Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 13
Fyrirmynd „Ég er ekki viss um að við höf- um gert mikið af því að hæla hvort öðru hér áður fyrr en við bárum samt lúmskt virðingu hvort fyrir öðru. Þegar við vorum börn og ung- lingar var hann mér ábyggilega fyrirmynd. Þá fannst bekkj- arsystrum mínum Bragi ákaflega sætur og myndarlegur og ég var dálítið montin af honum. Ég var líka montin af því hvað honum gekk vel í skóla á þessum árum og þegar hann varð ræðukóngur í Versló. Ég var oft montin af Braga en kærði mig ekki endi- lega um að segja honum frá því vegna þess að þá færi hann að grobba sig. Það var því ákveðin togstreita í gangi milli okkar eins og gengur með systkini, einkum þegar er svona skammt á milli eins og hjá okkur. Við rifumst oft á unglingsárunum og mér finnst ég alltaf hafa beðið lægri hlut. Hann talaði mig alltaf í kaf með orðheppni sinni. Einu sinni grýtti ég í hann símaskrá þegar ég hafði engin rök í rifrildinu og þóttist góð með mig en hann bara hló að mér og svo fékk ég skammir fyrir að eyðileggja síma- skrána. Nú er ég náttúrlega montin af því hvað hann hefur komið öllu vel og skemmtilega til skila í sjónvarpsþættinum Kiljunni og hvað hann er flottur þar. Bragi hefur reynst krökkunum mínum drengilega og sýnt þeim umhyggju og það kann ég vel að meta. Það segir ýmislegt um manneskjuna. Hann getur vissu- lega verið hæðinn og það komast ekki allir upp með að segja margt sem hann lætur út úr sér, en hann gerir það á mjög spes hátt. Mér finnst Bragi skemmtilegur og það eru ekki margir honum líkir. Merkilegur maður, ofboðs- lega þrjóskur og hafi hann tekið eitthvað í sig er ekki svo glatt hægt að breyta því. En það gerir ekkert til. Það er gaman að Bragi hefur plumað sig vel og nú hefur hann eignast nýjan aðdáendahóp bæði hjá ungu og eldra fólki.“ Morgunblaðið/Eggert MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Bragi: „Ég reyndi að vernda Jó- hönnu og stjórnaði henni þar til hún var svona 10 til 12 ára. Hún tók því bara ágætlega. Við fórum oft í bíó og vorum ágætis systk- ini, sváfum saman í herbergi í mörg ár og það gekk mjög vel. En stjórnsemin kom fljótt í ljós hjá henni. Hún hefur samt alltaf verið sanngjörn og sýnt dæma- lausa elju samanber þegar hún hætti á Mogganum eftir tæplega þriggja áratuga starf og fór út í óvissuna. Fór að læra arabísku í nokkur ár. Það var ótrúlegur kraftur og seigla. Síðan hefur hún skipulagt ferðir til araba- landa og ég ætlaði að fara í ferð með henni til Sýrlands fyrir skömmu en ferðin var felld niður. Kannski fer ég með henni til Egyptalands í haust.“ Á flótta undan norninni „Ég er hálfu öðru ári eldri en Jóhanna og það fyrsta, sem ég man eftir henni, var þegar hún var þriggja ára og ég á fimmta ári. Við áttum heima á Bjarg- arstíg í Þingholtunum og við strákarnir vorum að leika okkur með miklum hávaða í grunninum sem var verið að taka fyrir gamla Hólaprent í Þingholtsstræti 27. Slakkinn niður brekkuna frá Grundarstígnum er bara klöpp og það var verið að sprengja hana. Í húsinu númer 29, þar sem núna er Stofnun Sigurðar Nordals, átti heima Páll Pálma- son, ráðuneytisstjóri í atvinnu- málaráðuneytinu í áratugi. Pabbi hans hét Pálmi Pálsson, mennta- skólakennari. Fjölskyldan hafði búið í húsinu frá 1920 og hjá þeim var vinnukona. Þessi gamla kona var orðin kreppt af þræl- dómi, en okkur krökkunum var sagt að það væri norn í húsinu. Við höfðum samt aldrei séð norn- ina en þegar við vorum að leika okkur í grunninum var allt í einu kallað á okkur. Þá stóð þessi gamla kona á grunnbarminum og sagði okkur að hypja okkur í burtu. Þetta var nornin og það leyndi sér ekki því hún var kýtt í herðum, bogin með krangalegt andlit og stórt nef. Við vissum að nornin myndi taka okkur ef við forðuðum okkur ekki. Ég hljóp heim, allt að því með kúkinn í buxunum, um 30 til 40 metra upp götuna og upp á loft. Á ganginum í íbúðinni var kommóða. Ég dró út neðstu skúffuna þar sem voru vettlingar, peysur og fleira og skreið undir peysurnar og vett- lingana. Að því loknu sagði ég við Jóhönnu sem stóð álengdar: „Ýttu, ýttu, ýttu.