlutað hjálpargögnum. Þetta er í Douma, í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Miðstöðin er í útjaðri borg- arinnar og var sett á laggirnar eftir að flóttamannastraumurinn frá Írak hafði bókstaflega kaffært skrifstofuna sem fyrir var. Sú nýja er stærsta miðstöð Flóttamannastofnunarinnar í heim- inum. Á ljósgráum plaststólum sitja ungir sem aldnir, handfjatla pappírana sem þeir þurfa til að fá skammtinn sinn, strjúka sér um ennið í hitanum, stara út í loftið, spjalla við fólk í næstu röðum. Þetta er óvenjuleg matardreifing. Írösku flóttamennirnir búa ekki í flótta- mannabúðum heldur í þéttbýli – lang- flestir í leiguhúsnæði í Damaskus. „Fæstir hér eru vanir því að vera háð- ir öðrum um eigin framfærslu. Margir voru áður í góðum stöðum í Írak og það er skrýtið fyrir þá að hafa sokkið í fá- tækt og þurfa að þiggja hjálp,“ dæsir eldri maður, Faizal Abdullah, og ekur sér í stólnum. „Svo veit maður ekki einu sinni hversu lengi aðstoðin mun endast. Það virðast allir vera að kippa að sér höndum.“ Fréttir af fjárhagserfiðleikum Flótta- mannastofnunar SÞ hafa valdið angist á meðal íraskra flóttamanna. Yfir 200.000 manns í Sýrlandi reiða sig á aðstoð stofnunarinnar. Ef svo heldur fram sem horfir stendur stofnunin frammi fyrir verulegum niðurskurði – með fyr- irsjáanlegum afleiðingum. Kippa að sér höndum Flóttamannastofnun SÞ sendi út beiðni til ríkja heims um 400 milljóna dollara framlag fyrir árið 2009, svo sinna mætti íraska flóttafólkinu í Sýr- landi og Jórdaníu. Þrátt fyrir að komið sé fram yfir mitt ár vantar enn meira en helming fjárins. Stofnunina skorti einn- ig sárlega fé seinnihluta árs í fyrra en var þá dregin að landi af bandarískum yfirvöldum. Nú hefur bandaríska innan- ríkisráðuneytið tilkynnt að það hyggist minnka ársframlag sitt til stofnana sem vinna með írösku flóttafólki um nærri helming. Upphæðin sem bandarísk stjórnvöld hafa lofað Flóttamannastofnuninni fyrir írösku flóttamennina er samt sem áður margfalt hærri en framlag þess ríkis sem veitir næstmest: Ástralíu. Ástr- ölsk yfirvöld hafa lofað 7 milljónum dollara (tæpum 900 milljónum ís- lenskra króna). Evrópusambandið hef- ur snarminnkað sitt framlag og ætlar að veita 5 milljónir dollara í ár (640 milljónir króna). Til samanburðar telur National Priorites Project að kostn- aður Bandaríkjanna við stríðsrekst- urinn í Írak hafi verið nærri 690 millj- arðar dollara. Það gerir að meðaltali tæpar 30 milljónir dollara á hverjum degi frá innrásinni 2003 (3,8 milljarðar króna á dag). Bandarísk stjórnvöld hafa lengi haft horn í síðu Evrópuríkja og annarra, sem þau álíta ekki hafa veitt nægilega aðstoð handa Írökum á flótta. Þaðan heyrast aftur raddir um ábyrgð Bandaríkjanna sem hljóti að vera mest allra. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa á hinn bóginn gagnrýnt alla aðila fyrir að víkjast undan ábyrgð sinni. Samkvæmt upplýsingum úr ís- lenska utanríkisráðuneytinu veitti Ís- land árið 2008 7,8 milljónir íslenskra króna til aðstoðar við íraska flótta- menn í Sýrlandi og Jórdaníu. Þær fóru í að styðja við menntun flóttafólksins. Rétt er þó að nefna að Ísland kostaði tvo starfsmenn hjá Flóttamannastofn- un SÞ í Sýrlandi í vetur og að íslensk stjórnvöld buðu í fyrra til landsins 29 Palestínumönnum á flótta frá Írak. „Orðin hundleið á Írak“ Ýmsum ástæðum fyrir lægri fjár- framlögum alþjóðasamfélagins til íraska flóttafólksins hefur verið haldið á lofti. Ein þeirra er augljós: Fjár- málakreppan sem gerir að verkum að ríki heims eru óviljugri en áður að veita fé til alþjóðlegra verkefna. Að auki nefna margir við mig al- menna þreytu gagnvart ástandinu í Írak. Eins og starfsmaður Flótta- mannastofnunar SÞ í Amman orðar það þá eru menn einfaldlega „orðnir hundleiðir á Írak“. „Kastljósið er farið annað – nú er Afganistan aftur orðið að vandræða- landinu og menn álíta sig vera búna að eyða nægri orku og peningum í Írak,“ segir hann. „Nú á Írak einfaldlega að vera „búið“ og fólk bara að fara heim. Ef það væri einungis svo auðvelt.