Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 37
Menning 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 BRÁK eftir Brynhildi Guðjónsdóttur (Söguloftið) BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Fim 23/7 kl. 21:00 Tónleikar Sun 26/7 kl. 16:00 Lau 8/8 kl. 20:00 Sun 16/8 kl. 16:00 Lau 22/8 kl. 20:00 Sun 30/8 kl. 16:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 landnamssetur@landnam.is 1. Dick van Dyke sem Bert í Mary Poppins (1964) Aumingjans Dick van Dyke hefur ratað inn á alla samskonar lista sem í gegnum tíðina hafa verið teknir saman um arfaslakan árangur í er- lendum hreimi á hvíta tjaldinu. Og það er kannski ekki að ástæðulausu. Sótarinn síkáti, Bert, talaði ein- hverja ýktustu og verst framreiddu cockney-bresku sem sögur fara af. 2. Arnold Schwarzenegger í öllum sínum myndum Ríkisstjóranum virðist vera lífsins ómögulegt að losa sig við aust- urríska hreiminn og því eru setn- ingar á borð við „I’ll be back!“ og „You’re not sending ME to the COOLER!“ fyrir löngu orðnar ódauðlegar. 3. Meryl Streep sem Karen Blixen í Out of Africa (1995) Enska töluð með dönskum hreim flokkast kannski ekki undir eyrna- konfekt en Meryl Streep náði að fá hárin til að rísa á höndum bíóáhorf- enda af vanlíðan þegar hún brá sér í hlutverk dönsku skáldkonunnar Karen Blixen í Out of Africa. 4. Kevin Costner sem Robin Hood í Robin Hood: Prince of Thieves (1991) Það getur vel verið að Kevin Costner sé ýmislegt gefið en að tala með breskum hreim er sannarlega ekki eitt af því. Það er agalegt að hlýða á manninn leika alþýðuhetjuna Hróa, sem talar með bandarískum og afar slökum breskum hreim í bland. 5. Brad Pitt sem Heinrich Harr- er í Seven Years in Tibet (1997) Austurríkismaðurinn Heinrich Harrer verður afar kjánalegur í meðförum hins annars ágæta leikara Brads Pitts. Og þá sérstaklega við hlið kollegans Davids Thewlis, sem nær austurrískum hreimi samferða- langsins Peters Aufschnaiters glimrandi vel. 6. Angelina Jolie sem Olympias í Alexander (2004) Jolie tryggir sér sæti á listanum fyrir afar tilgerðarlega frammistöðu sína sem Olympias í hinni arfaslöku „stórmynd“ Olivers Stones um Alex- ander mikla. Þá varð hlutverk hennar enn kjánalegra þegar þau jafnaldrarnir Jolie og Colin Farell fóru með hlut- verk mæðginanna Olympias og Al- exanders. Versti hreimur kvikmyndasögunnar Úr Mary Poppins Sótarinn Bert söng og trallaði með breska cockney hreimnum sínum, sem var vondur. Mr. Freeze Þú setur þennan ekki svo auðveldlega í frystinn! Hrói höttur Kevin Costner var ekki sannfærandi sem enska alþýðuhetj- an, enda með undarlegan hreim. W yatt hefur daðrað við djass á skífum sínum og kemur ekki á óvart í ljósi þess að hann byrj- aði tónlistarferil sinn sem trommu- leikari í djasssveit þó hann hafi fljótlega fetað sig að mærum djass og rokks, fyrst með David Allen- tríóinu, þá með The Wilde Flowers og loks með Soft Machine. Innan Soft Machine lenti hann í kryt við annan stofnmeðlim, Mike Rat- ledge, sem vildi fara mýkri leið að hlustendum en Wyatt og á end- anum gerði Wyatt sólóskífu og stofnaði í framhaldinu eigin hljóm- sveit, Matching Mole. Brátt varð um vegsemd þeirrar sveitar þegar Wyatt féll út um glugga á fjórðu hæð og lamaðist, en hann sneri aft- ur í músíkina og hefur sent frá sér nokkrar afbragsskífur síðan. Ekki allra Tónlist Roberts Wyatt er ekki allra, til þess að njóta almennra vinsælda er hann of uppá- tækjasamur og tilraunaglaður, en tónlistarmenn kunna aftur á móti að meta hann margir, meðal margra svo ólíkir listamenn sem Elvis Costello og Björk. Wyatt hef- ur líka notið mikillar virðingar utan Bretlands, eins og getið er. Óræk sönnun þess er platan Around Ro- bert Wyatt með frönsku hljóm- sveitinni Orchestre National de Jazz, sem má kannski snara sem þjóðardjasshljómsveit Frakklands. Lögin á skífunni eru öll frá sóló- ferli Wyatts, en útsetningar ann- aðist franska tónskáldið Vincent Artaud. Wyatt leggur til söng í fjórum lögum, en annars syngja á plötunni franski söngvarinn Daniel Darc, malíska söngkonan Rokia Traore, sem glímir við óð, ísraelska söngkonan Yael Naïm, franska söngkonan Camille Dalmais, sem sungið hefur með Nouvelle Vague, hollenski söngvarinn Arno Hintj- ens og franska leikkonan Irène Ja- cob. Röddin þungamiðjan Vinnan við plötuna var óvenjuleg að því leyti að Wyatt átti lítinn þátt í vali laganna, en á henni eru ekki bara lög eftir hann heldur líka lög sem tengjast honum beint (til að mynda lagið „Shipbuilding“ eftir Elvis Costello) og óbeint (lagið „Kew. Rhone.