“ Hún reyndi að ýta en gat auðvitað ekki ýtt mér, en við sluppum með skrekkinn því nornin kom ekki. Árið 1946 fluttum við vestur á Reynimel og bjuggum þar þang- að við fluttum að heiman. Frá barnsaldri var Jóhanna alltaf að og var mjög iðjusöm. Hún safn- aði leikaramyndum og límdi þær inn í risastórar bækur. Hún bjó til sögur, gaf út blöð, handskrif- aði þau og dreifði í húsin í kring. Hún safnaði eigin- handaráritunum og fór niður á Alþingi þar sem hún fékk alla al- þingismennina til að skrifa í ein- hverja bók. Við vorum saman í sveit eitt sumar en annars var hún í nokkur sumur í sveit í Hjarðarholti í Dölum.“ Erfiðir tímar „Jóhanna varð mjög fljótt full- orðin, kynntist Jökli Jakobssyni snemma og hún var í mennta- skóla þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Hún var líka innan við tvítugt þegar hún gaf út bók- ina „Ást á rauðu ljósi“ sem er ágætis reyfari og nutu þau góðs af því. Bókin seldist vel og létti þeim róðurinn. Jökull var sjarmerandi og ynd- islegur drengur en vímugjafar léku hann grátt og það markaði þeirra hjónaband alla tíð. Það var oft þröngt í búi hjá þeim og Jó- hanna gekk í gegnum óheyrilega erfiða tíma í hjónabandinu. Hún lokaði ástandið inni hjá sjálfri sér og talaði ekki mikið um það. Við erum ekki lík og höfum í raun ekki verið mjög náin nema undanfarin 20 ár, en Nína Björk og hún voru miklar vinkonur og reyndust hvor annarri vel. Hún hefur unnið mjög skipulega úr sínum hlutum. Hún er raungóð kona, hún Jóhanna, en flíkar því ekki.“ Vinmargur einfari „Jóhanna er mjög lík ömmu okkar í föðurætt, Sigríði Berg- steinsdóttur frá Útey við Laug- arvatn. Þótt Jóhanna hafi verið vinmörg er hún að mörgu leyti einfari. Hún er sjálfri sér næg og henni finnst ágætt að vera ein og hafa það huggulegt með sjálfri sér. Hún er mjög jákvæð og skemmtileg, stundum jafnvel létt- ari en hún í rauninni er, en á ekki mjög auðvelt með það að vera ein- læg, þótt hún sé það stundum. Hún hefur aldrei verið gráðug eða ágjörn fyrir sig sjálfa. Hún er mjög samviskusöm og heiðarleg og hefur aldrei gengið yfir aðra. Hún er góðgjörn og alltaf eitthvað að úðra enda gert alveg ótrúlega hluti. Átak hennar í Jemen til þess að hjálpa ómenntuðum börn- um að mennta sig er gott dæmi um það. Þar hefur hún áorkað miklu. Hún á enda auðvelt með að fá fólk með sér í verkefni, hefur svona yfirvegaðan og sefjandi sannfæringarkraft sem hún notar þegar á þarf að halda. Ég hef verið gamaldags íhald alla tíð en aldrei tekið þátt í flokksstarfi. Það næsta sem ég hef komist því var þegar ég var 10 ára. Þá vann ég á kosn- ingaskrifstofu fyrir íhaldið niðri í Oddfellowhúsi við það að fara með kók á milli borða. Ég hef ekki komist nær pólitíkinni en það og ekki fékk ég Jóhönnu með mér. En mér hefur alltaf litist vel á það sem Jóhanna hefur gert og vitað að hún myndi seiglast í gegnum það sem hún tekur sér fyrir hendur. Samanber að skömmu eftir að hún hafði lært að skrifa fór hún að gefa út blöð. Sem krakkar vorum við oft með skemmtanir í bílskúrnum og þá útbjó hún heilu leiksýningarnar. Þá var hún vönduð og ærleg og er það enn. Ég hef alltaf strítt Jóhönnu mikið og geri það enn. Þegar hún var unglingur stríddi ég henni á því hvað hún væri feit og hún tók því illa enda var hún ekkert feit. En hún er ekki stríðin manneskja. Hún er mjög ýtin og ákveðin, eig- inlega frek, en ekki frek á nei- kvæðan hátt. En hún hefur aldrei gert neitt á minn hlut, aldrei gert mér grikk sem ég man eftir.“ Góður rithöfundur „Rithöfundur situr og skrifar með blýanti, penna eða á tölvu. Skáld er hins vegar einstaklingur sem myndi rista sig til blóðs og skrifa með blóðinu hefði hann hvorki penna né tölvu. Jóhanna hefur lifað fjölbreyttu lífi. Hún skynjar umhverfi sitt með mjög næmum og raunsæjum hætti og hefur hryllilega skemmtilegan húmor. Hún er mjög ritfær og ferðabækur hennar eru til dæmis mjög skemmtilegar og fræðandi. Hún er góður rithöfundur.“ Alltaf eitthvað að úðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.