“ Upp á síðkastið hafa fréttir af heim- „Myndir þú snúa aftur Fjárframlög til stuðnings flóttafólki frá Írak hafa snarminnkað. Enn úir hins vegar og grúir af íröskum flótta- mönnum í nágrannaríkinu Sýrlandi. Það var þangað sem flestir flúðu. Hvað verður um þetta fólk? Beðið eftir mat Íraskt flóttafólk bíður eftir að fá matarskammtinn sinn hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Douma í Damaskus. Þrátt fyrir að flóttafólkið sé tekið að snúa aftur heim til Íraks er meirihlutinn enn í Sýrlandi og margir sjá ekki fram á að komast heim í bráð. Sparifé fólks er að brenna upp og vaxandi fátækt er meðal flóttamannanna. Sólarlag í Damaskus Flestir írösku flóttamannanna halda til í Damaskus, þangað sem þeir streymdu frá Írak. Alþjóðasamfélagið þarf að gang- ast við því að ólíklegt er að flótta- mannavandinn í Sýrlandi leysist fljótlega. Svo segir Sybella Wilkes, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Hún bendir á að mikilvægt sé að tryggja að fólk fari ekki aftur til Íraks af illri nauðsyn. „Þegar flóttamennirnir ákveða að fara aftur til Íraks viljum við að um sé að ræða upplýsta ákvörðun – og að valið sé þeirra. Við viljum að þeir snúi heim með það á til- finningunni að þeir muni ekki sæta ofsóknum og að þeir hafi stuðning alþjóðasamfélagsins til að bíða þangað til þeir álíta öruggt að snúa aftur. Ástæða þess að margir flúðu Írak var að þeim var hótað lífláti og þetta fólk vill skiljanlega vera fullvisst um að öruggt sé fyrir það að snúa til baka. Fæstir flóttamannanna sjá framtíð fyrir sér í Sýrlandi en eru þrátt fyrir erfiðleika þar ekki enn tilbúnir til að taka hið risavaxna skref að snúa aftur heim.“ Vegna vaxandi fátæktar flótta- fólksins í Sýrlandi leggur Flótta- mannastofnunin meðal annars áherslu á að koma í veg fyrir að fólk lendi á götunni og að stúlkur leiðist út í vændi. Athygli hefur vakið að síðan í fyrra hafa mörg írösk börn dottið út úr skóla. Ein af ástæðunum sem nefndar hafa verið er að börn neyðast til að vinna ólögleg, illa borguð störf og sjá fyrir fjölskyldu sinni. VERÐUM AÐ GEFA FÓLKI KOST Á AÐ BÍÐA MEÐ HEIMFÖR Frá upphafi innrásarinnar í Írak hafa einungis 12.316 íraskir flóttamenn á skrá hjá Flótta- mannastofnun SÞ fengið boð um að fara sem flóttamenn til þriðja lands. » Bandaríkin hafa boðið 8.883íröskum flóttamönnum. » Kanada 1.155 flóttamönnum.» Ástralía 645 flóttamönnum.» Þýskaland 507 flóttamönn-um. » Finnland 327 flóttamönnum.» Svíþjóð 255 flóttamönnum.» Noregur 171 flóttamönnum.» Holland 140 flóttamönnum.» Nýja Sjáland 94 flóttamönn-um. » Frakkland 79 flóttamönnum.» Bretland 45 flóttamönnum.» Önnur ríki hafa boðið til sínenn færra fólki. Nokkur ríki, þar á meðal Ís- land, hafa hins vegar boðið til sín palestínskum flóttamönnum sem í dag eru á flótta frá Írak. Í tölunum að ofan eru ekki þeir meðtaldir sem hafa upp á eigin spýtur sótt um áritun til þessara landa eða fengið þar hæli eftir að hafa komið sér sjálfir á staðinn, t.d. með því að láta smygla sér. 12.000 BOÐIÐ Í BURTU ‘‘„FÆSTIR FLÓTTAMANN-ANNA SJÁ FRAMTÍÐFYRIR SÉR Í SÝRLANDIEN ERU ÞRÁTT FYRIR ERFIÐLEIKA ÞAR EKKI ENN TILBÚNIR TIL AÐ TAKA HIÐ RISAVAXNA SKREF AÐ SNÚA AFTUR HEIM.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.