Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið/Ómar Sumarþing Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ávarpar þingheim í umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. S mátt og smátt er að koma fram með hvaða hætti mun þrengja að almenningi á næstu árum. Kaupmáttur rýrnar jafnt og þétt. Al- menningur hefur þurft að taka á sig launalækkanir. Verðhækkanir og hækk- anir á gjöldum og sköttum fara beint inn í vísitöluna og valda því að afborganir af innlendum lánum hækka. Fall krónunnar veldur því að afborg- anir af erlendum lánum eru orðnar mörgum óviðráðanlegar. Verst er ástandið hjá þeim, sem hafa misst vinnuna, eða spenntu bogann of hátt í lántökum. En enginn er undanskilinn áhrifum kreppunnar. Neyslumynstrið er að gerbreytast. Þetta kemur best fram á bíla- markaði – það verða ekki margir bílar af ár- gerðinni 2009 á götum hér á landi – en sést einnig víða annars staðar. Engan veginn óbærilegar byrðar? Um þessar mundir eru tölur bruddar í gríð og erg. Hvað skulda Íslendingar? Hvað mun Ice- save kosta íslenska ríkið? Í hverju eru aðrar skuldbindingar ríkisins fólgnar? Hvað þarf að leggja mikið fé til bankanna? Hvernig á að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta? Hvernig á að borga rekstur heilbrigðiskerfis og skóla? Hafa Íslendingar efni á að reka fé- lagslega kerfið í núverandi mynd? Hvernig á að halda öllum þessum boltum á lofti samtímis? Í minnisblaðinu, sem Seðlabanki Íslands gerði um Icesave-samningana og greiðslubyrði af erlendum lánum fyrir fjárlaganefnd Alþingis og kynnt var á miðvikudag, er reiknað út að er- lendar skuldir hins opinbera 2009 séu 1.520 milljarðar króna. Þar af er skuldin vegna Ice- save 575 milljarðar króna, erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584 milljarðar króna og svo framvegis. Skuldir opinberra fyrirtækja og einkaaðila eru 1.312 milljarðar króna. Erlendar skuldir eru alls 2.832 milljarðar króna. Hrein skuld umfram erlendar eignir er 1.207 millj- arðar króna. Höfundar minnisblaðsins segja að matið á greiðslubyrðinni vegna Icesave byggist á tvennu: annars vegar getu ríkissjóðs til að afla tekna og draga úr útgjöldum til að standa undir vaxtabyrðinni af samningnum og hins vegar getu þjóðarbúsins til að flytja meira út en flutt er inn, hvort sem um er að ræða vörur eða þjón- ustu, þannig að hægt verði að borga vexti og af- borganir án þess að umtalsverð lækkun verði á gengi krónunnar. Niðurstaða Seðlabankans er sú að íslenskt þjóðfélag ráði við þessar skuldir. Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra talar á svipaða lund í grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí: „Vissulega er ekkert fagnaðarefni að íslenska ríkið hafi lent í þessari stöðu og rétt og eðlilegt að hafa áhyggjur af henni. Því fer þó fjarri að byrðarnar fyrir ríkið eða þjóðarbúið verði slík- ar að ekki verði hægt að standa undir þeim. Byrðarnar verða engan veginn óbærilegar fyr- ir þjóðarbúið, þótt vissulega hefði verið mun betra að vera án þeirra.“ Hækkanir láta ekki á sér standa Í minnisblaði Seðlabankans er sett fram grein- ing á því hversu mikið þyrfti að hækka virð- isaukaskatta til að fjármagna skuldbinding- arnar vegna Icesave út frá ákveðnum forsendum Seðlabankans (tekið er fram að ekki sé mælt með þessari leið af hálfu bank- ans, einungis sé um dæmi að ræða). Kemst bankinn að því að yrði virðisaukaskattur ann- ars vegar hækkaður úr 7% í 7,88% og hins veg- ar úr 24,5% í 27,57% og ágóðinn ávaxtaður á 6% vöxtum væri niðurstaðan sú að „uppsafn- aðar tekjur af hækkun skattsins yrðu jafnar Icesave-skuldinni“. Þarna verður íslenskt þjóðfélag eins og vél. Stillingin á vélinni ræður því hvað út úr henni kemur. Þegar bætast við skuldir er vélin stillt upp á nýtt og viti menn, þá breytist gangur hennar og skuldirnar hverfa. Þetta hljómar einfalt, en er það ekki. Allir vita að það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að kreista mikinn safa úr sítrónu. Greiðsluþol er tæknilegt orð, en snýst um það hversu miklar byrðar er hægt að leggja á einstaklinga af holdi og blóði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur mikið talað um skattahækkanir. Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, talar sömuleiðis um að óhjá- kvæmilegt sé að hækka skatta. Og hækk- anirnar láta ekki á sér standa. Skattkerfið á Íslandi hefur verið meingallað að því leyti að í því hefur verið gert upp á milli fólks eftir því með hvaða hætti það hefur aflað sér peninga. Það hefur þótt sanngjarnt að menn borguðu hærri skatta ef þeir öfluðu sér tekna með vinnuafli sínu, en með því að láta peningana sína vinna. Þessa gagnrýni ber ekki endilega að skilja sem svo að hækka eigi fjár- magnstekjuskatt, alveg eins má lækka tekju- skatt. Hún snýst um sanngirni, að ekki sé gert upp á milli skattborgaranna. Síðan er önnur saga hversu mikið fé hefur farið fram hjá skatti á undanförnum árum. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hef- ur reiknað út að hámark skattbyrði á hjón sé um 34% hjá þeim sem hefðu um átta milljónir króna í árstekjur, en ef sú tala væri komin yfir þrjátíu milljónir væri skattbyrðin um 26%, enda hærra hlutfall tekna þá fjármagnstekjur. Í frásögn Morgunblaðsins af fyrirlestri sem Stefán hélt í mars kom fram „að árið 1993 hefði tekjuhæsta prósent íslenskra hjóna haft 4,2% af heildartekjum allra hjóna. Það hlutfall hafi hins vegar verið 19,8% árið 2007. Sú stígandi hefði því verið gríðarlega hröð. Ríkustu tíu pró- sentin hafi farið úr því að hafa rúm 20% sam- anlagðra heildartekna allra, í að hafa tæp 40% þeirra. Á sama tíma hafi því allir aðrir, hin níu- tíu prósentin, farið úr því að hafa 78,2% af heildartekjunum í að hafa 60,6%. Ríkasta pró- sentið (hjón) hafi á árinu 2007 haft að jafnaði 18,2 milljónir í tekjur á mánuði. Það séu 615 fjölskyldur og því sé mikilvægt að muna að það hafi ekki aðeins verið um þrjátíu menn sem höfðu ofurlaun hér á landi.“ Misskiptingin jókst Það er kannski ekki að furða að í hruninu hafi komið fram hugmyndir um hátekjuskatt. Sá skattstofn, sem Stefán Ólafsson talaði um í mars, hefur hins vegar óhjákvæmilega breyst þótt ekki liggi enn fyrir hvað sú breyting er mikil – hvort við séum aftur komin til ársins 1993 – og hrunið hafi verið full róttæk leið til launajöfnunar í þjóðfélaginu. Hátekjuskatt- urinn hefur nú verið lagður á. Frá og með 1. júlí leggst 8% hátekjuskattur á allar tekjuskatt- skyldar tekjur um fram 700 þúsund krónur. Eins og iðulega gerist hefur skatturinn afleið- ingar, sem ekki var ráð fyrir gert. Nú kvarta þeir sáran, sem taka háar eingreiðslur úr við- bótarlífeyrissjóðum sínum, yfir ósanngirni þess að lenda í hátekjuskattinum. En hátekjuskatturinn er ekki eina dæmið um auknar álögur, heldur eitt af mörgum. Syk- urskatturinn, sem upphaflega átti að leggja á til að bæta heilsufar þjóðarinnar, breyttist í mat- arskatt. Ef ætlunin með sykurskattinum var að fá fólk til að hætta að neyta sykurs hlýtur mat- arskattinum að vera ætlað að fá fólk til að hætta að borða. Til þess að komast út úr kreppunni þarf ís- lenskt efnahagslíf að komast upp úr frystikist- unni. Það verður ekki gert með auknum álög- um. Með þeim er þrengt að atvinnulífinu. Hins vegar virðast skattarnir og gjöldin vera þær að- gerðir ríkisstjórnarinnar, sem strax eru fram- kvæmdar. Mörg fyrirtæki eru á heljarþröm. Ástæðan er ekki sú að þau séu illa rekin heldur ástandið í þjóðfélaginu. Aðgangur að lánsfé er takmarkaður og vextir svimandi háir. Þrengt að fjölskyldum Þetta á ekki bara við um fyrirtæki, heldur einn- ig almenning. Allir hafa minna á milli hand- anna. Við hverja álögu verður minna aflögu og