“ eftir John Greaves, Peter Blegvad og Lisa Herman). Að loknu lagavali voru síðan valdir söngvarar frá ýmsum löndum, eins og sjá má af upptalningunni hér að framan, og er þeir höfðu lokið við að syngja lögin inn spann Vincent Artaud útsetningarnar við þær í samvinnu við hljómsveitina og stjórnanda hennar, Daniel Yvinec. Yvinec segist hafa kosið að fara þessa leið til að leyfa röddinni að ráða, leyfa henni að vera þunga- miðja lagsins, og eins hafi Wyatt tekið þessari hugmynd einkar vel. Fyrir vikið hafi það því skipt meira máli en ella að velja fyrst lagið og síðan röddina sem hæfði einmitt því lagi, en einnig valdi hann sólista fyrir hvert lag í samræmi við rödd- ina. Með þessum tilfæringum seg- ist Yvinec einmitt hafa náð því fram sem skipti mestu máli; að sýna lagasmiðnum Robert Wyatt viðeigandi virðingu. arnim@mbl.is Viðeigandi virðing Robert Wyatt Féll út um glugga á fjórðu hæð og lamaðist, en sneri aftur. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Robert Wyatt bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir og fyrir vikið hafa menn gjarnan kallað hann sérvitring. Með tímanum hef- ur vegur hans þó vaxið og fáum blandast hugur um að hann sé með merk- ustu tónlistarmönnum Breta nú um stundir. Ekki síst nýtur hann virðingar utan heimalandsins, til að mynda í Frakklandi og sannast á disk sem franskir djasstónlistarmenn gáfu út honum til heiðurs fyrir skemmstu. Það er alsiða að djassa upp popp- og rokkmúsík, djassútgáfur af Bítlalögum hljóta til dæmis að skipta þúsundum, og menn eru enn að slíku, sjá til að mynda djassútgáfur Brads Mehldaus á Radiohead-lögum. Það er sjald- gæfara að heilar plötur séu lagðar undir slíkt. Nokkur dæmi þó: Joni Mitchell hefur sjálf gefið út plötur sem kalla mætti djass- skífur, til að mynda Court and Spark og The Hissing of Summer Lawns, sem eru með bestu plöt- um hennar. Aðrir hafa líka snúið lögum hennar í djassbúning, til að mynda gaf Herbie Hancock út plötuna River með lögum hennar, og sumir verið duglegir við það, til að mynda David Lahm sem gerði plöt- ur sem hann kall- aði Jazz Takes on Joni Mitc- hel og More Jazz Takes on Joni Mitchell sem komu út með árs millibili fyrir áratug eða svo. Travis Sullivan stofnaði hljóm- sveit fyrir nokkrum árum sem gerir ekkert annað en að spila lög eftir Björk Guðmundsdóttur í big- band-búningi. Hljómsveit hans, sem heitir því lýsandi nafni Bjor- kestra, sendi frá sér fyrstu skíf- una, Enjoy, fyrir rúmu ári, en á henni er meðal ann- ars að finna stór- sveitaút- setningar af „Human Behavior“, „Army Of Me“ og „Hunter“. Þess má geta að Sullivan kom hingað til lands og hélt tónleika með Stórsveit Reykjavíkur á Djasshá- tíð í Reykjavík 2008. Saxófón- og klarínettleikarinn Michael Moore tók sig til og hljóðritaði heila skífu með djass- útgáfu af lögum eftir Bob Dylan sem hann kallaði Jewels and Binoculars. Lögin á plöt- unni eru öll eftir Dylan utan eitt þjóðlag sem Dylan tók upp, til að mynda „Vi- sions of Johanna“, „Highway 61 Revisited“, „With God on Our Side“ og „Boots of Spanish Leat- her“. Þess má geta að platan þyk- ir einkar vel heppnuð en hefur þó ekki farið víða. Það má segja að það sé á mörkunum að hægt sé að telja út- setningar Nigels Kennedys á Jimi Hendrix djass, en í ljósi þess að Kennedy er fyrirtaks djassari, eins og sannaðist í Hafnarborg í Hafnarfirði júníkvöld eitt 1993, látum við fljóta með The Kennedy Experience: Nigel Kenn- edy plays Jimi Hendrix. Á skífunni flytur Kennedy „Third Stone from the Sun“, „Little Wing“, „Fire“, „Purple Haze“ og fleiri Hendrix- lög með löngum spunaköflum sem eru stundum býsna djassaðir. Djassað popp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.