heimilisreksturinn erfiðari. Enginn ein- staklingur er eyland í efnahagslífinu. Vandi eins hefur keðjuverkandi áhrif á aðra. Ógreidd- ur reikningur er skuld þess, sem keypti, en tekjumissir þess sem seldi. Sá sem ekki getur innheimt reikningana sína lendir í vandræðum með að borga reikningana, sem hann skuldar. Þeim fer fjölgandi, sem eiga erfitt með að láta enda ná saman, og með hverri klípu magnast vandinn. Hér er ekki um að ræða tannhjól í vél eða sítrónu, sem alltaf má kreista úr fleiri dropa. Hér er um að ræða fjölskyldur og ein- staklinga, sem eru að reyna að halda sér upp- réttum eftir hrun íslensks efnahagslífs, koma börnum sínum á legg og hugsa um foreldra sína, afa og ömmur. Og lifa mannsæmandi lífi. Almenningur ber ekki ábyrgð á því að ís- lenskt efnahagslíf hrundi, þótt það kunni að henta sumum að draga upp þá mynd að ástæð- an sé sú að þjóðin missti stjórn á sér. Almenn- ingur situr hins vegar uppi með reikninginn af afdrifaríkri fjármálastarfsemi nokkurra ein- staklinga og hann á það skilið að allt sé gert til þess að tryggja að hann verði sem lægstur. Röðin kemur að Icesave Nú hefur umsóknin um aðild að Evrópusam- bandinu verið afgreidd og röðin komin að Ice- save. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um samningana við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Margt hefur komið í ljós frá því að samningurinn var undirritaður og hann hefur verið gagnrýndur harkalega. Í grein í Morg- unblaðinu í vikunni færði Einar Sigurðsson bankastarfsmaður rök að því að það að gera kröfur Breta og Hollendinga jafnstæðar kröf- um tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Ice- save, gæti orðið til þess að íslenska ríkið og þar með skattborgarar þyrftu að greiða 300 millj- arða króna að óþörfu. Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaga- nefndar kemur fram hörð gagnrýni í samning- inn í mörgum liðum. Efasemdir um samningana virðast fara vax- andi á þingi og ná inn í stjórnarflokkana þótt þær séu meira á yfirborðinu meðal Vinstri grænna. Í röðum samfylkingarmanna heyrist meðal annars að það hafi verið vonbrigði að ekki skyldi nýttur grundvöllur hinna svoköll- uðu Brussel-viðmiða, sem samið var um í nóv- ember og áttu að tryggja jafnvægi milli Íslend- inga, Breta og Hollendinga. Þar var meðal annars kveðið á um að taka ætti „tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráð- stafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt“ og „stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahags- svæðisins [myndu] taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær“. Í fréttaskýringu eftir Agnesi Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag, laugardag, kemur fram að engin vissa sé fyrir meirihluta fyrir Icesave, en mikill þrýstingur er af hálfu stjórnarforust- unnar, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra og Steingríms, að koma málinu í gegnum þingið. Það getur verið hættulegt að hafna Icesave- samningnum að því leyti að þá verður ekki að- eins samið að nýju um þá þætti, sem Íslend- ingar eru óánægðir með, heldur málið allt. Þá gæti kergja hlaupið í viðsemjendurna og dyr lokast, sem mikilvægt er að haldist opnar. Á hinn bóginn væri það mikil óbilgirni af rót- grónum lýðræðisríkjum að átta sig ekki á því að þjóðþing er ekki stimpill, sem framkvæmda- valdið getur notað að vild, heldur stofnun, sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Við ráðum við þetta – en með hvaða hætti? Reykjavíkurbréf 180709 1.718 Erlendar skuldir hins opinbera í milljörðum. 575 Skuldir vegna Icesave í milljörðum. 1.312 Erlendar skuldir opinberra fyrirtækja og einkaaðila í milljörðum. Tölurnar eru úr minnisblaði Seðlabanka Ís- lands til fjárlaganefndar Alþingis og eiga við um árið 2009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.